Morgunblaðið - 29.08.2018, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2018
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is
Óskum eftir bílum á söluskrá,
höfum laus sölustæði, kíktu við!
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
kostnaður í Bandaríkjadölum talið
hefur hækkað mjög mikið. Forsvars-
menn Icelandair hafa einfaldlega
ekki náð að velta þessum kostnaði út
í verðlagið. Þeir hafa verið að vonast
eftir gengisveikingu og hækkun á
verði flugfargjalda. Þeir voru svolítið
að treysta á lukkuna,“ segir Snorri.
„Svo er auðvitað bara hörð sam-
keppni og íslensku flugfélögin eru
bara lítil í þessum stóra flugfélaga-
heimi. Í honum er erfitt að takast á
við kostnaðarhækkanir eins og ís-
lensku launin. Þegar olían bætist við
er rekstrarstaðan mjög erfið,“ segir
Snorri.
Aðspurður segir Snorri að það
hefði vitanlega verið betra fyrir
fyrirtækið að vera hófsamara í áætl-
unum sínum. „Ég held að fjárfestar
séu ekkert voðalega ánægðir. Verð-
matið lækkar nánast um helming
þegar rekstrarspáin lækkar um
helming. Kannski ekki alveg en það
er ekki langt frá raunveruleikanum,“
segir Snorri.
Breytingar á leiðakerfi mistök
Blaðamaður Morgunblaðsins sett-
ist niður með Björgólfi Jóhannssyni á
heimili hans á Seltjarnarnesi í gær.
Hann segir að versnandi afkomu
megi bæði rekja til harðrar sam-
keppni og hækkandi olíuverðs. Þá
verði ekki litið framhjá því að mistök
hafi verið gerði á skipulagi leiðakerfis
félagsins.
„Við réðumst í breytingar sem fól-
ust í að hætta með næturflug til Evr-
ópu sem aftur tengdi farþega hingað
til lands að morgni og áfram til
Bandaríkjanna. Það reyndist röng
ákvörðun og olli það miklu ójafnvægi
í framboði hjá okkur annars vegar til
og frá Bandaríkjunum og hins vegar
til og frá Evrópu. Nú þegar hefur
verið ráðist í aðgerðir til að vinda of-
an af þessum breytingum.“
Þá segir Björgólfur að mistök hafi
verið gerð þegar eftirfylgni við breyt-
ingar á sölukerfi félagsins var keyrð í
gegn.
„Við lokuðum söluskrifstofum okk-
ar víða og vegna þess að við fylgdum
þeim breytingum ekki rétt eftir
misstum við marga viðskiptavini sem
ekki vilja eiga viðskipti gegnum netið
heldur með beinum bókunum. Við
þessu höfum við brugðist en þetta
reyndist dýrkeypt og er á mína
ábyrgð í lok dags,“ segir Björgólfur.
Nánar verður fjallað um stöðu
mála hjá Icelandair í Viðskipta-
Mogganum sem fylgir Morgun-
blaðinu á morgun.
Skilmálar í uppnámi
Í alþjóðlegu skuldabréfi sem Ice-
landair Group gaf út árið 2016 að
fjárhæð 150 milljónir dollara, en síð-
ar var stækkað, er kveðið á um að
nettó vaxtaberandi skuldir félagsins
megi ekki á neinu reikningstímabili
fara yfir hlutfallið 3,5 af EBITDA
hagnaði félagsins. Samkvæmt nýj-
asta uppgjöri Icelandair Group eru
nettó vaxtaberandi skuldir félagsins
343,3 milljónir dollara. Eins og fram
hefur komið gerir ný afkomuviðvör-
un ráð fyrir að EBITDA fyrir árið
kunni að verða á bilinu 80-100 millj-
ónir dollara. Verði uppgjörið við
neðri mörk spárinnar fer fyrrnefnt
hlutfall milli skulda og EBITDA í
4,29 eða umtalsvert yfir mörkin sem
sett eru í skilmálum skuldabréfsins.
Í samtali við Morgunblaðið stað-
festir Bogi Nils Bogason, starfandi
forstjóri Icelandair Group, að ef ný-
útgefin EBITDA spá félagsins endar
í neðri mörkum þurfi félagið að grípa
til aðgerða til að skilmálar skulda-
bréfsins endi ekki í uppnámi.
„Sterk fjárhagsstaða félagsins
veldur því að við eigum auðvelt með
að bregðast við, t.d. með því að
greiða upp skuldir eða selja eignir.
Lausafjárstaðan er sterk eða um 250
milljónir dollara,“ segir Bogi.
Eðlileg og hörð viðbrögð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lækkun Hlutabréf í Icelandair lækkuðu um 17,26% í Kauphöllinni í gær.
Hlutabréfaverð í Icelandair Group hefur ekki verið lægra síðan í ágúst árið 2012 Gengi bréfanna
lækkaði um 17,26% í gær Skilmálar skuldabréfs sem félagið gaf út 2016 kunna að komast í uppnám
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
Stefán E. Stefánsson
Gengi hlutabréfa í Icelandair Group
féll um 17,26% í kauphöllinni í gær í
viðskiptum upp á 474 milljónir
króna. Við lokun markaða í gær stóð
gengið í 7 krónum á hlut og hefur
ekki verið lægra síðan í ágúst 2012.
Gengið á hlutabréfum félagsins tók
snarpa dýfu í upphafi dags og féll um
tæpan fjórðung, en lægst fór verðið í
6,6 krónur á hlut. Lækkunin kom í
kjölfar breyttrar afkomuspár Ice-
landair Group, sem áætlar nú að
EBITDA ársins 2018, hagnaður fyr-
ir fjármagnsliði, afskriftir og skatta,
verði 80-100 milljónir Bandaríkja-
dala. Í upphafi árs gerði afkomuspá
Icelandair ráð fyrir að EBITDA yrði
170-190 milljónir Bandaríkjadala.
Spyrja sig hvort núverandi
afkomuspá muni halda
„Þetta er töluverð lækkun. Gengið
lækkaði um 24% í upphafi dags. Slík
viðbrögð komu ekki á óvart miðað
við lækkunina sem varð eftir af-
komuviðvörunina síðast, þar sem
gengið lækkaði líka um fjórðung.
Miðað við þessar afkomuviðvaranir
og lækkanir er ekkert óeðlilegt að
markaðurinn bregðist hart við þeim
og spyrji sig hvort núverandi af-
komuspá verði lækkuð enn einu sinni
og hvort hún muni jafnvel standast,“
segir Sigurður Örn Karlsson, sér-
fræðingur hjá IFS.
Gríðarlega margir óvissuþættir
Snorri Jakobsson, sérfræðingur
hjá Capacent, segir að þessar miklu
sveiflur á afkomuspám Icelandair
undirstriki hversu mikil rekstrar-
óvissa sé hjá fyrirtækinu.
„Núna er EBITDA-spáin komin í
80-100 milljónir Bandaríkjadala,
sem er nánast bara helmingur af
upphaflegum áætlunum. Það er dá-
lítið sérstakt en sýnir líka bara hvað
það er ofboðsleg rekstraróvissa. Það
eru gríðarlega margir óvissuþættir í
flugrekstri,“ segir Snorri. Hann seg-
ir einnig að Icelandair hafi einfald-
lega ekki náð að velta auknum kostn-
aði út í verðlagið.
„Þeir voru svolítið að treysta á að
geta velt kostnaðinum út í verðlagið.
Olíuverð hefur hækkað og launa-
Skeljungur sendi frá sér jákvæða
afkomuviðvörun fyrir viku þar
sem fram kom að félagið hefði
ákveðið að hækka EBITDA-spá
sína fyrir þetta ár úr 2,8-3,0 millj-
örðum króna í 3,1-3,3 milljarða.
