Morgunblaðið - 29.08.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Deila um ummæli forsætisráðherra
Sagði að launaþróun kjararáðshópa væri sambærileg við aðra Villandi orðalag, segir lögfræðingur ASÍ
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra svaraði í gær yfirlýsingu ASÍ
vegna orða hennar í Kastljósi í
fyrradag um að meðaltalslaunaþró-
un þeirra sem heyrðu undir kjara-
ráð yrði sambærileg við aðra hópa
svo fremi sem þau væru fryst út
árið. Segir Katrín að ummælin hafi
verið í samræmi við niðurstöður
skýrslu sem unnin var í samráði
stjórnvalda og aðila vinnumarkað-
arins og kom út í febrúar á þessu
ári. Í skýrslunni segir orðrétt:
„Ef ekki verður um frekari
endurskoðanir að ræða á árinu
2018, þ.e. laun haldist óbreytt frá
síðustu úrskurðum kjararáðs til
ársloka 2018, yrði launaþróun
kjararáðshópsins að meðaltali við
þau mörk sem rammasamkomulag-
ið setti og að framan hafa verið
metin á bilinu 43-48%. Eins og
fram kemur í skýrslunni er
launaþróun innan hópsins mjög
ólík. Til dæmis hafa héraðsdómarar
fengið 35% hækkun en ráðherrar
64% hækkun á sama tímabili. Ef
litið er til lengri tíma, t.d. starfs-
tíma kjararáðs frá árinu 2006, blas-
ir við önnur mynd en á því tímabili
hafa laun þessara starfsgreina
þróast með svipuðum hætti.“
Magnús Norðdahl, lögfræðingur
ASÍ, sat í hópnum og lagði til að
ráðherrar, þingmenn, forseti Ís-
lands, ráðuneytisstjórar og skrif-
stofustjórar yrðu lækkaðir í laun-
um. Þessi kostur væri líklegastur
til að stuðla að sátt á vinnumark-
aði.
Gat fylgt minnihlutanum
Magnús segir að orð Katrínar í
Kastljósi hafi verið mjög villandi.
„Það mátti skilja á Katrínu að
þetta væri ekki svo stórt mál og að
„ákveðið samræmi“ yrði komið á í
árslok 2018. Það er einfaldlega
rangt,“ segir hann.
„Þetta orðalag var mjög villandi,
sérstaklega vegna þess að reiðin
snýr ekki síst að stjórnmálamönn-
unum sjálfum. Hún þurfti ekki að
fylgja niðurstöðu meirihlutans og
gat fylgt minnihlutanum. Það er
tekið fram í bókuninni sem við lét-
um frá okkur að við teldum að það
væri viðleitni til þess að stuðla að
friði á vinnumarkaði. Hún greip
ekki þann bolta,“ segir hann. „Hún
getur ekki skotið sér á bak við það
að laun hennar séu komin í takt við
laun almennings í lok árs 2018. Það
eru þrjú ár sem þurfa að líða í við-
bót fram að því.“
Katrín
Jakobsdóttir
Magnús
Norðdahl
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
„Við vorum að reyna að átta okkur á
krafti og stærð skýstrókanna,“ sagði
Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræð-
ingur á Veðurstofu Íslands, sem
heimsótti Norðurhjáleigu í gær
ásamt veðurfræðingnum Guðrúnu
Nínu Petersen. Þær ræddu við ábú-
endur þar, sem urðu fyrir því óláni á
föstudagað þrír skýstrókar gengu
yfir býlið þeirra og skildu eftir sig
talsverðar skemmdir, en einnig
ræddu þær við nágranna þeirra,
bændur á Þykkvabæjarklaustri,
sem urðu vitni að atburðinum, og
náðu m.a. mynd af einum ský-
stróknum.
Kristbjörg Hilmarsdóttir, bóndi
á Kirkjubæjarklaustri, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að fyrri tveir
strókarnir hefðu verið „ósýnilegir,“
en sá síðasti fór yfir vatn og var því
hvítur að sjá af rakanum og sést
greinilega á myndinni með fréttinni,
en hinir tveir hefðu virst meira eins
og „hillingar eða ókyrrð“ í loftinu.
Elín Björk hafði enga bráða-
birgðaniðurstöðu til reiðu en kvað
þó allmikinn kraft þurfa til að feykja
þakplötum af byggingum á þessu
jafnan vindasama svæði.
„Stóri pallbíllinn sem fór á hvolf
ofan í skurðinn rann ekki þangað,
hann lyftist upp,“ sagði Elín Björk,
sem sagðist vonast til að hægt yrði
að meta augnabliksvindhraðann út
frá þessum upplýsingum ásamt
dreifingu á brakinu sem þær könn-
uðu einnig.
Aðstæður sem þessar séu sjald-
gæfar á Íslandi, stöku sinnum frétt-
ist af svona súlum yfir vatni eða í
heyi og gamlir annálar segi t.d. frá
„síldarregni“ þar sem strókar hafi
rifið upp fiskitorfur og flutt þær upp
á land. Niðurstöðu vettvangskönn-
unarinnar sé að vænta í vikulokin.
