Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.08.2018, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.8. 2018
Lifa lífinu í gegnum aðra
Það getur verið erfitt að fullyrðaað samfélagsmiðlar og snjall-símar valdi kvíða, en það er
mjög líklegt að það séu tengsl þar á
milli, og að það gætu verið óbein
tengsl,“ segir Steinunn Anna Sig-
urjónsdóttir, sálfræðingur hjá Litlu
Kvíðameðferðarstöðinni. „Svefnleysi
hefur áhrif á geðheilsu, við erum verr
útsett og við höfum minna mót-
stöðuafl gagnvart álagi og því sem
gerist dags daglega ef við fáum ekki
nægan svefn. Margir telja að það að
hafa mikla afþreyingu uppi í rúmi
gæti tengst svefnleysi, svo tefur það
líka svefn að hafa kveikt á bláa ljós-
inu sem snjalltækin okkar framleiða.
Það getur tafið svefn í þrjá eða fjóra
tíma og valdið því að þú safnir ekki
nægilega mikilli þreytu til að sofna,
þannig að ungmenni upplifa að þau
séu bara ekki þreytt.“
Steinunn segir þó einnig sam-
félagsmiðla sjálfa geta aukið vanlíðan
ungmenna.
„Lágt sjálfsmat og neikvæður
samanburður hefur áhrif á geðheilsu,
hvort sem það er á kvíða, lágt sjálfs-
mat eða tilhneigingu til þunglyndis.
Það er mismunandi hvort ungmenni
bera sig saman við jafningja eða ekki.
Þeir sem eru með lágt sjálfsmat sem
snýr að útliti eru líklegri til að bera
sig saman við fólk eins og instagram-
stjörnur og áhrifavalda,“ segir Stein-
unn, en slíkur samanburður er í lang-
flestum tilfellum algjörlega
óraunhæfur. „Samanburðurinn getur
líka verið efnahagslegur þegar mikið
er pælt í hverju allir klæðast eða eiga
eða hvernig frí aðrir fara í, sem getur
valdið kvíða yfir eigin framtíð og fjár-
hag, en hann getur líka verið fé-
lagslegur, sérstaklega hjá krökkum
sem eru kannski einmana eða með fé-
lagskvíða, sem eru glíma við þung-
lyndi eða depurð. Á samfélags-
miðlum virðist alltaf vera svo gaman
hjá öllum hinum, sem getur ýtt undir
hugsanir um að það sé gaman hjá öll-
um nema mér, allir eru að njóta lífs-
ins nema ég og engum líður eins og
mér.“
Vítahringur inni í herbergi
„Margir menntaskólakrakkar eru
inni í herbergi nánast öll virk kvöld.
Þegar við erum með svona mikla af-
þreyingu inni í herbergi upplifum við
ekki beint að við séum einmana eða
að okkur leiðist, því við höfum þætti
til að horfa á, hluti til að skoða og
tölvuleiki til að spila. Þetta eyðir
miklum tíma, þetta er mjög lítil
virkni og þetta getur hægt og rólega
leitt til vítahringja sem leiða auðveld-
lega út í félagskvíða eða þunglyndi.“
Segir Steinunn Anna að þessi
hegðun geti verið bæði orsök eða af-
leiðing vanlíðanar.
„,Við höfum tilhneigingu til þess að
forðast það sem vekur vanlíðan og
sækja meira í einveru þegar okkur
líður illa. En gallinn er sá að þó að
þér líði betur fyrst um sinn við að
kúra inni í herbergi og horfa á Net-
flix eða hanga á Youtube, þá fer þessi
forðun og skortur á virkni fljótt að
næra vandann og valda meiri vanlíð-
an til lengri tíma litið. Þannig getur
þunglyndi og jafnvel félagskvíði
þróast án þess að neitt sérstakt hafi
komið því af stað annað en langvar-
andi einvera inni í herbergi.“
„Passífari miðlar [líkt og Youtube]
krefjast lítillar virkni, krakkar sitja
kyrrir og horfa á aðra spila tölvuleiki,
mála sig, baka o.s.frv. jafnvel klukku-
stundum saman. Það er vissulega
hægt að horfa á matreiðsluþátt og
æfa sig svo í að baka það sem maður
horfði á. Eða horfa myndbönd til að
læra að smíða hillu eða setja á sig
farða og læra þetta og hitt. En flestir
krakkar virðast ekki nota Youtube á
þann hátt. Þau horfa frekar á aðra
lifa lífinu sínu og
baka aldrei neitt
sjálfir, eða horfa á
aðra spila tölvu-
leiki frekar en
spila þá sjálf. Ég
myndi segja það
frekar sem for-
eldri heldur en
sálfræðingur að
ég myndi alltaf
frekar vilja að krakkar horfi á eitt-
hvað sem þau geta nýtt til að lifa sínu
eigin lífi í staðinn fyrir að sitja kyrr
og lifa í gegnum líf annarra. Lágt
sjálfsmat er til dæmis sú hugmynd að
þú getir minna en aðrir og sért minna
virði en aðrir, við styrkjum sjálfs-
matið með því að prófa okkur áfram
að gera hluti sem við töldum að við
gætum ekki eða mættum ekki, ekki
með því að horfa á aðra gera það,“
segir Steinunn.
