Morgunblaðið - 24.08.2018, Síða 21

Morgunblaðið - 24.08.2018, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2018 og kræsingar, humar eða silung, eða hvort tveggja. Ekkert mátti okkur vanta. Sem barn eyddi ég miklum tíma hjá þér og fann mér ýmis- legt til dundurs; horfði á eldgöm- ul áramótaskaup á spólu, spark- aði bolta í bílskúrsvegg nágrannans, spilaði á hljómborð- ið, en oftar en ekki var ég að dunda mér niðri í blómabúð að spreyta mig á blómaskreyting- um, sópa gólf eða spjalla við þig og blómarósirnar þínar, eins og þú kallaðir þær sem unnu hjá þér. Ég fékk oft að gista og tók- um við þá alla jafna í spil á kvöld- in og svo var kvöldkaffi borið fram, því enginn mátti jú fara svangur í háttinn. Þú heimsóttir Kanarí nánast árlega síðan ég man eftir mér og ræddum við ósjaldan að „á næsta ári“ skyldir þú taka mig með. Það var því kærkomið að hafa látið til skarar skríða í fyrra og heimsótt þig og Hauk til Kanarí. Þið sýnd- uð okkur helstu staðina og við nutum þess að vera loksins þarna með ykkur. Við tvær áttum svo sérstaklega góðan dag þar sem þú sýndir mér spænska hverfið, við röltum um, versluðum smá og deildum svo gómsætu tapasi. Þú varst alltaf svo hvetjandi, sérstaklega þegar kom að námi, lést mig vita hversu stolt þú vær- ir af mér og öllum barnabörnun- um. Þú fylgdist vel með okkur öll- um, hvar svo sem við vorum í heiminum. Þegar ég bjó í Hol- landi töluðum við líklega mest saman því þú varst svo flink á tölvur, kunnir á öll helstu sam- skiptaforritin. Elsku amma mín, ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að eyða svo miklum tíma með þér í gegnum árin og hafa fengið að kynnast þér svo vel. Þú varst svo umhyggjusöm, sterk, falleg, hreinskilin, stolt, dugleg, um- burðarlynd, hvetjandi og áfram mætti telja. Þú ert frábær fyr- irmynd og munt alltaf eiga stóran hluta af hjarta mínu. Með söknuði, þín Margrét Guðný. Við fáum að vita það strax á unga aldri að við munum ekki komast hjá því einn daginn í fjar- lægri framtíð að þurfa að kveðja þá sem standa okkur næst. Núna er slíkur dagur runninn upp og við þurfum að kveðja ömmu okk- ar Möggu. Amma Magga, sem hefur verið við hlið okkar frá því við fædd- umst og búin að vera órjúfanleg- ur hluti af okkar lífsgöngu. Í miðri sorginni vitum samt líka að við erum heppnir. Við er- um heppnir að hafa fengið að alast upp á Sauðárkróki undir verndarvæng ömmu okkar. Að alast upp þar sem við vorum með annað heimili hjá ömmu á Hóla- veginum sem setti okkur lífsregl- urnar og gekk úr skugga um að við myndum örugglega fullorðn- ast og verða ábyrgir og heiðar- legir einstaklingar. Heppnir að eiga allar þessar góðu minningar úr barnæskunni um ömmu okkar, t.d. að hlaupa um í hlýlegu blóma- búðinni hennar eða hlæja með henni á gamlárskvöldi yfir Hóla- vegskaupinu. Við erum líka sér- staklega heppnir að hafa fengið að kynnast ömmu eftir að við ux- um úr grasi og hafa fengið að eiga með henni óteljandi samveru- stundir í hversdagsleikanum. Hvort sem það var matarboð í Háuhlíðinni undir ljúfum tónum Roger Whittaker, allar helgarnar í Litla-Bæ í júnímánuði eða kom- ast með henni á Mannabar á Kanarí. Amma Magga var heldur eng- in venjuleg manneskja. Hún var ættmóðirin og styrka stoðin í fjöl- skyldunni sem allir gátu leitað til. Amma var glæsileg kona og hafði ógnarmikla nærveru þar sem augntillit og líkamstjáning dugðu til að koma hlutunum til skila. Hún var líka mjög greind og ákveðin og fékk almennt alltaf sínu fram ef hún kærði sig um það. Það var