Morgunblaðið - 29.08.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.08.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2018 ✝ Jón Sigurðssonfæddist 16. mars 1927. Hann lést 16. ágúst 2018. Jón var fæddur í Ærlækjaseli í Öx- arfirði, N-Þingeyj- arsýslu. Foreldrar hans voru Sigurður Björnsson, bóndi Skógum og síðar Hafrafellstungu, f. 18. júní 1883 í Skógum, d. 11. apríl 1932, og Kristín Friðrikka Karlotta Frið- riksdóttir, f. 12. september 1902 á Akureyri, d. 4. október 1969. Fósturfaðir Jóns var Sigfús Grímsson, húsasmíðameistari, bóndi í Ærlækjarseli, síðar á Ak- ureyri, f. 5. febrúar 1893 í Tunguseli, Sauðanesi, d. 4. októ- ber 1978. Jón átti einn hálfbróður sam- mæðra, Þórhall Ágúst Þorláks- son, f. 27. nóvember 1923 á Ak- ureyri, d. 5. nóvember 2005. Jón kvæntist Björgu Péturs- dóttur, f. 24. mars 1923, d. 16. október 2000, þau skildu. Jón og Björg eignuðust sex börn: 1) Sig- rún D. Jónsdóttir, f. 3. janúar 1945. 2) Stúlka, f. 13. desember 1945 sem lést skömmu eftir fæð- ingu. 3) Ólafía K. Jónsdóttir, f. 5. Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Starfsferill Jóns er langur og farsæll, hann lék með Lúðrasveit Akureyrar frá 1942-1949, var trompetleikari í KK-Sextett frá 1949-1959 og 1955-1961, í hljóm- sveit Björns R. Einarssonar 1950-1959 og Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1950-1996. Jón vann sem setjari og prentari hjá Ísa- foldarprentsmiðju 1950-1953 og í prentsmiðju Þjóðviljans 1953- 1955. Hann var stjórnandi og kennari Lúðrasveitar Akraness 1962-1963 og stjórnaði Lúðra- sveitinni Svaninum frá 1963- 1973. Jón sá um að panta hljóð- færi og koma lúðrasveitum af stað víðsvegar um landið s.s. í Stykkishólmi, á Blönduósi, Sauð- árkróki, Húsavík og í Vest- mannaeyjum. Jón kenndi við Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar 1962-1966, við Tónlist- arskóla Kópavogs og við Lækj- arskóla í Hafnarfirði 1962-1966, við Tónlistarskóla Reykjavíkur frá 1965-1994. Kennaradeild FÍH var stofnuð 1973 og var Jón ritari stjórnar. Jón hafði afar fal- lega rithönd sem hann lagði natni við, hann skrautskrifaði fyrir samstarfsfólk prófskírteini og tilkynningar hvers konar til fjölda ára. Á efri árum sótti Jón tíma í vatnslitamálun. Útför Jóns fer fram frá Digra- neskirkju í dag, 29. ágúst 2018, klukkan 14. júlí 1947. 4) Kolbrún Jónsdóttir, f. 4. desemer 1950. 5) Drengur, f. 1. maí 1956, sem lést skömmu eftir fæð- ingu. 6) Björg Jóns- dóttir, f. 4. janúar 1959. Jón átti 12 barnabörn, 21 barnabarnabarn og tvö barnabarna- barnabörn. Seinni kona Jóns var Ásbjörg Ívars- dóttir, f. 19. janúar 1940, d. 25. maí 2017. Jón stundaði nám við barna- skóla Akureyrar, Menntaskól- ann á Akureyri 1940-1944 og Iðnskóla Akureyrar 1945-1946. Hann lærði prentiðn hjá POB Á Akrueyri 1945-1949. Jón sótti einkatíma í trompetleik hjá Karli O. Runólfssyni og Wilhelm Lanzky-Otto, 1944 byrjaði Jón að spila í danshljómsveitum á Akureyri og 1949 fluttist hann til Reykjavíkur þar sem hann gekk til liðs við Lúðrasveit Reykjavíkur. Jón sótti spilatíma hjá Páli Pampichler Pálssyni og í London hjá Sir Bernard Brown og Ernest Hall. Skömmu eftir heimkomuna 1950 var hann ráð- inn sem fyrsti trompetleikari „Afi, ég er veik (þögn). Fæ ég pakka?