Togstreita áhrifavalda
Stefán Atli Rúnarsson og Ingi Þór
Bauer eru svokallaðir áhrifavaldar á
samfélagsmiðlunum Youtube. Þeir
halda úti rásinni Ice Cold og fram-
leiða myndbönd á miðlinum, allt frá
svokölluðum „vloggum“, þar sem
þeir veita áhorfendum innsýn inn í líf
sitt, til beinna útsendinga þar sem
þeir spila, ásamt áhorfendum, tölvu-
leikinn Fortnite. Þegar blaðamaður
ræddi við þá félaga minntust þeir á
togstreituna sem margir áhrifavald-
ar finna fyrir þegar þeir framleiða
efni á netinu. „Okkar áhorf-
endahópur er að stóru leyti sam-
ansettur af ungum mönnum og
strákum, sem er sá hópur sem hefur
hvað mest verið í umræðunni í kring-
um þetta málefni. Í þessum hóp er of
mikið um dauðsföll af völdum kvíða,
þunglyndis og eiturlyfjaneyslu. Þetta
er alvarlegt vandamál,“ segir Ingi.
„Við höfum báðir glímt við kvíða
sjálfir, svo þetta er mikilvægt málefni
fyrir okkur,“ segir Stefán.
„Við byrjuðum að framleiða mynd-
bönd vegna þess að okkur þykir það
gaman, það er okkar ástríða,“ segir
Ingi. „Við gerðum bara það sem okk-
ur þótti skemmtilegt, síðan byrjuðu
aðrir að fylgjast með okkur og þótti
það líka skemmtilegt. Þá finnum fyr-
ir ábyrgð til reyna að láta gott af okk-
ur leiða. Ég held að við séum klárlega
hluti af vandamálinu, þess vegna er-
um við að tala um þetta.“
Áhorf er mikilvægt til að ná ár-
angri sem framleiðandi á samfélags-
miðlum. Því fleiri áhorf sem mynd-
band fær því meiri líkur eru á
auglýsingatekjum, en yfirleitt kemur
stór hluti af tekjum samfélagsmiðla
frá sölu auglýsinga. Áhorf og athygli
eru hins vegar takmörkuð auðlind,
sem skapar umhverfi fyrir áhrifa-
valda þar sem þeir þurfa að keppa
um athygli notenda.
„Við reynum að virkja þá sem
fylgjast með okkur með því að fá þá
til að taka þátt,“ segir Stefán. „Þegar
við spilum tölvuleiki í beinni útsend-
ingu, þá spilum við með þeim sem eru
að fylgjast með okkur, við sýnum
fólki hvernig við framleiðum tónlist,
svo þau geti gert það sjálf,“ bætir
hann við. „Við teljum að það séu
miklir möguleikar á samfélags-
miðlum til að fá fólk til að taka meiri
þátt í afþreyingunni sem það neytir,
en framleiðendur verða að vera með-
vitaðari um þá sem fylgjast með
þeim,“ segir Ingi.
„Okkur þykir líka mikilvægt að
sýna þeim sem horfa á okkur líf okk-
ar eins og það er. Við erum ekki að
keyra sportbíla eða svoleiðis, heldur
sýnum við okkar eigin hversdags-
leika og tölum um hvernig okkur líð-
ur,“ segir Stefán. „Á samfélags-
miðlum líður manni oft eins og manni
eigi alltaf að líða vel, því það er eins
og allir í kringum mann séu alltaf
brosandi að skemmta sér, eða í fríi á
Tenerife. Þá líður manni illa yfir því
að manni líður illa, en kvíði og depurð
eru bara tilfinningar, og það er í lagi
að líða illa. Áhrifavaldar mættu end-
urspegla það betur,“ segir Ingi.
Einstaklingar ekki
vandamálið
„Áhrifavaldar geta gert hluti eins og
að hvetja til söfnunarátaka, haldið
viðburði þar sem labbað er upp á Esj-
una, eða bent á gagnleg úrræði,“ seg-
ir Steinunn. „Vandamálið er ekki
endilega einstaklingarnir á sam-
félagsmiðlunum, heldur samfélags-
miðlarnir sjálfir. Það er ekki endilega
betra ef einhver eyðir sex klukkutím-
um í að horfa á eitthvað uppbyggilegt
frekar en eitthver rusl. Vandinn er
mestur hjá þeim sem sitja við tölvuna
eða símann dag eftir dag og lifa ekki
eigin lífi. Ég hugsa samt að við for-
eldrar séum ekki endilega betri. Við
erum mörg hver slæmar fyrirmyndir
þegar kemur að þessu. Við mælum
oft með því að foreldrar hugsi um
hvað við getum verið að nota tímann
okkar í, bæði börn og fullorðnir og
komi ungu fólki af stað að gera aðra
skemmtilega hluti saman, frekar en
að reyna að stoppa notkun sam-
félagsmiðla alfarið. Það er líklegra til
árangurs að reyna frekar að auðga
lífið með fjölbreyttari hlutum til að
gera.“
GettyImages/iStockphoto
Samfélagsmiðlar og svefnleysi geta haft neikvæð áhrif á geðheilsu ungmenna, segir sálfræðingur frá Litlu Kvíða-
meðferðarstöðinni. Áhrifavaldar finna fyrir togstreitu þegar þeir framleiða efni fyrir samfélagsmiðla.
Steinunn Anna
Sigurjónsdóttir
Ingi Þór Bauer Stefán Atli
Rúnarsson
’
Ég myndi segja það frekar sem foreldri heldur en sálfræð-
ingur að ég myndi alltaf frekar vilja að krakkar horfi á eitt-
hvað sem þau geta nýtt til að lifa sínu eigin lífi í staðinn fyrir
að sitja kyrr og lifa í gegnum líf annarra.
Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni.
INNLENT
PÉTUR MAGNÚSSON
petur@mbl.is