líklega þess vegna sem við barnabörnin fórum að kalla hana ömmu Don okkar á milli, því óneitanlega minnti virð- ingin sem var borin fyrir henni stundum á persónu Marlon Brando úr ónefndri kvikmynd. Það þurfti líka ákaflega sterk bein til að segja nei við ömmu Don og mögulega ættu foreldrar okkar engin barnabörn ef ekki hefði verið fyrir fyrirskipanir ömmu Don í þeim málum. Amma var samt á sama tíma ákaflega hlý og kærleiksrík og kunni þá list að tala um hlutina af einlægni. „Komdu og talaðu við mig“ var sagt með ákveðinni röddu og síðan var ekki hætt að spjalla fyrr en allar lífsins áætl- anir voru komnar upp úr manni. Þessi eiginleiki gerði það líka að verkum að hún átti marga mjög góða vini á öllum aldri og maður fann það í veikindum hennar hvað mörgum þótti vænt um hana. Stóra áfallið í lífinu kom fyrir 26 árum þegar afi féll frá en með hjálp hins hjartahlýja Hauks í Bæ átti amma mörg mjög góð ár eftir erfiða tíma og við getum aldrei þakkað Hauki nægilega fyrir að reynast ömmu okkar svona vel öll þessi ár. Elsku amma, við kveðjum þig í hinsta sinn með bæninni sem þú kenndir okkur og þökkum fyrir þinn þátt í því að gera okkur að þeim sem við erum í dag. Þú ert og þú verður áfram og alltaf stór hluti af hjarta okkar. Hvíl í friði, elsku amma. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Björn Ingi, Sigþór Guðvin, Óli Grétar og Gísli Rúnar. Elsku amma Magga, mikið eigum við eftir að sakna þín. Missir afa Hauks og okkar allra er mikill og það verður skrítið að koma á Hólaveginn og sjá þig ekki lengur þar. Þú varst okkur alltaf svo hlý og góð og fylgdist vel með öllu sem við gerðum. Þegar mamma og pabbi voru ekki heima þegar við vorum yngri varstu fljót að koma og passa, þó að fjarlægðir væru miklar, eða hringja í okkur og athuga hvort ekki væri örugg- lega allt í lagi. Ferðirnar í Litla-Bæ með ykk- ur Hauki voru skemmtilegar, gott var að vakna við að þú varst að búa til morgunmat í litla eld- húsinu. Þú elskaðir að búa til mat og passaðir vel upp á að allir yrðu saddir. Þegar við vissum að þú værir að koma suður, eða að koma brún og sælleg frá Kanarí, þá mátti bóka að nammipoki fylgdi með. Eða þegar þú laum- aðir að okkur vasapeningum í kveðjuskyni til að kaupa handa okkur „eitthvað gott“, eins og þú sagðir. Það var líka gaman að fara með þér á rúntinn á Krókn- um á Volvónum, mikið var spjall- að og komið við í sjoppu til að kaupa nammi og stundum ís. Nú er ég klæddur og kominn á ról, Kristur Jesús veri mitt skjól, í guðsóttanum gef þú mér að ganga í dag svo líki þér. Vertu, guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Elsku amma Magga, takk fyr- ir allt sem þú gafst okkur. Aron Trausti og Tinna Birna. Kæra systir, ég þakka þér allt sem þú gerðir fyrir mig þegar á þurfti að halda. Ég þakka alla þína umhyggju í minn garð. Já, Magga mín. Nú er komið að kveðjustund, sem mér finnst svo erfitt að trúa. En ég hugga mig við það að núna líður þér bet- ur. Þú ert laus við kvalastríðið og núna færðu ljósið og friðinn sem mun umvefja þig. Ég veit að ást- vinirnir allir taka á móti þér opn- um örmum og bjóða þér í sum- arlandið. