Morgunblaðið - 29.08.2018, Síða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2018
Niðurstaða í samkeppni um kórlag í
tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og
fullveldis Íslands var kynnt í gær í
Listasafni Íslands og nefnist sig-
urlagið „Landið mitt“ eftir Jóhann G.
Jóhannsson en hann er bæði höf-
undur ljóðs og lags. Í tilkynningu
segir að lagið falli einkar vel að þeim
skilyrðum sem komu fram í auglýst-
um reglum samkeppninnar, þ.e. að
það hæfi tilefninu og henti vel til
söngs. Lagið er í fremur hefðbundn-
um stíl og kallast þannig á við hefð
ættjarðarlaga, er bjart og einlægt, en
með áhugaverðri úrvinnslu í dekkri
millikafla. Ljóðið er lofsöngur til Ís-
lands og fangar vel sérstöðu landsins
í öllum sínum fjölbreytileika og and-
stæðum, en um leið er horft til fram-
tíðar og í lokahendingunni rennur
skáldið eða ljóðmælandinn saman við
landið sjálft,“ segir í tilkynningunni.
Jóhann hóf ungur píanónám hjá
Carl Billich og stundaði síðar tónlist-
arnám við Tónlistarskólann í Reykja-
vík, Brandeis-háskólann í Boston og
Uppsalaháskóla. Hann starfaði sem
tónlistarstjóri hjá Leikfélagi Reykja-
víkur í áratug og um langt árabil sem
tónlistarstjóri Þjóðleikhússins. Hann
hefur samið sönglög, kórverk, kamm-
ertónlist og leikhústónlist af ýmsu
tagi.
Fjögur önnur lög þóttu einnig
skara fram úr og ástæða þótti til að
veita þeim sérstaka viðurkenningu.
Það eru lögin „Bjargvættir“ eftir tón-
skáldið Hjálmar H. Ragnarsson við
ljóð Fríðu Ísberg, „Sumarnótt“ eftir
Stefán Þorleifsson við ljóð Möggu S.
Brynjólfsdóttir, „Vakna þú fold“ eftir
Michael Jón Clarke við ljóð Sigurðar
Ingólfssonar og „Þjóðvísa“ eftir Sig-
urð Flosason við ljóð Aðalsteins Ás-
bergs Sigurðssonar.
Frumflutt 1. desember
Afmælisnefnd aldarafmælis sjálf-
stæðis og fullveldis Íslands, í sam-
starfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands,
auglýsti í mars á þessu ári eftir til-
lögum um nýtt kórlag í tilefni ald-
arafmælis fullveldisins og var kallað
eftir frumsömdu og óbirtu ljóði og
lagi fyrir blandaðan kór og skyldi
lagið hæfa tilefninu og henta vel til
söngs, eins og segir í tilkynningu.
Frestur til að skila tillögum var 20.
júlí og bárust 60 tillögur. Dómnefnd
skipuðu fulltrúar Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands sem fer með for-
mennsku í dómnefndinni, Tónskálda-
félags Íslands, Rithöfundasambands
Íslands, Félags tónskálda og texta-
höfunda, Félags íslenskra hljómlist-
armanna og Ríkisútvarpsins en for-
maður dómnefndar var Árni Heimir
Ingólfsson, fulltrúi Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands. Sigurlagið verður
frumflutt af Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands og kórum á hátíðardagskrá í
Hörpu 1. desember og verður hátíð-
ardagskráin sýnd í beinni útsendingu
á RÚV.
60 lög send inn
Árni Heimir segir dómnefndina
hafa litið svo á að verið væri að kalla
eftir ættjarðarlagi og -ljóði fyrir 21.
öldina sem speglaði bæði hefðina og
samtímann og væri þess eðlis að það
gæti sungið sig inn í hjörtu fólks.
„Það komu 60 lög inn þannig að það
var rosaleg þátttaka, miklu meiri en
við bjuggumst við,“ segir Árni Heim-
ir. Að fara í gegnum öll lög og ljóð
hafi því verið heilmikil vinna en þó
mjög ánægjuleg. „Standardinn var
mjög hár og mjög ánægjulegt að
þarna voru bæði metnaðarfull ljóð
sem hafa ekki birst áður og svo lög og
tónsmíðar við þau,“ segir Árni Heim-
ir. Ljóðskáld og tónskáld hafi snúið
bökum saman í þessu verkefni og
fjölbreytnin áberandi, allt frá mjög
einföldum lögum í hefðbundnum ætt-
jarðarstíl yfir í meiri dægurtónlist og
svo mjög metnaðarfullar og krefjandi
tónsmíðar.
Árni Heimir er spurður að því
hvort valið hafi á endanum verið auð-
velt. „Við fórum í nokkra hringi og
sungum í gegnum töluverðan hluta af
lögunum. Við byrjuðum á að kjósa
þau lög sem okkur þóttu best og
sungum okkur í gegnum þau lög sem
voru efst í þeirri kosningu, til að finna
hvernig þau lægju í söng. Við kom-
umst að þessari niðurstöðu, það var
eitt sem stóð nokkuð afgerandi upp
úr, verðlaunalagið en síðan voru
nokkur í viðbót sem við vorum mjög
ánægð með en okkur þótti ekki alveg
hæfa í þessu samhengi að væru sig-
urlag. Okkur þótti þau samt svo
áhugaverð og góð að við veitum þeim
sérstaka viðurkenningu.“
helgisnaer@mbl.is
Morgunblaðið/Valli
Gleðistund Frá viðburðinum í Listasafni Íslands í gær þegar tilkynnt var
hvaða lag og ljóð urðu fyrir valinu í samkeppni um kórlag.
