Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.8. 2018
LESBÓK
SJÓNVARP Vonandi hefur fólk ekki fengið sig
fullsatt af ofurhetjum, því nú mun ástralska leik-
konan Ruby Rose fara með hlutverk Leður-
blökukonunnar í Batwoman, væntanlegri sjón-
varpsþáttaröð í framleiðslu CW. Þættirnir eiga
sér stað í sama söguheimi og aðrir vinsælir DC of-
urhetjuþættir á borð við The Arrow, The Flash og
Supergirl. Þættirnir munu segja frá æsispennandi
baráttu hetjunnar við sína innri djöfla, sem og
óprúttna glæpamenn Gotham-borgar.
Rose hefur verið áberandi á skjánum á undan-
förnum árum, en hún átti meðal annars hlutverk í
þriðju og fjórðu seríu fangelsisdramans Orange is the
New Black.
Blökur á lofti
Ruby
Rose
AFP
FÓLK Jackie Chan komst í hann krappan þeg-
ar hann og tökulið hans lentu í gríðarlegri aur-
skriðu í Kína á dögunum. Chan greinir frá at-
vikinu á bloggi sínu á kínverska
samfélagsmiðlinum Weibo, en hann segir að
skriðan hafi orðið þegar veðrið breyttist
skyndilega og úrhelli brast á. Björgunarlið
kom á vettvang og til allrar hamingju meiddist
enginn.
Atvikið átti sér stað við tökur á myndinni
Project X, en þar leikur hinn 64 ára gamli
Chan á móti fjölbragðaglímukempunni John
Cena, sem tók við hlutverkinu af Sylvester
Stallone. Myndin er væntanleg á næsta ári.
Jackie Chan í aurskriðu
Jackie Chan er ýmsu vanur.
REUTERS
Mark Hamill lék Loga Geimgengil.
Stjörnustríð
FÓLK Í kjölfar undirskriftalista
þeirra sem vilja sjá frægðarstjörnu
Bandaríkjaforseta Donalds Trumps
fjarlægða af gangstéttinni á Holly-
wood Walk of Fame hefur Mark
Hamill stungið upp á að Carrie Fis-
her fengi þar stjörnu í staðinn. Ha-
mill og Fisher léku systkinin Loga
og Leiu í Stjörnustríðs-myndunum
frægu, en Fisher, sem lést á síðasta
ári, hefur ekki hlotið stjörnu á
stéttinni eftirsóttu.
SJÓNVARP Tíma-
ritið Variety
greinir frá því að
sjónvarpsþáttaröð
byggð á bókinni
Sláturhús Fimm
eftir Kurt Vonne-
gut sé nú vænt-
anleg á sjónvarps-
stöðinni Epix.
Sláturhús fimm er frægasta og
áhrifamesta bók Vonnegut en í
henni blandast meðal annars saman
vísindaskáldskapur, svartur húmor
og stríðshörmungar. Bókin hefur
áður verið kvikmynduð á áttunda
áratugnum en kvikmyndin fékk lé-
lega aðsókn þrátt fyrir góða dóma
gagnrýnenda.
Sláturhús fimm
Sláturhús fimm.
KVIKMYNDIR Marvel-studios
reyna eftir fremsta megni að telja
Disney á að fá James Gunn, leik-
stjóra Guardians of the Galaxy-
myndanna, aftur um borð í verk-
efnið. Gunn var nýlega rekinn eftir
að margar móðgandi Twitter-
færslur hans litu dagsins ljós. Tök-
ur á næstu mynd hefjast á næsta ári
en ekki er búið að ráða leikstjóra í
stað Gunn.
James Gunn
Grið fyrir Gunn
Bandaríska kvikmyndaakademí-an samþykkti nýlega nokkrarbreytingar á uppsetningu á
árlegu Óskarsverðlaunahátíðinni.
Breytingarnar koma í kjölfar þess að
áhorfstölur hafa fallið mjög á síðustu
árum og náðu lágmarki þessarar ald-
ar á síðasta ári. Breytingunum er
meðal annars ætlað að stytta sýning-
artímann í minna en þrjá tíma, en
verðlaunaathöfnin í fyrra tók meira
en fjóra klukkutíma.