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Magga mín, guð blessi þig og friðarins faðir fylgi þér. Hvíl þú í friði, vina mín. Þín systir, Stella. Fallin er frá yndisleg frænka og vinkona, hún Magga, sem fylgt hefur okkur í áranna rás. Það hefur alltaf verið mikill sam- gangur okkar á milli og eigum við eftir að sakna hennar endalaust. Það voru mikil forréttindi þegar við fluttum til Sauðárkróks 1973 og keyptum okkur íbúð að lenda við hliðina á Möggu og Bubba og börnum þeirra og ekki má gleyma honum Vina. Það var allt- af jafn gott að koma til þeirra, þar sem gestrisni og góðvild voru í fyrirrúmi. Magga var glæsileg kona, hélt sér vel til og var alltaf fín. Hún var mikil húsmóðir, eld- aði góðan mat og bakaði heimsins bestu kökur. Frá þessum árum geymum við ljúfar og góðar minningar um yndislegt fólk og góða nágranna. Hún gekk í gegnum erfiðan tíma þegar hún missti hann Bubba sinn eftir erfið veikindi hans. Það var mikið áfall fyrir hana og börnin. Blessuð sé minn- ing hans. En öll él birtir upp um síðir. Magga kynntist síðar góðum manni, honum Hauki Björnssyni frá Bæ. Þessi kunningsskapur leiddi til þess að þau fóru að búa saman á Hólaveginum. Það var mikil gæfa fyrir þau bæði og áttu þau mörg góð ár saman. Haukur reyndist Möggu vel og alltaf var gott að koma til þeirra. Það var mikið áfall fyrir fjölskylduna í vetur þegar Magga greindist með illvígan sjúkdóm, en hún barðist af miklu æðruleysi fram á síðustu stundu. Það var aðdáun- arvert að sjá hversu Haukur um- vafði hana í veikindum hennar. Börnin hennar og fjölskyldur þeirra sýndu henni líka mikinn kærleika og gerðu allt til að létta henni baráttuna. Við eigum Möggu svo ótal margt að þakka. Elsku Haukur, Óskar, Lolla, Guðni og Björn, fjölskyldur ykk- ar og elsku Stella. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar allra. Ég kveð þig hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð. Lifðu sæl á ljóssins friðarströnd leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Guð blessi minningu elsku Möggu frænku og megi hún hvíla í friði. Anna og Konráð. Þegar við hugsum um Möggu frænku okkar kemur í hugann glæsileg kona, góðhjörtuð og sannkallaður fjölskylduvinur sem erfitt er að horfa á eftir. Fyrstu minningar okkar um Möggu eru frá Hólaveginum þeg- ar við vorum nú ekki há í loftinu. Það varð fastur siður á aðfanga- degi stuttu áður en klukkan hringdi jólin inn að líta í næsta hús til Möggu þar sem við vorum hlaðin kræsingum og eru sumar af okkar fyrstu minningum frá þessum tíma í eldhúsinu hjá Möggu og Bubba á aðfangadegi. Eftir að við fluttum af Hóla- veginum hittum við Möggu oftast í fjölskylduboðum og urðu ætíð fagnaðarfundir að hitta hana, hún var glæsileg, hress og hafði mikinn áhuga á að vita hvernig okkur vegnaði í lífinu. Tíminn leið og eftir að börn okkar fóru að fæðast sýndi Magga þeim mikinn áhuga og væntumþykju, það var mjög gaman að sjá Möggu núna sein- ustu árin á samfélagsmiðlunum setja „like“ og segja fallegu orðin um börnin okkar. Kæra frænka, við kveðjum þig núna og þökkum fyrir allar góðu stundirnar, minning þín mun lifa í hjörtum okkar. Við sendum Hauki, börnunum hennar og fjöl- skyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Systkinin af Hólaveginum, Gísli, Ása, Davíð og Elvar. Lífsbókinni hennar Margrétar Guðvinsdóttur er lokið. Stórt skarð er komið í vinkvennahóp- inn okkar. Skarðið hennar verður ekki fyllt en allar góðu minning- arnar streyma nú fram og sam- eina okkur í sorginni, en fylla okkur jafnframt þakklæti fyrir allar góðu stundirnar sem við átt- um saman. Hún var svo hjartahlý og gest- risin, svo glaðlynd og jákvæð, hlý og innileg á sinn fallega og yf- irvegaða hátt. Hún var svo virk og hvetjandi í öllum ævintýrun- um okkar, hvort sem þau urðu heima eða að heiman. Nú rifjum við upp vikulegu samfundina sem við áttum meðan við vorum allar búsettar norðan