Morgunblaðið - 29.08.2018, Side 22

Morgunblaðið - 29.08.2018, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2018 ✝ Hulda SigríðurÓlafsdóttir fæddist í Grindavík 20. ágúst 1927. Hún lést á Hrafn- istu í Reykjavík 21. ágúst 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ólafur Jónsson, f. 24.1. 1897, d. 10.10. 1954, sjómaður í Hraunkoti og Bræðratungu, Grindavík, og Helga Þórarinsdóttir, f. 6.7. 1903, d. 27.5. 1989, húsmóðir og verkakona í Grindavík. Systkini Huldu Sigríðar eru Albert Egilsson, f. 13.6. 1923, d. 16.11. 1953, Þórarinn Ingiberg- ur Ólafsson, f. 24.8. 1926, d. 4.8. 2009, Jóna Sólbjört Ólafsdóttir, f. 27.4. 1932. d. 9.8. 2018, Guð- mundur Ólafsson, f. 22.10. 1928, Guðbergur Hafsteinn Ólafsson, f. 20.9. 1929, d. 30.4. 2012, Ólöf Ólafsdóttir, f. 23.7. 1934, Helgi er Hrafnhildur og dóttir hennar og Hannesar Sigmarssonar er Auður; 4) Elísabet, f. 22. feb. 1953, dóttir hennar er Vigdís Ayesha; 5) Ólafur, f. 12. okt. 1960. Börn hans og Jónu Sig- rúnar Hjartardóttur eru Hulda Sigríður, Arnar Már og Hjördís Ósk. Jónas og Hulda eiga 14 barnabarnabörn. Hulda Sigríður ólst upp í Hraunkoti og síðar Bræðra- tungu í Grindavík. Sem ung stúlka stundaði hún nám við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði. Hún og Jónas bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, í Hólmgarði 27 og síðar í Básenda 1 eða allt þar til þau fluttu í þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Hulda hóf snemma að vinna utan heimilis við ýmis störf. Hún fór í Sjúkraliðaskóla Íslands og lauk þaðan prófi árið 1976. Eftir það vann hún sem sjúkraliði á Grensásdeild Borg- arspítalans allt þar til hún fór á eftirlaun. Hulda lét sig kjara- og menntamál sinnar stéttar varða og var um tíma formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Útför Huldu Sigríðar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 29. ágúst 2018, klukkan 13. Óli Ólafsson, f. 19.11. 1936, og Sig- urður Ragnar Ólafsson, f. 2.2. 1951. Hinn 29. júní 1949 giftist Hulda Sigríður Jónasi Hallgrímssyni, f. 29.6. 1928, d. 25.6. 2017. Foreldrar hans voru Elísabet Valgerður Ingvars- dóttir, f. 8.4. 1898, d. 22.3. 1976, og Hallgrímur Jónasson, rithöf- undur og kennari, f. 30.10. 1894, d. 24.10. 1991. Börn Jónasar og Huldu eru: 1) Hallgrímur, f. 10. júlí 1947, kvæntur Guðríði Kristófersdótt- ur, þeirra börn eru Jónas og Kristrún Þóra; 2) Guðrún, f. 10. des. 1949, gift Eiríki Páli Ei- ríkssyni, þeirra börn eru Hrafn- kell, Herdís og Brynjar; 3) Helga, f. 13. nóv. 1951, dóttir hennar og Lárusar Karlssonar Mig langar að minnast ömmu minnar, Huldu Sigríðar Ólafsdótt- ur, í nokkrum orðum. Amma í Bás, eins og hún var alltaf kölluð, var ásamt afa í Bás órjúfanlegur hluti af tilverunni alla mína barnæsku og langt fram á fullorðinsár. Það eru forréttindi að hafa fengið að eiga ömmu og afa í rúm 35 ár þótt það geri kveðjustundina síður en svo létt- ari. Amma var mörgum mannkost- um gædd. Hún var trygglynd, hjartagóð og blíð amma sem stóð alltaf með sínu fólki. Hún var einnig kvenskörungur, vinnusöm, vandvirk, ákveðin, félagslynd og listræn. Amma kenndi mér að brjóta handklæði saman á réttan hátt, pressa buxur og strauja sængurföt. Hún sagði sögur og fór með þulur og kenndi mér að leggja kapal. Þegar ég varð eldri brýndi hún fyrir mér vandvirkni og mikilvægi þess að gera hlutina vel ef maður ætlaði að gera þá á annað borð. Til dæmis að baka fallegar smákökur fyrir jólin. Kökurnar áttu allar að vera eins og jafnstór- ar, annars væri engin ánægja af því að bera þær á borð. Prjónuðu peysurnar hennar og heimferða- settin á nýfædda fjölskyldumeð- limi voru listaverk og hún lagði áherslu á að kaupa vönduð föt og bækur í jóla- og afmælisgjafir. Ég er alnafna ömmu og þótti alltaf vænt um að bera