“ Eitt sinn þegar ég lá á spítala 11 ára gömul þá hringdi ég í afa og spurði hann að þessu. Það var ekki bara af því að ég var svo frökk heldur vegna þess að í hvert skipti sem eitthvert af okkur krökkunum var veikt, þá kom hann alltaf með eitthvað handa okkur. Traustið og vissan um hve góð- ur og gjafmildur hann var, var svo sterk að mér fannst bara allt í lagi að spyrja hann að þessu. Sem barn man ég eftir Jóni afa sem einstaklega gjafmildum manni sem sýndi okkur krökkun- um alltaf mikinn áhuga. Hann átti vin sem vann í prentsmiðju og kom oft með blöð til okkar í öllum regnbogans litum sem við gátum teiknað og litað á, eða klippt og búið til eitthvað skemmtilegt úr. Einnig var hann mikil fé- lagsvera og spurði okkur spjörun- um úr um líf okkar og það var aldrei erfitt að finna umræðuefni með afa. Ef samræðurnar stopp- uðu einhverra hluta vegna var hann byrjaður að blístra, syngja eða búa til fuglahljóð. Og hann náði þeim öllum með tölu og þekkti örugglega alla fugla sem til eru á Íslandi. Það var líka alltaf jafn gaman þegar maður átti af- mæli. Ég man ekki mikið eftir sjálfum gjöfunum en ég á ennþá öll afmæliskortin sem hann hefur skrifað handa mér síðan ég var 10 ára. Kortin frá honum voru hrein listaverk, skrautskrifuð með hlýj- um kveðjum. Jón afi var mjög góð- ur listamaður, teiknaði og málaði margar flottar myndir. En að sjálfsögðu var hann fyrst og fremst einstakur tónlistarmaður og þegar hann tók upp trompetinn sinn sem hann svo oft gerði, þá sátum við krakkarnir með stjörn- ur í augunum og hlustuðum á hreinu og fallegu tónana sem komu úr trompetinum. Tónarnir úr trompet eru alltaf hátíðlegir tónar enda oft notaður við hátíðlegar athafnir og Jón afi var svolítið svoleiðis líka. Það var alltaf svoldið hátíðlegt í kringum hann. Hann var alltaf vel til hafð- ur, algjör snyrtipinni og það var klassi yfir honum. Seinna eftir að við krakkarnir urðum fullorðin og eignuðumst okkar börn var afi ekki lengi að ná í trompetinn þegar við komum í heimsókn með afabörnin til hans og hann var alltaf glaður að sjá okkur. Ég mun ávallt minnast Jóns afa með gleði í hjarta og miklu þakk- læti. Nú er hann farinn en lifir áfram í okkur afkomendunum um ókomna tíð. Sigrún Ósk Hermannsdóttir. Ég var ungur drengur á Húsa- vík þegar ég heyrði fyrst um Jón Sigurðsson trompetleikara. Hann hafði komið til að kenna og stjórna Lúðrasveit Húsavíkur um tíma. Bróðir minn lék þar á trompet og e.t.v. var framtíð mín sem tónlist- armanns ákveðin þar. Jón hóf sinn feril í Lúðrasveit Akureyrar og hélt tryggð við þann flokk tónlist- ar ævilangt, m.a. sem stjórnandi Svansins um margra ára skeið. Með blik í auga sagði hann gjarn- an í Sinfóníuhljómsveitinni hvern- ig þeir hefðu spilað verkin sem á dagskrá voru þar í Lúðrasveit Ak- ureyrar í gamla daga. Síðar var það mín gæfa og gleði að vera nemandi Jóns í Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Hann bar þar með sér andblæ erlendrar menningar og vitnaði gjarnan í Bernard Brown lærimeistara sinn í Lundúnum. Þá var hann ætíð óaðfinnanlega klæddur; allt sjat- teraði saman, gjarnan í blazer- jakka með hálsklút. Það var ógleymanleg stund þegar ég heyrði hann spila í fyrsta sinn með Sinfóníunni. Verkið var Messias eftir Händel með Fíl- harmóníukórnum undir stjórn dr. Róberts Abrahams Ottóssonar. Jón spilaði glæsilega trompetsóló- ið í „The Trumpet