Morgunblaðið - 24.08.2018, Síða 22

Morgunblaðið - 24.08.2018, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2018 ✝ Sigríður Bene-diktsdóttir fæddist 5. janúar 1928 á Barnafelli í Ljósavatnshreppi, S-Þingeyjarsýslu. Hún andaðist á Hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 11. ágúst 2018. Foreldrar henn- ar voru Benedikt Sigurðsson, bóndi í Landa- mótsseli, f. 27. ágúst 1881, d. 17. apríl 1950, og Kristín Kristinsdóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1888, d. 27. janúar 1979. Systkini Sigríðar voru Sig- urður, f. 10.7. 1911, d. 1.12. 1970, Ingimar, f. 10.5. 1913, d. 12.12. 1914, Kristján Ingimar, f. 8.5. 1915, d. 20.3. 1979, Bragi, f. 27.11. 1917, d. 1.9. 1983, Þórhallur, f. 26.9. 1922, d. 23.10. 1942, Arnór, f. 26.3. 1920, d. 21.8. 2014, og Guð- björg, f. 31.12. 1934, d. 29.6. 2017. Sigríður, eða Didda eins og hún var alltaf kölluð, giftist Ólafi Þorgrímssyni, f. 21. ágúst 1910, d. 13. mars 1998. Börn þeirra eru: 1) Jónína, f. 13. d. 26. mars 1963, var kjör- sonur Sigríðar og Ólafs. 3) Fyrir átti Ólafur soninn Sig- urvin, f. 27. sept. 1934. Kona hans er Svandís Sigurð- ardóttir, f. 3. sept. 1935. Didda ólst upp í stórum systkinahópi á Barnafelli og síðar í Landamótaseli. Að lok- inni hefðbundinni barnaskóla- göngu fór hún í Húsmæðra- skólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan árið 1948. Fljótlega eftir útskrift flutti Didda til Reykjavíkur og kynntist Óla sínum. Þau hófu búskap í Miðtúni 80 í Reykja- vík og þar eignuðust þau dótt- urina Jónínu, f. 13. mars 1951, og giftu þau sig hinn 16. ágúst sama ár. Árið 1955 ættleiddu þau Jóhann Ólaf sem ungbarn, en hann var systursonur Ólafs. Árið 1957 flutti fjölskyldan í Kópavog þar sem þau höfðu fest kaup á Litlalandi og tveimur árum síðar hófu þau byggingu á framtíðarheimili sínu á Kársnesbraut 25. Didda vann heima þar til hún hóf störf á veitingastaðn- um Hábæ á Skólavörðustíg ár- ið 1965 þar sem hún vann í tvö ár. Þá hóf hún störf á Land- spítalanum, fyrst á fæðingar- deildinni og síðar í eldhúsinu og vann þar uns hún lét af störfum sökum aldurs. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 24. ágúst 2018, klukkan 13. mars 1951, d. 23. sept. 2012. Eftirlif- andi eiginmaður Jónínu er Hafþór Árnason, f. 26. nóv. 1950, og eign- uðust þau fimm börn: a) Sigríður Kr., f. 28. okt. 1970, maki Magn- ús Már Magnús- son, f. 18. júní 1967. Börn þeirra eru Ríkey, f. 10. okt. 1998, Bergur, f. 15. ágúst 2000, og Hafþór, f. 6. sept. 2004. Fyrir átti Magnús dótturina Freyju, f. 30. nóvember 1988. b) Drengur, fæddur andvana 9. sept. 1972. c) Hanna Björk, f. 3. okt. 1973, maki Sveinbjörn Hólmgeirsson, f. 10. jan. 1971, börn þeirra eru Ísak Ernir, f. 13. sept. 1998, Sara Dögg, f. 29. sept. 2000, og Freyr Elí, f. 29. des. 2004. d) Ólafur Árni, f. 30. apríl 1981, maki Hanna Sigrún Steinarsdóttir, f. 17. okt. 1985. Ólafur á eina dóttur, Anítu Máneyju, f. 23. maí 2008. e) Helga María, f. 17. jan. 1984, maki Karen Sif Krist- jánsdóttir, f. 31. okt. 1986. 