Morgunblaðið - 29.08.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.08.2018, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2018 hafi undirstrikað fyrir sér hversu mikil eftirspurn er eftir slíku hér- lendis. „Fólk var svo þakklátt fyrir að fá tækifæri til að spreyta sig, því það heyrir til algjörra undantekn- inga að haldnar séu opnar prufur hér á landi. Þó ég telji mig fylgjast mjög vel með bransanum, þá mætti í prufurnar fólk sem ég hafði aldrei heyrt um áður,“ segir Marta. Lee Proud er danshöfundur sýn- ingarinnar og Auður Ösp Guð- mundsdóttir hannar bæði leikmynd og búninga. „Hún hefur starfað sem vöruhönnuður frá útskrift úr LHÍ, en lauk nýverið framhaldsnámi í Tékklandi sem leikmynda- og bún- ingahönnuður. Ég greip hana því glóðvolga.“ Metnaðarfullar barnasýningar Í desember snýr Stúfur aftur, en hann hefur síðustu ár stytt börnum og fjölskyldum þeirra biðina eftir jólunum. Listafólkið að baki sýning- unni er Margrét Sverrisdóttir og Oddur Bjarni Þorkelsson, en um er að ræða samstarfsverkefni milli LA og Stúfs. Fyrsta frumsýning á nýju ári verður 23. febrúar og er það um að ræða fjölskyldusýninguna Gall- steinar afa Gissa eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur í leikstjórn Ágústu Skúladóttur með nýrri tón- list eftir Þorvald Bjarna Þorvalds- son. „Markmið mitt í stóli leikhús- stjóra er að bjóða upp á metnaðar- fullar barnasýningar. Ég er mjög stolt af því að frumsýna nýtt íslenskt verk með nýrri íslenskri tónlist,“ segir Marta og bendir á að haldnar verði opnar leik- og söngprufur fyrir börn á aldrinum 9-12 ára dagana 20.- 25. september, en opnað verður fyrir skráningu 2. september. Nærvera við manneskjur Þrjú börn verða í aðalhlutverkum, en í hlutverkum foreldranna eru María Pálsdóttir og Benedikt Karl Gröndal auk þess sem Karl Ágúst leikur titilhlutverkið. Að sögn Mörtu lá beint við að ráða Ágústu til að leikstýra. „Enda er hún einn sterk- asti barnaleikstjórinn sem við eigum hérlendis og mjög vön því að vinna með frumsköpun á sviði. Þetta er ótrúlega skemmtileg og leikbær saga. Ég las bókina fyrir börnin mín á sínum tíma og féll gjör- samlega fyrir henni. Verkið fjallar um börn sem eru orðin þreytt á sam- bandsleysi við foreldrana sem eru svo upptekin af eigin frama, mamm- an metnaðarfull sem vill vera full- komin í ölllu, vinna mikið og elda líf- rænt og pabbinn sem er sokkinn í tölvuna. Það er enginn hlustun og börnin þrá samveru og leik og frelsi. Þau fá gallsteina afa síns eftir að hann fer í aðgerð og þeir reynast vera óskasteinar. En maður skyldi vara sig hvað maður óskar sér því það getur ræst,“ segir Marta og tek- ur fram að verkið tali þannig beint inn í samtímann. „Leikhús hefur kannski aldrei verið mikilvægara en á tímum snjallsíma og netnotkunar, ekki síst hjá börnum sem hverfa æ fleiri inn í annan veruleika en okkar. List augnabliksins og nærvera við manneskjur, lifandi flutningur hér og nú, hefur sjaldan haft meiri þýð- ingu en nú um stundir.“ Samstarf við LHÍ Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands verður frumsýnt í Sam- komuhúsinu í maí og í framhaldinu sýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. „Við Steinunn [Knútsdóttir, deild- arstjóri sviðlistadeildar LHÍ] höfum í nokkurn tíma rætt samstarf skól- ans við Leikfélag Akureyrar, enda mikilvægt að skólinn sé sýnilegur hér fyrir norðan og ekki bara í Reykjavík,“ segir Marta sem mun leikstýra uppfærslunni, en ekki er enn búið að velja leikritið. Rúmur áratugur er síðan útskriftarnem- endur af leikarabraut LHÍ frum- sýndu verk fyrir norðan, en þar var um að ræða Lífið – notkunarreglur eftir Þorvald Þorsteinsson. Níu leik- arar útskrifast með BA-gráðu í leik- túlkun vorið 2019, en það eru Ást- hildur Sigurðardóttir, Berglind Halla Elíasdóttir, Gunnar Smári Jóhannesson, Hildur Vala Baldurs- dóttir, Jónas Alfreð Birkisson, Rak- el Björk Björnsdóttir, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Steinunn Arinbjarn- ardóttir og Þórdís Björk Þorfinns- dóttir. Mikil verðmætasköpun fyrir samfélagið Þrjú samstarfsverkefni verða sett upp hjá Leikfélagi Akureyrar vorið 2019 undir merkjum Gróðurhússins. „Mig langar að opna leikhúsið fyrir öllum og liður í því er að vera í sam- starfi við sjálfstæða listamenn og leikhópa, styrkja þá og gefa þeim að- stöðu. Enn sem komið er hef ég ekki fjárhagslega burði til að fastráða listafólk við húsið en mig langar samt að leikhúsfólki, sem ekki endi- lega er að vinna reglubundið hjá mér, finnist það velkomið. Leikfélag Akureyrar þarf að vera ákveðin mið- stöð sviðslista á Norðurlandi. Lista- mennirnir sem finnst þeir eiga hlut- deild og þátt í þróun leikhússins eru fólkið sem mun berjast fyrir til- verurétti þess á komandi árum og láta sig framtíð þess varða,“ segir Marta og tekur fram að Gróðurhúsa- verkefnið feli þannig í sér mikla verðmætasköpun fyrir samfélagið. Fyrsta frumsýningin í Gróður- húsa-röðinni verður í apríl þegar Ar- tik frumsýnir heimildarverk sem nefnist Skjaldmeyjar hafsins eftir Jennýju Láru Arnórsdóttur sem jafnframt leikstýrir. „Í verkinu fæst innsýn í líf þriggja eiginkvenna sjó- manna og hvernig þær takast á við óvissuna, óttann og sorgina sem fylgir þegar háska ber að á hafi úti. Þetta byggist á viðtölum við sjó- mannskonur.“ Örlagaríkur dagur Í maí frumsýnir leikhópurinn Miðnætti Djáknann á Myrká í leik- stjórn Agnesar Wild. „Þetta er gam- ansöm útfærsla á þessari þekktu þjóðsögu – sagan sem aldrei var sögð,“ segir Marta og tekur fram að uppfærslan sé hugsuð sem fjöl- skyldusýning. Í hlutverkum djákn- ans og Guðrúnar eru Jóhann Axel Ingólfsson og Birna Pétursdóttir. „Síðasta frumsýningin í Gróður- húsaröðinni er Frökenfrú eftir Birnu Pétursdóttur í leikstjórn Sesselíu Ólafsdóttur sem leikhóp- urinn Umskiptingar sýnir,“ segir Marta, en þess má geta að hópurinn var tilnefndur sem Sproti ársins síð- ast þegar Gríman var afhent. „Verk- ið kallast á við írska leikritið Mis- terman eftir Enda Walsh. Það gerist á örlagaríkum degi í lífi hinnar ungu Eddu sem glímir við eftirköst af- drifaríkra atburða í gráum hvers- dagsleika smábæjarins sem hún býr í,“ segir Marta, en höfundurinn fer sjálfur með hlutverk Eddu. Konur öflugar á Akureyri Athygli vekur að konur leikstýra öllum uppfærslum vetrarins nema einni, sem unnin er í samvinnu hjóna. Konur eru einnig áberandi þegar kemur að hönnun leikmynda og búninga. Samhliða er kynjahlut- fallið í hópi höfunda tiltölulega jafnt. Spurð hvort þetta hafi verið með- vituð ákvörðun svarar Marta því neitandi. „Konur eru mjög áberandi í hópi listrænna stjórnenda á kom- andi leikári, ekki síst í samstarfs- verkefnum okkar. Það er greinilegt að konur eru mjög öflugar hér á Ak- ureyri,“ segir Marta og tekur fram að mögulega raði konur frekar kon- um í kringum sig. „Ég valdi bara það sem mér fannst henta verkefnum leikársins best og þetta varð niður- staðan,“ segir Marta. Stórmerkilegt starf Líkt og síðustu ár rekur LA áfram Leiklistarskóla Akureyrar. „Þar tók Jenný Lára Arnórsdóttir nýverið við sem skólastjóri. Í fyrsta sinn í haust bætum við yngsta skólastiginu við, þannig að