Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.08.2018, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.8. 2018
Íbúar Sjanghæ í Kína hafa undanfarið leitað skjóls
frá hitanum í verslunargötunni Nanjing. Hún er
jafnan eins tóm á kvöldin og hún er troðin á dag-
inn en nú er undantekning þar á því íbúar úr ná-
grenninu hafa sofið þarna úti í ágúst. Flestir eru
karlmenn en inni á milli má sjá konur og börn.
Hitinn í þessari 24 milljóna manna borg hefur
margoft farið yfir 35°C í sumar. Fólkið sem sefur á
götunni vegna hitans býr í lágreistum húsum í
gömlum hverfum borgarinnar og er oft ekki með
loftkælingu eða þarf að spara rafmagnið. Gustur
frá Huangpu-ánni nær að kæla Nanjing-götuna.
Íbúar borgarinnar eru þekktir fyrir að flykkjast
á neðanjarðarlestarstöðvar, verslunarmiðstöðvar,
bókasöfn og matvöruverslanir til að kæla sig í hita-
bylgju. Útibú IKEA eru líka sérstaklega vinsæl hjá
gestum sem þurfa kælingu.
Það er líklegt að fleiri muni þurfa að sofa úti í
framtíðinni því Sjanghæ er sífellt að hitna. Methiti,
40,9 °C, mældist í júlí í fyrra og hitamet maímán-
aðar var slegið á þessu ári. Átta af tólf heitustu
dögum í borginni á undanförnum hundrað árum
hafa verið á síðustu fimm árum, samkvæmt frétt
AFP.
Hitabylgjan í Evrópu og víðarhefur vart farið framhjáneinum sem fylgist með
fréttum eða ferðast. Á hverju sumri
koma svona fréttir með myndum af
börnum í stórborgum Evrópu að
baða sig í gosbrunnum til að kæla
sig. Núna er hitinn hins vegar meiri
og varir í lengri tíma og þá kárnar
gamanið, en buslugangurinn er bara
skemmtilegur í takmakaðan tíma og
hitinn verður á endanum vandamál.
Það er staðreynd að í næstum öllum
löndum eru fleiri lagðir inn á sjúkra-
hús og fleiri látast þegar hitinn fer
yfir 35 °C.
Hitinn í sumum borgum nálgast
50 °C. Á þessu ári mældist methiti,
48,9 °C, í Chino, sem er 50 km frá
Los Angeles, 47 °C mældust í Sydn-
ey og hitinn í Madrid og Lissabon
fór upp fyrir 40 °C.
Samkvæmt nýjum rannsóknum
gæti hitinn í Frakklandi farið yfir
50 °C í lok aldarinnar en það mun
gerast fyrr í áströlskum borgun. Í
Kúveit gæti hitinn farið upp í
óbyggilegar 60 °C.
Það er mikilvægt fyrir yfirvöld að
bregðast við og leita leiða til að kæla
borgirnar. Það þarf að spara vatn,
skapa skugga og endurspegla hitann
til að kæla ákveðin svæði. Borgir þar
sem mikið er af grænum svæðum og
skugga munu þrífast betur.
Sterk tengsl eru á milli grænna
svæða í hverfi og þess hversu ríkt
það er. Skuggi frá trjákrónum getur
lækkað yfirborðshitann um 11-25 °C.
„Umhverfi og landslag spáir fyrir
um hversu margir láta lífið í hita-
bylgjum,“ segir Tarik Benmarhnia í
samtali við Guardian. Hann rann-
sakar lýðheilsumál við Háskólann í
Kaliforníu í San Diego. Rannsókn
sem hann vann nýlega að í samvinnu
við aðra leiddi í ljós að þar sem gróð-
urinn var minni var 5% líklegra að
fólk léti lífið vegna hita.
Loftkældir hundakofar
Dýrin þjást líka í hitanum og geta
lausnir á smærri skala gagnast þar.
Frumkvöðullinn Chelsea Brownride
í New York hefur búið til hundahús
með loftkælingu. Eigendur borga 30
sent fyrir mínútuna, eða um 33
krónur. Tilgangurinn er að hægt sé
að skilja hundinn eftir á öruggum
stað á meðan eigandinn skreppur
inn í verslun/bensínstöð á ferðalagi.
Hundar eru yfirleitt bannaðir á slík-
um stöðum en of heitt er fyrir
hundana til að eigandinn geti skilið
þá eftir í bílnum. Fyrirtækið heitir
DogSpots og vill Brownride sjá hús-
in sem víðast en sem stendur leyfa
lög borgarinnar það ekki, þannig að
hún hefur einbeitt sér að öðrum
borgum og hraðbrautum út úr New
York-borg.
Eykur bilið á milli
ríkra og fátækra
Þetta er kannski lúxusvandamál en
hækkandi hiti mun dýpka gjána á
milli ríkra og fátækra. Það kom
rækilega í ljós í hitabylgjunni í Que-
bec í Kanada í júlí, en þar létust yfir
90 manns á rúmlega viku. Vel stæðir
geta auðveldlega kælt sig á loftkæld-
um vinnustöðum og heimilum og
heimsótt verslunarmiðstöðvar.
Heimilislausa fólkið er óvelkomið á
slíkum stöðum og er í mestri hættu.
Borgir hitna meira en þar sem
færra fólk býr, vegna þess að mal-
bik, múrsteinar, steypa og dökk þök
draga í sig hita á daginn og gefa
hann frá sér á nóttunni. Í slíkum að-
stæðum er loftkæling mikil lífsbjörg
fyrir þá sem hafa efni á því en göt-
urnar verða enn heitari fyrir þá sem
hafa ekki efni á loftkælingu. Ljóst er
að þetta verður mikilvægt viðfangs-
efni á næstu árum, en samkvæmt
WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
un SÞ, munu 60% mannkyns búa í
borgum árið 2030.
Sjóðheitar
stórborgir
Hækkandi hiti í heiminum hefur heilmikil
áhrif í stórborgum, sem þurfa að laga sig að
breyttum veruleika. Það er hættulegt að vera
fátækur í hitabylgju.
Sofa úti í Sjanghæ
AFP
Einn af mörgum sem
hafa sofið úti í versl-
unargötunni Nanjing.
Í Tókýó var m.a. brugðist við hitabylgj-
unni með athöfninni Uchimizu, sem
snýst um að dreifa vatni á götur og
gangstéttir til að kæla borgina niður.
AFP
’
Það að deyja í hitabylgju er eins og að vera eldaður
hægt. Það er algjör pynting. Ungir og gamalt fólk er
í sérstakri hættu en við komumst að því að mikill hiti
getur drepið hermenn, íþróttafólk, alla.
Camilo Mora, prófessor sem hefur rannsakað loftslagsbreytingar.
ERLENT
INGA RÚN SIGURÐARDÓTTIR
ingarun@mbl.is
AFGANISTAN
KABÚL 48 eru látn-
ir og 67 slasaðir eftir
sjálfsmorðssprengju-
árás í menntamiðstöð
í borginni á miðviku-
dag. Flestir hinna
látnu voru ungmenni
sem voru að sitja aukanámskeið til undirbúnings inntökuprófa í
háskóla. Árásum hefur fjölgað í Afganistan að undanförnu.
BANDARÍKIN
VERMONT Christine Hallquist
verður frambjóðandi Demókrata-
fl okksins til ríkisstjóra í Vermont
eftir að hafa borið sigurorð af
þremur öðrum. Hún gæti því orðið
fyrsta transmanneskjan sem verður
ríkisstjóri í
Bandaríkjun-
um en hún
tekst á við
repúblik-
anann Phil
Scott í kosn-
ingunum í
nóvember.
ÍTALÍA
GENÚA 39 eru látnir eftir að brú á hraðbraut hrundi og ríkir mikil sorg
og reiði í landinu. Ekki er búist við því að fl eiri fi nnist á lífi undir Morandi-
brúnni en þar hröpuðu nærri 40 ökutæki 45 metra á þriðjudaginn. Ekki er
enn vitað hvað olli hruninu. Að minnsta kosti þrjú börn eru á meðal hinna
látnu. 16 manns eru á sjúkrahúsi en 12 þeirra eru alvarlega slasaðir.
NÝJA-SJÁLAND
Búið er að banna stórum hluta
útlendinga að kaupa fasteignir
á Nýja-Sjálandi en þetta er gert
í þeirri von að gera húsakaup
auðveldari fyrir íbúa. Fasteignaverð
er hátt í landinu en lágir vextir, tak-
markað framboð og fólksfl utningar
til landsins hafa valdið hækkuninni.
Bannið nær ekki til þeirra sem hafa
dvalarleyfi í landinu. Ástralir og fólk
frá Singapúr mega kaupa fasteignir í
landinu vegna fríverslunarsamninga.
Hingað til hafa Kínverjar verið stór-
tækir í fasteignaviðskiptum í landinu.