Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Síða 22
MATUR Ólífuolía er góð til matargerðar en það er ekki síður gott að notahana út á salatið. Einfalt grænt salat getur orðið að dýrindis máltíð
með því einu að hella smá olíu yfir og krydda með salti og pipar.
Olía á salatið
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.8. 2018
Ég er búin að vera í þessumbransa síðan pabbi var meðArgentínu steikhús, ég fæddist
eiginlega þar,“ segir Klara Ósk-
arsdóttir og hlær. Hún er dóttir mat-
reiðslumeistarans Óskars Finnssonar
og er nú veitingastjóri og meðeigandi á
Gott í Reykjavík. Hún segist vera í
vinnunni frá morgni til kvölds og vill
hvergi annars staðar vera.
Þetta er mín ástríða
„Við fluttum til Bretlands þegar ég var
tólf ára og ég er bara nýkomin heim en
ég vann í veitingageiranum í London í
mörg ár,“ segir hún. „Í London var ég
aðstoðarveitingastjóri á nokkrum stöð-
um. Ég er ekki í eldhúsinu en þetta er
mín ástríða. Pabbi og Siggi í Gott (Sig-
urður Gíslason) hafa þekkst lengi og
við erum bara eins og ein stór fjöl-
skylda,“ segir Klara, en staðurinn í
Reykjavík er útibú, ef svo má segja, af
veitingastaðnum Gott í Vestmanna-
eyjum.
Eyjamenn duglegir að koma
Gott í Reykjavík opnaði 1. mars á
þessu ári og er í sama húsi og Konsulat
hótel í Hafnarstræti. Klara segir stað-
inn hafa gengið vel alveg frá opnun, en
viðskiptavinir eru bæði Íslendingar og
útlendingar. Eyjamenn eru sér-
staklega duglegir að koma.
„Það var ótrúlegt að þegar við opn-
uðum voru um 80% gestanna Eyja-
menn. Það þekktust allir! Gamlir Eyja-
menn koma gjarnan og líka þeir sem
búa í Eyjum og eru í fríi í Reykjavík,“
segir Klara.
Jákvæðni og bros
Klara segir staðinn sniðinn að hinum
sem er í Eyjum, enda óþarfi að breyta
því sem gott er.
„Þetta er sama koncept og sami
matseðill, en staðurinn er allt öðruvísi
innréttaður. Margir koma aftur og aft-
ur því fólki líður vel af þessum mat því
hann er svo ferskur og góður. Trufflu-
borgarinn er mjög vinsæll,“ segir
Klara og blaðamaður getur vottað að
þessi borgari er einn sá besti í bænum.
Síðan Klara byrjaði að vinna á veit-
ingastöðum hefur faðir hennar gefið
henni mörg góð ráð.
„Kannski er besta ráðið sem hann
hefur gefið mér er að vera jákvæð og
brosa. Og það hefur hjálpað mér ótrú-
lega mikið.“
Eyjamenn
sækja í gottið
Margir þekkja veitingastaðinn Gott í Vest-
mannaeyjum en nú þarf ekki að sækja langt
yfir skammt því Gott má nú finna í Reykjavík.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Morgunblaðið/Ásdís
Klara Óskarsdóttir tekur
brosandi á móti gestum á
Gott í Hafnarstræti.
Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® vinnur gegn
stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra.
Með þér í liði
Alfreð Finnbogason
Landsliðsmaðu attspyrnu
„Tækifærið er núna.“
r í kn
Registered trademark
licensed by Bioiberica
Fyrir tvo
2 stk 140 gr hamborg-
arar með 20% fitu
1 box sveppir
salt
pipar
Skerið sveppina í
fernt og hellið smá ol-
íu yfir og bakið í ofni
við 200°C í 12 mín.
Takið helmingin af
sveppunum og mauk-
ið fínt. Takið hinn
helminginn og gróf-
saxið og blandið sam-
Smakkið til með salti,
sítrónusafa og trufflu-
olíu.
Steikið hamborg-
arana á pönnu eða
grillið í ca 3 mínútur á
hvorri hlið. Setjið þá á
gott hamborgara-
brauð með salatblaði.
Setjið sveppamaukið
ofan á og þar næst
trufflumæjónesið.
Berið fram með
góðum ofnbökuðum
kartöflum.
an, smakkið til með
trufflu olíu, salti og
pipar.
TRUFFLUMÆJÓ
2 eggjarauður
200 ml matarolía
1 msk truffluolía
1 msk sítrónusafi
Þeytið eggjarauður í
hrærivél í 2 mínútur
og bætið matarolíu
varlega saman við
þangað til fallegt
mæjónes myndast.
Truffluborgari