við bjóðum kennslu frá 2. bekk og fram að menntaskóla. Sök- um þessa búumst við við að stækka skólann talsvert,“ segir Marta og tekur fram að aðsóknin í skólann hafi ávallt verið mikil. „Börnin sýna lokaverkefni hverr- ar annar í Samkomuhúsinu og kynn- ast þannig leikhúsinu frá öllum hlið- um. María Sigurðardóttir, þáverandi leikhússtjóri, kom þessu á laggirnar á sínum tíma og á þakkir skildar. Þetta er stórmerkilegt starf og opn- ar leikhúsið fyrir börnum og sáir fræjum fyrir frekari leiklistaráhuga. Þarna verður leikhúsið hluti af þeirra lífi, sem er mjög þýðingar- mikið. Leiklist eflandi nám Aðgengi barna að list er mjög mikilvægt, að þau finni óháð efnahag og öðru að þetta sé hluti af þeirra lífi. Leiklist er fyrir alla. Leiklistar- nám er ótrúlega eflandi nám sem styrkir sjálfsmyndina, sem er mikil- vægt fyrir samfélagið. Með þessu námi erum við einnig að rækta fram- tíðaráhorfendur,“ segir Marta og tekur fram að Leikfélag Akureyrar bjóði leikskólum og grunnskóla- börnum reglulega í leikhúsið. „Við bjóðum einnig upp á ungmennakort fyrir börn og ungmenni yngri en 25 ára sem felur í sér mikinn afslátt á sýningar okkar. Þannig erum við, eins og við getum, að koma til móts við áhorfendur okkar hvað útgjöld fjölskyldunnar varðar.“ Innt eftir því hvort hún sé þegar farin að leggja drög að þarnæsta leikári svarar Marta því játandi. „Ég er komin með nokkur verkefni inn á mitt borð sem ég þarf að taka af- stöðu til. Komandi úr stærra sam- hengi er ég vön að eiga samtal við hóp listafólks um komandi verkefni. Það er ótrúlega nærandi og eflandi að eiga slíkt samtal,“ segir Marta og bendir á að hún sé því að skoða hvernig best sé að útfæra verkefna- valið, hvort heldur er með nefnd eða listrænum ráðgjöfum við húsið. andi upplifun frá fyrstu hendi.“ Hvenær gerðir þú þér grein fyrir að þú vildir verða rithöfundur og hver eða hvað hjálpaði þér mest að ná settu marki? „Þegar ég fór grunnskóla eða kannski í framhaldsskóla, var ég hug- fangin af hugmyndinni um að skrifa, ekki síst hið margbrotna kínverska myndletur. Ég hreifst af myndletrinu með öllum sínum strokum og róttækni og ég hrífst enn af letrinu þó að ég skrifi nú orðið fyrst og fremst á ensku. Það lá beint við þegar ég fór að skrifa. Ég hafði náin tengsl við orðin með því einfaldlega að skrifa þau niður. Ég veit ekki hvort sama hugsun eigi við þegar kemur að enskunni eða íslenskunni – horfðu bara á hvert tákn í kínversk- unni og sjáðu hversu flókið hvert og eitt þeirra er! Segja má að kennari minn eða faðir hafi hjálpað mér og leið- beint mér að hinu skrifaða orði, en ég er sannfærð um að hversu mjög ég heillaðist af kínverskum táknum hafi haft bein og öflug áhrif á þörf mína fyr- ir að verða rithöfundur.“ Ef þú hefðir getað gefið sjálfri þér ráð á yngri árum, hvert væri það? „Ekki vera svona örvæntingarfull. Hlutirnir munu breytast, seinna.“ Hjálpaði það þér að sættast við upp- vöxt minn að skrifa þessa bók? „Ekki þessi bók. Þetta er tólfta bók- in mín, þannig að þú getur rétt ímynd- að þér að ég hef gengið í gegnum ým- islegt í tengslum við hverja nýja bók eða kvikmynd. Þetta er ekki frumraun mín, þannig að ég þarf ekki að hitta sálfræðing eða geðlækni til þess að sættast við sjálfa mig. Ég þurfti hins vegar á því að halda þegar ég var á tánings- og þrítugsaldri.