Morgunblaðið - 24.08.2018, Síða 24

Morgunblaðið - 24.08.2018, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2018 ✝ Jón Guðnasonfæddist í Reykjavík 24. ágúst 1944. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans 10. ágúst 2018 Foreldrar Jóns voru Guðni Jóns- son, f. 15. nóv- ember 1915, d. 15. ágúst 1979, og Guð- rún Pétursdóttir, f. 30. apríl 1921, d. 20. maí 2011. Systkini Jóns eru Ásdís Erna, Guðný Sigrún, Guðrún Petra og Guðni. Eiginkona Jóns er Kolbrún Hámundardóttir, f. 20. júní 1946, þau gengu í hjónaband 27. júní 1968. Þau áttu gullbrúð- kaup í júní sl. Foreldrar Kolbrúnar voru Hámundur Jónasson, f. 18. októ- ber 1904, d. 3. maí 1980, og Guð- Jón fór ungur að aldri til sum- ardvalar í sveit, fyrst á bæinn Fossá í Kjós, seinna í Auðsholt í Hrunamannahreppi og að lok- um fór hann á Jarðbrú í Svarf- aðardal. Jón hóf skólagöngu sína í Melaskóla og fór þaðan í Gaggó Vest. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði 1961 og tók farmanna- próf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1967. Jón hóf sjómennsku 1961 sem háseti á ýmsum fiskiskipum og flutningaskipum. Hann hóf störf hjá Eimskipafélagi Íslands hf. 22. september 1967 og starfaði sem stýrimaður og skipstjóri hjá félaginu til ársins 2007 þegar hann lét af störfum vegna veik- inda. Árið 1983 keyptu þau hjónin sumarbústaðarlóð í Grímsnesi og byggðu þar sumarbústað sem þau nefndu Klettahlíð. Útför Jóns fer fram í Árbæj- arkirkju í dag, 24. ágúst 2018, og hefst athöfnin kl. 11. rún Þorbjörg Hin- riksdóttir, f. 14. nóvember 1917, d. 13. október 2009. Synir Jóns og Kolbrúnar eru 1) Guðmundur Arnar, f. 13. júlí 1966, kona hans er Gerða Gunnarsdóttir. Börn þeirra eru Arna Rán og Jón Gunnar. Sambýlis- maður Örnu Ránar er Arnar Þór Róbertsson. 2) Guðni, f. 7. maí 1971, kona hans er Anna Katrín Sveinsdóttir. Börn þeirra eru Sveinn Óli, Kolbrún Elsa og Jón Atli. Fyrir átti Guðni Hafdísi Rún, móðir hennar er Margrét Valgerður Helgadóttir. 3) Ægir Hrafn, f. 12. maí 1979, kona hans er Sigrún Björk Björns- dóttir. Synir þeirra eru Gabríel Bjarki og Óliver Fannar. Það er ákaflega erfitt að setj- ast niður og skrifa minningar- grein um pabba sinn, pabba sem ég hef átt í 47 ár og verið klett- urinn í fjölskyldunni. Pabbi, þessi stóri sterki mað- ur, sigldi um öll heimsins höf og það var spennandi að fara með honum í siglingar, ferðirnar voru mikil ævintýri og lifa sterkt í minningunni. Eftirminnilegasta siglingin sem ég fór með pabba var þegar ég var á fertugsaldri og fór til Ameríku og áttum við þar saman ógleymanlegan tíma. Þegar ég sit og skrifa þessi orð rifjast upp ótalmargar minningar um hann pabba, það var oft erfitt að fylgja pabba niður á höfn rétt fyrir jól og vita að hann yrði úti á sjó yfir jól og áramót, fylgja hon- um niður á höfn á veturna í vondu veðri og vita að hann væri að fara út á sjó. Alltaf var gott að fá hann heim. Ég veit að sjórinn og pabbi voru vinir. Eftir að pabbi kom í land eyddu mamma og pabbi enda- lausum tíma í sumarbústaðnum sínum Klettahlíð. Þar leið þeim best. Þar var margt skemmtilegt brallað og alltaf líf og fjör. Það verður tómlegt að koma í Kletta- hlíð og sjá ekki pabba sitja í horn- inu sínu. Síðustu dagar hafa