„Eitt sem stóð af-
gerandi upp úr“
Úrslit samkeppni um fullveldislag
Írski grínistinn Dylan Moran verður
með uppistand í Háskólabíói 8. mars
á næsta ári og hefst almenn miða-
sala á það á fimmtudaginn, 6. sept-
ember, klukkan 10 en forsala degi
fyrr klukkan 10.
Moran flytur nýja sýningu, Dr.
Cosmos, og ætlar að koma við á um
50 stöðum í Bretlandi áður en hann
heldur til annarra landa Evrópu.
„Moran mun enn og aftur bjóða upp
á sitt einstaka viðhorf til ástar,
stjórnmála, eymdar og fáranleika
daglega lífsins. Allt verður þetta
framreitt af þeim skáldlega glæsi-
brag sem hefur gert Dylan Moran að
einum besta uppistandara heims,“
segir í tilkynn-
ingu og að Moran
hafi verið kall-
aður Oscar Wilde
grínsins.
Moran kom
fram á Reykjavík
Comedy Festival
grínhátíðinni í
Hörpu fyrir tæp-
um þremur árum.
Auk þess að koma fram sem uppi-
standari hefur hann leikið í kvik-
myndum og sjónvarpsþáttum, m.a.
gamanþáttunum Black Books og
grínmyndunum Run, Fatboy, Run og
Shaun of the Dead.
Dylan Moran snýr aftur með Dr. Cosmos
Dylan Moran
Adrift 12
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 56/100
IMDb 6,7/10
Bíó Paradís 20.00
Kvíðakast
Bíó Paradís 18.00, 22.00
Andið eðlilega Morgunblaðið bbbbm
Bíó Paradís 22.00
Undir trénu 12
IMDb 7,1/10
Bíó Paradís 20.00
Hleyptu sól í
hjartað 16
Bíó Paradís 18.00
Heima Heimildamynd um hljóm-
sveitarferðalag Sigur Rósar
um Ísland sumarið 2006.
IMDb 8,6/10
Bíó Paradís 18.00
Alpha 12
Metacritic 63/100
IMDb 7,0/10
Smárabíó 17.30, 19.30,
20.00, 21.50, 22.20
Háskólabíó 18.00, 21.00
Crazy Rich Asians
Sambíóin Álfabakka 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 17.00,
19.30, 22.10
Sambíóin Akureyri 17.30,
20.00
Sambíóin Keflavík 20.00
The Happytime
Murders 16
Laugarásbíó 18.00, 20.00,
22.00
Smárabíó 19.40, 22.10
Slender Man 16
Smárabíó 19.50, 22.10
Háskólabíó 21.00
Borgarbíó Akureyri 21.40
Ant-Man and the
Wasp 12
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 70/100
IMDb 7,4/10
Sambíóin Egilshöll 20.00
Mile 22 16
Laugarásbíó 22.15
Sambíóin Keflavík 22.30
Smárabíó 22.00
Háskólabíó 20.30
Mamma Mia!
Here We Go Again Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 60/100
IMDb 7,3/10
Laugarásbíó 17.30, 19.50
Sambíóin Kringlunni 17.00,
19.30
Smárabíó 16.40, 17.10,
19.40
Háskólabíó 18.20, 21.10
Borgarbíó Akureyri 17.00,
19.30
The Spy Who
Dumped Me 16
Metacritic 51/100
IMDb 6,4/10
Laugarásbíó 20.00, 22.25
Hereditary 16
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 87/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 22.20
Book Club Metacritic 53/100
IMDb 6,3/10
Háskólabíó 18.30
Christopher Robin Christopher Robin hittir
skyndilega gamlan vin sinn
Bangsimon, og snýr með
honum aftur í ævintýraheim
bernskunnar.
Metacritic 59/100
IMDb 8,0/10
Sambíóin Álfabakka 17.40,
20.00
Sambíóin Egilshöll 17.30
Sambíóin Kringlunni 17.20
Sambíóin Akureyri 17.15
Úlfhundurinn Frábær teiknimynd byggð á
metsölubókinni White Fang
efti Jack London. Ungur
maður vingast við úlfhund
og leitar að föður sínum sem
er horfinn.
Metacritic 61/100
IMDb 6,9/10
Smárabíó 15.10, 17.20
Hin Ótrúlegu 2 Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 80/100
IMDb 8,1/10
Sambíóin Álfabakka 17.30,
20.00
Sambíóin Egilshöll 17.30
Hótel Transylvanía 3:
Sumarfríið Metacritic 54/100
IMDb 6,4/10
Laugarásbíó 17.30
Smárabíó 14.50
Draumur Smárabíó 15.20, 17.40
Eftir að hafa komist lífs af eftir árás 20 metra
hákarls, þá þarf Jonas Taylor að horfast í augu
við ótta sinn, til að bjarga fólki sem er fast í
neðansjávarrannsóknarstöð
Metacritic 46/100
IMDb 6,2/10
Sambíóin Álfabakka 17.00, 17.30, 19.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 19.40, 22.10
Sambíóin Akureyri 19.30, 22.30
Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30
The Meg 12
Kona fer í stríð
Kona á fimmtugsaldri ákveður að bjarga heiminum og lýsir
yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdar-
verkamaður og er tilbúin að fórna öllu fyrir móður jörð og há-
lendi Íslands þar til mun-
aðarlaus stúlka frá
Úkraínu stígur inn í líf
hennar.
Morgunblaðið
bbbbb
Háskólabíó 18.10
Bíó Paradís 22.00
Mission Impossible -Fallout 16
Ethan Hunt og sérsveit hans og bandamenn, eiga í kappi við
tímann eftir að verkefni misheppnast.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 86/100
IMDb 8,4/10
Sambíóin Álfabakka 17.30,
20.30, 22.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.30
Sambíóin Kringlunni 21.55
Sambíóin Akureyri 22.00
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio