Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Page 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Page 37
Kínversk stjórnvöld hafa bannað sýningu á nýju Bangsímon-mynd- inni, Christopher Robin, sem var frumsýnd hér á landi í vikunni. Þótt engin opinber skýring hafi verið gef- in þá er líkleg ástæða sú að kín- versk stjórnvöld túlki bangsann sem eins konar táknmynd andstöðu gegn stjórnvöldum. Þessi einkennilega þróun hófst árið 2013 þegar mynd var dreift á netinu þar sem Xi Jinp- ing, forseta Kína, og Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, var stillt upp til hliðar við Bangsímon og Tuma Tígur, en tvíeykin þóttu heldur keimlík. Kínversk stjórnvöld ritskoða myndefni sem þykir óheppilegt fyrir ríkisstjórnina og hefur samanburð- inum af forsetanum og bangsanum verið staðfastlega eytt af samfélags- miðlum í Kína síðan þá. Breski grín- istinn og þáttastjórnandinn John Oliver var bannaður á kínverskum miðlum fyrr í sumar eftir að hafa farið hörðum orðum um Jinping, en hann sagði meðal annars að rit- skoðun á einhverju eins sakleysis- legu og Bangsímon væri merki um mikið óöryggi. Bangsímon og Tuma Tígri stillt upp til hliðar við Xi Jinping og Barack Obama, Æ, ANSANS! Bangsímon bannaður í Kína Eyrnaslapi og Bangsímon takast í hendur til hliðar við Shinzo Abe og Xi Jinping. Bandaríska leikkonan Kelly Ann McGillis fæddist árið 1957 í Kali- forníu. Hún hætti í menntaskóla til að ein- beita sér að leiklist- arferli sínum og nam meðal annars við Juilli- ard. Eftir að hafa leikið nokkur hlutverk á sviði fékk hún hlutverk í dramatísku gam- anmyndinni Reuben, Reuben árið 1983 sem var tilnefnd til ósk- arsverðlauna. Eftir þetta fékk McGillis ým- is hlutverk í sjónvarpi, en skaust loks inn í sviðsljósið fyrir alvöru fyrir hlutverk sitt í myndinni Wit- ness þar sem hún lék á móti Harrison Ford. McGillis var tilnefnd til BAFTA og Golden Globe verðlauna fyrir leik sinn í Wit- ness og hlaut í kjöl- farið mikla athygli í Hollywood en ári síð- ar fékk hún sitt frægasta hlut- verk sem flug- kennarinn Charlie í há- loftahasarnum Top Gun. Eftir Top Gun lék McGillis í nokkr- um stórum mynd- um, þar á meðal á móti Jodie Foster í The Accu- sed, en með tímanum færðust hlutverk hennar yfir í sjónvarpið. McGillis kom opinberlega út úr skápnum árið 2009 og lýsti yfir að hún væri loksins búin að taka samkynhneigð sína í sátt. Hún var þá 52 ára göm- ul en hún er tvískilin og á tvö börn úr fyrra hjónabandi. McGillis sagði í viðtali að hún væri sátt með hvernig ferill sinn hefði þróast og að það væri ekk- ert vit í að reyna að vera þrítug að eilífu. HVAÐ VARÐ UM Sem Charlie í Top Gun. Jodie Foster og Kelly McGillis í réttardramanu The Accused. Í dag segist McGillis ánægð með feril sinn. Kelly McGillis? 12.8. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 SJÓNVARP Bandaríski þrekraunaþátturinn Am- erican Gladiators er að öllum líkindum á leiðinni aft- ur í sjónvarp, en sjónvarpsstöðin MGM vinnur nú að því að endurlífga þá í samstarfi við höfund upp- runalegu þáttanna. Leikarinn Seth Rogen hefur einnig verið tengdur við verkefnið en hann verður líklega einn af framleiðendum. Þættirnir nutu mikilla vinsælda á göngu sinni frá 1989-1997 og komu stuttlega aftur árið 2008. Í þátt- unum kepptu konur og karlar sín í hvoru lagi í ýms- um þrautabrautum, keppnisgreinum og öðrum þrekraunum. Ef sigurvíman var ekki næg hvatning þá var að sjálfsögðu fúlga fjár að verðlaunum. Seth Rogen. AFP FÓLK Poppstjörnunni Ariönu Grande tókst að meiða sig á hendi þegar hún var í tökum fyrir Carpool Karaoke með James Corden. Ekki er ljóst hvað olli áverkunum sem virðast ekki alvar- legir en Grande deildi mynd af grisjaðri hend- inni á Instagram þar sem hún kallaði sjálfa sig kjána. Hún tísti síðar þar sem hún þakkaði Cor- den fyrir fjörið og sagði að hún hefði aldrei skemmt sér betur. Carpool Karaoke er gríðarlega vinsæll dag- skrárliður í þættinum The Late Late Show sem Corden stýrir, en meðal gesta sem hann hefur fengið með sér eru Paul McCartney, Michelle Obama og Ed Sheeran. Krambúleruð í karókí Ariana Grande. Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is Traka 21 lyklaskápurinn skráir hver hefur lykla fyrirtækisins undir höndum hverju sinni. Skápurinn opnast og afhendir lykil aðeins þeim sem hefur leyfi til þess. Þetta sparar utanumhald og eykur öryggi. Lyklar tapast miklu síður og kostnaður vegna þess lækkar. HVER ER MEÐ LYKILINN? Verð: 179.000 kr. Skylmingaþrælar Rogens

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.