2) Jóhann Ólafur, f. 3. maí 1955, Nú kveðjum við elsku ömmu Diddu en vitum að hún er hvíld- inni fegin enda reyndi hún margt á sinni löngu ævi og sá á eftir mörgum sem voru henni kærir. Þrátt fyrir öll áföllin hélt amma litla alltaf sálarró sinni og komst í gegnum áföllin með ein- stöku léttlyndi. Amma var iðulega kát og hress og alltaf var gott að koma á Kársnesbrautina og oft fékk einhver að gista. Þaðan eigum við margar góðar minningar, ýmist við eldhúsborðið að raða í okkur lummum og alls kyns kræsingum, spila ólsen, prjóna eða bauka með ömmu í garð- inum. Garðurinn var alltaf vel hirtur og prýddur alls kyns trjám og blómum sem amma hafði komið til í skyrdósum og mjólkurfern- um í öllum gluggum sem svo urðu að stæðilegum plöntum sem voru tilbúnar að flytja út í garð. Uppeldið var slíkt að fljót- lega komst ekki allt fyrir í fal- lega garðinum hennar og þá fengu mamma, pabbi, Venni og Dísa að njóta góðs af til að prýða sumarbústaðalönd sín í Grímsnesinu. Í garðinum var líka skjólgott og nutu smáfugl- arnir góðs af og var hún iðin við að bera í þá korn og alls kyns afganga. Amma var frumkvöðull að mörgu leyti. Hún var pólitísk en eftirlét afa að þusa um slíkt, hafði þó sínar skoðanir en hélt þeim yfirleitt fyrir sig. Henni var umhugað um réttindi barna og kvenna í fátækari löndum heimsins og studdi ýmis önnur málefni. Hún hugsaði vel um heilsuna, borðaði alltaf hollan mat og hugaði vel að hreyfingu. Þrammaði um allan Kópavog, ýmist með sjálfri sér, vinkonum sínum og síðar með gönguhópn- um Hana-nú. Hún hafði gaman af ferðalög- um bæði innanlands og utan, bæði með afa og síðar með ferðahópum. Hún eyddi löngum stundum í kirkjuholtinu sínu sem henni var svo kært, tíndi blóm og fal- lega steina og gladdist yfir hinu smáa og fallega í náttúrunni sem flestir láta fram hjá sér fara. Ömmu var vel tekið í Sunnu- hlíð þegar hún fluttist þangað, þar var hugsað um hana af alúð og umhyggju sem við erum æv- inlega þakklát fyrir. Þar leið henni vel og leit á það sem heimili sitt og þótt hún væri stundum óörugg með sig studdi starfsfólkið hana og amaðist ekki við að hún sæti frammi með þeim fram eftir öllu kvöldi að aðstoða í eldhúsinu eða bara spjalla. Amma var nefnilega mikill nátthrafn og maður vissi að ef síminn hringdi eftir klukkan 11 á kvöldin þá var það amma. Hún spjallaði um heima og geima og hafði áhuga á öllu sem maður sagði henni frá. Svo allt í einu í miðju samtali sagði hún „jæja þetta er orðið alltof dýrt fyrir þig“ (þótt hún hefði hringt sjálf) og hálfskellti á mann í miðri setningu. Já, hún amma var sko engum lík. Hún var líka einstök að því leyti að hún gat talað við alla, brúaði kynslóðabilið og ræddi af sama áhuga jafnt við börn sem fullorðna. Í dag kveðjum við ekki bara ömmu okkar, við kveðjum líka góða vinkonu og uppátækjasam- an ærslabelg sem hafði bros á vör allt fram á sinn síðasta dag, sem kenndi okkur svo ótal margt og hversu mikilvægt er að brosa framan í heiminn hvað svo sem að höndum ber. Hvíl í friði. Sigríður Kristín (Didda Stína), Hanna Björk, Ólafur Árni og Helga María. Í dag kveð ég Diddu frænku mína. Hún var mágkona mömmu og mikill fjölskylduvin- ur okkar allra frá Skógahlíð. Hún skipaði svo stóran sess í lífi okkar að við tengdum