Morgunblaðið - 29.08.2018, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 9. Á G Ú S T 2 0 1 8
Stofnað 1913 202. tölublað 106. árgangur
MARKMIÐIÐ
AÐ FÁ FÓLK
Í LEIKHÚS ÞAKKLÁT FYRIR HAFIÐ
HÁLEIT MARKMIÐ
OG HOLLAR
KRÆSINGAR
VALKYRJUR TÍNA SÖL 12 16 SÍÐNA BLAÐAUKI UM MATLEIKFÉLAG AKUREYRAR 30
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Ósafl hf. krefur Vaðlaheiðargöng hf.
um rúma þrjá milljarða í ýmiss kon-
ar bætur vegna tafa á verklokum
ganganna. Stærsta krafan hljóðar
upp á rúma tvo milljarða vegna
heitavatnslekans. Vaðlaheiðargöng
hf. eru tilbúin að bæta Ósafli tjón
vegna tafa um allt að einn milljarð
króna. Þetta hefur Morgunblaðið
eftir áreiðanlegum heimildum.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins er talið ólíklegt að félögin
nái samkomulagi um hvernig bóta-
greiðslum verði háttað og því sé allt
eins líklegt að ágreiningurinn komi
til kasta dómstólanna.
Þá hefur Morgunblaðið upplýs-
ingar um að pólitískur ágreiningur
sé bæði í stjórnkerfinu og á Alþingi
um hvort ríkið eigi að veita Vaðla-
heiðargöngum hf. enn eitt lánið,
a.m.k. upp á þrjá milljarða króna.
Ákveðnir stjórnarliðar og þingmenn
vilja fremur að félagið fari í þrot og
ríkið taki við rekstrinum.
Benedikt Jóhannesson, fyrrver-
andi fjármálaráðherra, beitti sér
fyrir því sem ráðherra að félagið
fengi 4,7 milljarða lán í fyrra. Hann
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að hann hefði á sínum tíma,
þegar hann lagði til lánveitinguna,
talið að hún myndi nægja til þess að
tryggja verklok við göngin.
Vill þrjá milljarða en býðst einn
Ósafl hf. með milljarða kröfur á hendur Vaðlaheiðargöngum hf. Samkomulag
virðist ekki í sjónmáli Ekki ólíklegt að málið muni enda fyrir dómstólum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Vaðlaheiðargöng Vatnsklæðningar
settar upp í göngunum í sumar. MMjög mikið ber á milli ... »4
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræð-
ingur Íslandsbanka, segir hafa hægt
hraðar á hagkerfinu en hann reiknaði
með. Því geti þurft að endurmeta spár
um hagvöxt í ár til lækkunar.
„Mér hefur þótt þróunin öllu hrað-
ari frá vordögum en ég reiknaði með,
hvort sem litið er á kortaveltu, vænt-
ingavísitöluna eða innflutning
neysluvara. Þótt sumarið komi betur
út en ýmsir óttuðust er ferðamönn-
um að fjölga hægar en búist var við.“
Tilefnið er umræða um stöðu flug-
félaganna. Kemur hún í kjölfar um-
ræðu í vor um að vöxtur ferðaþjón-
ustu í ár yrði líklega undir spám.
Ingólfur Bender, aðalhagfræð-
ingur Samtaka iðnaðarins, segir nei-
kvæðar fréttir af stöðu efnahagsmála
geta dregið úr einkaneyslu og fjárfest-
ingu heimila og fyrirtækja.
„Væntingar heimilanna um fram-
tíðartekjur geta breyst við þetta og
það síðan haft áhrif á neysluhegðun
þeirra og fjárfestingaráform.“
Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði
við Háskóla Íslands, segir neikvæða
umræðu um efnahagsmál geta haft
áhrif. „Þjóðin fylgist vel með þróun
mála. Þetta er sambærilegt við það
þegar sjávarútvegsfyrirtæki lentu áð-
ur í vandræðum. Bætt lífskjör á síð-
ustu árum hafa að miklu leyti verið
sótt til ferðaþjónustunnar.“
Andrés Jónsson almannatengill
segir mikilvægt að huga að væntinga-
stjórnun við þessar aðstæður. »14
Gæti þurft
að endur-
meta spár
Morgunblaðið/Eggert
Flugið Íslensku flugfélögin ganga
nú í gegnum aðlögunartímabil.