heiða, miðnæt- ursiglingu um Skagafjörð á Jóns- messu, heimboðin, óvissuferðirn- ar, leikhúsferðirnar, sumarbústaðaferðirnar, utan- landsferðirnar og notalegu stundirnar yfir kaffibolla og spjalli við eldhúsborðið á Hóla- veginum. Alltaf var sama hlýjan og vináttan og svo notalega nær- veran sem einkenndi allt hennar fas. Já, við erum ríkar af góðum minningum um glæsilega konu, trausta, hjálpsama og skemmti- lega vinkonu sem alltaf átti bros, ráð og hvatningu þegar á þurfti að halda. Við samglöddumst henni og Hauki innilega þegar þau hófu sitt samband, en bæði höfðu misst maka sína, langt um aldur fram. Þau studdu hvort annað svo vel og fallega. Magga og Haukur voru höfð- ingjar heim að sækja. Móttökur þeirra, þegar hópurinn okkar mætti með maka sína í sumarbú- staðinn í Bæ á Höfðaströnd eitt eftirminnilegt sumarkvöld, koma upp í hugann. Töfrar samspils mjúkrar birtunnar, náttúrufeg- urðarinnar, lognsins og leiðsagn- ar Hauks um landareignina og svo veisluföng, söngur og hlátur inni í hlýjum bústaðnum þar sem þau nutu sín svo vel, samhent í gestgjafahlutverkinu, eru enn ein fallega perlan í safninu okkar. Nú er komið að leiðarlokum. Við kveðjum hana Möggu okkar með söknuði, sorgmæddar en jafnframt innilega þakklátar fyr- ir vináttuna og allar góðu minn- ingarnar. Við látum öðrum eftir að rekja lífsferil hennar en sendum Hauki, börnum hennar, tengda- börnum, afkomendum og fjöl- skyldunni allri hlýjar og innilegar samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Jónurnar, Guðrún, Ingunn, Jónína, Margrét G., Margrét Y., Sigríður, Solveig og Veronika. Eitt það fyrsta sem kemur í hugann er ég minnist Möggu er hversu velkomnir við vinir og fé- lagar Björns Jóhanns vorum á Hólavegi 22. Húsið var alltaf opið og vel tekið á móti okkur og engu skipti hversu margir við vorum. Það var ekki alltaf lognmolla á Hólaveg- inum og eflaust áttum við meira skilið af óskum um að við færum nú út að leika okkur. Sanngirnin og heiðarleikinn skein af Möggu og brýndi hún okkur í samræmi við það. Þegar unglingsárin voru að baki og annars konar skemmtan- ir freistuðu þá var viðhorfið alltaf það sama, skemmtið ykkur vel, farið varlega og skilið ykkur heim. Vingjarnleg og traust held ég að lýsi henni vel og áhugasöm um líðan fólks sem hún þekkti vel til. Ég fullyrði að nánast alltaf spurði Magga um líðan strákanna minna, hvernig gengi hjá þeim og mér og bætti svo oft við að hún skildi ekkert í mér að vera í þess- ari pólitík. Magga var gift honum Bubba Guðna sem lést alltof snemma eða í maí 1992, frábær maður sem gaman var að þekkja. Magga kynntist síðar honum Hauki sem reyndist Möggu og fjölskyldunni allri afar vel enda ótrúlega já- kvæður og duglegur maður. Magga vildi öllum vel og taldi hún fólk ekki á góðum stað óskaði hún því einhvers betra. Magga var ein af þessum manneskjum sem alltaf hafa átt sérstakan stað í hjarta mínu. Hún var eiginlega hin mamman á Hólaveginum sem passaði upp á börnin, hver svo sem átti þau. Vinskapur Möggu við foreldra mína og sér í lagi móður mína kom vel í ljós er faðir minn veikt- ist. Þá komu þau, hún og Haukur, og sýndu hversu miklir vinir þau voru. Öll kveðjum við á endanum. Magga í blómabúðinni hefur nú kvatt okkur og skilur eftir skarð sem er einstakt og verður ekki fyllt af öðrum. Minningin um ein- staklega góða konu lifir um alla tíð og mun áfram hlýja mér um hjartaræturnar. Börn Möggu og Bubba eru eins og þau, einstak- lega góð, traust og sannir vinir. Þeim og ættingjum öllum votta ég samúð