Morgunblaðið - 29.08.2018, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 29.08.2018, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2018 9. september 2018 er kosið til þings í Sví- þjóð. Spurt hefur verið vegna kosninganna um stefnu þeirra átta stjórnmálaflokka sem eru í framboði til þings, um áherslur þeirra í húsnæðis- málum. Allir stjórn- málaflokkarnir voru sammála um að hús- næðisskortur væri í Svíþjóð, eins og hér á landi. Íbúum í Svíþjóð fjölgar um u.þ.b. milljón manns á 10 árum og þarf því fullbúnum íbúðum að fjölga um að minnsta kosti 65-70.000 árlega til ársins 2025, líklega meira. Á Íslandi hefur fjölgun íbúa verið 10,1% á síðustu 10 árum sem er svipuð hlutfallslega og í Svíþjóð. Samsvarandi fjölgun íbúða á Íslandi væri 2.210 til 2.380 íbúðir árlega. Bent skal á að þetta passar full- komlega við þá þörf sem Hannarr ehf. hefur kynnt undanfarin ár. Hver eigi að eiga og hvernig eigi að greiða fyrir öll ný heimili er hins vegar ágreiningur um hjá flokk- unum í Svíþjóð og hversu mikið eig- andi íbúðar eigi að fá að skuldsetja sig (veðhlutfall). Hér koma afskrift- arkröfurnar inn á myndina, sem er einnig ágreiningur um milli flokk- anna. Sagt er að hluta af húsnæð- isskortinum megi leysa með aukn- um hreyfanleika, þ.e. að aldraðir losi sig við sín hús sem aðrir sem þurfa geti þá keypt. Til þess að aldr- aðir vilji selja sín stóru hús og fara í búsetuúrræði fyrir aldraða (sem vantar í Svíþjóð eins og á Íslandi), er nauðsynlegt að viðkomandi hafi efni á því. Skattkerfið hefur hins vegar áhrif á það, þ.e. reglur um skattlagningu á hagnað við sölu hús- næðis dregur úr möguleikanum á því. Ungt fólk á almennt erfitt með að komast inn á húsnæðismarkaðinn í Svíþjóð eins og hér og hafa stjórn- málaflokkarnir sænsku mismunandi tillögur um það hvernig eigi að hjálpa ungu fólki að kaupa sitt fyrsta heimili. Önnur atriði sem húsnæðisstefna fjallar um er framboð iðnaðarmanna og kostnaður vegna þeirra og bygg- ingarefnis. Einnig hvernig litið er á samkeppni á bygging- armarkaði erlendis frá í Svíþjóð ? Til að draga fram af- stöðu stjónmálaflokk- anna sænsku á málefn- inu, þá voru þeir beðnir um að upplýsa um skoðanir sínar og tillögur varðandi eft- irfarandi atriði:  Húsnæðisskortinn  Hvernig eigi að auð- velda þeim sem það vilja að byggja sér hús  Auka lóðaframboðið  Að örva til bygginga fleiri íbúða  Minnka kröfur byggingarlaga og reglugerða  Vaxtabætur o.fl. Það má lesa ýmsar áhugaverðar upplýsingar úr svörunum um stöðu húsnæðismála Svía og hugmyndir flokkanna um hvað skuli gera í málaflokknum til næstu ára. Margt af því sem fram kom höfum við séð í umræðunni hér á landi undanfarið, en við glímum hér við húsnæð- isskort eins og þeir. Þrjú atriðin sem flestir flokkarnir nefndu: – Einfalda skipulags- og bygging- arreglugerðir. – Endurskoða fjármögnun á byggingu íbúðarhúsa. – Draga úr vaxtafrádrætti vegna íbúðarhúsa og lækka skatta á móti. Um þessi atriði virtist vera sam- staða hjá flokkunum. Hér á eftir er samantekt á öllum þeim atriðum sem flokkarnir nefndu og gætu þar leynst gullkorn sem við gætum nýtt okkur, eða hvað? Helstu svörin voru eftirfarandi í mjög styttu máli og flokkuð í þrjá flokka: Það sem oftast var nefnt er fyrst í hverjum flokki. Skipulag, lög og reglugerðir Að einfalda og skipulags- og byggingarreglugerðir, svo