nafnið hennar. Á mannamótum kallaði amma oft á mig til að kynna mig fyrir fólki með orðunum „þetta er hún alnafna mín“. Það kom líka fyrir að ég hringdi í bankann þar sem þjónustufulltrúinn spurði hvort ég væri barnabarn Siggu eftir að ég hafði gefið upp fullt nafn og fæðingardag. Það er tóm- legt að bera nafnið ein eftir að hafa deilt því með ömmu í tæp 37 ár. Minningarnar tengdar ömmu eru fjölmargar. Þær fyrstu eru heimsóknir og næturgistingar í Básenda þar sem amma sagði söguna um litlu lömbin þrjú og smurði heimabakað sveitabrauð í kvöldkaffi. Seinna tóku við sum- arbústaðaferðir á Laugarvatn og í Ölfusborgir með hinum barna- börnunum. Amma bakaði pönnukökur í stöflum og afi kenndi okkur að spila mini-golf. Amma og afi komu oft í heimsókn á kvöldin og sátu og spjölluðu og léku við okkur börnin og svo má ekki gleyma hinu ár- lega jólaboði á jóladag sem var haldið í Básenda lengi vel. Árin liðu en sambandið við ömmu var alltaf jafnsterkt þrátt fyrir að við höfum búið í sitthvoru landinu síðasta áratuginn. Það var alltaf eins og við værum nýbúnar að hittast þegar ég kom í heim- sókn. Í eitt af síðustu skiptunum sem ég hitti ömmu varð henni á orði að ég hefði ekkert breyst þrátt fyrir hækkandi aldur og ára- langa búsetu í Danmörku. Þessi athugasemd gladdi mig mikið. Amma lifði fyrir fjölskylduna og þegar dætur mínar sem og önnur barnabarnabörn komu í heiminn varð amma alltaf stolt og þakklát fyrir stækkandi hóp af- komenda. Hún fylgdist vel með og naut þess að heyra og segja fréttir af fólkinu sínu. Elsku amma, takk fyrir allt. Þín Hulda Sigríður. Hjarta mitt er fullt af ást, sökn- uði og þakklæti þegar ég minnist hennar ömmu minnar. Amma var með einstaklega góða nærveru og hlýjan faðm. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera mikið hjá ömmu þegar ég var barn. Minn- ingarnar úr Básendanum eru ljúf- ar og ótal margar. Þar lærði ég að prjóna, sauma, reima skó og spila. Stundum fékk ég að setja í mig rúllurnar hennar ömmu og fara í hárþurrkuna sem var upp á gamla mátann. Í Básendanum var alltaf heitt á könnunni og þar lærði ég að mað- ur tekur aldrei á móti gestum nema að hafa kaffi og með því í boði. Einnig á ég góðar minningar frá því að ég var níu ára og skólinn hjá mér var eftir hádegi þann vet- urinn. Alla morgna keyrði afi hana ömmu til mín. Þarna áttum við einstaklega góða morgna sam- an og amma eldaði alltaf heitan mat í hádeginu áður en ég fór í skólann. Á mínum fullorðinsárum þegar ég eignaðist sjálf börn styrktist samband okkar ömmu enn frekar. Við vorum trúnaðarvinkonur og gátum leitað hvor til annarrar. Ég heimsótti þau mikið í Bás- endann með langömmustelpurnar þeirra. Þar var alltaf vel tekið á móti okkur yfir kaffibolla og spjalli og það kom fyrir að amma dró fram nýjustu flíkurnar sínar sem hún hafði verslað Hjá Hrafn- hildi. Enda var hún amma mín með eindæmum smekkleg og fal- leg kona og alltaf svo hugguleg til fara. Á meðan amma hafði heilsu til heyrðumst við nær daglega í síma og alltaf vildu þau hjónin fá fréttir af stelpunum mínum. Síðasta ár- ið, eftir að afi féll frá, hrakaði heilsu ömmu jafnt og þétt. Þrátt fyrir verulega skert lífsgæði var alltaf jafn gott að heimsækja ömmu á Hrafnistu og alltaf lifnaði yfir henni þegar börnin komu með í heimsókn. Það var líka dýr- mætt að sjá hversu vel börnin hennar hugsuðu um hana eftir að aldurinn færðist yfir og skiptust þau systkinin á að heimsækja hana daglega á Hrafnistu. Nú hefur elskuleg amma mín fengið hvíldina sína og þau Bás- endahjónin eru sameinuð í eilífð- inni. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Þín Auður (Auja). Hulda Sigríður Ólafsdóttir var fædd í Grindavík 20. ágúst 1927 og andaðist 21. ágúst 2018, níutíu og eins árs að aldri. Hún lifði langa og farsæla ævi, eignaðist fimm börn og naut ástríkis eig- inmanns og barna. Barnabörnin eru 11 og barnabarnabörnin 14. Sjálf var hún úr stórum systkina- hópi, þær systur voru þrjár og bræðurnir fimm. Velferð fjöl- skyldunnar skipaði stóran sess í lífi hennar, að vera móðir og amma var henni kært. Mörgum finnst aldur afstætt hugtak og undir ýmsu öðru kom- inn en talningu áranna. Engu að síður er 91 ár á alla mælikvarða hár aldur og ekki öllum gefið að njóta lífsins þá. Hulda Sigríður naut góðrar heilsu lengst af á sinni ævi en það sem plagaði hana mest í seinni tíð var sjónleysið sem ágerðist með árunum. Það þarf víst enginn að fara í grafgöt- ur með að aldurinn setur mark sitt á líkamann og hún fór ekki varhluta af því. Nóttina áður en Jónas maður hennar dó fékk hún áfall sem setti hana í hjólastól. Eftir það var líf þessarar dugn- aðarkonu ekki samt og áður. Fjöl- skyldan þakkar öll árin hennar og alla umhyggjuna sem einkenndi líf hennar. Frá unga aldri þurfti Hulda Sigríður að spjara sig í lífinu, ung fór hún í kaupavinnu og svo til Reykjavíkur til að vinna fyrir sér að loknu námi við Héraðsskólann í Reykholti. Hún giftist manni sínum Jónasi Hallgrímssyni ung að árum. Það kom í hennar hlut að standa fyrir stóru heimili og gæta bús og barna og spila vel úr því sem aflaðist til heimilisins. Þegar um hægðist lærði hún til sjúkraliða og sinnti því starfi um tuttugu ára skeið. Hún er af þeirri kynslóð sem þurfti að afla alls lífs- viðurværis með mikilli vinnu og það taldi hún ekki eftir sér. Hún hafði skoðanir á þjóðfélagsmálum og tók þátt í kjarabaráttu sinnar stéttar. Hún var formaður Sjúkraliðafélags Íslands um nokkurra ára skeið og var sjúkra- liði á Grensásdeild þar til hún fór á eftirlaun. Hún sat í stjórn Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar og tók sæti á framboðs- listum samherja í kjarabaráttu. Hulda Sigríður var rúmlega meðalmanneskja á hæð, hafði lengi mikið og fallegt rautt hár. Hún lagði sig alla tíð fram um að vera vel snyrt og fallega klædd, gekk í vönduðum fötum til spari og bar þau vel. Hún naut þess að eiga mann sem hafði auga fyrir því sem prýðir eiginkonu og móð- ur og hafði skoðanir á skartgrip- um, hárgreiðslu og kápum. Þau voru samrýnd hjón og heimili þeirra bar smekk þeirra líka vitni. Þau voru ekki efnafólk en bún- aðist vel og varð mikið úr og voru sínu fólki greiðvikin og hjálpleg þegar þurfti. Hún naut þess að lesa og voru góðar bókmenntir hennar yndi og þegar sjónin brást tóku hljóðbæk- urnar við. Sömuleiðis hafði hún unun af að ferðast erlendis með manni sínum en þau ár voru trú- lega allt of fá og var heilsuleysi beggja um að kenna. Hún kvaddi hljóðlega þessi blíðlynda kona, hún andaðist á út- farardegi systur sinnar, Jónu Sól- bjartar Ólafsdóttur í Keflavík. Þær systurnar fara saman yfir móðuna miklu. Guð blessi minn- ingu þeirra. Eiríkur Páll Eiríksson. Nú hefur elsku amma kvatt þennan heim og mig langar að minnast hennar með örfáum orð- um, þó að fátækleg séu. Amma var einstök kona, hlý og góð og sá alltaf það góða í fólki. Það var einstakur kostur. Mér fannst hún alltaf tala vel um alla, alveg sama hvaðan þeir komu eða úr hvaða stétt þjóðfélagsins. Hún hafði gaman af að segja frá og þegar hún sagði okkur sögur frá því í gamla daga talaði hún alltaf af virðingu um foreldra sína og þá sem á undan henni voru gengnir og eins talaði hún einstaklega vel um tengdafjölskyldu sína. Allt var það alveg einstaklega gott fólk. Það sama átti við um vinnufélaga hennar. Amma var með eindæm- um fordómalaus kona, hvort sem þar áttu einstæðar mæður, út- lendingar eða aðrir í hlut. Hún dáðist að samstarfskonum sínum sem komið höfðu hingað í atvinnu- leit frá Grænhöfðaeyjum, Póllandi og fleiri löndum. Alltaf fannst henni þessar konur svo duglegar að