Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Page 19
hennar að hljóma flóknar. Til að ráða vísbend-
ingar eins og „lánir palla einhvern veginn til að
fá nálhús“ og „ sýla þýska þjóð með hrakn-
ingum,“ þarf ekki bara íslenskukunnáttu. Það
þarf rökhugsun og töluverða æfingu. Alveg
sama hversu fær íslenskufræðingur sest niður
með krossgátu Ásdísar er ólíklegt að sá hinn
sami viti lausnarorðin „nálarprilla“ og „ísa-
volk,“ án þess að hafa æft krossgátuhæfileika.
Ásdís segir þó, að þrátt fyrir að hæfileikinn
til að leysa krossgátu líkt og þá sem hún gerir
krefjist meira en bara íslenskukunnáttu, sé
hún gríðarlega mikilvæg.
„Þú getur ekki leyst krossgátu án þess að
þekkja tungumálið, það er ekki hægt. Þú þarft
að þekkja uppbyggingu málsins, hvar sér-
hljóðar koma, hvar samhljóðar koma. Á bakvið
það er svo mikil þekking. Fyrir þessar kross-
gátur þarftu að hafa mjög góða þekkingu á
tungumálinu af því að það er leikið það mikið
með tungumálið.“
Mikil vinna við hverja gátu
Á bakvið hverja krossgátu sem Ásdís semur
felst mikil vinna.
„Ég reyni að finna einhver skemmtileg orð,
eitthvað sem mér finnst sniðugt. Svo er ég með
forrit sem heldur utan um formin og svo reyni
ég að byggja í kringum þessi orð. Fyrst
vinnurðu svolítið handavinnuna við að koma
forminu saman. Þú reynir að velja orð sem eru
líkleg til þess að vera skemmtileg. Ef þú sérð
skemmtilega eða frumlega vísbendingu strax,
þá skrifarðu hana niður.“
„Svo þegar formið er komið, þarftu að fara
að leggjast í vísbendingavinnuna, sem er
kannski mesta vinnan. Svo geturðu lent í því
að þú komir ekki saman vísbendingu fyrir eitt-
hvert orð. Þá gætirðu þurft að taka það orð út
og breyta krossgátunni. Ég þarf í raun og veru
að handvelja hvert einasta orð. Þetta er tölu-
verð vinna.“
Kvartanir voru algengar
Þrátt fyrir þá miklu vinnu sem fer í hverja
krossgátu þekkir Ásdís það vel að fá símtöl fá
ósáttu fólki.
„Heldur betur, en það eru allir hættir því
núna. Guði sé lof. Það er náttúrlega það allra
versta sem þú gerir mér með þessu viðtali, nú
gæti fólk farið að hafa samband við mig aftur,“
segir Ásdís kímin.
„Það voru athugasemdir við vísbendingar og
annað slíkt. Stundum geri ég mistök, ég er ekki
Guð frekar en aðrir. Stundum var verið að
benda mér á mistök, stundum skildi fólk ekki
vísbendinguna og hélt að það væru mistök.
Stundum var verið að hafa samband af því að
krossgátan þótti annað hvort of létt eða of þung.
Ef ég fæ kvartanir þá fæ ég yfirleitt kvartanir
yfir því að sama krossgátan sé of létt og of þung.
Þannig að ég veit ekkert hvað ég á að gera.“
Gæti alveg dáið út
Ásdís er ekkert allt of viss um að krossgátan
muni standast tímans tönn.
„Ég held bara að krossgátan gæti alveg dáið
út. Af því að þetta er svo mikið eldra fólk og ég
verð svosem ekkert mikið vör við aukningu hjá
yngra fólki. Þannig að kannski deyr þetta út.
Kannski gæti einhver komið eftir 100 ár og
endurvakið þetta,“ segir Ásdís.
„Þú finnur hvergi annarsstaðar svona af-
þreyingu. Þetta er eitthvað sem verður að
handgera svo þetta sé gott. Þetta er þessi
handavinna í tölvuumhverfinu. Tölvur geta
gert margt fyrir okkur en ákveðið handverk
geta þær ekki leyst. Kannski er list og hand-
verk að verða mikilvæg á Íslandi út af tölv-
unum. Það er svo lítið mál að búa til hluti vél-
rænt og búa til hluti sem eru eins, þannig að öll
hönnum verður merkilegri. Á meðan hér í
gamla daga var allt gert í höndunum. Disk-
urinn þinn var gerður í höndunum, askurinn
þinn var gerður í höndunum. Handverk var
venjulegt, það var hluti af daglegu lífi, núna er
það eitthvað sérstakt nú er þetta eitthvað sem
þú vilt kaupa.“
Halldór Ármannsson hefur reglulega leyst
krossgátu Sunnudagsmoggans síðan Ásdís
Bergþórsdóttir hóf að gera hana árið 1998.
Hann man vel eftir fyrstu vísbendingunni sem
kveikti áhugann.