sem um hljóðkröfur, kröfur um aðgengi, landvernd, hönnun og fyrirkomulag umsagna um byggingar. Að einfalda og hraða skipulagsferlinu. Að sam- ræma byggingarreglugerðir á Norðurlöndunum. Fjölga týpuvið- urkenndum húsum til að draga úr fjölda úttekta. Koma á einni yfir- stjórn á byggingarmálefnum á landsvísu, sem tryggi hæfilegt fram- boð lóða og framboð mismunandi húsnæðis á hverjum tíma. Auka möguleikann á að leigja út hluta íbúðarhúsnæðis án kröfu um bygg- ingarleyfi vegna breytinga þess vegna. Með því að stuðla að sam- keppni á byggingarmarkaðnum frá öðrum löndum. Fjárhagslegar aðgerðir Endurskoða fjármögnun bygg- inga svo sem húsnæðisstyrki, bygg- ingarsparnað, húsnæðislán, dreif- býlisstyrki, styrki við ódýrt húsnæði og leigumálefni. Draga úr vaxtafrá- drætti vegna húsnæðis og endur- skoða skatta samtímis til lækkunar, þannig að lækkunin gangi til heim- ilanna á annan hátt. Auka stuðning við sjálfbært og ódýrt húsnæði. Auka hreyfanleika á markaðnum með lækkun skatta við flutning og frestun á greiðslum þeirra (af sölu- hagnaði). Taka upp stuðning við sveitafélög vegna viðhalds og end- urnýjunar húsa. Með því að stuðla að auknu framboði staðlaðra og fjöldaframleiddra húsa. Bæta lána- möguleika smærri byggingarfélaga til að auka samkeppni á bygging- armarkaði. Stofna byggingarfélag í eigu ríkisins til bygginga á ódýrum íbúðum. Auka stuðning við bygg- ingu fyrir aldraða. Auka stuðning við byggingu fyrir nema. Með lána- ábyrgðum að norskri fyrirmynd. Auðvelda útleigu á húsnæði með hækkun á skattfrjálsri útleigu. Aðgerðir sveitarfélaga Sveitarfélög birti og hafi upplýs- ingar stöðugt aðgengilegar á vefn- um um lóðaframboð og áætlað fram- tíðar lóðaframboð. Auka framboð lóða með betra skipulagi á land- notkun svo sem með þéttingu byggðar við hærri hús og koma í veg fyrir að landi sé haldið óbyggðu þar sem þörf er á því til húsbygg- inga. Getum við lært af Svíum að takast á við húsnæðisskortinn? Eftir Sigurð Ingólfsson » Fjölgun íbúa á Ís- landi hefur undan- farið verið um 10% á ári eins og í Svíþjóð. Hlut- fallsleg þörf á nýjum íbúðum hér er 2.210 til 2.380 íbúðir árlega. Sigurður Ingólfsson Höfundur er framkvæmdastjóri Hannars ehf. Á dögunum birtist í Viðskiptablaðinu viðtal við Eggert Þór Krist- ófersson, forstjóra N1, þar sem hann sagði að markaðurinn væri „harður húsbóndi“, og bætti við að markaður- inn „refsar fyrir- tækjum hart ef þau eru ekki að standa sig, svo það er mikið aðhald í því“. Viðkom- andi taldi sig alltaf þurfa að vera á tánum til að bregðast við breyt- ingum í ytri og innri aðstæðum. Þetta væri hollt fyrir fyrirtækið. Auðvitað blasir þetta við en um leið er hverju sannleikskorni hollt að vera endurtekið svo það gleymist ekki. Fyrirtæki í samkeppnisrekstri fæðast og deyja eins og neytendum hentar. Þau þurfa sífellt að haga seglum eftir vindi. Sum uppskera vel og önnur fara á hausinn. Sum eru skammlíf og önnur langlíf. Svona er lífið á hinum frjálsa markaði þar sem kröfuhörðum neytendum er þjónað. Á hinum ófrjálsa markaði blasir annar veruleiki við. Þar er hið opin- bera með allan sinn ríkisrekstur, hluta- félagarekstur og af- skiptasemi af rekstri annarra. Það kemur varla fyrir að ríkið losi sig við rekstur jafnvel þótt hann gangi illa ár eftir ár. Ríkisforstjórar standa af sér umfram- keyrslu, klúður, skipu- lagsleysi