berjast fyrir því að sjá sér og börnum sínum farborða. Amma var sjúkraliði af Guðs náð. Hún var um tíma formaður Sjúkraliðafélags Íslands en ann- ars vann hún alla sína starfstíð á Grensási. Allt sem hún gerði var með hjartanu og skjólstæðingar hennar fundu það. Hún umgekkst fólk á öldrunardeildinni þar af mikilli virðingu og það voru marg- ir sem neituðu að láta aðra en ömmu gefa sér að borða, baða sig og fleira. Aðallega var hún samt amma í mínum huga og hugsaði einstak- lega vel um sitt fólk. Þeim afa var mjög umhugað um afkomendurna og maka þeirra og voru einstak- lega barngóð bæði tvö. Þeim var mjög umhugað um að barnabörn- unum og barnabarnabörnunum liði vel og ömmu fannst skóla- gangan einnig mjög mikilvæg og að allir væru nú með góðar ein- kunnir. Stórfjölskyldan safnaðist oftar en ekki saman hjá ömmu og afa í Básendanum þar sem jólahangi- kjöt og fleira voru fastir liðir og einnig voru stundum haldnar þar skírnarveislur, brúðkaupsveislur og fleira. Alltaf voru allir vel- komnir í Básendann og alltaf var boðið upp á kaffi og með því er gestir litu inn. Amma var líka mjög iðin kona og sat aldrei auðum höndum. Ég minnist hennar prjónandi og það voru ófáar peysurnar sem við barnabörnin fengum frá ömmu. Hún var einnig alltaf með allt hús- ið vel þrifið og snyrtilegt, mér fannst hún alltaf vera að strauja lök og sængurföt og brjóta saman eftir kúnstarinnar reglum og féll aldrei verk af hendi. Einnig minn- ist ég hennar að elda, baka og steikja kleinur. Gyðingakökur, vanilluhringir ásamt fleiri smá- kökutegundum voru fastir liðir fyrir jólin. Alltaf hafði hún samt tíma til að spjalla og hlusta og ég minnist óf- árra skipta sem ég var hjá henni sem barn þegar hún opnaði út á svalir og við sátum þar og rædd- um um alla heima og geima. Hún var líka dugleg að spila ólsen ólsen og fleira við okkur barnabörnin og held ég að mörg okkar hafi lært sína fyrstu spilatakta hjá ömmu. Elsku amma, þú munt skilja eftir djúpan söknuð í hjörtum okkar allra en að sama skapi hef- urðu gert himininn ríkari með komu þinni. Hrafnhildur Lárusdóttir. Hulda Sigríður Ólafsdóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir og mágur, GUÐMUNDUR BOGI BREIÐFJÖRÐ blikksmiður, Laugateigi 27, Reykjavík, lést miðvikudaginn 22. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Bertha R. Langedal Agnar Knut Breiðfjörð Kristjana Ó. Breiðfjörð Eiður A. Breiðfjörð Leifur Breiðfjörð Sigríður Jóhannsdóttir Gunnar Breiðfjörð Elin Aune Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG GÍSLADÓTTIR, áður til heimilis á Sunnubraut 2, Keflavík, lést á Hrafnistu, Nesvöllum, Reykjanesbæ, miðvikudaginn 22. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 7. september klukkan 13. Þorsteinn Bjarnason Kristjana B. Héðinsdóttir Bjarni Þorsteinsson Embla Uggadóttir Ingibjörg Þorsteinsdóttir Sölvi Dúnn Snæbjörnsson Heimir Bjarnason Ástkær mágkona okkar og frænka, DAGNÝ G. ALBERTSSON kennari frá Hesteyri, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 24. ágúst. Útför hennar fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 4. september klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Kristniboðsfélag kvenna. Evlalía K. Guðmundsdóttir Oddrún Jónasdóttir Uri bróðurbörn og aðrir aðstandendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGVELDUR STELLA G. SVEINSDÓTTIR, áður til heimilis að Skólabraut 3, Mosfellsbæ, nú síðast í Furugerði 1 og Hrafnistu Reykjavík, lést fimmtudaginn 9. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deildum A2 og A7 Landspítala Fossvogi fyrir alúð og umhyggju. Sveinn Val Sigvaldason Úlfhildur Guðmundsdóttir Steinar Val Sigvaldason Inga Rún Ólafsdóttir Sigurlaug Val Sigvaldadóttir Páll Rúnar Guðjónsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.