Morgunblaðið - 29.08.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 29.08.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2018 Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Lögreglan á Austurlandi notaði um helgina fjarstýrt flygildi, eða dróna, til þess að hafa uppi á ölv- uðum ökumanni, sem hafði velt bíl sínum við Neðri-Staf á Fjarðar- heiði, ofan Seyðisfjarðar. Ökumaðurinn hafði verið búinn að láta sig hverfa af slysstað, er lögregla kom á vettvang. Sá sem lögregla telur að hafi ekið bifreið- inni fannst svo og var handtekinn, talsvert frá vettvangi, á göngu langt úti í móa, en þar hafði lög- regla fundið hann með flygildinu. Flygildi fann fullan ökumann úti í móa Lögregla Dróni hafði uppi á manninum. Morgunblaðið/Kristinn Magnúss kvæðar fréttir af stöðu efnahagsmála geta dregið úr einkaneyslu og fjár- festingu heimila og fyrirtækja. „Aukin óvissa um stöðu lykilat- vinnuvega þjóðarbúsins getur haft neikvæð áhrif á hagkerfið með því að hafa áhrif á væntingar. Er það sér- staklega ef þessi óvissa er langvar- andi og umfang greinarinnar mikið í t.d. gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins. Væntingar heimilanna um framtíðar- tekjur geta breyst við þetta og það síðan haft áhrif á neysluhegðun þeirra og fjárfestingaráform. Hið sama gildir um fyrirtæki, sem eru þá líklegri en ella til að halda að sér höndum í t.d. fjárfestingum um stund, a.m.k. meðan óvissuástandið varir. Væntingar geta líka haft skjót áhrif í gegnum fjármálamarkað þar sem þær hreyfa við eignaverði, s.s. verði verðbréfa og gengi krónunnar. Við sáum t.d. tiltölulega mikil við- brögð á hlutabréfamarkaði í dag [í gær]. Við höfum hins vegar séð minni viðbrögð á gjaldeyrismarkaði. Krón- an hefur ekki gefið eftir, sem gæti að vissu leyti verið styrkleikamerki fyr- ir íslenskt efnahagslíf. Á móti kemur að gjaldeyrismarkaður er ekki mjög virkur með tilliti til spákaup- mennsku,“ segir Ingólfur. Umræðan þróast nú hraðar Andrés Jónsson, almannatengill og eigandi Góðra samskipta, segir mikilvægt að vanda til væntinga- stjórnunar við þessar aðstæður. „Þetta er orðið miklu stærra mál. Væntingastjórnun er nokkuð sem fyrirtæki eða stjórnvöld hafa ekki þurft að leiða hugann jafn mikið að og nú. Það er meðal annars vegna þess hvernig umræðan hefur breyst. Hún er orðin miklu hraðari og getur sveiflast hraðar upp og niður. Um- ræðan ein getur haft sjálfstæðar af- leiðingar. Væntingar hafa því gríðar- lega mikið að segja,“ segir Andrés. Hann rifjar upp viðtal við hann á mbl.is eftir fyrstu neikvæðu afkomu- viðvörunina hjá Icelandair. „Sú viðvörun kom mörgum mjög á óvart. Væntingar í tengslum við ferðaþjónustuna höfðu þá verið keyrðar mikið upp. Stjórnendum Ice- landair fannst þeir hins vegar vænt- anlega ekki bera neina ábyrgð á að tempra væntingarnar, þótt þær væru ef til vill komnar úr böndunum. Það er eðlilegt. Fólk er ekki vant því að þurfa að slá á væntingar. Þær skapa hins vegar mikið til raunveruleikann sem þarf að kljást við þegar staðan er orðin slæm.“ Greint var frá því í síðustu viku að nokkrir ráðherra ríkisstjórnarinnar, þ.m.t. forsætisráðherra, hefðu fundað um stöðu flugfélaganna. Ræddu þeir m.a. skýrslu starfshóps um kerfislægt mikilvæg fyrirtæki. Andrés segir aðspurður að for- ystumenn ríkisstjórnarinnar séu í erfiðri stöðu. „Allt sem sagt er opin- berlega getur haft áhrif á væntingar. Þess vegna eru þessar miklu reglur í Kauphöllinni um hvað má segja og hvenær. Ég er ekki viss um að stjórnvöld hefðu átt að þegja um mál- ið,“ segir Andrés. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Icelandair Félagið hefur verið í mótbyr að undanförnu. Væntingar stjórnenda um afkomu félagsins hafa ekki ræst. Aðlögun að nýrri stöðu er hafin. Heimili gætu dregið úr neyslu  Hagfræðingar segja neikvæða umræðu um ferðaþjónustu og flugfélögin geta haft áhrif á einkaneyslu  Almannatengill bendir á mikilvægi væntingastjórnunar  Væntingar geti sveiflast á miklum hraða Morgunblaðið/Baldur Á Hverfisgötu Umræðan er sögð geta haft áhrif á sölu fasteigna. Grétar Jónasson, lögmaður og framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, segir neikvæða umræðu um stórfyrirtæki og þjóðarbúskapinn geta haft talsverð áhrif á væntingar almennings í efnahagsmálum. Það geti aftur smitast yfir á fasteignamarkað. „Það má ekki vanmeta þessa sálfræðilegu hlið fasteignamarkaðarins. Við höfum bent á að þegar upp komi mjög neikvæðar fréttir í þjóðfélag- inu geti það haft áhrif á hug fólks til ýmissa hluta, til dæmis fasteigna- viðskipta. Þar getur umræðan um flugfélögin undanfarið og stór orð um fyrirhugaðar aðgerðir á vinnumarkaði á næstu mánuðum haft áhrif þó svo það sé ekki að merkja ennþá. Öll neikvæð umræða um efnahagsmál og stöðu mála er ekki til þess fallin að blása kjarki í fólk,“ segir Grétar um möguleg áhrif umræðunnar. Sálfræðin mikilvæg í sölunni FASTEIGNAMARKAÐURINN Jón Bjarki Bentsson Ingólfur Bender Andrés Jónsson Grétar Jónasson BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Neikvæð umræða um stöðu efna- hagsmála í kjölfar upplýsinga um erfiða stöðu flugfélaganna gæti haft áhrif á eftirspurn í hagkerfinu. Um það eru tveir hagfræðingar og fasteignasali sammála. Þá telur sér- fræðingur í almannatengslum mikil- vægt að huga að upplýsingagjöf. Jón Bjarki Bentsson, aðalhag- fræðingur Íslandsbanka, telur að áframhald gæti orðið á breyttum efnahagshorfum sem fóru að birtast snemma á árinu. „Þ.e.a.s. að væntingar bæði stjórn- enda fyrirtækja og heimilanna, sam- kvæmt væntingavísitölu Gallup, hafa lækkað jafnt og þétt það sem af er ári. Þá samhliða því að umræðan hef- ur orðið háværari um að blikur séu á lofti í ferðaþjónustunni. Það er fleira sem kemur til en þetta er áreiðanlega áhrifaþáttur. Umræða síðustu daga [um Icelandair og WOW air] mun væntanlega draga enn frekar úr væntingum.“ Fylgni oftast töluverð – Hvaða áhrif getur þetta haft á kauphegðun? „Það er talsverð fylgni milli vænt- ingavísitölu Gallup og einkaneyslu. Sú fylgni hefur verið missterk en þó oft töluverð. Ég hef notað þessa lækkun væntingavísitölunnar sem eina vísbendinguna um að nú fari að hægja á vexti einkaneyslu. Þannig að væntingarnar munu, ef að líkum lætur, dempa neysluhegðun lands- manna. Það er þekkt að þegar heim- ilin fara að búa sig undir lakari tíð er dregið úr stærri neyslukaupum og frekar farið að hugsa til þess að herða beltið.“ – Erum við að nálgast þennan stað í umræðunni, og hagsveiflunni, fyrr en reiknað var með? „Mér hefur þótt þróunin öllu hrað- ari frá vordögum en ég reiknaði með, hvort sem litið er á kortaveltu, vænt- ingavísitöluna eða innflutning neysluvara. Þótt sumarið komi betur út en ýmsir óttuðust er ferðamönn- um að fjölga hægar en eldri spár gerðu ráð fyrir. Þróunin frá þessum óskaplega vexti og uppgangi í hag- kerfinu í átt til jafnvægis hefur verið hraðari en að minnsta kosti ég átti von á,“ segir Jón Bjarki. Hann segir aðspurður að fyrir vikið kunni að skapast tilefni til að endurmeta spár um hagvöxt í ár til lækkunar. Getur dregið úr einkaneyslu Ingólfur Bender, aðalhagfræðing- ur Samtaka iðnaðarins, segir nei-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.