Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Side 12
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.8. 2018
Stefanía Daney Guðmundsdóttir frjáls-íþróttakona hefur aldrei grátið það aðmissa af böllum í skólanum út af
íþróttaæfingum, hún hefur hins vegar verið
svekkt að missa af sauðburði enda með sterkar
taugar til náttúru og dýralífs. Stefanía lætur
þó æfingarnar ganga fyrir öllu enda er hún ein
þeirra fjögurra íslensku íþróttamanna sem
„stefna að hinu ómögulega“ með því að komast
á ólympíumót fatlaðra í Tókýó í Japan árið
2020 og er hennar sérgrein langstökk. Morg-
unblaðið og mbl.is fylgir Stefaníu og hinum
keppendunum eftir næstu árin fram að keppni
en íþróttafólkið er nýbyrjað í herferð með
Íþróttasambandi fatlaðra og Toyota sem ber
yfirskriftina „Start your impossible“. Snýst sú
herferð jafnframt um að skora á alls konar fólk
að setja sér markmið sem virðast jafnvel
ómöguleg. Öll eiga þau fjögur möguleika á að
komast á ólympíumót fatlaðra í Tókýó.
Við Stefanía hittumst í Kópavogi, í íbúð
kærasta hennar, Jóns Margeirs Sverrissonar
sem er afreksmaður á heimsvísu í sundi fatl-
aðra. Þau hafa verið saman í tvö ár og notið
styrks og stuðnings frá hvort öðru í æfingum
sínum og met sín tileinkar Jón Margeir jafnan
Stefaníu. Stefanía býr þó á Akureyri ásamt
foreldrum sínum en þau Jón fljúga á milli og
hittast reglulega.
Lífið breyttist eftir greiningu
„Ég bjó frá þriggja ára aldri á Grenivík og
flutti svo til Akureyrar. Íþróttirnar komu fljótt
inn, ég var um 6 ára þegar ég byrjaði í fótbolta,
æfði golf, frjálsar og ýmislegt, hreinlega allar
íþróttagreinar til að byrja með,“ segir Stef-
anía.
Stefanía er einhverf en greindist fremur
seint, eða þegar hún var komin í gagnfræði-
deild. Brynja Herborg Jónsdóttir, móðir Stef-
aníu, er með okkur í viðtalinu og segir að
fyrstu árin í Grenivík hafi fjölskyldan þurft að
eiga við mikla vanþekkingu skólayfirvalda þar.
„Ég var sjálf viss um að Stefanía væri ein-
hverf og leitaði allra ráða til að fá skólann til að
vinna með okkur, fá greiningu og slíkt en því
miður fékk ég bara að heyra að það væri eitt-
hvað að hjá sjálfri mér og ég nennti greinilega
ekki að hjálpa Stefaníu að læra heima eftir
skóla, þrátt fyrir að ég væri með henni tvo
klukkutíma á dag að lesa námsefnið. En vegna
einhverfunnar áttu bækur síður upp á pall-
borðið. Stefanía fékk því enga aðstoð og á end-
anum gáfumst við upp og fluttum til Akureyr-
ar þar sem hún fór strax í faglega greiningu og
lífið tók miklum breytingum til hins betra.“
Stefanía jánkar þessu, á Akureyri eignaðist
hún þá í fyrsta skipti vinkonur og naut sín vel,
fékk að velja skóla þar en á Grenivík hafði hún
fengið að heyra ókvæðisorð frá jafnöldrum og
jafnvel verið hjóluð niður og lent í líkamlegum
meiðingum.
„Þarna breyttist mikið, ég var ekki lengur
alltaf ein og naut mín. Það tók mig smá tíma að
meðtaka einhverfugreininguna, fyrst vildi ég
ekki segja neinum frá en þegar leið á fann ég
hvað það var bara gott að geta sagt að ég væri
einhverf og foreldrar mínir innprentuðu líka í
mig að vera ekki feimin við að útskýra það og
það auðveldaði lífið. Ég get stundum sagt alls
konar hluti sem þeim sem vita ekki að ég er
einhverf finnst hljóma eins og ég sé bara ein-
hver rugludallur.“
Móðir Stefaníu segir að hún hafi sjálf fagnað
því að þarna fékk Stefanía loksins þá aðstoð og
hjálp sem hún þurfti. Þegar ljóst var að Stef-
anía væri einhverf hafi sérstaklega mikið verið
lagt upp úr verklega hlutanum í hennar lífi.
Ljóst var að bækur höfðuðu ekki til hennar
þannig að Stefaníu var gert kleift að æfa allar
þær íþróttir sem hún vildi.
Burstaði strákana
Í fyrstu æfði Stefanía með ófötluðum og stóð
sig mjög vel þar og var orðin eins konar áskrif-
andi að fjórða sætinu og svo fór hún að æfa
frjálsíþróttir í röðum fatlaðra.