Shall Sound“ á D-trompet og notaði aukagrip á næstum allar nótur til að fá þetta erfiða hljóðfæri til að stemma full- komlega. Þegar ég var í framhaldsnámi í New York kom Jón í heimsókn. Við skoðuðum borgina og fórum m.a. upp í Empire State bygg- inguna. Sjentilmaðurinn Jón var ekkert að hafa fyrir því að segja að hann væri hræðilega lofthræddur og hélt sig fast upp við vegg þegar upp var komið og neitaði að horfa niður. Á æfingu hjá Fílharmóníu- hljómsveit New York borgar hitt- um við hinn aðaltrompetkennara minn John Ware. Ég á mynd af þeim saman sem mér þykir afar vænt um. Heimsókninni lauk með tónleikum í Carnegie Hall. Þar áttum við síðar eftir að sitja hlið við hlið á sviðinu og spila með Sin- fóníuhjómsveit Íslands. Lárus Sveinsson félagi okkar í Sinfóníunni sagði stundum: þegar maður er ungur vill maður spila í bestu hljómsveitinni en þegar maður eldist vill maður eiga góða kollega. Aldrei féll skuggi á sam- vinnu okkar þar. Jón var traustur meðspilari og taldi taktana í löngu þagnarköflunum staðfastlega, a.m.k. á tónleikum! Gott var líka að eiga hann að á góðum stundum og erfiðum. Ég sakna þess að fá ekki lengur listilega skrautskrifuð og skreytt kortin hans á afmælum og jólum. Blessuð sé minning Jóns Sig- urðssonar. Ásgeir Hermann Stein- grímsson, trompetleikari. Ljúfmennið Jón Sigurðsson trompetleikari hefur kvatt þessa jarðvist á nítugasta og öðru ald- ursári. Jón trompet var hann kallaður og kunni því vel, til aðgreiningar frá hinum Jónunum tveim sem líka voru Sigurðssynir og kenndir við hljóðfæri sín í Sinfóníuhljóm- sveit Íslands, Jón bassi og Jón horn. Jón var atkvæðamikill í tónlist- arlífinu hér á landi um langt ára- bil. Hann lék á trompet með mörgum landsþekktum dans- hljómsveitum allt frá árinu 1949 og var ráðinn trompetleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1957, en þar starfað hann þar til eftirlaunaaldri var náð. Auk starfa sinna sem trompetleikari kenndi hann á trompet við ýmsa tónlistar- skóla í Reykjavík og nágrenni og hélt auk þess námskeið og kenndi við ýmsar lúðrasveitir víða um land. Jón var natinn og áhugasamur kennari, sem hafði mikil áhrif á hina fjölmörgu nemendur sína. Hann var einn aðalhvatamaður þess að komið var á fót blásara- kennaradeild við Tónlistarskólann í Reykjavík og veitti hann deild- inni forustu fyrstu fimmtán árin. Stofnun þessarar deildar hafði ómæld áhrif á tónlistarkennslu og tónlistarlífið víða um land og gætir þeirra áhrifa enn þann dag í dag. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast Jóni, þegar ég ungur piltur nýkominn til Reykja- víkur hóf að leika í Svaninum, lúðrasveitinni sem hann stjórnaði á þeim árum. Ég minnist þess hve andrúmsloftið á æfingum sveitar- innar var gott. Jón var ljúf- mennskan uppmáluð og ég varð nokkrum sinnum vitni að því þeg- ar hann bað hljómsveitarfélaga af- sökunar ef hann hafði gleymt að heilsa þeim þegar þeir mættu á Jón Sigurðsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRANNA KRISTÍN HJÁLMARSDÓTTIR, lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 19. ágúst. Útför fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 1. september klukkan 14. Þórður Steinar Lárusson Þorbjörg Bergsdóttir Einar Jóhannes Lárusson Sólveig Birna Gísladóttir Steinunn Daníela Lárusd. Sigurjón Viðar Leifsson