Hægði hraðar á
en reiknað var með
Margir Íslendingar þekkja lag Youssou N’Dour,
7 Seconds, ásamt söngkonunni Neneh Cherry, en
hann er frá Senegal og er einn þekktasti tón-
listarmaðurinn í allri Afríkuálfu. N’Dour hélt
tónleika í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi ásamt
bakröddum og stórri hljómsveit sem spilaði
blöndu af senegalskri tónlistar með latneskum
dansáhrifum, kúbverskri rúmbu, tangó, djassi
og hipphoppi.
Einn vinsælasti tónlistarmaður Afríku hélt tónleika ásamt hljómsveit í Eldborgarsal Hörpu í gær
Morgunblaðið/Eggert
Senegalskir tónar í boði Youssou N’Dour
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
bárust tvær tilkynningar um að
veist hefði verið að stúlkum í
Garðabæ milli klukkan 16.00 og
18.00 í gær. Það gerðist á svipuðum
stað og þar sem ráðist var á stúlku
á fimmtudag, á göngustíg við Arn-
arnesmýri, meðfram Gullakri og
Góðakri. Stúlkurnar sem veist var
að í gær eru á svipuðum aldri og
þrjár stúlkur sem veist hefur verið
að síðustu misseri í Garðabæ. Auk
atviksins á fimmtudag var ráðist á
tíu ára stúlku í desember í fyrra
þar sem hún var á gangi. Var hún
tekin hálstaki, gripið um munn
hennar og hún dregin í burtu.
Flygildi kannaði vettvang
Fyrir um tveimur vikum var svo
ráðist á átta ára stúlku þar sem
hún var á gangi með hund sinn í
bænum og hún slegin. Stúlkurnar
sem ráðist var á í gær gátu lýst
árásarmanninum og voru lýsingar
þeirra áþekkar lýsingum hinna
stúlknanna.
Lögregla kannaði vettvang í gær,
m.a. með hjálp flygildis, en ekki er
útilokað að tengsl séu á milli atvik-
anna í gær og þeirra sem áður hafa
verið tilkynnt í bænum. „Tilkynn-
ingunum svipar til þeirra sem komu
í síðustu viku og við erum að skoða
málið. Atburðarásin nú var sam-
bærileg þeirri á fimmtudaginn,“
segir Margeir Sveinsson, aðstoðar-
yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu, og nefnir að
lögreglan hafi aukið eftirlit í bæn-
um. „Við erum að vinna úr þeim
upplýsingum sem við höfum aflað
okkur. Við skoðum málið þannig að
þarna geti verið um sama einstak-
ling að ræða en einblínum þó ekki á
það. Það er bara einn möguleiki,“
segir hann.
Lögregla sendi frá sér tilkynn-
ingu í gær þar sem fram kom að
leitað væri tveggja vitna að árásinni
á fimmtudaginn; karls og konu sem
voru á ferli á þessum slóðum. Hafði
konan samband við lögreglu í gær.
Veist að tveimur til viðbótar
Lögregla rannsakar tvö ný tilvik þar sem ráðist var á stúlkur á gangi í Garðabæ
Á svipuðum slóðum og árásin á fimmtudaginn Gátu lýst árásarmanninum
Í skuldabréfi sem Icelandair Group
gaf út árið 2016 er kveðið á um að
vaxtaberandi skuldir félagsins megi
ekki á neinu reikningstímabili fara
yfir hlutfallið 3,5 af EBITDA-
hagnaði. Verði afkoman við neðri
mörk nýrrar EBITDA-spár félagsins
fer fyrrnefnt hlutfall milli skulda og
EBITDA í 4,29 – yfir mörkin sem sett
eru í skilmálum skuldabréfsins.
Bogi Nils Bogason, starfandi for-
stjóri Icelandair Group, segir í sam-
tali við Morgunblaðið að sterk fjár-
hagsstaða félagsins valdi því að það
muni eiga auðvelt með að bregðast
við ef á reynir, t.d. með því að greiða
upp skuldir eða selja eignir. Lausa-
fjárstaðan sé sterk; um 250 milljónir
dollara. »16
Skuldabréf kunna
að vera í uppnámi