Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Page 28
Síðastliðinn júlí hjóluðu syst-urnar Jóhanna Ósk og LindaBjörk Eiríksdætur, ásamt eiginmönnum sínum Jóni Elvari Hafsteinssyni og Aðalsteini Jör- undssyni frá syðsta odda Bretlands í Cornwall-héraði á suðurströnd Englands – sem gjarnan er kallaður Land’s End – til þorpsins John o’ Groats á norðurströnd Skotlands. Ferðin tók átján daga, en fjórmenn- ingarnir hjóluðu rúma 1.600 kíló- metra frá litríkum sveitum Suður- Englands, yfir hrjóstrugt hálendi Skotlands. „Við hjóluðum á flugbrautum og malarvegum, á niðurtroðnum skóg- arbotnum, meðfram gömlum lest- arteinum og skipaskurðum. Stund- um þurftum við að reiða hjólin yfir drullupytti og fallnar girðingar, fram hjá hestum og geltandi varð- hundum,“ segir Linda Björk þegar blaðamaður Sunnudagsblaðsins ræddi við fjórmenningana. Hugmyndin að hjóla þvert yfir Bretland kviknaði þegar Linda las bókina Free Country eftir George Mahood, þar sem höfundur segir frá auralausu ferðalagi sínu þvert yfir Bretland, en ferðina hóf hann á nærbuxunum einum og treystu hann og ferðafélagi hans á góðvild og gjafmildi bresks almennings til að útvega þeim föt, mat, gistingu og ferðamáta til að klára ferðina. „Við undirbjuggum okkur mjög lítið líkamlega,“ segir Jóhanna, Ljósmyndir/úr einkasafni Hjóla þvert yfir Bretland Í júlí hjóluðu tvær systur og eiginmenn þeirra hina svokölluðu end to end-leið frá suður- strönd Englands til norðurstrandar Skot- lands, rúma 1.600 kílómetra. Pétur Magnússon petur@mbl.is Landslag Bretlands er afar fjölbreytt. Sæbjúgu innihalda mikið kollagen og yfir 50 tegundir af næringarefnum sem hafa öll mjög jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLA: Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is . Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum. Arctic Star Sæbjúgnahylki Sæbjúgu eru þekkt fyrir: • Hátt prótíninnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið og mótstöðu líkamans gegn ýmsum sjúkdómum • Að auka blóðflæði sem minnkar líkur á blóðtappa • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlíns FERÐALÖG Víða um Bretland má finna sérstök hjólakaffihús, þarsem íbúar nálægt vinsælum hjólaleiðum bjóða hjól- reiðamönnum upp á te og skonsur. Hjólakaffi 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.8. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.