Umtalaðasta nýjungin er þó fyrir-
hugaður verðlaunaflokkur sem verð-
ur ætlaður vinsælustu myndunum ár
hvert. Viðmiðin um hvaða myndir
falla innan þessa flokks eru ekki full-
mótuð en það er ekki víst hvort farið
verður eftir heildartekjum eða hvort
eitthvert hlutfall verður á milli tekna
og mats dómnefndar. Þó er ljóst að
þetta er tilraun akademíunnar til að
ná utan um allar gríðarvinsælu stór-
myndirnar sem passa ekki inn í aðra
verðlaunaflokka.
Vinsældir og gæði
Augljóst er að með breytingunum er
verðlaununum ætlað að ná til breiðari
markhóps en það er ekki víst hvort
þessi leið er fýsileg eða getur jafnvel
haft fráhrindandi
áhrif á núverandi
markhóp. Mikil
umræða hefur
myndast um breyt-
ingarnar sem sum-
um þykja beinlínis
móðgandi. Til
dæmis skrifar leik-
arinn Rob Lowe á
Twitter að tilkoma verðlaunaflokks-
ins marki „andlát kvikmyndaiðnaðar-
ins“ sem hafi árum saman verið við
bága heilsu.
Þær myndir sem vinna til stærstu
verðlaunanna ár hvert eru vissulega
ekki alltaf þær vinsælustu í miðasöl-
um kvikmyndahúsanna. Þær eru það
samt stundum. Árið 2016 fékk Mad
Max: Fury Road sex verðlaun, flest
allra mynda á hátíðinni, og í ár vann
Get Out verðlaun fyrir besta handrit.
Þessar myndir voru báðar mjög vin-
sælar í kvikmyndahúsum en stóðu sig
samt sem áður vel á hátíðinni og
hlutu báðar tilnefningar sem besta
mynd. Munu góðar myndir á borð við
þessar héðan af hljóta tilnefningar
sem besta vinsæla myndin á kostnað
þess að vera tilnefndar sem besta
myndin? Ef svo er þá er hætta á að
stærstu verðlaunin verði enn einsleit-
ari.
Ef matið byggist hlutlægt á vin-
sældum eða heildartekjum hverrar
myndar gætu vinsælar myndir sem
fengu hræðilega dóma gagnrýnenda
fengið tilnefningar til Óskars-
verðlauna og dregið úr orðstír þeirra.
Mögulega verða tilnefningar
ákvarðaðar með huglægari hætti þar
sem verður eitthvert hlutfall milli
vinsælda og gæða að mati dómnefnd-
ar en þá glímir þessi nýi flokkur við
sömu vandamál og áður.
Yfirlæti elítunnar
Í umfjöllun Variety um málið er bent
á að skömmu áður en áhorfstölur
náðu lágmarki hafi sjónvarpsstöðin
ABC keypt sýningarrétt á hátíðinni
til tíu ára og hafi ýtt á eftir breyt-
ingum til að fjölga áhorfendum.
Aðrir hafa bent á að mögulega séu
fleiri ástæður að baki breytingunum,
en ABC er í eigu Disney sem á marg-
ar af vinsælustu myndum kvik-
myndahúsanna og þetta sé þeirra leið
til að koma myndum sínum að á há-
tíðinni.
Hver sem áformin að baki breyt-
ingunum eru er akademían að reyna
að höfða til þeirra sem hafa ekki
áhuga á hefðbundnum óskars-
verðlaunamyndum.
Vandamálið sem margir benda á er
að með nýju verðlaununum er gefið í
skyn að skil séu á milli þess sem er
vinsælt og þess sem er gott.
Áhorfstölur
náðu lágmarki á
síðustu Ósk-
arsverðlaunum.
Reuters
1 Star Wars: The Last Jedi
2 Beauty and the Beast
3 The Fate of the Furious
4 Despicable Me 3
5 Jumanji: Welcome to the
Jungle
6 Spider-Man: Homecoming
7 Wolf Warrior 2
8 Guardians of the Galaxy
Vol. 21
9 Thor: Ragnarok
10 Wonder Woman
Af Wikipedia
Vinsælustu myndir
síðasta árs
Vinsældaverðlaun Óskars
Dvínandi vinsældir Óskarsverðlaunanna leiddu til umdeildra breytinga á fyrirkomulagi þeirra.
Fyrirhuguð ný verðlaun eru ætluð vinsælustu stórmyndunum sem falla ekki að öðrum flokkum.
Arnar Tómas Valgeirsson arnart@mbl.is
Rob Lowe