“ Íslenskar bækur mjög ljóðrænar Hvað fannst þér um vestræna menningu þegar þú komst til Bret- lands sem ung kona? „Ég skrifa um það í þessari end- urminningarbók, þannig að ég veit ekki hvort ég ætti að ljóstra of miklu upp til að skemma ekki fyrir vænt- anlegum lesendum. Bretland er ekki vestræn menning, aðeins hluti af henni. Í dag bý ég hluta ársins í Berl- ín sem býður upp á annars konar menningu. Vesturlönd eru jafn marg- skipt og flókin og Austurlönd. Munur milli menningaheima er mikill. Þegar ég var yngri skoðaði ég Vesturlönd gegnum þær bókmenntir Vestur- heimsins sem ég hafði lesið. Ég reyni að forðast að gera það í dag. “ Hvað finnst þér um Kína nú- tímans? „Það eru blendnar tilfinningar. Það er ekki einfalt að bregðast við því. Ég hrífst á sama tíma og þetta kvelur mig.“ Þekkir þú einhverjar íslenskar bókmenntir eða hefur mögulega lesið íslenskar bækur? „Fyndið, ég sat í dómnefnd hjá Al- þjóðlegu bókmenntaverðlaunum Dyflinnar (Dublin International Lit- erary Award) á síðasta ári og las þá nokkrar skáldsögur frá Íslandi. Auð- vitað var Sjón meðal höfunda. Mér finnast íslenskar bækur mjög ljóð- rænar, dularfullar og öðruvísi en enskumælandi bækur sem einkenn- ast almennt af mun meira raunsæi. Þetta heillar mig og ég hugsa ávallt að hin einstaka náttúra eigi sinn þátt í því að skapa bókmenntir landsins með sérstakri fegurð sinni.“ Ljósmynd/Birt með leyfi Xiaolu Guo Sátt „Þetta er ekki frumraun mín, þannig að ég þarf ekki að hitta sálfræð- ing eða geðlækni til þess að sættast við sjálfa mig,“ segir Xiaolu Guo. Þrjú íslensk gallerí eru í hópi gall- eríanna 32 sem sýna á norrænu myndlistarkaupstefnunni CHART sem stendur yfir í Charlottenborg- sýningarsölunum í Kaupmanna- höfn um helgina, frá föstudegi til laugardags. i8 gallerí sýnir verk eftir Ólaf Elíasson, Rögnu Róberts- dóttur og Kristján Guðmundsson, BERG Contemporary verk eftir feðgana Dieter og Björn Roth og þá sýnir Hverfisgallerí verk eftir Hildi Bjarnadóttur, Hrafnkel Sigurðsson og Kristinn E. Hrafnsson. Þá eru samtímis settar upp athyglisverðar sýningar í söfnum og sýningar- sölum út um borgina. Morgunblaðið/Einar Falur Fjölbreytileg Verk eftir Rögnu Ró- bertsdóttur má sjá í sýningarsal i8. Þrjú sýna á CHART Það er Sænska akademían (SA) sem er í krísu og hún þarf að leysa eigin vanda. Þetta segir Lars Heikensten, stjórnandi Nób- elsstofnunar- innar, í viðtali við sænska dag- blaðið Dagens Nyheter. Í viðtalinu útilokar hann ekki að SA verði svipt réttinum til að veita Nóbels- verðlaun í bókmenntum uppfylli SA ekki nýjar kröfur Nóbelsstofnunar- innar. Samkvæmt þeim kröfum verður SA að breyta vinnulagi sínu í vali á Nóbelsverðlaunahöfum og koma upp nýrri valnefnd sem sé al- gjörlega óháð þeim meðlimum SA sem gegnt hafa lykilhlutverki í krísunni. Fulltrúar SA hafa fundað með Nóbelsstofnuninni til að reyna að finna lausn á vandanum. Í fyrr- greindu viðtali segir Heikensten það á ábyrgð SA og ekki Nóbels- stofnunarinnar að endurheimta trúnaðartraust. „Boltinn er hjá SA og SA þarf að leysa vanda sinn núna.“ silja@mbl.is „Þarf að leysa vanda sinn núna“ Lars Heikensten Um þessar mundir stendur yfir sýn- ing á myndverkum eftir Ernu Guð- marsdóttur í Borgarbókasafninu í Kringlunni. Yfirskrift sýning- arinnar er Fuglalíf en í verkum sín- um sækir Erna efnivið í marg- breytilegan og litríkan heim fuglanna. Fuglar hennar eru ýmist þekktar tegundir, eins og lóur, gæsir og tjaldar, en einnig aðrar sem listakonan sjálf hefur skapað og mæla sér mót við kirkjuglugga eða eiga fagnaðarfund á grein. Erna vann lengi við leikbrúðu- gerð, sem myndlistarkennari og leiðsögumaður, en hefur undan- farin ár helgað sig myndlistinni. Fuglalíf Ernu í Kringlunni Fuglafjöld Eitt af málverkum Ernu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.