og aðhalds- leysi ár eftir ár. Opinberar stofnanir og rekstrareiningar geta sent skjólstæðinga sína á biðlista sem endast í mörg ár. Þær geta ýtt keppinautum í burtu með lögum og niðurgreiðslum. Starfsfólk þeirra fær ekki borgað eftir getu og verð- mætasköpun heldur fær það með- altalslaun þeirra bestu og lélegustu innan síns verkalýðsfélags. Þegar einhver talar um að loka ríkis- stofnun eða einkavæða þann hluta hennar sem einhver hefur not fyrir fer samfélagið á hliðina af deilum. Ríkið er linur húsbóndi en klapp- stýrur ríkisrekstrar eru harður hús- bóndi sem vill aldrei missa spón úr aski sínum sama hvað gengur á. Það blasir við að ríkisvaldið og sveitarfélög á Íslandi vasast í alltof mörgu. Því er ruglað saman að hið opinbera tryggi ákveðna þjónustu og jafnvel fjármögnun hennar og að það þurfi sjálft að standa í tilteknum rekstri með tilheyrandi ringulreið og söfnun lífeyrisskuldbindinga á herðar skattgreiðenda. Á Íslandi þurfa allir þræðir að liggja til misvit- urra og alltaf umdeildra ráðherra sem bókstaflega brenna fé skatt- greiðenda á báli sóunar, aðhalds- leysis og linkindar, að ógleymdum atkvæðakaupunum. Ríkið er linur húsbóndi og við vit- um hvernig fer fyrir starfsmanni með slíkan yfirmann: Hann verður sjálfur linur. Við eigum að óska því góða fólki sem vinnur fyrir ríkið í dag betri örlaga og reyna að koma því á hinn frjálsa markað sem fyrst. Ríkið er linur húsbóndi Eftir Geir Ágústsson »Ríkið er linur hús- bóndi og við vitum hvernig fer fyrir starfs- manni með slíkan yfir- mann: Hann verður sjálfur linur. Geir Ágústsson Höfundur er verkfræðingur. geirag@gmail.com Í meira en öld hefur rafmagn verið fram- leitt á Íslandi okkur til hagsbóta og til að létta okkur lífið. Fyrstu virkjanirnar voru mjög litlar og áttu það allar meira og minna sameiginlegt að rekstraröryggi þeirra var oft bágborið, eink- um á veturna. En nú með stóru vatnsaflsvirkjununum er rekstraröryggi þeirra mjög mikið og er svo komið að hvergi í heim- inum er jafnmikið rafmagn fram- leitt á hvern íbúa árlega og hér á landi, eða nálægt 55.000 kwst. Reikna má með að hver íbúi noti að jafnaði um það bil 1.000 kwst eða kannski eitthvað ríflega. Yfir 80% af framleiddri raforku á Íslandi er veitt til stóriðjunnar. Hún nýtur þess að með samningum megi takmarka afhendingu rafmagns til þeirra að nokkru leyti með hliðsjón af þörfum almenningsveitna hverju sinni sem er forgangsorka. Greiðslur stóriðjunnar til Lands- virkjunar og annarra orkuframleið- enda miðast við þessar forsendur og eru því töluvert lægri en það sem al- menningsveitur greiða fyrir raf- magnið. Þessir stórnotendur njóta þess einnig að hafa eigið dreifikerfi sem er tiltölulega einfalt miðað við dreifikerfi almenningsveitna en það er eðlilega dýrt í rekstri. Á síðustu árum hefur mikið verið rætt um mögulega orkusölu til Evr- ópu með lagningu jarðstrengs til Skotlands. Þess má geta að slík orkumiðlun frá Íslandi gæti aldrei nýst fleirum en um 50 sinnum fleiri en íbúum Íslands, kannski öllum íbúum Skotlands en varla miklu fleirum. Og er þá ekki reiknað með óhjákvæmilegu orkutapi á leiðinni! Neðansjávarstrengurinn myndi verða um eða yfir 1.000 km langur og liggja um mjög misjafnlega djúp- an hafsbotn. Raunsætt fólk reiknar með að slík framkvæmd sé ekki sér- lega auðveld. Símastrengir á þess- ari