mína. Hauki votta ég samúð mína um leið og ég hlakka til að hitta hann áfram og heyra af öllu því sem hann brasar. Guð blessi þig, Haukur, og ykkur öll, kæru vinir. Nú kveður þú þennan heim en heilsar á nýjum stað þeim sem áður hafa kvatt. Þú átt stað í minningunni með þeim sem við þegar söknum en vitum að sitja við hlið hins hæsta höfuðsmiðs í Sæluríkinu. Gunnar Bragi Sveinsson. Látin er kær vinkona, Margrét Guðvinsdóttir, eftir erfiða bar- áttu við krabbamein. Mig langar til að minnast hennar með fáein- um orðum. Það var yndislegt þegar hún og hann Haukur okkar kynntust fyrir margt löngu. Bæði búin að missa fyrri maka sína. Og ekki var það verra að henni fylgdu fjögur frábær systkin og fjölskyldur þeirra sem hafa öll sem eitt verið ómetanleg gagn- vart Hauki og ekki síður okkur, fjölskyldu hans og afkomendum. Við Konni höfum átt ómetan- legar stundir með Möggu og Hauki og er Litla-Bæjar-gengið þar ofarlega í minni. Allar ferð- irnar í Litla-Bæ, bæði vor og haust. Alltaf eitthvað verið að stússa, taka til og veiða. Magga og Haukur gistu oftast með okk- ur Konna í „skúrnum“. Eftir að hafa verið saman með hópnum yfir daginn, búin að borða góðan mat um kvöldið, þá var komið að eftirréttinum. Þar var Magga í essinu sínu. Kom alltaf með stóra tertu sem hún hafði bakað. Því- líkar trakteringar. Við vorum öll búin að bíða allan daginn eftir þessari tertu. Seinna á kvöldin þegar að háttatíma kom, þá læddumst við út í „skúrinn“ og þá var tekið í spil og spilaður kani langt fram á nótt. Þetta voru góð- ar stundir. Fyrir nokkrum árum komu Magga og Haukur með okkur í Sólkot og dvöldu hjá okkur í eina viku. Auðvitað var farið í spænska blómabúð. Magga þurfti aðeins að athuga hvort þetta væri ekki í góðu lagi hjá þeim Spánverjum. Hún keypti nokkra pínulitla kaktusa, enga tvo eins. Þeir voru svo litlir að hægt hefði verið að fela þá í lóf- anum. Í dag eru þessir sömu kakt- usar komnir í stóra potta og vel fer um þá í Sólkoti. Það eru margar minningar sem við eigum en ein er okkur sérstaklega hjartfólgin og við munum geyma hana í hjarta okk- ar um alla tíð. Við Konni vorum í Litla-Bæ í vor, svolítið að taka til og gera klárt fyrir sumarið. Þá komu Magga og Haukur í heim- sókn og voru hjá okkur góða stund. Hún var orðin mikið veik en langaði mikið að komast í Litla- Bæ. Og auðvitað gerði Haukur henni það mögulegt. Þarna áttum við gott spjall og góða stund sem gleymist aldrei. Magga var heilsteypt og yfir- veguð, fór aldrei með fleipur og það var hægt að treysta henni og því sem hún sagði. Það sjáum við líka í krökkunum hennar og fjöl- skyldum þeirra. Okkur finnst við hafa eignast hlut í þessari fjöl- skyldu. Það voru erfið spor að koma við á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki til að heimsækja Möggu í sumar. Í síðustu heimsókninni sendum við hvor annarri fingurkoss þeg- ar við kvöddumst. Í dag smellum við síðasta kossi á kinn Möggu í bili. Við hittumst síðar í Sumar- landinu. Guðríður Jónsdóttir (Guja). Ástkær sonur okkar, stjúpsonur, bróðir og barnabarn, BIRKIR FANNAR HARÐARSON, lést á krabbameinsdeild Landspítalans miðvikudaginn 22. ágúst. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 31. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Ljósið – endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda, www.ljosid.is/minningarkort. Hörður Guðjónsson María B. Johnson Jón Axel Ólafsson Jökull Freyr Harðarson Hildigunnur Johnson Rafn F. Johnson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.