hana við Kópavoginn og það var eins og þar ætti enginn annar heima. Og enn í dag hef ég þessa til- finningu, að þetta sé bærinn hennar Diddu og stundum þeg- ar ég lendi í ógöngum við akst- ur í Reykjavík keyri ég bara inn í Kópavog og legg bílnum við Kársnesbraut 25. Þar er ég komin heim. Heim til Diddu og Óla og þótt þau búi þar ekki lengur er samt viss nostalgía sem fylgir því að koma á bíla- stæðið þeirra. Sigríður Benediktsdóttir (Didda) lést fyrir stuttu og er jarðsungin í dag. Hún, ásamt eiginmanni sínum Ólafi Þor- grímssyni, byggði sitt hús á Kársnesbraut 25 og má segja að þau hafi náð í skottið á land- nematíma Kópavogs. Eftir kreppuárin var mikill húsnæð- isskortur í Reykjavík og dug- mikið fólk sem kunni til verka og vildi koma sér upp eigin hús- næði gat fengið lóð í Kópavogi. Ég sá aldrei fátækt hjá Diddu og Óla en talið er að frumbýlingar Kópavogs hafi verið auralítið fólk utan af landi sem hafði lítil sambönd í Reykjavík. Þetta var vinstrisinnað bar- áttufólk og í það mengi pössuðu þau hjónin virkilega vel. Þau voru hagsýn en um leið ákaflega gestrisin og fengu ættingjar þeirra að gista hjá þeim í lengri eða skemmri tíma alla þeirra búskapartíð. Já, það var svo sannarlega gott að koma í Kópavoginn enda Didda glaðvær og einstaklega skemmtileg kona og fyrir vikið afar vinsæl, enda frændrækin og vinmörg. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, hreif fólk með sér og kunni að koma skoðunum sínum frá sér á skemmtilegan hátt. Þau Óli áttu fallegt heimili. Þar voru vand- aðar bækur í fallegu bandi eftir viðurkennda höfunda og blóm í gluggum. Hún eldaði góðan mat, var útsjónarsöm, nýtin og sparsöm en kunni samt að veita vel og ilminn lagði um nágrennið af bakstri hennar, matargerð og drykkjarföngum, jafnt leyfileg- um sem óleyfilegum. Didda var náttúruunnandi og garðurinn hennar var ætið vel hirtur. Hún var góður ferðafélagi, þekkti vel til staðhátta og hafði ágæta frásagnargáfu. Í dag kveðjum við Diddu og fyrir handan bíða hennar ætt- ingjar sem margir hurfu frá okkur allt of ungir. Nú er þinn tími kominn, Didda mín. Hafðu þökk fyrir öll þín góðu ár. Kristín Sigurðardóttir. Sigríður Benediktsdóttir✝ Einar Ragnars-son fæddist í Reykjavík 20. nóv- ember 1950. Hann lést á Klinik- um-sjúkrahúsinu í Wels í Austurríki 16. júlí 2018. Foreldrar hans voru hjónin Sigríð- ur Einarsdóttir, f. 23.9. 1916, d. 20.11. 2014, og Ragnar Guðmundsson, f. 6.12. 1912, d. 8.1. 1983. Systkini Einars eru: Kristín, f. 1940, fyrrverandi maki Stefán Már Stefánsson, f. 1938. Þeirra börn eru Anna Sigríður, Íris Guðrún, Kristín, Jakob Már, Ragnar Már og Hrafnkell Már. Ingibjörg, f. 1943, d. 2012, maki Arne Nordeide, f. 1941. Þeirra börn eru Jórunn, Sigrid og Ragnar. Þórunn, f. 1945, maki Snorri Egilson. Þeirra börn eru Kristín, Sigríður Ragna og Ragnar Þór. Málfríður, f. 1948. Guðmundur, f. 1958, maki Þóra Friðriksdóttir. Þeirra börn eru Ragnar og Jóhanna Gunnþóra. Fyrri kona Einars var Mar- grét Þorvaldsdóttir og dóttir hennar og stjúpdóttir Einars er Hilda Sigríður Pennington, f. 1978. Þau slitu samvistir. Seinni kona Ein- ars er Claudia Glück