Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Qupperneq 15
uð þið þegar ég var lítil og ein? Ég er
búin að bæla þetta svo lengi niður, en
núna er ég að grafa þetta upp aftur
og átta mig á þessu. Ég sé mig alveg í
þessum krökkum í dag og er rosalega
stolt af þeim. Þannig að það var mjög
góð tilfinning að finna allt í einu 20 ár-
um seinna að ég er ekki eina mann-
eskjan sem líður svona.
Þegar kemur að þessari kynja-
byltingu þá er ég varfærnislega
bjartsýn á framtíðina. Eftir fyrri
heimsstyrjöldin var rosaleg kynja-
bylting og það var verið að hjálpa
trans fólki í Þýskalandi, mjög svipað
því sem er að gerast í dag. Og svo
allt í einu kom fasisminn og allt fór í
bælingu aftur. Fasismi er aftur í
uppsiglingu í heiminum, ekki síst ef
maður horfir til Bandaríkjanna. Ís-
lendingar eru opnir og það eru rosa
góðir hlutir að gerast hér á landi þar
sem fólk fær að vera það sjálft, en
við verðum að vera á verði við halda
því til streitu, við verðum að passa
þetta, því það er ekki sjálfgefið að
þetta haldi áfram að vera svona.
Trans maður/kona: Fólk sem
var úthlutað röngu líkamlegu
kyni við fæðingu miðað við
kynvitund þess.
Flæðigerva: Notað um kynvit-
und þeirra sem upplifa knvitund
sína flæðandi (e. gender-fluid)
Sís: Notað yfir alla þá sem eru
ekki trans.
Kynsegin: Notað yfir einstak-
linga sem skilgreina sig ekki
bara karlkyns eða kvenkyns.
Kynleiðrétting: Langt ferli; röð
skurðaðgerða og horm-
ónagjafa til að breyta líkama
einstaklings svo hann sam-
ræmist kynvitund hans.
Brjóstnám: Aðgerð þar sem
brjóst eru minnkuð eða fjar-
lægð.
„Íslenskan er svo kynjuð, að um
leið og þú ferð að tala um sjálfan
þig, ertu að kynja þig í hverri
einustu setningu,“ segir Elí.
kærasta. Það er svolítið erfitt, því fólk
spyr hvaða máli þetta skipti þar sem
ég sé kynsegin, en ég á rosalega erfitt
með að vera elskuð sem kvenmaður.
Ég þurfti að útskýra sérstaklega fyrir
kærustunni minni, sem er tvíkyn-
hneigð, að ef við förum alveg niður í
dýpstu tilfinningar sem hafa ekkert
með líkamlegt atgervi eða kyntjáningu
að gera, þá er ekki eins að vera hrifin
af stelpu og strák. Ég upplifi þá tilfinn-
ingu sterkt og ég er ekki kvenmaður.
Ég er búin að reyna það í mörg, mörg
ár, en það gengur bara ekki upp.
Fjölskyldan mín var rosalega opin
þegar ég kom út fyrst. Ég skrifaði
þeim öllum mjög fínt bréf og þau
spurðu hvað ég vildi láta kalla mig. Ég
held að sumir hafi ekki tekið eins mik-
ið mark á mér af því að ég ætla bara
að vera hún í bili. Ég á mjög erfitt
með breytingar og vil að þær gerist
hægt og rólega, og þar sem ég þarf að
hugsa mig um held ég að margir hafi
hugsað að þetta væri bara tímabil hjá
mér. En ef svo er þá hefur það varað
síðan ég var fimm ára. Kynjabyltingin
er heldur ekki tískubylgja eins og
sumir hafa vilja halda, mér leið svona
löngu áður en ég vissi hvað þetta var.
Ég lék alltaf stráka sem barn, og
sem unglingur fór mig að gruna að ég
væri strákur í stelpulíkama. En mér
fannst það samt ekki passa af því að
ég var með svo kvenlegan líkama, ég
hlyti að verða rosa lélegur strákur!
Ég var mikið að pæla í þessu og var
eiginlega komin út, en hrökklaðist
aftur inn í skápinn. Ýmislegt kom upp
sem var í mótstöðu við þetta, ég varð
þunglynd og átti mjög erfitt. Það var
heldur ekkert fræðslustarf í gangi og
allir sem ég hitti voru trans konur, ég
var eini trans karlinn, svo ég lét mig
bara hverfa. Síðan var ég svo heppin
að ég hálfpartinn villtist niður í Sam-
tökin ’78 á félagsfund fyrir um tveim-
ur árum. Allt í einu var komið fullt af
krökkum um tvítugt með kynjabylt-
ingu í gangi og ég fékk bara stjörnur í
augun! Um leið hugsaði ég: hvar vor-
’ Allt í einu var komiðfullt af krökkum umtvítugt með kynjabyltingu ígangi og ég fékk bara
stjörnur í augun! Um leið
hugsaði ég: hvar voruð þið
þegar ég var lítil og ein?
mjög skilningsríkir en mér finnst
stimpillinn að við séum eitthvað
ógeðsleg, athyglissjúk og að við séum
að þykjast mjög erfiður að díla við.
Ég hef lengi verið að hugsa um
hvaða skref ég vil taka; hvort ég vilji
fara í skurðaðgerð eða hormóna-
meðferð, því það er mjög mikil tog-
streita að vera svona. Í smátíma var
ég mjög langt niðri af því að mér leið
eins og það væri sama hvaða ákvörð-
un ég myndi taka, það yrði ranga
ákvörðunin; hvort sem ég myndi
halda öllu venjulegu eða breyta ein-
hverju.
Niðurstaðan er að ég ætla ekki að
gera neitt í bili. Ég vil alls ekki
verða karl með skegg, frekar bara
strákur, og verð sjálf skotin í kven-
legum strákum. En ef ég geri eitt-
hvað, þá mun ég bíða þangað til ég
eignast barn. Því konan í mér, vífið,
vill mjög mikið eignast barn eins og
kona, með kvenlíkama og nota
brjóstin í það sem þau eiga að vera
notuð. Ég hef samt hugsað út í
brjóstaminnkun, sem væri eitt það
vægasta sem ég gæti gert, en ég vil
ekki taka áhættuna á að geta ekki
framleitt mjólk fyrir barnið mitt,
svo ég ætla að bíða með allar að-
gerðir.
Persónufornöfnin: hán, hé og
hín eru notuð hérlendis, eink-
um af kynsegin fólki. Orðin
taka oftast með sér hvorug-
kyn, en það er persónubundið
hvað fólk kýs í þeim efnum.
’Það er margir mjög skilnings-ríkir en mér finnst stimpillinnað við séum eitthvað ógeðsleg, at-hyglissjúk og að við séum að þykj-
ast mjög erfiður að díla við.
„Konan í mér, vífið, vill
mjög mikið eignast barn
eins og kona,“ segir
Hrafnsunna.
12.8. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15