Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Síða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Síða 18
L öpp frá hálfgerðum ástarbríma er á sporhröðum. Þessi vísbending sem birtist í krossgátu Sunnu- dagsmoggans, kann að hljóma fyr- ir mörgum eins og annað tungu- mál. Hún er hins vegar auðleyst fyrir hjónin Ásgeir Jónsson og Áslaugu Faaberg, en þau eru meðal fjölmargra sem leysa krossgátu Sunnudagsmoggans í hverri viku. „Fótfráastar. Löpp er „fót“. Frá hálfgerðum ástarbríma, þá færðu „astar“. Fót-frá-astar. Af því að hún segir hálfgerðum þá tekur hún kommuna af ástar, og segir fótfráast- ar,“ segir Áslaug um leið og ég sýni henni vísbendinguna. Ásgeir og Áslaug hafa reglulega leyst krossgátu Sunnudagsmoggans síðastliðin 20 ár. Fyrst um sinn tókst þeim ekki að klára hálfa gátuna en í dag leysa þau hana á einum og hálfum til tveimur klukkutímum, en það að leysa krossgátuna er enginn barnaleikur. Krefst æfingar „Maður þarf að læra inn á krossgátuhöf- undinn. Það eru allskonar trix sem höfund- urinn gerir og þess vegna verður maður að læra á hann, segir Ásgeir.“ „Þetta er bara þjálfun,“ bætir Áslaug við. „Fólk sem er að byrja í fyrsta sinn hristir bara hausinn og leggur þetta frá sér.“ „Sérstaklega í byrjun er þetta tímafrekt. Ef við tökum líka gátuna í Fréttablaðinu fer lang- ur tími í þetta. Við höfum líkt þessu við að spila einn golfhring,“ segir Ásgeir. „En við höfum nægan tíma. Maður myndi ekkert sitja yfir þessu ef maður væri með smá- börn,“ bætir Áslaug við.“ Áslaug starfar sem sjúkraliði í læknasetrinu í Mjódd og Ásgeir er hjartasérfræðingur. Á laugardagsmorgnum gefa þau sér samt alltaf tíma til þess að setjast niður með kaffibolla og leysa krossgátuna. Þau komust þó fljótt að því að það gengi ekki að skipta með sér einni krossgátu. „Það var sá sterkasti sem fékk blaðið þannig að hún fékk það aldrei,“ segir Ásgeir kíminn og horfir til Áslaugar sem tekur ekkert mark á honum. „Við skiptumst á. Hann byrjaði kannski og svo tók ég við. Svo bara komust við að því að við yrðum eiginlega að hafa tvö blöð. Þetta gekk ekkert upp svona. Þá keypti ég oft auka- blað þegar blaðburðardrengurinn kom á laugardagskvöldum. Oft skaust maður út í sjoppu, sem var mjög hallærislegt.“ Það gekk þó ekki lengi að áskrifendur Morgunblaðsins væru að kaupa sér aukablað í hverri viku og leystu þau fljótlega vandamálið með því að kaupa ljósritunarvél. „Ég reiknaði það út að ljósritunarvélin myndi borga sig upp á 17 árum,“ segir Ásgeir. Ljósritunarvélin virkar enn og því er ljóst að fjárfestingin er nýlega búin að skila sér. „Þetta er gamall gripur, en hann dugar okk- ur. Við notum hann eiginlega bara til að ljósrita krossgátuna. Þannig getum við setið sitt með hvora gátuna, án þess að rífast,“ segir Áslaug. Krydd í tilveruna Laugardagsmorgnar þeirra Áslaugar og Ás- geirs hljóma vel. Þau setjast niður með kaffi- bolla og leysa saman krossgátur í góðri blöndu af samkeppni og samstarfi. Þau eru sammála yrði þær að finna á rafrænu formi. „Ég er al- veg viss um það að við myndum bara venjast því. Ef þetta væri á skjá, myndum við kannski tileinka okkur nýja tækni,“ segir Áslaug. „Af því að við erum svo nýjungagjörn eða?“ Spyr þá Ásgeir. Áslaug skellir upp úr og við- urkennir að þau séu það ekki. „En maður getur auðvitað prentað þetta út ef þetta er á netinu,“ segir Ásgeir og þar með er vandamálið leyst. „Svo ef manni leiðist getur maður bara dundað sér við það að búa til svona gátur,“ bætir hann við. Það er eitthvað sem Ásgeir gerir reglulega fyrir konuna sína. „Hún fer einstaka sinnum í svona menningarferð til útlanda. Þetta eru skóla- systur úr saumaklúbbn- um. Svo þannig að henni leiðist ekki í útlöndum, þá bý ég til krossgátur,“ segir Ás- geir.