Morgunblaðið - 29.08.2018, Qupperneq 12
Björg í bú Berglind kemur alsæl í land með feng sinn, fulla poka af sölvum.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Sumir borða söl með harð-fiski, aðrir segja söl ogsmjör vera gott að borðasaman, og einnig eru söl og
súkkulaði sérdeilis góð blanda. En
ég borða söl aðallega sem nasl og
öllum í fjölskyldunni finnst þau góð
bara ein og sér. Ég ólst samt ekki
upp við að borða söl eða tína söl, þó
ég hafi stundað sölvatekju nokkur
undanfarin ár. Þegar ég var að læra
torfhleðslu hjá Hannesi Lárussyni
sem er með Íslenska bæinn í Flóa-
hreppi, þá kynntist ég þessu fyrst og
bað um að fá að fara með honum í
sölvatínslu. Ég fór í fyrsta sinn að
tína söl með honum þar sem heitir
Skipafjara, við bæinn Skipar sem er
í nágrenni við Baugstaðavita rétt ut-
an við Stokkseyri. Ég er reyndar
ættuð þaðan, því amma mín bjó
þar,“ segir Berglind Björgúlfsdóttir
þar sem hún ásamt nokkrum vin-
konum stikar rösklega í átt til hafs,
þær mega engan tíma missa því
brátt flæðir að.
„Á morgun er stórstreymisfjara
og þess vegna veljum við að fara
núna, það eru ákjósanlegustu að-
stæðurnar því þá er hægt að vaða
lengra út í sjó þar sem meira er af
sölvum.“
Valkyrjurnar kippa upp um sig
kjólunum og vaða beint út til hafs og
taka þegar til við að rífa upp söl í
poka sína, en það er heldur betur
sleipt og illfært, sést ekki til botns
fyrir gróðri og mikið af steinum,
stórum og smáum. Enda hrasa þær
og renna til, en láta það ekkert á sig
fá, halda ótrauðar áfram. Þetta eru
engir aukvisar.
„Þetta eru eins og sleipar þúfur
og ekki gott að fóta sig, en hér áður
fyrr var fólk með sín ráð við því, það
fór í lopasokka utanyfir skóna til að
forðast að renna og detta við sölva-
tekju. Fólk var líka með prik eða
staf til að styðja sig. Eitt sinn áður
en ég fór að tína söl dreymdi mig
ömmu mína þar sem hún sagði mér
að taka með mér prik til að styðjast
við í minni fjöruferð svo ég gæti fót-
að mig betur. Hún var alltaf með
smalaprik með sér þegar hún ung
stúlka var látin passa kindurnar á
Skipum sem fóru í fjörubeit. En
fjörufé sem gæddi sér á hafgróðr-
inum átti það til að fara sér að voða,
verða eftir á skerjum og flúðum þeg-
ar flæddi að. Þetta þurfti að vakta
og passa, og einnig þurfti að passa
að þær ætu ekki of mikið af fjöru-
fóðri, því þá fóru þær að skjögra.
Amma sagði að fjöruféð hefði stund-
um átt það til að synda út til hafs og
drukkna þegar flæddi að, ærnar
gátu þannig orðið áttavilltar, svo
amma þurfti að reka þær tímanlega
í land áður en þær urðu ringlaðar.
En svo gerðist það að skera þurfti
niður allt féð á Skipum og þau voru
félaus í nokkur ár, en þegar þau
fengu nýjar kindur þá kunni það fé
ekkert á fjöruna og sótti ekkert
þangað. Lömbin þurfa greinilega að
læra fjörubeitina af fullorðnu ánum
og þannig viðhelst þetta milli kyn-
slóða. Rétt eins og hjá okkur mann-
fólkinu þá lærir fé af því sem fyrir
því er haft,“ segir Berglind og tekur
til við að syngja fyrir sel sem syndir
í átt til hennar. Það er fagur sela-
söngur sem hljómar með hafhljóð-
unum líkt og frá öðrum heimi, og
vekur forvitni selsins, því forvitnin
er óttanum yfirsterkari og hana
langaði að halda selnum sem lengst
hjá sér.