verið erf- iðir en stundirnar sem við áttum með pabba uppi á spítala áður en hann kvaddi okkur eru dýrmæt- ar. Nú kveð ég elsku hjartans pabba minn í síðasta sinn og söknuðurinn er mikill, minning um góðan pabba yljar. Takk fyrir allt. Guðni. Elsku tengdapabbi minn. Ég kveð þig í dag með miklum sökn- uði. Við vorum alltaf svo góðir vinir og er ég þakklát fyrir allar góðu minningarnar og samveru- stundirnar sem við fjölskyldan áttum með ykkur Kollu í sum- arbústaðnum. Við munum passa upp á Kollu og sjá til þess að sumarbústaðurinn verði áfram samverustaður fjölskyldunnar allrar. Þú varst líka uppáhalds- vinur Nóru og hún á eftir að sakna þess að hlaupa til þín með dillandi skottið og bíða eftir að fá nammið sitt úr buxnavasanum þínum. Þín er sárt saknað. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þín tengdadóttir, Gerða. Elsku afi minn. Við tvö áttum það sameiginlegt að finnast gam- an að ferðast um heiminn. Ég mun halda áfram að ferðast fyrir þig og ég veit að ég verð alltaf örugg því þú munt fylgja mér og vernda. Ég er svo þakklát fyrir að hafa náð að kveðja þig áður en þú lagðir af stað í þitt síðasta ferða- lag. Takk fyrir allar góðu samveru- stundirnar sem eru mér dýrmæt- ur fjársjóður núna. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Guð geymi þig, elsku afi, takk fyrir allt. Þín afastelpa Hafdís Rún Guðnadóttir. Í dag verður til foldar borinn Jón Guðnason, stýrimaður og skipstjóri til margra ára. Nonni frændi, maðurinn hennar Kollu frænku. Kært fólk gegnir mörg- um nöfnum. Nonni og Kolla hafa alla tíð verið stór hluti af lífi mínu, allt frá barnsárum til fullorðinsára, og margar eru minningarnar og af mörgu að taka. Þá minningu ber hæst þegar við frændur, Arnar og ég, fórum í sjóferð með Nonna og Kollu vegna þess að hin árlega sum- arbústaðarferð hjá fjölskyldunni á Laugarvatni brást. Fengum við frændur það til- boð að koma með í siglingu með Ms. Skógafossi til Danmerkur, Þýðverjalands, Póllands og Lett- lands. Hinum megin við hið al- ræmda járntjald! Ævintýri, já! Vélbyssur í Gdansk, rússneskir kafteinar í Ventspils, þessi drengur má ekki koma í land nema í fylgd skipstjóra (gæti ver- ið njósnari). Ýmsar eru minningarnar frá þessari ferð en einna hæst ber minninguna frá kóngsins Kaup- inhafn, er Nonni „frændi“ þurfti sökum míns unga aldurs að fylgja mér í rússíbanann í Tívolí, þetta ku hafa verið sumarið 1974. Sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum mun þessi rússíbanareið hafa verið sú fyrsta og sú síðasta fyrir Nonna, sem frekar vildi ólgusjó N-Atlantshafsins en þessi ósköp, en mitt ævintýri er ekki minna fyrir vikið í minningunni. Kolla frænka, Arnar, Guðni og Ægir Hrafn, okkar innilegustu samúðar- og ástarkveðjur til ykk- ar allra sem og til fjölskyldna og barna! Jóhann Erlingsson, Lise Tarkiainen, Danmörku. Fyrir rúmum 50 árum fóru systir mín og mágur að feta lífs- ins veg saman og í raun þroskast saman. Þetta var hávaxinn og myndarlegur strákur af Tómas- arhaganum og það fór ekki fram hjá neinum á Lynghaganum þeg- ar hún var sótt á flottum Chevr- olet. Starfsævi Jóns var á sjón- um. Fyrst var það á fiski- og síldarskipum en síðan var farið í Stýrimannaskólann og eftir það siglt á kaupskipum