„Ég byrjaði að æfa frjálsíþróttir af miklum
metnaði í kringum 2013 en í kringum 14 ára
aldur var okkur sagt að ég gæti náð langt í röð-
um fatlaðra. Þá byrjaði ég hjá íþróttafélaginu
Eikinni og fór á barna- og unglingamót í Dan-
mörku. Ég var sett í efsta styrkleikaflokk í
spjótkasti en þeir sem voru sterkastir voru
bara strákar og svo ég. Ég vann þá alla og ég
man að finnski keppandinn varð alveg brjál-
aður því ég tók bara hliðar saman hliðar spor
og kastaði meðan hann tók fulla atrennu og
náði mér ekki!“ segir Stefanía.
Síðustu árin hefur Stefanía tekið stórstígum
framförum og er í dag fremsta íþróttakona Ís-
lands í röðum þroskahamlaðra sem kallast
flokkur T20. Stefanía hefur meðal annars náð
bronsinu í 400 m hlaupi á Grand Prix-mótinu í
Berlín auk þess að vinna gullverðlaun í lang-
stökki þar sem hún setti Íslandsmet.
Eftir örfáar vikur keppir hún á Evrópumóti
fatlaðra í frjálsum í Berlín en Stefanía fór í
fyrsta skipti út með landsliðinu árið 2015. Síð-
ustu árin hafa verið stanslaus mót og mikil
ferðalög sem hafa hentað Stefaníu vel, hún
segir að hún gæti hreinlega búið í ferðatösku
og fái aldrei heimþrá. Erfiðast fyrir Íslendinga
sé þó jafnan að æfa í miklum hita eins og lík-
legt er að verði núna.
Með rollunum í ránni
Eftir sitt fyrsta mót í Danmörku fann Stefanía
sterka löngun til að halda áfram en hún segir
að lífið sé þó ekki eilíf bein braut fyrir íþrótta-
menn, það séu vissulega fórnir.
„Þegar maður finnur að maður er að bæta
sig kemur þessi löngun að halda áfram. Mér
finnst leiðinlegast að missa af útilegum og ætt-
armótunum og það getur verið erfitt. Ég var
einnig vön að fara í sauðburð, viku til tíu daga,
hjá ömmubróður mínum. Ég er svo hænd að
dýrum að ég lá bara með rollunum í krónni dag
og nótt og þær kipptu sér ekkert upp við það.
Þar til að þjálfarinn minn kom norður og
ræddi við okkur og sagði; „Ekki meiri sveita-
ferðir!“ Þetta er að minnsta kosti svona í bili.“
Brynja bendir á að Stefanía hafi alltaf náð
sérstöku sambandi við dýr en líka börn og
vann hún eitt sinn á leikskóla og leitar nú að
hlutastarfi á leikskóla með æfingunum. „Börn
hænast ótrúlega að henni og gefa sig að henni
úti á götu, enda er hún afar natin við þau og
gefur sig að þeim. Stefanía er afar spennt fyrir
að fá að vinna á leikskóla en hún útskrifaðist
úr Verkmenntaskólanum á Akureyri fyrir um
ári.“
Stefanía segir að íþróttirnar hafi gert mikið
fyrir sig félagslega, þar sé sterkur félags-
skapur og Brynja tekur undir það og segist
myndu óska að fleiri krakkar í hennar stöðu
fengju tækifæri til að prófa íþróttir því hún
hafi séð hvað þetta hafi gert fyrir Stefaníu.
„Eins og stendur tek ég æfingu á morgnana,
einn og hálfan tíma, á kvöldin æfi ég í tvo tíma
og nú verður bætt í og aukið við þessar æfing-
ar. Svo syndi ég og hjóla inn á milli æfinga, til
dæmis Eyjafjarðarhringinn sem er 52 kíló-
metrar. Langstökk kann að líta út fyrir að vera
einfalt þegar fólk horfir á það í sjónvarpinu en
þetta eru mikil tækniatriði. Að reyna að vera
sem lengst í loftinu þar til þú lendir og þú mátt
ekki reyna of mikið í atrennunni því þá nærðu
ekki stökkkraftinum.“
Að hvaða meti stefnirðu?
„Metið mitt núna er 4,8 metrar og ég ætla að
ná fimm metrum. Hvenær? Nú eftir mánuð!“
segir Stefanía að lokum.
Verst að fórna sauðburði
Einni fremstu íþróttakonu Ís-
lands í röðum fatlaðra finnst
ekkert mál að fórna skóla-
skemmtunum til að ná sínum
markmiðum en náttúrubarnið
í henni er ekki eins sátt með
að komast ekki í sauðburð.
Stefanía Daney Guðmunds-
dóttir stefnir á ólympíumót
fatlaðra í Tókýó í Japan 2020.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Síðustu árin hefur Stefanía Daney tekið stórstígum framförum í frjálsum íþróttum og er í dag
fremsta íþróttakona Íslands í röðum þroskahamlaðra sem kallast flokkur T20.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
’Metið mitt núna er 4,8 metrar og ég ætla að ná fimm metrum. Hvenær? Nú eftir mánuð!
„Langstökk kann að líta út fyrir að
vera einfalt þegar fólk horfir á það í
sjónvarpinu en þetta eru mikil
tækniatriði,“ segir Stefanía Daney.