Almúgi á eftir landeigendum
Berglind segir að hér áður fyrr
hafi fólk verið miklu duglegra að
nýta sölin en nú er. „Þá skipti máli
að nýta það sem náttúran gaf og all-
ir sem vettlingi gátu valdið tíndu söl
til að bæta mannanna fæðu. Þá var
sá háttur hafðu á að landeigendur
höfðu forgang, þeir fóru fyrst út í sjó
og tíndu söl að vild, en settu svo upp
„Ég er svo þakklát fyrir hafið“
Nokkrar valkyrjur fóru
saman að tína söl um
helgina og óðu sumar
upp á mið læri til að
sækja gómsæti hafsins.
Berglind Björgúlfsdóttir
söng fyrir selinn sem kom
til hennar þar sem hún
bograði við sölvatínslu.
Galvaskar Berglind og Guðrún fylla poka sína af gómsætum sjávargróðri.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2018
Söl teljast til rauðþörunga. Þau vaxa vel eins og kartaflan þegar dimma tek-
ur að nóttu. Ef fólk tínir 100 kíló af blautum sölum fást úr því 20 kíló af
þurrum sölum. Sölin rýrna því um 80 prósent. Söl þarf ekki að skola og þau
vaxa þar sem ferskvatn blandast í sjó. Þau skal þurrka við vægan hita, inni
eða úti, í um 14 klukkustundir, síðan setja í poka og undir farg, til dæmis í
tunnu, því þá verða þau mýkri. Gott er að leyfa lofti að leika um þau.
Í grein Ingibjargar Sigfúsdóttur á vefsíðunni Heilsuhringurinn.is kemur
eftirfarandi fram:
Rannsóknir hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins sem gerðar voru á
sölvum í janúar 1996 leiddu í ljós að söl innihalda mikið af næringarefnum,
t.d. kalsíum, magnesíum, kalíum, sinki, járni og joði. Af sæþörungum hafa
söl haft meiri þýðingu fyrir Íslendinga til manneldis en nokkur annar fjöru-
gróður. Þau eru talin vaxa alls staðar við strendur Íslands, en þó virðist vera
verulegur munur á hve mikið er af þeim eftir hinum ýmsu landshlutum.
Sölva er fyrst getið í íslenskum heimildum um miðja 13. öld, en í Grágás á
12. öld. Þess er getið um miðja 14. öld að maður í Saurbæ í Gilsfirði hafi gef-
ið brúði sinni á brúðkaupsdaginn hálfa sölvafjöru og var gjöfin metin til mik-
ils fjár. Sagt er frá því að árið 1552 hafi Páll Hvítfeldt hirðstjóri gefið út til-
skipun um skóla hér á landi, þar sem gert var ráð fyrir að piltar hafi söl til
matar. Heimildir eru um að söl hafi verið notuð til manneldis hér á landi á
17., 18. og 19. öld og hafi verið á borðum sumra allt til 1950.
Í heimild frá 18. öld er greint frá því að sumir eti söl með hvannarót og ól-
seigum harðfiski. Fleiri heimildir segja að fyrrnefnt hafi verið notað í stað
brauðs. Getið er, að dregið hafi úr sölvanotkun á Kjalarnesi á 18. öld vegna
þess að á þeim tíma hafi verið lítið um sýru og hafi sölin þótt fara illa í maga
ef drukkið væri vatn með þeim. Betra þótti að nota sýru. Það var trú al-
mennings að sýrublanda og þó einkum mjólk væri nauðsynleg með sölvum
og öðrum fjörujurtum, einkum ef þær voru etnar sem einmeti viðbitslausar.
Hjá Páli í Arnardrangi í Landbroti voru söl skömmtuð einu sinni á dag og þá
alltaf með harðmeti. Magnús Stephensen dómstjóri segir að sölin komi í
stað brauðs og fisks. Söl sem notuð voru í grauta voru söxuð og var þá not-
að jafnt af sölvum og mjöli, ýmist bankabyggi eða haframjöli.
Gott er að borða söl eftir ofdrykkju
og þau auka einnig frjósemi
SÖL ERU BRÁÐHOLL OG VORU NÝTT SEM LÆKNINGAJURT