leið hafa margsinnis slitnað og hefur oft reynst mjög dýrt og tor- velt að gera við þá enda ekki áhlaupaverk að fiska upp endana á strengnum. En ýmsir hafa fullyrt að tæknin sé komin það langt að þetta sé engu að síður hagkvæmt. Og sumir stjórnmálamenn taka undir þetta sjónarmið og fara oft mikinn eins og þetta sé það sem koma skal! En er unnt að taka þessi sjónar- mið trúanleg? Hvernig er staða mála sem tengd eru hugmyndum um að leggja kapal ofanjarðar frá spennustöð við Sundahöfn og niður á Skarfabakka sem og annarra hafna úti á landi? Skemmti- ferðaskipin sem hingað koma til landsins brenna mjög miklu af olíu þegar ljósavélar skipanna eru látnar framleiða rafmagn til þeirra þarfa um borð meðan þau eru bundin við bryggju. Mér skilst að vel ætti að vera tæknilega framkvæmanlegt að leggja rafmagnskapal í skip og veita því þá þjónustu sem þörf er á. Raf- magn er nægt til í landinu og ætti því að vera unnt að veita þessa nauðsynlegu þjónustu. Mjög mikil mengun er samfara því að ljósavélar stórra skipa séu látnar ganga að óþörfu enda góður möguleiki að fá rafmagn úr landi eftir hentugri og hagkvæmari leiðum. Nú er mér ekki kunnugt hvort rekstur skemmti- ferðaskipa sé háður reglum Evr- ópusambandsins um meng- unarvarnir og kvótakaupum. Þetta er grafalvarlegt mál enda er meng- un frá skemmtiferðaskipunum vegna rafmagnsframleiðslu þeirra umtalsverð. Hún er víða til ama í þröngum fjörðum eins og á Ak- ureyri, Ísafirði og Seyðisfirði svo og í Reykjavík þar sem allt að 4-5 skemmtiferðaskip hafa verið sam- tímis. Núverandi ástand er okkur Ís- lendingum til mikils vansa. Fyrst tæknilega séð er lítill vandi að leggja neðansjávarkapal um 1.000 km langa leið til Skotlands ætti það ekki að vera stórt mál að leggja raf- magnskapal ofansjávar nokkur hundruð metra leið frá næstu spennistöð og í þessi skemmti- ferðaskip. Af hverju ekki að selja raforku til skemmtiferðaskipanna rétt eins og annarra meðalstórra fyrirtækja? Mengun frá skemmti- ferðaskipum Eftir Guðjón Jensson Guðjón Jensson » Af hverju ekki að selja raforku til skemmtiferðaskipanna rétt eins og til annarra meðalstórra fyrir- tækja? Höfundur er leiðsögumaður. arnartangi43@gmail.com Þegar ég settist við að horfa á leiki Íslands í Rússlandi í sumar, þekkti ég lítið til íslensku liðs- mannanna. Þeir voru merktir föð- urnafni á bakið, en í lýsingu leiks- ins voru þeir alltaf nefndir eiginnafni. Það var ruglandi fyrir nýjan áhorfanda. Mér vitanlega verða engar aðrar þjóðir fyrir þessu, að liðsmennirnir séu ekki merktir aðalnafni sínu. Þegar minnst hefur verið á þetta á net- inu, reynist einhver vís til að benda á, að FIFA, Aþjóða knattspyrnusamtökin, hafi ákveð- ið, að liðsmenn skuli merktir eft- irnafni. Málið er, að hjá flestum öðrum er eftirnafnið um leið aðal- nafnið, en svo er ekki hér. Aðal- nafnið er það nafn, sem til dæmis var fært upp fremst í prentuðu ís- lensku símaskránni og öðrum símaskrám. Það ætti ekki að vera flókið að koma FIFA í skilning um hugtakið aðalnafn og fá þá svo til að setja það í samþykktir sínar um búninga liðsmanna. Menn tala um að virða fjöl- menningu. Það ætti ekki að vera mikið mál að sýna það í verki í þessu máli. Björn S. Stefánsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Hvað heita leikmennirnir?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.