Morgunblaðið - 24.08.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.08.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2018 Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is Árið 2015 ákváðu fimm bestu vinir að stofna hljómsveit og vinna Mús- íktilraunir árið eftir. Sem þau gerðu. Tilraunapönkbandið Hórmónar hefur síðan þá verið þekkt fyrir kraftmikla tónlist, frábæra sviðs- framkomu og ögrandi feminíska og pólitíska texta. Í dag gefur bandið út sína fyrstu plötu, Nanananabúbú, og mun halda heljarinnar útgáfutónleika á Gaukn- um sem hefjast kl. 20.30, þar sem öllu verður tjaldað til. Kunnum ekkert á hljóðfærin Hórmónar eru Brynhildur Karls- dóttir söngkona og textahöfundur, Katrín Guðbjartsdóttir gítarleikari, Urður Bergsdóttir sem leikur á bassa og syngur, Örn Gauti Jó- hannsson á slagverk og Hjalti Torfason saxófónleikari sem einnig sér um skarkala ýmsan: „Ég nota gítareffekta á saxófóninn, eins og á ekki að nota þá, þannig að það kem- ur hávaði. Svo spila ég líka á raf- magnssaxófón,“ útskýrir Hjalti þeg- ar blaðamaður hittir sveitina í sveittu æfingahúsnæði hennar á vinnusvæði úti á Nesi. Katrín: Þegar við ákváðum að stofna hljómsveit lögðum við ekki upp með neitt ákveðið. Örn: Bara að passa að það heyrð- ist eitthvað í okkur. Mér finnst það eina markmiðið sem við höfum haft. Katrín: Þetta er tilraunapönk- band að því leyti að við kunnum ekk- ert á hljóðfærin okkar. Og fram- koman okkar er pönk. Brynhildur: Við vildum líka skil- greina okkur þannig að við hefðum sem mest svigrúm til að þróast. Urður: Við erum bara heppin að hafa náð að semja lög í byrjun. Hjalti: Ég lærði á saxófón í þrjá mánuði þegar ég var 12 ára, en Örn hefur æft sig á trommur í tíu ár og er líka gítarleikari. Örn: Þau eru öll hægt og rólega að verða betri og ég að verða verri. Hlátur. Stundum eins og galdur Brynhildur: Á vissan hátt höfum við litið á það sem gjöf að vera ekki með hefðbundna tónlistarmenntun, þá gerum við bara það sem okkur finnst hljóma vel. Katrín: Skapandi rýmið verður stærra og þá eru allir vegir færir. Urður: Lögin verða öll til á æf- ingum; við djömmum bara og þá kemur eitthvað sem við fílum. Við spilum það aftur og aftur, finnum hvaða hljóðfæri passa og prófum okkur áfram. Brynhildur: Mér líður stundum eins og þetta sé galdur, allt í einu gerist eitthvað geðveikt. Hjalti: Svo kemur textinn eftir á. Urður: Brynhildur er með fullt af textahugmyndum í bókinni sinni. Við byrjum að spila og hún flettir upp í bókinni og syngur með. Brynhildur: Ég ber textana samt undir þau, því þetta er eitt- hvað sem við erum öll að segja. Hjalti: Já, við höfum sagt nei við texta sem þú hefur skrifað. Örn: Hann var aðeins of pólitísk- ur. Nafngreiningar. Brynhildur: Við breyttum honum þannig að í stað þess að gagnrýna gömlu pólitíkusana gagnrýnum við okkur sjálf. Hjalti: Lagið varð ádeila á ungt fólk sem fer ekki út að kjósa heldur situr heima og kvartar undan öllu. Rosaleg innlifun Katrín: Við spilum mikið i bylgj- um. Mjög mikið í nokkra mánuði og síðan ekkert í einhvern tíma. Hjalti: Fyrsta árið spiluðum við rosalega mikið. Á Airwaves spil- uðum við sjö eða átta tónleika og keyrðum okkur út. Örn: Við nefnilega gefum allt í hverja tónleika. Það er ógeðslega erfitt að spila tvenna og hvað þá þrenna tónleika sama daginn. Brynhildur: Á Airwaves í fyrra spiluðum við svo bara þrjú gigg, en samt missti ég röddina. Urður: Innlifunin var svo mikil hjá mér að ég endaði í spelku á háls- inum. Brynhildur: Urður er með Ís- landsmet í að slamma með