Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Qupperneq 14
Það er þegar maður er mitt ámilli; það breytist svolítið dagfrá degi hvernig manni líður
og það getur verið mjög ruglandi.
Stundum vildi ég að ég væri bara al-
veg sís eða alveg trans, þá myndi ég
vita nákvæmlega hvað ég vildi vera,
en ég er mitt á milli, bæði, hvorki né.
Ég er mjög hrifin af orðinu kyn-
segin. Það er svo mótanlegt og þú
þarft ekki mjög nákvæma lýsingu á
því hver þú ert. Þú segist bara vera
kynsegin og þannig veit fólk að þú ert
ekki sís, en það veit ekki alveg hver
eða hvað þú ert. Það er enginn að
ætlast til þess að allir viti hver maður
er þegar það sér mann fyrst. Það er
mjög þægilegt þegar fólk spyr bara
hvaða fornöfn maður kýs að nota.
Ég hef ákveðið tímabundið að halda
mig við kvenkynsfornöfn. Ég er sem
sagt hún og mér finnst það mjög þægi-
legt. Íslenskan er svo kynjuð, að um
leið og þú ferð að tala um sjálfan þig,
ertu að kynja þig í hverri einustu setn-
ingu. Kvenkynsfornöfnin fallbeygjast
eins og þau; þau eru svöng, ég er
svöng. Þannig að mér finnst það bara
fallegt. Gott að halda í vanann á með-
an ég er að venjast þessu og finna mig.
Mamma er líka mjög glöð með það.
Ég sagði við hana: „Ég er dóttir þín
eins lengi og þú þarft á því að halda,
eða þangað til það verður hallæris-
legt.“ Það verður ekki gaman að
kynna mig sem dóttur sína ef ég verð
orðin mjög karlmannleg og komin með
skegg. Kannski verð ég dóttir hennar
til æviloka, en kannski ekki. Það kem-
ur bara í ljós, en í bili er ég hún.
Ég hef ekki hug á fullri kynleið-
réttingu, en ég ætla að fara á horm-
óna, það er eitthvað sem mig hefur
langað mjög lengi. Ég hef það alveg í
huga að sumt fólk hættir við, og það
er eitthvað sem fólk er svolítið hrætt
við að tala um, vegna þess að því
finnst það kannski varpa skugga á
upplifun annarra. En mér finnst það
bara mjög eðlilegt. Mér finnst kyn
vera eitthvað sem við eigum að skoða,
og ættum að geta prófað, og er ekki
allt tímabundið hvort eða er? Sumir
fara alla leið, aðrir ekki, og ég þurfti
bara að taka þá ákvörðun fyrir mig að
ef ég hætti við gæti ég verið sátt við
breytingarnar. Fyrir mig sem er kyn-
segin, fyndist mér góð tilhugsun að
vera með dýpri rödd og karlmann-
legri, ég hef alltaf viljað vera það.
Mig hefur langað í brjóstnám síðan
ég fékk brjóst. Ef ég fæ þá aðgerð ekki
í gegnum transteymið, þá tek ég lán
fyrir henni. Brjóstin hafa alltaf verið
fyrir mér, líka þegar ég var að reyna
að vera kvenkyns, sæt stelpa og átti
Þetta er ekki
tískubylgja
Ég heiti Elí, kalla mig það alla vega tíma-
bundið. Ég er smá á reiki eins og er, en þetta
er ágætis nafn í bili. Ég skilgreini mig sem
sem trans og gender-fluid og er ennþá að
venjast íslenska orðinu sem er flæðigerva
Ég tengi líka við og nota orðið„androgynous“ á ensku, enmér líður eins og bæði stelpu
og strák.
Orðið vífguma hjálpar mér mest
til að útskýra fyrir fólki hvernig mér
líður en líka til að mér finnist ég gild
í samfélaginu, vera eitthvað, ekki
týnd: mér líður ekki eins og stelpu
og ekki eins og strák, hvað er ég þá?
Ég er ekki lengur ekki neitt, eða
bara undantekning. Ég er vífguma.
Ég hef hugsað mikið út í fornöfn
og ég sætti mig við hún. Fólk þekkir
núna kynsegin fornafnið hán, en ég
myndi frekar vilja nota hín. Og þá
að fólk myndi segja: hín er falleg, en
ekki fallegt. Ég tengi ekki við hvor-
ugkyns lýsingarorð og þess háttar.