Ragnarsson, f. 1963. Þau voru barnlaus. Foreldrar hennar eru Hanna Glück, f. 1943, og Maternus Glück, f. 1939, d. 2008. Einar lauk prófi frá Sjómannaskólanum árið 1976. Hann sigldi á íslenskum og dönskum farskipum í 20 ár, bæði sem stýrimaður og skipstjóri. Eftir að hann hætti sjómennsku tók hann við starfi foreldra sinna sem umsjónarmaður á Korpúlfs- söðum. Eftir að Einar fluttist að Korpúlfsstöðum hneigðist hugur hans æ meir að hestamennsku og hestaíþróttum. Síðustu 15 ár starfaði hann nær eingöngu sem kennari, hestadómari og tamn- ingamaður. Hann var m.a. yf- irdómari á fjórum heimsmeist- aramótum Íslandshesta. Einar lést eftir erfið veikindi 16. júlí 2018. Minningarathöfn fer fram í Háteigskirkju í dag, 24. ágúst 2018, kl. 15. Mágur minn og góður vinur, Einar Ragnarsson, er látinn langt um aldur fram, 67 ára að aldri. Útför hans fór fram laug- ardaginn 21. júlí í Enns í Aust- urríki í björtu og fallegu veðri. Við útförina varð mér ljóst hversu stóran vina- og sam- starfshóp Einar átti og þá sér- staklega meðal hestamanna víðsvegar um Evrópu. Einar hef ég þekkt í rúmlega fimmtíu ár. Ávallt glaður í sinni, hafði frá mörgu að segja, spurði margs og var einstak- lega annt um yngri ættbogann. Ungur sýktist hann af berklum og lá á Vífilsstöðum í tæpt ár, náði fullri heilsu og lék fótbolta með Fram í mörg ár. Einar útskrifaðist frá Stýri- mannaskólanum og stundaði í allmörg ár farmennsku hér heima og einnig sem stýrimað- ur og skipstjóri á erlendum skipum sem sigldu um heimsins höf. Þegar hann átti hlé í landi þá var hann kominn í hestana, ýmist uppi á Korpúlfsstöðum eða einhvers staðar meðal hestamanna úti í sveitum. Ragnar faðir Einars var einnig áhugamaður um hesta og má segja að frá unglingsaldri hafi Einar kynnst, í gegnum föður sinn, ýmsum af þekktustu hestamönnum landsins, sem klárlega miðluðu mikilli visku til unglingsins, þekkingu sem Einar bjó að og þroskaði með sér alla tíð. Það var Einari mikið gæfu- spor að hitta hana Claudiu, al- veg einstök gæðamanneskja, en Claudia er starfandi dýralækn- ir í Austurríki. Þau nutu þess að eiga hvort annað að í lífi og starfi og samveran, einkum í návist hestanna þeirra, var eins og enginn væri morgundagur- inn. Þau hjónin voru einlægir og áhugasamir hestamenn, en það var einmitt hestamennskan sem leiddi þau fyrst saman. Eftir að þau gengu í hjónaband áttu þau heimili í Wels í Aust- urríki. Einar ferðaðist mikið í starfi sínu sem dómari á hestamótum, var mjög virtur sem gæðinga- dómari, þótti framúrskarandi fagmaður og var meðal annars yfirdómari á fjórum heims- meistaramótum. Jafnframt var Einar afburða fær tamninga- maður, en nærgætnari mann í návist hesta og dýra, hverju nafni sem þau nefnast, hef ég ekki kynnst. Einar hvílir í grafreit Glück- fjölskyldunnar í Enns í Aust- urríki. Ég votta Claudiu og fjöl- skyldunni mína dýpstu samúð. Snorri Egilson. Einar Ragnarsson ✝ Sigurður KarlLeósson fædd- ist 19. mars 1942. Hann lést 9. ágúst 2018. Hann var son- ur hjónanna Láru Sigurðardóttur frá Hólsseli á Fjöllum, f. 8. ágúst 1905, d. 4. febrúar 1994, og Leós Egilssonar, f. 5 maí 1906, d. 26. maí 1962. Bróðir Sigurðar var óskírður, f. 1936, d. 1936. Fyrri kona Sigurðar var Guð- rún Ingibjörg Jóhannsdóttir, f. 24. nóvember 1944. Þau slitu samvistum. Dætur þeirra eru: 1) Lára Ósk, f. 7. júlí 1966. Sam- býlismaður hennar er Jóhannes H. Ásbjarnarson, f. 1952. Dóttir hjónabandi eru: 1) Bryndís Gunn- arsdóttir, f. 1954. Eiginmaður hennar er Bjarni Jónsson, f. 1953. Börn þeirra eru: a) Arna Bryndís, Margrét Dögg og Jón Gunnar. 