Eimskips. Miklar breytingar hafa orðið á 50 árum. Man ég vel að fylgst var dag- lega grannt með skipafréttum í útvarpinu en þá voru lesnir upp næstu viðkomustaðir skipanna og út frá því hægt að áætla komu- tímann til Íslands. Sem betur fer breyttist þetta þegar skipin fóru að sigla fastar rútur, að ég tali ekki um þegar símasamband varð betra og far- símar komu. Hægt að skipuleggja fjöl- skyldulíf. Útilegur á sumrin með drengina þrjá og reikna út hvort jólin yrðu haldin heima. Árið 1983 var reitur keyptur og sumarbústaður reistur, „Klettahlíð“. Þetta varð sælureitur Jóns. Naut hann sín til fullnustu þar, jafnt í vinnu og á gleðistundum með stórfjölskyldunni. Þegar Jón varð að hætta vinnu varð Klettahlíð sá staður þar sem Kolla og hann undu sér best. Það er svo margs að minnast. 50 ára vinátta milli svilanna og okkar systra sem aldrei féll skuggi á. Ferðalög innanlands og Ítalíuferðin góða. En allra best voru allar samverustundirnar í Klettahlíð og á Sytru. Þetta síðasta ár var erfitt en Kolla sá til þess að hann gæti ver- ið í sinni Klettahlíð fram að því síðasta. Nú er komið að kveðjustund og langar mig að þakka fyrir alla góðvild og umhyggju eftir lát Er- lings. Elsku systir, Arnar, Guðni, Ægir Hrafn og fjölskyldur ykk- ar. Samúðarkveðjur til ykkar og einnig systkina Jóns. Vertu kært kvaddur, elsku mágur. Hrafnhildur. Nú er hann farinn yfir móðuna miklu skólabróðir minn og sam- starfsmaður til margra ára, hann Jón Guðnason, fyrrverandi skip- stjóri hjá Eimskip. Okkar góðu kynni hófust er við vorum saman á Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði í tvo vetur, 1959-1960 og 1960-1961. Síðar vorum við saman í Stýri- mannaskólanum í Reykjavík í þrjá vetur og útskrifuðumst það- an úr farmannadeild árið 1967. Báðir hófum við störf til sjós hjá H/F Eimskipafélagi Íslands sem þá hét, en nú heitir Eimskip Ís- lands ehf., og unnum okkur upp allan stigann; „brúarstigann“, og lukum „klifrinu“ sem skipstjórar. Okkar kynni hjá Eimskip, bæði til sjós og lands, voru góð og löng og síðustu tíu til fimmtán ár- in hittumst við skólabræðurnir, fámennur hópur 10-15 manns úr Stýrimannaskólanum, í kaffi einu sinni í mánuði að vetri til og þar er rætt um gang mála bæði til sjós og lands. Jón var alltaf glaður og skraf- hreifinn og rækti sitt starf um borð með miklum sóma. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég góðan dreng og við kaffi- félagarnir munum sakna hans og hef ég þetta ekki lengra. Ég og skólafélagarnir vottum eiginkonu hans og ættingjum okkar dýpstu samúð og megi góð- ur Guð vera með honum. Blessuð sé minning hans. Sorgin leggur sína skugga á sumra hugi, þung og hljóð. Gott er að mega gleðja og hugga, gefa í lífsins hjálparsjóð. (Jóhanna Kristjánsdóttir) Guðmundur Kr. Kristjánsson. Jón Guðnason HINSTA KVEÐJA Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson) Elsku afi. Takk fyrir allar skemmtilegu stundirnar okkar saman. Við söknum þín og elskum þig. Sveinn Óli, Kolbrún Elsa og Jón Atli. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Hvíldu í friði, kæri tengdapabbi. Anna Katrín. ✝ Björk Hjalta-dóttir fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 29. maí 1954. Hún lést á gjörgæsludeild LSH í Fossvogi 12. ágúst 2018. Foreldrar henn- ar voru Hulda S. Guðmundsdóttir, f. 1919, d. 2011, og Hjalti J. Guðnason, f. 1910, d. 1980. Systur Bjarkar eru Margrét Medek, f. 23. des- ember 1947, gift Peter Medek, f. 25. maí 1946, og Vigdís Hjalta- dóttir, f. 6. desember 1948. Björk giftist Guðmundi Brynjólfssyni, f. 21. apríl 1953, og eiga þau tvö börn: 1) Hjalti Guðmundsson, f. 8. nóvember 1974, giftur Sigrúnu Ýri Svans- dóttur, f. 21. febrúar 1984. Börn Hjalta frá fyrra hjónabandi með Önnu Sigríði Gunnarsdóttur, f. 19. janúar 1976, eru Lena Björk Hjaltadóttir, f. 26. júní 1996, Aníta Hjaltadóttir, f. 23. júlí 2004, og Ka- milla Hjaltadóttir, f. 6. október 2006. Börn Sigrúnar Ýr- ar frá fyrra hjóna- bandi eru Þórhild- ur Stella Gunnarsdóttir, f. 31. júlí 2008, og Hugrún Birna Gunnarsdóttir, f. 11. febrúar 2010. Sonur Hjalta og Sigrúnar Ýrar er Kristófer Páll Hjalta- son, f. 3. mars 2015. 2) Brynhild- ur Guðmundsdóttir, f. 19. nóvember 1976, gift Örlygi Auðunssyni, f. 5. mars 1974, son- ur þeirra er Guðmundur Thor Örlygsson, f. 13. ágúst 2007. Björk verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í dag, 24. ágúst 2018, klukkan 13. Í dag kveðjum við eina falleg- ustu manneskju sem ég hef kynnst um ævina, æskuvinkonu mína Björk Hjaltadóttur, mína fyrstu bestu vinkonu. Við ólumst upp á Hallveigar- stígnum, hún á númer 8 og ég á númer 2. Frá tveggja ára aldri vorum við bundnar saman í bak- garðinum, mín megin. Bandið var langt og kompaníið gott þannig að við undum okkur vel við að moka, borða sand og horfa á hina krakk- ana. Dagurinn hófst með Björk vin- konu. Hún var svo skemmtileg, ákveðin og pínu hávær, hún söng svo vel og kunni alla skátasöngv- ana, sem ég öfundaði hana af. Björk var hrein eins og lindin, hreinskilni var hennar aðals- merki, hún var framhleypin og þorði, og lét mann hafa það óþveg- ið þegar þurfti, þar öfundaði ég hana líka. Hún var ekki hrædd þegar við fórum á fyrsta jólaballið í Silfur- tunglinu, mamma varð að fara með mig heim því ég grenjaði svo hátt. Við fórum í bíltúra í kringum tjörnina og þá var farið hratt yfir brúna til að fá fiðrildi í magann, það var rússíbaninn okkar Bjark- ar fyrstu fjögur æviárin og þvílíkt æði. Fórum í Skrúðgarðinn með mæðrunum, sátum á teppi og drukkum mjólk af flösku og mjólkurkex með, í sólinni og gras- inu með öllu ókunna fólkinu og nokkrum styttum horfandi á okk- ur. Við sátum á litla grasblettinum í bakgarði nr. 8 með ljóslillabláu næturfjólurnar hennar Huldu í bakið og fylgdumst með ná- grönnunum í bakhúsunum á Hallveigarstígnum, þar bjuggu mektarhjónin Sigurður Nordal og kona hans Ólöf, og ýmsir aðr- ir, skrítnir og óskrítnir. Svo skildi leiðir, á fimmta ald- ursári flutti ég í Laugarnesið og lífið tók í tauminn. En sambandið hélt áfram og leiðin lá í Dans- skóla Hermanns Ragnars þar sem við dönsuðum alltaf saman, skiptumst á að vera herrann og þannig útskrifuðumst við með gull í samkvæmisdönsum, jafn- vígar á bæði kynin. Ég sá Björk síðast á hjúkrun- arheimilinu Sóltúni þar sem mæður okkar beggja dvöldu og fékk að eiga með henni ör- skamma stund þangað til Hulda andaðist, en þá sá ég hvað Björk var orðin fallega lík henni mömmu sinni, þeirri dásamlegu manneskju sem