En ég vil ekki leggja neitt á fólk í
kringum mig, svo að ég sætti mig
við að nota hún. Það er alveg fínt.
Sérstaklega þegar maður er að fá
stuðning frá foreldrum, sem skildu
þetta ekki fyrst. Fjölskyldu-
meðlimir og vinir áttu misauðvelt
með að skilja, og ég var stundum
spurð: af hverju ertu að gera vesen
út af þessu?
Ég vissi alltaf að það væri eitthvað,
að ég væri alla vega ekki alveg stelpa.
Þegar ég heyrði um trans menn velti
ég fyrir mér hvort ég væri kannski
eitthvað svoleiðis? Já, en samt
ekki … ekki alveg … Svo heyrði ég
um „gender-fluid“, eða flæðigerva, á
netsamskiptasíðunni tumblr, og upp-
götvaði að það væru fleiri mögu-
leikar, þriðja kynið, og ég fór að
skoða þetta nánar. Ég byrjaði að
nota orðið „gender-fluid“, en finnst
það notað svo mikið í gríni og að
þannig fólk væri bara athyglissjúkt,
svo ég hætti því. Það eru margir
Mjög mikil
togstreita
Ég heiti Hrafnsunna og ég skilgreini mig sem
vífguma. Orðið er samsett úr orðinu víf og gumi
sem þýðir kona og karl og er yfirleitt notað
til að lýsa kyntjáningu, eða útliti sem er bæði
kvenlegt og karlmannlegt
argslungin skynjun fólks á eigin kynvitund, kyngervi og kynhneigð er
áreiðanlega ekki ný af nálinni frekar en nokkuð annað sem snertir
mannlegt eðli. En allar þessar nýju hugmyndir um, orð yfir og skil-
greiningar á því sem við áður tókum sem sjálfsögðum hlut geta eðli-
lega flækst fyrir mörgum.
Til að skilja kynjabyltinguna betur sögðu fimm einstaklingar okkur
frá leit sinni að sjálfum sér, kyni sínu og/eða kynhneigð. Leit sem leiddi
þá um misdjúpa dali, leit sem endaði á að þeir stóðu uppi sem sigurveg-
arar gagnvart sjálfum sér og umheiminum.
Það er fallega ólíkt og mjög persónulegt hvaða skilgreiningar við-
mælendur okkar tengja við og af hverju, en þeir eru sammála um að
eins og stendur séu skilgreiningar hjálplegar við að útskýra fyrir öðr-
um – og ekki síður sjálfum sér – sjálfsmynd sína, líðan og langanir.
Þeir vilja allir meina að Íslendingar séu yfirhöfuð opnir og tilbúnir fyrir þessa kynjabyltingu, þótt stundum
eigi misskilningur sér vissulega stað, alltaf séu einhverjir sem vilji ekki skilja og að stöðluð ímynd karlmennsk-
unnar sé hörð í horn að taka.
Með góðan stuðning á bak við sig; ættingja, Samtökin ’78, Trans Ísland og transteymi Landspítalans, horfa
viðmælendur okkar bjartsýnir fram á veginn og gera ráð fyrir því að fyrr en síðar verði öllum frjálst að elska
og tjá sig í takt við langanir sínar, skilgreina sig eftir líðan, ekki líkama - og flæða að vild í eigin kynvitund.
Kynvitund: Upplifun einstaklingsins af eigin kyni.
Kyngervi: Menningarlegar hugmyndir um kyn fólks.
Getty Images/iStockphoto
Kynja-
tvíhyggja
ei meir
Við höfum flest vanist því að líta á fólk sem annaðhvort karlkyns eða kven-
kyns. Flestir eru síðan gagnkynhneigðir, en sumir sam- eða tvíkynhneigðir.
En nú hefur orðið breyting þar á. Fólk er byrjað að skilgreina kynvitund
sína á marga vegu; á milli kynja eða flæðandi frá einu kyni til annars, þar
sem sumum finnst þeir ekki tilheyra neinu kyni en öðrum finnst þeir af
einu kyni í dag og öðru á morgun. Kynferðislega laðast einhverjir að öllum
kynjum, enn aðrir að engu kyni. Það er ekki lengur neitt annaðhvort eða.
Kynjatvíhyggja heyrir sögunni til. Kynjabyltingin er hafin.
Texti: Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is
Ljósmyndir: Arnþór Birkisson arnthor@mbl.is
M
HINSEGIN KYNSEGIN
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.8. 2018