Veðurfræðingar í
vettvangskönnun
Heimsóttu bæinn Norðurhjáleigu í gær
Ljósmynd/Kristbjörg Hilmarsdóttir
Sjaldgæf sjón Skýstrókur gengur
yfir bæinn Norðurhjáleigu.
Verið er að gera við Safnahúsið við Hverfisgötu 15 að
utan, en byggingin, sem stendur við hlið Þjóðleikhúss-
ins, þykir með þeim fegurri í Reykjavík.
Upphaflega var húsið byggt sem landsbóka- og þjóð-
skjalasafn en fyrst þegar það var opnað árið 1909 var
þar þjóðminja- og náttúrugripasafn. Í húsinu voru því
um árabil undir einu þaki allir helstu dýrgripir íslensku
þjóðarinnar. Það er nú hluti af Þjóðminjasafni Íslands.
Safnahúsið fær andlitslyftingu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Áður voru þar Landsbókasafn, Þjóðskjalasafn og síðar Þjóðmenningarhús
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Hugmyndir eru uppi í tveimur
sveitarfélögum á höfuðborgarsvæð-
inu, í Reykjavík og í Hafnarfirði, um
að bólusetningar barna verði gerðar
að skilyrði fyrir leikskólaplássum.
Sjálfstæðismenn í Reykjavík eru
samstiga um tillögu Hildar Björns-
dóttur, borgarfulltrúa flokksins, í
þessa veru, sem hún greindi frá í
gær og mun leggja fyrir borgar-
stjórn. Sagði hún margar Evrópu-
þjóðir hafa brugðið á sama ráð.
Virki sem hvati fyrir foreldra
„Það verður spennandi að sjá
hvernig aðrir flokkar taka í tillög-
una,“ segir Hildur, sem kveðst hafa
fengið góð viðbrögð frá fólki al-
mennt. „Það eru auðvitað alltaf ein-
hverjir sem eru á móti eins og
gengur, en þeir eru mjög fáir í raun,“
segir hún.
„Ég held að ástæða þess að óbólu-
settum börnum er að fjölga sé ekki
að þeim sem vilji ekki láta bólusetja
börnin sín fari fjölgandi, heldur
frekar að fólk til dæmis gleymi sér.
Heilsugæslustöðvar hafa reynt að
auka utanumhald, eftirfylgni og
fræðslu en foreldrar hafa ekki tekið
við sér samt sem áður. Það þarf
meira til,“ segir hún.
Spurð um framkvæmd hug-
myndarinnar segist hún vona að út-
færslan geti orðið rafræn og einföld í
sniðum.
Ágúst Bjarni Garðarsson, bæjar-
fulltrúi Framsóknarflokksins í
Hafnarfirði, kvaðst í gær telja rétt
að skoða hvort bærinn gerði bólu-
setningar að skilyrði við inntöku í
leikskóla bæjarins. „Ég tel skynsam-
legt að við skoðum að fara þessa leið.
Þetta gæti líka virkað sem hvati. Í
skýrslu sóttvarnalæknis segir að
fólk sé ekki vísvitandi að sleppa
þessum bólusetningum, heldur hafi
þær frekar gleymst af einhverjum
ástæðum,“ segir hann.
„Ég vildi hefja umræðu um þetta.
Mér finnst viðbrögðin hafa verið góð
og hef bæði fengið skilaboð og sím-
töl. Þetta á samt eftir að fá eðlilega
umræðu í bæjarfélaginu,“ segir
Ágúst Bjarni, en hann segir að-
spurður að Sjálfstæðis- og Fram-
sóknarflokkur séu jákvæðir fyrir því
að ræða þessi mál.
Borgarfulltrúar rökræddu
Umræður spunnust undir þræði
Hildar á Facebook í gær, en Líf
Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri
grænna, gagnrýndi hugmyndina og
spurði m.a. hvort Hildi fyndist ekki
rétt að sóttvarnalæknir gæfi út til-
mæli áður en hlaupið yrði af stað.
Hann hefði sjálfur ekki lagt þessa
hugmynd til.
Hildur sagði sóttvarnalækni hafa
komið fram í fjölmiðlum og lýst
áhyggjum af fjölgun óbólusettra
barna, útbreiðslu mislinga m.a.
Hann hefði ekki lagt til útfærslur en
ýmislegt mætti gera. Þessi hugmynd
gæti tryggt að foreldrar sem
gleymdu sér tryggðu börnum sínum
almennar bólusetningar.
Bólusetning barna verði að skilyrði
Bólusetning sem skilyrði inntöku á leikskóla til umræðu Hafa fengið góð viðbrögð við hugmyndinni
Gæti virkað sem hvati til bólusetninga, segir bæjarfulltrúi Framkvæmdin verði rafræn og einföld
Morgunblaðið/Ómar
Leikskólabörn Tveir kjörnir fulltrúar vilja ný skilyrði fyrir inntöku.