hún var. Þessi samfundur okkar var skammur en ljúfur því samband okkar hélst alltaf jafn elskulegt. Elsku vinkonan mín og fyrir- mynd, takk fyrir öll þessi góðu ár og minningarnar sem eru eins ljósar og þær hafi gerst í gær. Ég ætlaði að hafa samband og tengj- ast aftur en enn og aftur tekur líf- ið í taumana. Sjáumst elsku vinkonan mín. Elsku Gummi og börn, Vigdís og Magga, hjartans samúðar- kveðjur. Ólöf Árnadóttir. Í dag kveðjum við elsku Björk sem starfaði í Nóaborg í rúm 20 ár. Björk var einn af þeim starfs- mönnum leikskólanna sem ekki Björk Hjaltadóttir Hallgrímur Guð- jónsson móðurbróð- ir minn var næstelst- ur sjö barna Guðjóns Hallgrímssonar og Rósu Ívarsdóttur. Þegar Hallgrímur fæddist fyrir tæpri öld bjuggu þau hjónin í Hvammi í Vatnsdal. Hall- grímur vandist strax á bernskuár- um öllum almennum sveitastörf- um og trúlega hefur hugur hans snemma hneigst að búskap. Hann lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri um tvítugt og hóf búskap í Hvammi stuttu seinna og bjó þar góðu búi allt þar til að hann hætti búskap um sjötugsaldur. Þegar ég hugleiði nú líf frænda míns að leið- Hallgrímur Guðjónsson ✝ HallgrímurGuðjónsson fæddist 15. janúar 1919. Hann lést 3. ágúst 2018. Útför Hallgríms fór fram 14. ágúst 2018. arlokum finn ég glöggt hversu jörðin Hvammur og dalur- inn, þar sem áin fell- ur í bugðum sínum um gjöful engjalönd- in en tignarlegt Jör- undarfellið ber við himin, mynda órofa heild í lífi hans. Ég kom ungur að Hvammi í fyrsta sinn og þar var alltaf gam- an að koma enda vel tekið á móti manni. Fjóla, kona Hallgríms, var elskusemin og ljúfmennskan sjálf og tók á sinn hljóðláta hátt fallega á móti fólki. Ekki spillti hve stað- arlegt var í Hvammi, gamlar traðir lágu þar heim að stóru steinhúsi sem stendur hátt svo að víðsýni er mikið. Húsið hafði Hallgrímur Hallgrímsson, afi Hallgríms, látið byggja í upphafi aldarinnar. Á hina höndina við traðirnar stóð þá enn gamall margbursta torfbær sem byggður hafði verið í tíð Björns sýslumanns Blöndals. Margt var rætt við kaffiborðið og frændi brýndi fyrir ungdómnum ýmis gömul og góð gildi og þau hyggindi sem í hag koma. Þar gat hann raun- ar trútt um talað því að honum var í blóð borin reglufesta og vinnusemi ásamt áreiðanleika í öllum viðskipt- um. Frændi var ræðinn og spjallaði drjúgt um landsmálin og kunni vel sögu stjórnmálanna allt frá alda- mótunum 1900. Hann var sannur sjálfstæðismaður eins og þeir fleiri móðurfrændur mínir en ekki létum við það spilla góðri frændsemi. Í Vatnsdalnum hafði verið mikill pólitískur áhugi og frægir fundir höfðu verið haldnir þar þegar brýn mál voru til umræðu. Ungmenna- félagsandinn svonefndi hafði svifið þar yfir vötnum eins og víðar og menn vöndust því að taka til máls á fundum og halda vel á sínu máli. Hallgrímur hafði ekki farið var- hluta af þessari skólun í félagsmál- um enda gegndi hann margvísleg- um trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og hérað. Þegar hann hafði brugðið búi og þau hjónin voru flutt hingað suður til Reykjavíkur var stundum setið og spjallað um daginn og veginn. Oft var þá farið í huganum norður í Vatnsdal og liðnar stundir rifjaðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.