bassa. Urður: Svo klippti ég á mér hárið og fékk mér léttari bassa. Brynhildur: Þetta er sko í alvöru blóð, sviti og tár. Katrín: Það er sjúklega gaman að spila á Airwaves. Hjalti: Þá fær maður líka mestu fjölmiðlaathyglina, t.d. að utan. Urður: Þetta er hinn árlegi stökk- pallur sem maður fær sem tónlist- armaður. Katrín: Við undirbúum okkur al- veg sérstaklega fyrir Airwaves. Urður: Við fáum mjög góðar um- fjallanir miðað við hvernig við horf- um á okkur. Yfirleitt mjög jákvæðar. Sem kemur alltaf mjög á óvart. Hjalti: Við erum alltaf að bíða eft- ir að einhver rífi okkur í tætlur. Brynhildur: Við höfum samt feng- ið neikvæð komment á youtube. Örn: Youtube er bara eins og al- menningsklósett þar sem fólk tússar eitthvað á vegginn. Allt að gerast í samfélaginu Örn: Þessi feminíska hlið bandins er bara mjög nauðsynleg. Hjalti: Það var samt ekki mark- miðið til að byrja með. En af því að það eru stelpur í bandinu og text- arnir eru sterkir, þá varð það fók- usinn. Mér finnst það bara mjög fínt. Það er líka ákveðin orka í sveit- inni varðandi tilfinningar og sam- skipti sem er rosalega kvenleg, og ég myndi ekki vilja hafa það öðru- vísi. Örn: Þessi hljómsveit er svo mikið fólk að reyna að láta heyra í sér. Há- vær, sterk skilaboð, allir að öskra. Kvenmenn að láta heyra í sér. Ég er Hljómsveit sem vill láta í sér heyra  Hórmónar gefa út plötuna Nanananabúbú  Heljarinnar útgáfutónleikar á Gauknum í kvöld  Fimm ungmenni með miklar skoðanir  Gefa allt í hverja tónleika  Í alvöru blóð, sviti og tár Morgunblaðið/Eggert Kraftmikil Brynhildur, Örn Gauti, Urður, Katrín og Hjalti eru feminísk, andkapitalísk, filterslaus og ögrandi tilraunapönkhljómsveit. Norræna húsið fagnar 50 ára afmæli í dag og boðar af þeim sökum til há- tíðardagskrár í dag, föstudag, og á morgun. Í dag verður efnt til ráð- stefnu um fortíð, nútíð og framtíð hússins sem ber heitið 50 ára reynsla af norrænni menningar- pólitík á Íslandi og stendur yfir frá 11-14:30 í húsi Vigdísar. Á ráðstefnunni verða mál á dag- skrá er varða t.a.m. Norræna húsið sjálft og Norðurlandasamvinnu. Til máls taka: Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menning- armálaráðherra og framkvæmda- stjóri norrænu ráðherranefndar- innar, Dagfinn Høybråten. Auk ráðstefnunnar er blásið til hátíðardagskráar í dag og á morgun, laugardag. Á þessum degi fyrir 50 árum voru fánar Norðurlandanna dregnir að húni í fyrsta sinn við Nor- ræna húsið við athöfn. Verður leik- urinn endurtekinn við Norræna hús- ið í dag klukkan níu og er vinum og velunnurum hússins boðið að vera viðstaddir. Í kjölfarið verður boðið upp á morgunkaffi að athöfn lokinni og sögusýningin 50 minningar opnuð fyrir gesti. Á morgun, laugardag, verður al- menningi boðið til norrænnar menn- ingarveislu með tvennum úti- tónleikum og fjölskylduvænum atburðum. Dagskrá laugardagsins hefst kl. 10 með fríum morgunverði. Við tekur fjölskyldudagskrá þar sem ýmis afþreying er á boðstólum, s.s. norrænir leikir, fjölskyldujóga, barnabíó og tónleikar fyrir unga fólkið þar sem Gróa, Flóni og RuGl stíga á pall. Síðdegis verður tónlist- arspekúlantinn Arnar Eggert Thor- oddsen með Pub Quiz í hátíðartjald- inu. Um kvöldið verða tónleikar á stóra sviðinu þar sem fram koma hljómsveitir af norrænum uppruna; Nanook, Miss tati og SEINT. ninag@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Afmælisbarn Norræna húsið efnir til hátíðarveislu í dag og á morgun. Norræna húsið heldur upp á 50 ára afmæli //////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.