“ „Af því að hann heldur að mér leiðist í út- löndum. Þá er hann alveg nokkra daga að búa til eina og stingur þessu í töskuna mína. Þetta er mjög fallega gert og það er alltaf byrjað á henni í flugvélinni. Svo hjálpa stelpurnar mér og við náttúrlega hlæjum að þessu bara,“ segir Áslaug. „Að búa til krossgátu er miklu, miklu, erf- iðara en að leysa hana. Að láta þetta allt passa saman, það er mjög erfitt. Þetta er bara hand- gert hjá mér. Þó þú notir tölvu og forrit er þetta heilmikið púsl. Þó maður sé búinn að finna orðin getur verið snúið að búa til vísbendinguna sem passar við orðið sem maður er búinn að finna,“ segir Ásgeir og það er greinilegt að þau kunna vel að meta það starf sem Ásdís Bergþórsdóttir, krossgátuhöfundur, vinnur í hverri einustu viku. Nauðsynlegt að nota heilann Ásdís Bergþórsdóttir hefur verið höfundur verðlaunakrossgátu Sunnudagsmoggans síð- ustu tuttugu ár. Blaðamaður hitti Ásdísi á kaffihúsi upplýsingatæknifyrirtæk- isins Advania í Borgartúni, en þar starfar hún sem forritari. „Þegar við stöndum frammi fyrir ein- hverju sem við skiljum ekki og okkur tekst á endanum að skilja það. Þá fáum við ákveðna vellíðunartilfinningu,“ segir Ás- dís, aðspurð hvað krossgátulausnir hafi fram yfir aðra afþreyingu. „Þetta er ekki eins og að horfa á sjón- varpsþátt af því að þú þarft að nota heilann. Þetta er afþreying sem byggist á hugsun. Þetta er ekki eins og að sitja og vera bara neytandi, þú þarft að gera eitthvað. En auðvit- að er þetta afþreying. Mannskepnan hefur gíf- urlega þörf fyrir afþreyingu.“ Krossgátan á sér engan líka „Það sem er kannski merkilegast við krossgát- una, er það hvað hún tengist stafrófinu mikið. Hún er að einhverju leyti afleiðing þess að við tökum upp stafróf. Krossgátan verður til á tveimur stöðum, á tveimur mismunandi tíma- bilum. Ég hélt lengi að fyrsta krossgátan hefði verið í Bandaríkjunum. Síðan kemur í ljós að fyrsta krossgátan var gerð á Ítalíu. Er birt einu sinni og hverfur. Er svo endursköpuð síðar í Bandaríkjunum,“ segir Ásdís. Sérkenni krossgátunnar er handavinn- an sem er nauðsynleg, bæði við gerð og lausn hennar. Ásdís ber krossgátuna sína saman við talnaþrautina Sudoku. „Sudoku er frekar auðleysanlegt. Það er frekar einfalt verk fyrir tölvu, bæði að búa það til og að láta tölvu leysa það. Þetta er einföld rökhugsun. Sam- heitakrossgátur, hefðbundnar sam- heitakrossgátur, eru þess eðlis að það er hægt að láta tölvur leysa þær. Samheitakross- gátur þar sem það er bara vísbending og lausnin er samheiti. Vísbendingin er hundur og lausnin er rakki. Þetta er frekar auðleysanlegt. Þessar cryp- tic krossgátur og þessar flóknari vísbendingakrossgátur, eins og ég geri, eru erfiðari,“ segir Ásdís. Krossgátur Ásdísar eru flóknari en hinar hefðbundnu samheitakross- gátur sem margir kannast við. Fyrir byrjendur kunna vísbendingar Tuttugu ár af heilabrotum Krossgátur eru ómissandi hluti af efni dagblaða. Verðlaunakrossgáta Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins á dyggan aðdáendahóp sem gæti ekki hugsað sér helgina án hennar. Nokkra klukkutíma getur tekið að leysa gátuna. Höfundurinn, Ásdís Bergþórsdóttir, ver þó mun meiri tíma í að gera krossgátuna en fer í að leysa hana Einar Sigurvinsson einarsigurvins@gmail.com ’ Þú finnur hvergi ann-arsstaðar svona afþrey-ingu. Þetta er eitthvað semverður að handgera svo þetta sé gott. ... Tölvur geta gert margt fyrir okkur en ákveðið handverk geta þær ekki leyst. því að þetta sé einfaldlega góð afþreying. „Þetta er auðvitað allt öðruvísi afþreying en að horfa á sjónvarpið. Við lesum heilmikið en við horfum ekki mikið á sjónvarp. Þetta er svona krydd í tilveruna og ég held að þetta sé ágætt fyrir gráu sellurnar. En þetta gefur ekkert í aðra hönd, nema kannski einu sinni á ári einhverja bók,“ segir Ásgeir. Þau Ásgeir og Áslaug segjast ekki hafa trú á því að krossgátan muni deyja út. Í versta falli KROSSGÁTUR 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.8. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.