barnabörn og barnabarnabörn Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGI TRYGGVASON frá Kárhóli, ferðaþjónustu- og skógarbóndi á Narfastöðum í Reykjadal, fyrrverandi kennari, alþingismaður og formaður Stéttarsambands bænda, lést á Skógarbrekku, hjúkrunardeild HSN á Húsavík, miðvikudaginn 22. ágúst. Útförin fer fram frá Einarsstaðakirkju laugardaginn 1. september klukkan 14. Þorsteinn Ingason Steingrímur Ingason Guðný Eygló Gunnarsdóttir Unnsteinn Ingason Rósa Ösp Ásgeirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LOVÍSA BERGÞÓRSDÓTTIR, fædd 7. september, 1921, Tjarnarstíg 3, Seltjarnarnesi, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 14. ágúst 2018. Útförin fór fram í kyrrþey. Fjölskyldan þakkar auðsýnda samúð og alúðlega umönnun. Pálmi V. Jónsson Þórunn Bára Björnsdóttir Jóna Karen Jónsdóttir Ólafur Kjartansson börn og barnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu. GUÐBJARGAR O. VALDIMARSDÓTTUR, Furugerði 9. Ólafur Eggertsson Anna María Snorradóttir Sjöfn Eggertsdóttir Guðmundur Davíðsson Inga Sonja Eggertsdóttir Rúnar Valsson Þröstur Eggertsson Anna J. Jónsdóttir Ragnar Eggertsson Kristjana Guðrún Friðriksd. Bjarni V. Eggertsson Osvör Oscarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Við þökkum fyrir auðsýnda samúð vegna andláts ástkærs föður okkar, INGA INGVARSSONAR, Hátúni 1, Reykjavík. Hann lést þriðjudaginn 14. ágúst og útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Friðrik Ingason Steinunn Emilsdóttir Jóhanna Ingadóttir Stefán Erlendsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar heittelskaða og ljúfa mamma, sambýliskona, tengdamóðir, amma, tengdadóttir, mágkona og vinkona, MARÍA JOLANTA POLANSKA, túlkur og þýðandi, lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldu og ástvina föstudaginn 24. ágúst. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 30. ágúst klukkan 15 Hafsteinn Auðunn Hafsteinsson Maria Magdalena Steinarsdóttir, Hjörleifur Björnsson Sandra María Steinarsd. Polanska, Kjartan Guðjónsson Árna Steinunn Rögnvaldsdóttir og aðrir aðstandendur og vinir Jolöntu Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORVALDUR Þ. BALDVINSSON, sem lést á gjörgæsludeild á sjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 23. ágúst, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 1. september klukkan 13.30. Ingigerður Lilja Jónsdóttir Baldvin Þorvaldsson Leena Sekkat Kristján Þorvaldsson Gunnhildur H. Birnisdóttir Kristrún Þorvaldsdóttir Jón Arnar Árnason Sigfús F. Þorvaldsson Freydís Þorvaldsdóttir Steingrímur Friðriksson Harpa Þorvaldsdóttir og afabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN Þ. DYER, lést á öldrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 14. ágúst. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 31. ágúst klukkan 13. Selma L.D. Collette Alan Collette Sigurjón Pálmi Dyer Jodie Hawkins Dyer Ólafur Már Dyer Hörður Davíð Tulinius Tinna Björg Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær frænka mín, ÞURÍÐUR EYJÓLFSDÓTTIR frá Hofi, Öræfum, Dalbraut 27, Reykjavík, lést á öldrunarlækningadeild Landspítala, Fossvogi, fimmtudaginn 23. ágúst. Jarðarför fer fram frá Áskirkju mánudaginn 3. september klukkan 11. Guðmunda Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.