Morgunblaðið - 29.08.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 29.08.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2018 Margir hafa af því atvinnu aðtala um að hér á landi sé óskaplegur ójöfnuður í tekjum og velsæld. Forkólfar í verkalýðs- hreyfingunni tala gjarnan á þess- um nótum og stjórnar- andstæðingar á vinstri vængnum reyna einnig að slá keilur með slíku tali.    Staðreyndin er þó sú að þegarÍsland er borið saman við önn- ur ríki kemur í ljós að hér er jöfn- uður mikill og vaxandi.    Auðvitað geta menn ákveðið aðhafna slíkum samanburði á þeim forsendum að erlendis sé ástandið of slæmt til að bera okkur saman við það, en hver á saman- burðurinn þá að vera?    Ein leið væri að horfa á hverþróunin er hér á landi, það er að segja samanburður við fyrri ár. Í nýrri umfjöllun Viðskiptaráðs, sem unnin er upp úr nýbirtum töl- um Hagstofunnar, kemur fram að jöfnuður er enn að aukast hér á landi.    Þeir sem lægri hafa tekjurnarhafa aukið tekjur sínar á tvö- földum hraða á við þá sem eru með hærri tekjur.    Er þetta ekki jákvætt innlegg íumræðuna?    Er ekki ástæða fyrir verkalýðs-foringja að fagna þessum ár- angri?    Eða þarf alltaf að kvarta undanójöfnuði, sama hvernig þró- unin hefur verið eða hver staðan er í raun? Mikill og vaxandi jöfnuður STAKSTEINAR Veður víða um heim 28.8., kl. 18.00 Reykjavík 12 skýjað Bolungarvík 7 súld Akureyri 9 alskýjað Nuuk 5 skýjað Þórshöfn 12 léttskýjað Ósló 19 léttskýjað Kaupmannahöfn 18 léttskýjað Stokkhólmur 18 skúrir Helsinki 17 skýjað Lúxemborg 23 heiðskírt Brussel 21 heiðskírt Dublin 17 skýjað Glasgow 16 skýjað London 18 skýjað París 26 heiðskírt Amsterdam 19 skýjað Hamborg 20 skýjað Berlín 22 heiðskírt Vín 27 heiðskírt Moskva 26 heiðskírt Algarve 26 léttskýjað Madríd 33 léttskýjað Barcelona 28 léttskýjað Mallorca 30 léttskýjað Róm 27 heiðskírt Aþena 25 léttskýjað Winnipeg 12 rigning Montreal 26 léttskýjað New York 31 þoka Chicago 25 súld Orlando 28 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 29. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:02 20:56 ÍSAFJÖRÐUR 5:59 21:09 SIGLUFJÖRÐUR 5:41 20:53 DJÚPIVOGUR 5:30 20:28 Fresti einstaklinga til að kæra niðurstöður álagningar 2018, vegna tekjuársins 2017, lýkur á föstudag- inn, þann 31. ágúst. Álagning einstaklinga fór fram 31. maí sl. Var niðurstaða álagn- ingar birt á þjónustuvef ríkisskatt- stjóra. Tekið er á móti kærum með raf- rænum hætti á þjónustuvef ríkis- skattstjóra, rsk.is. Fylla þarf út formið þar sem gefið er upp fram- talsár og tilefni leiðréttingar. „Leið- réttingarbeiðni þarf að vera rök- studd og glöggt fram sett. Gögn, leiðréttingarbeiðni til stuðnings, má einnig senda í gegnum þjónustuvef með því að velja „viðbótargögn“, segir í frétt á heimasíðu RSK. Allar frekari upplýsingar veitir þjónustuver ríkisskattstjóra í síma 442 1000 eða netspjalli. sisi@mbl.is Kærufrestur álagningar að renna út Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 690 12 POKI Fyrstu 5 0 viðski pta- vinir á d ag fá flo ttan gjafapok a GJAFA DROTTNINGSettu símanúmerið þittí Nova Diskó kúlunaog þú gætir unniðNokia 7+ síma MÆTIRSérfræðingar frá Nokiaverða á staðnum ogveita góð ráðlaugardag NOKIA DISKÓ NOVA MÆTIR Sérfræð ingar frá Trust verða á staðnum og veita gó ð ráð laugarda g VEISLAMánudag til föstudags10:00 - 18:00Laugardag og sunnudag12:00 - 18:00 AFMÆLIS Y Birtm eð fyrirvara um breytingar,prentvillur og m yndabrengl Þráðlaus Trustheyrnartól meðhljóðnema 1.997Miðvikudagstilboð 7.990 Viðurkenningar skipulags- og sam- gönguráðs Reykjavíkurborgar fyrir fallegar lóðir fjölbýlishúsa og fyrir- tækja og vandaðar endurbætur á eldri húsum í Reykjavík árið 2018 voru veittar í Höfða í gær, skv. fréttatilkynningu. Viðurkenningar voru veittar vegna endurbóta á íbúðarhúsunum Fríkirkjuvegi 3, byggðum árið 1905, Nýlendugötu 24, byggðri árið 1906 og Selvogsgrunni 23, byggðu árið 1957. Ráðið veitti viðurkenningarnar eftir tilnefningum frá vinnuhópum sem í sátu: Alma Sigurðardóttir verkefnisstjóri, Borgarsögusafni Reykjavíkur, og Margrét Þormar, arkitekt skipulagsfulltrúa á um- hverfis- og skipulagssviði. Fjölbýlishúsalóðirnar Brautarholt 7, stúdentaíbúðir, ásamt Einholti 8- 12 og Þverholti 19-23, íbúðarblokk- um, ásamt atvinnulóð Laugavegs 120, hótels, hlutu einnig viðurkenn- ingu fyrir hönnun og snyrtilegan frá- gang, eftir tilnefningar frá vinnu- hópum sem í sátu: Björn Ingi Edvardsson, landslagsarkitekt á umhverfis- og skipulagssviði, og Edda Ívarsdóttir, borgarhönnuður á umhverfis- og skipulagssviði. Fegrunarviðurkenningar borgarinnar  Endurbætur gamalla húsa og lóðafrá- gangur atvinnu- og fjölbýlishúsnæðis Ljósmynd/Reykjavíkurborg Í Höfða Viðurkenningarnar veittu fulltrúar Reykjavíkurborgar. Lögreglan á Austurlandi leitar nú grunsamlegra aðila sem voru á ferð í Neskaupstað og á Eskifirði í gær. Einn þeirra stal fjármunum úr húsi á Eskifirði og mun þar hafa verið á ferð karlmaður á fertugsaldri sem talaði ensku. Í tilkynningu lögreglu segir að farið sé inn í ólæst hús, þar sem engir séu heima, yfir daginn. Þjófa leitað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.