Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Síða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Síða 24
Íþróttafræðingurinn SteinunnLeifsdóttir hefur unnið á Hrafn-istu í Reykjavík undanfarin tólf ár og líkar vel. „Þetta er dásamlegur og gefandi vinnustaður. Þegar mað- ur er orðinn hluti af heildinni þá líð- ur manni rosalega vel.“ Steinunn sinnir meðal annars styrktarþjálfun fyrir hóp fólks sem býr í íbúðum um- hverfis Hrafnistu. Hópurinn hittist tvisvar í viku og æfir í um það bil klukkutíma í hvert skipti. „Við byrjum venjulega á stóla- leikfimi í tuttugu mínútur þar sem við gerum styrktar- og liðleika- æfingar. Þá situr hópurinn, en við tökum líka stundum léttar standandi æfingar með eigin þunga. Eftir stólaleikfimina er svo er farið í tækjasalinn þar sem fólk ræður hversu lengi það tekur á því,“ segir Steinunn og bætir við að fólk verði að finna hvar mörk þess liggja. „Lykilatriðið er að þú mátt finna fyr- ir þessu en þú mátt ekki finna til. Það er rosalega mismunandi hvar mörk fólks liggja og það má ekki ýta of mikið við fólki því maður sér ekki alla kvillana. Ég hef lent í því að þrýsta of mikið á einstakling þegar ég var of upptekin af árangrinum frekar en raunverulegri getu við- komandi.“ Frískandi félagslíf Félagsskapurinn er mikilvægur hluti af tímunum. „Það tekur stund- um svolítinn tíma að vilja koma og fólk þarf oft hvatningu til að mæta þegar það þekkir ekki aðstæður. Það getur verið erfitt að byrja á ein- hverju nýju, en þegar fólk er komið inn í þetta þá er auðvelt að halda áfram og bæta sig.“ segir Steinunn. „Vellíðan er líka gríðarlega mik- ilvæg. Við leggjum mikið upp úr því að fólki líði vel og að það sé gaman að koma hingað – að þetta sé ekki bara kvöð. Þetta er eins með fólk á öllum aldri. Við getum ekki haldið út í líkamsrækt ef okkur finnst það leiðinlegt eða óþægilegt.“ Steinunn segir að hreyfing á efri árum sé mjög mikilvæg fyrir athafn- ir daglegs lífs. „Það skiptir miklu máli að þú náir að bjarga þér. Þegar komið er á efri ár getur verið mjög erfitt að gera einfalda hluti eins og að teygja sig upp í skáp eða klæða sig í sokka, eða jafnvel standa upp á stól. Eitt af markmiðum okkar er að fólk geti verið eins lengi og hægt er heima hjá sér.“ Mataræði er líka mikilvægur þátt- ur. „Þegar fólk er komið á þennan aldur þá minnkar ekki vítamín- og næringarefnaþörfin en orkuþörfin er minni. Þá er orðið miklu vanda- samara að ákveða hvað er gott að borða.“ Hreyfingin eykst Steinunn segir að Íslendingar á efri árum séu almennt að verða duglegri að hreyfa sig. „Fólkið sem er að koma inn núna er uppteknara af því að fá reglulega hreyfingu en það var fyrir tíu til tólf árum og fleiri koma inn sem hafa áður stundað reglulega líkamsrækt. Þó vantar mikið upp á þar sem margir glíma við ýmiss kon- ar vandamál sem gera þeim erfitt að koma út og taka þátt.“ Kennsluaðferðir hafa einnig breyst „Tækjasalurinn er orðinn miklu stærri hluti af starfinu núna en hann var því það er mun meiri áhersla á styrktarþjálfun sem með- ferð en hún styrkir, hjarta og æða- kerfið, bætir meltinguna, eflir stoð- kerfið og eykur andlega vellíðan,“ segir Steinunn. Steinunn Leifsdóttir hefur unnið á Hrafnistu frá árinu 2006. Hreysti á Hrafnistu Steinunn Leifsdóttir er ein þeirra sem leiðir hópa í styrktarþjálfun á Hrafnistu í Reykjavík. Hún segir hreyfingu mjög mikilvæga fyrir daglegt líf á efri árum Arnar Tómas Valgeirsson arnart@mbl.is Steinunn leiðir hópinn í stólaleikfimi og mætingin var góð í veðurblíðunni. Morgunblaðið/Hari Steinunn segir mikilvægt að hver og einn viti hvar mörk hans liggja. HEILSA Regluleg hreyfing á eldri árum dregur úr tapi á vöðva-og beinmassa og eykur jafnvægi, sem dregur úr líkunum á því að maður detti. En hvað ef ég dett? 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.8. 2018 Láttu birtuna ekki trufla þig Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is PLÍ-SÓL GARDÍNUR Frábær lausn fyrir hallandi og óreglulega glugga Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 alnabaer.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.