2) Guðmundur Viðar Gunnarsson, f. 1960. Eiginkona hans er Margrét Svanlaugsdóttir, f. 1963. Dætur þeirra eru: Nanna Rut, Helena Sif og Halla Bryndís. Barna- barnabörn Hólmfríðar eru níu. Sigurður ólst upp hjá foreldr- um sínum í Hólsseli og eftir lát föður síns árið 1962 tók hann við búi þar og stundaði búskap til ársins 1984. Meðfram bústörfunum sinnti hann einnig vörubílaakstri og var það hans annað starf. Eftir að hann flutti til Akureyrar vann hann meðal annars við útkeyrslu hjá Brauðgerð KEA og síðar hjá Mjólkursamlaginu. Útför Sigurðar Karls fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 24. ágúst 2018, kl. 13.30. þeirra er Erla Guð- rún, f. 1993. 2) Ing- unn Karen, f. 9. sept- ember 1967. Eiginmaður hennar er Jóhann Sigurðs- son, f. 1966. Dóttir hennar og fyrrver- andi sambýlismanns, Jóhanns Eiríks- sonar, f. 1966, er Selma Ríkey, f. 1990. Sambýlis- maður Selmu er Ólafur Aron Jó- hannsson, f. 1989, og eiga þau synina Marinó Aron, f. 2014, og Rúrik Aron, f. 2016. Dóttir Ing- unnar og eiginmanns hennar er Júlía Magney, f. 2004. Seinni kona Sigurðar er Hólm- fríður S. Guðmundsdóttir, f. 27. júlí 1935. Börn hennar frá fyrra Elsku afi Siggi. Nú er komið að kveðjustund og söknuðurinn er mikill. Öll eigum við margar góðar minningar um þig og ömmu, þar á meðal eru allar ferðirnar austur í Hólssel sem eru ógleymanlegar. Það var alltaf svo notalegt að koma í kyrrðina og rólegheitin á Fjöllunum. Eins eigum við marg- ar góðar minningar um þig með harmónikkuna og þú varst alltaf til í að grípa í nikkuna og taka lagið fyrir okkur. Þú varst meistarakokkur og snillingur í bakstri og kökusk- reytingum og nutum við öll góðs af því, þar sem þú bakaðir og skreyttir fermingarterturnar fyrir okkur öll og voru þær stór- glæsilegar. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur þegar á reyndi og leituðum við oft til þín þegar okkur vantaði aðstoð eða góð ráð við bakstur, eldamennsku, dekkjaskipti, hin ýmsu heimilisstörf og svo margt annað. Þú varst alltaf svo barngóður og duglegur að sinna langafa- börnunum þínum og eiga þau einnig margar góðar minningar um þig. Takk fyrir að hafa verið afi okkar. Margrét Dögg, Nanna Rut, Jón Gunnar, Helena Sif, Arna Bryndís, Halla Bryndís og fjölskyldur. Sigurður Karl LeóssonElskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HINRIK SIGFÚSSON frá Vogum í Mývatnssveit, lést á sjúkrahúsinu á Húsavík miðvikudaginn 22. ágúst. Sigríður Guðmundsdóttir Marta A. Hinriksdóttir Guðjón Eyjólfsson Jón Ingi Hinriksson Hrafnhildur Geirsdóttir Sólveig E. Hinriksdóttir Kristján Stefánsson Gunnhildur Hinriksdóttir Sigurbjörn Á. Arngrímsson barnabörn og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.