Hendrik Egholm forstjóri segir
í Kauphallartilkynningunni að af-
koma reksturs Skeljungs sé betri
en á sama tíma í fyrra, sama til
hvaða rekstrarstoðar er litið, þ.e.
Íslands, Færeyja eða til sölu til al-
þjóðlegra skipa. „Skipulagsbreyt-
ingarnar sem farið var í undir lok
síðasta árs eru farnar að skila sér.
Tekist hefur að halda kostnaði
niðri þrátt fyrir aukin umsvif og
mikinn kostnaðarþrýsting bæði á
Íslandi og í Færeyjum.“
Skeljungur hagnaðist um 435
milljónir króna á öðrum ársfjórð-
ungi, sem er 7,9% minni hagnaður
en á sama tímabili í fyrra. Hagn-
aður fyrir afskriftir og fjármagns-
liði, EBITDA, var 907 milljónir
króna, sem er 3,51% aukning á
milli ára. Framlegð félagsins
hækkaði um 1,7% frá öðrum árs-
fjórðungi í fyrra og nam 1.979
milljónum króna. Á sama tíma
lækkaði rekstrarkostnaður um
2,9%.
Í tilkynningu Skeljungs til
Kauphallar kemur fram að afkom-
an það sem af er ári sé betri en
áætlanir gerðu ráð fyrir, ekki síst
vegna góðrar sölu á flugeldsneyti
og á eldsneyti til erlendra skipa.
Hagnaður Skelj-
ungs 435 milljónir
29. ágúst 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 106.36 106.86 106.61
Sterlingspund 137.13 137.79 137.46
Kanadadalur 82.16 82.64 82.4
Dönsk króna 16.673 16.771 16.722
Norsk króna 12.783 12.859 12.821
Sænsk króna 11.66 11.728 11.694
Svissn. franki 108.81 109.41 109.11
Japanskt jen 0.9569 0.9625 0.9597
SDR 149.06 149.94 149.5
Evra 124.35 125.05 124.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.3262
Hrávöruverð
Gull 1189.95 ($/únsa)
Ál 2061.5 ($/tonn) LME
Hráolía 75.54 ($/fatið) Brent
Hagnaður Símans nam 853 milljón-
um á öðrum ársfjórðungi en var til
samanburðar 790 milljónir á sama
tímabili í fyrra. Tekjur félagsins á
fjórðungnum námu tæplega 7,2
milljörðum króna og héldust nánast
óbreyttar á milli ára að teknu tilliti
til seldrar starfsemi. Rekstrarhagn-
aður fyrir afskriftir og fjármagnsliði,
EBITDA, nam 2,2 milljörðum króna
og hækkaði um 1,2% á milli ára.
Hreinar vaxtaberandi skuldir
voru 17,7 milljarðar króna í lok júní
og eru óbreyttar frá áramótum. Eig-
ið fé Símans var 36,5 milljarðar
króna í lok júní og eiginfjárhlutfallið
var 60,8%.
Þegar litið er til fyrstu sex mánaða
ársins nam hagnaður Símans 1.740
milljónum króna, sem er 11,3% meiri
hagnaður en á fyrri helmingi síðasta
árs. Tekjur námu 14,0 milljörðum
króna og jukust um 1,6% milli ára að
teknu tilliti til seldrar starfsemi.
EBITDA-hagnaður var rösklega 4,4
milljarðar króna, 3,7% meiri en á
fyrstu sex mánuðum síðasta árs.
Orri Hauksson forstjóri segir í af-
komutilkynningu til Kauphallar að
undanfarin ár hafi áherslan í rekstri
verið á að einfalda samstæðuna,
fækka vörum og auka sjálfvirkni.
„Við erum ánægð með áframhald-
andi rekstrarbata samstæðunnar á
öðrum ársfjórðungi. Framlegð eykst
lítillega miðað við fyrra ár og
rekstrarkostnaður heldur áfram að
þokast niður.“
Síminn hagnast
um 853 milljónir