„Skýringin var svona „í túni sveiflast mari-
júana“ og svarið var „vallarsveifgras“ sem er
ein helsta tegundin af grasi sem er hér í tún-
unum. Þá er það í túni sem er vallar, sveif er
sveiflaðist og gras er marijúana. Vallarsveif-
gras. Ég hugsaði með mér að þetta væri eitt-
hvað sem væri gaman að eiga við.“
Hann viðurkennir að þjálfunin sem hann
hefur náð með árunum nýtist honum vel, en
það að leysa krossgáturnar sé þó yfirleitt
nokkuð tímafrekt.
„Þetta er misjafnt hjá mér. Ég myndi segja
að ég væri oft svona þrjá til fjóra tíma, allt í allt
að klára eina gátu. En ég geri hana ekki alla í
einu. Ég byrja aldrei á laugardagsmorgnum.
Ég nenni ekki að fara niður og ná í blaðið,“ segir
Halldór og hlær.
„Ég sest oft niður svona um þrjú, fjögur og
tek klukkutíma eða eitthvað svoleiðis. Og svo
aftur um kvöldið áður en ég fer að sofa. Ég er
hálftíma til klukkutíma í einu, í þrjú skipti á
dag. Eitthvað svoleiðis, með báðar gáturnar.
Þá er ég í mesta lagi í átta til tíu tíma með báð-
ar gáturnar og í minnsta lagi svona sex tíma,“
segir Halldór sem leysir bæði gátuna í Sunnu-
dagsmogga og í Fréttablaðinu.
Þrátt fyrir alla reynsluna segir Halldór þó
að það sé alltaf jafn erfitt að byrja fyrsta orðið
í hverri krossgátu.
„Fyrsta orðið er erfiðast. Ég þarf yfirleitt að
fara í gegnum mörg orð þangað til ég finn eitt,
en ég get verið heillengi að finna fyrsta orðið.
Vísbending í Kenýa
Halldór er efnafræðingur að mennt og hefur
starfað við jarðhita í yfir 40 ár. Í starfi sínu
hefur hann ferðast um heim allan og lentu
hann og vinnufélagi hans í skemmtilegu atviki
eitt skipti þar sem þeir voru staddir í Kenýa.
„Við erum nokkrir í vinnunni sem leysum
krossgátuna og berum oft saman bækur okk-
ar. Við vorum eitt sinn tveir saman á ferð í
Kenýa með krossgátuna með okkur en við átt-
um eftir að finna eitt orð. Vinnufélagi minn fer
síðan út að hlaupa um kvöldið, lítur upp og sér
buffal. Þá fattaði hann að það var orðið sem
vantaði.
Við sögðum félaga okkar hérna heima frá
þessu, en hann hafði einmitt verið að glíma við
sama orð. Hann sagði að þetta væri svindl hjá
okkur,“ segir Halldór og hlær um leið og hann
rifjar upp þessa óvenjulegu krossgátuaðstoð.
Mikill munur á krossgátu og sudoku
Krossgátur eru ekki einu þrautirnar sem Hall-
dór leysir, en hann hefur einnig gaman af su-
doku talnagátunni. Hann segir þó að erfitt sé
að bera þrautirnar tvær saman.
„Þetta er töluvert mikið öðruvísi. Í sudoku
ertu alltaf að raða einhverju upp og skipu-
leggja. Á meðan í krossgátunni ertu meira í
hugarfluginu. Ég held samt að hvort tveggja
sé ágætis þjálfun fyrir hugann.“
Fyrir utan það að vera góð hugarleikfimi
segir Halldór þó að krossgátan sé fyrst og
fremst afþreying og eitthvað til að hlakka til
um helgar. Með hjálp vefsíðu Morgunblaðsins
getur hann síðan nálgast krossgátuna erlend-
is, sem hann segir að sé skemmtileg til-
breyting.
„Það er munur á því þegar ég er að gera
hana hérna heima eða í útlöndum. Hérna eru
náttúrulega allar orðabækurnar mínar til-
búnar, en þegar ég er að gera þetta í útlönd-
um þá hef ég ekkert svoleiðis. Það er meiri
áskorun en það hefur samt gengið furðuvel.
Ég ímynda mér alltaf þegar ég er hérna
heima og er að fletta þessu upp, að þetta
myndi ég ekki geta ef ég hefði ekki orðabók,
en svo samt einhvernveginn virðist það ganga
án þeirra.“
Ásdís Bergþórsdóttir fékk
stundum athugasemdir frá les-
endum hér áður, þá gjarnan um
að sama krossgátan væri ýmist
of þung eða allt of létt.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Morgunblaðið/Ásdís
Halldór Ármannsson
ver nokkrum klukku-
tímum um hverja helgi
í að leysa krossgátur.
Morgunblaðið/Valli
Áslaug Faaberg og
Ásgeir Jónsson leysa
krossgátuna á hverjum
laugardagsmorgni.
12.8. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
Greinin er unnin sem hluti af skólaverkefni
höfundar í blaða- og fréttamennsku við
Háskóla Íslands.