Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.08.2018, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.08.2018, Side 8
Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.8. 2018 Kosta Ríka Áramótaferð | 28.desember – 10. janúar Verð frá: 569.900 kr. VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS og 12.500 Vildarpunktar. Á mann m.v. 2 í herbergi Verð án Vildarpunkta: 579.900 kr. Fararstjóri er Héðinn Svarfdal Björnsson HJÓNABAND Árið 2010 giftist Blunt banda- ríska leikaranum John Krasinski og hafa þau ver- ið saman síðan. Blunt tók upp tvöfalt ríkisfang og eiga þau Krasinski saman tvær dætur. Hún átti áður í þriggja ára sambandi við kanadíska söngvarann Michael Bublé sem lauk árið 2008. Hjónin léku saman í hryllingsmyndinni A Quiet Place sem kom út fyrr á árinu en Krasinski skrifar og leikstýrir myndinni. Hann segir í við- tali að hann hafi frá upphafi viljað fá Blunt til að leika á móti sér en verið of smeykur við að spyrja hana því hann vildi ekki að hún tæki hlut- verkið að sér sem kvöð en myndin var frumraun hans sem leikstjóra. Hann bað hana í staðinn að lesa handritið til að fá álit hennar. Eftir að hún var búin bað hún hann um að fá að leika hlut- verkið. Krasinski hafði þá ráðið aðra leikkonu, vinkonu sína, í hlutverkið en Blunt segist hafa látið hann hringja í hana og reka hana góðlát- lega svo hún kæmist sjálf að. Emily Blunt og John Krasinski hafa verið gift í átta ár. Hljóðlát hjónakorn EMILY OLIVIA LEAH BLUNT fæddist árið 1983 í Roehampton-hverfi London. Hún er annað barn af fjórum, en móðir hennar var leikkona og faðir hennar var lögmaður. Blunt hóf atvinnuferil sinn á sviði árið 2001 þar sem hún lék á móti Judi Dench í uppsetningu Peter Hall af The Royal Family. Sýningin naut mikillar hylli og fékk Blunt mikla athygli fyrir leik sinn og var valinn besti nýliði í leikhúsi af dagblaðinu Evening Standard. Fyrsta hlut- verk Blunt á skjánum var í sjónvarpsmyndinni Boudica árið 2003 og fékk hún í kjölfarið lof fyrir hlutverk sín í myndunum Henry VIII og My Summer Love. Árið 2007 hlaut hún Golden Globe-verðlaun sem besta leikkona í auka- hlutverki fyrir leik sinn í myndinni Gideon’s Daughter. Í gamanmyndinni vinsælu The Devil Wears Prada frá 2006 lék Blunt að- stoðarkonuna og nöfnu sína Emily. Mörgum gagnrýnendum þótti hún stela senunni í hvert skipti sem hún var á skjánum, sem verður að teljast gott þar sem hún lék á móti stórleikkonunum Meryl Streep og Anne Hathaway, og var hún tilnefnd til Golden Globe- og BAFTA-verðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Í kjölfarið var Blunt aftur tilnefnd til Golden Globe-verðlauna árið 2009, í þetta skipti sem besta leikkona í aðalhlutverki, fyrir hlutverk sitt sem Viktoría Bret- landsdrottning í The Young Victoria sem fjallar um fyrri hluta stjórnartíðar hennar og brúðkaup hennar og Alberts prins. Blunt fékk mörg hlutverk á næstu árum, meðal annars í myndunum Looper og Adjustment Bureau. Henni var einnig boðið hlutverk Marvel-hetjunnar Svörtu ekkjunnar í Iron Man 2 en hún hafnaði því þar sem hún var upptekin við tökur á Gulliver’s Travels, svo að hlutverkið fór til Scarlett Johansson. Árið 2014 lék Blunt á móti Tom Cruise í Edge of Tomorrow, vísindaskáldskap þar sem persóna Cruise endurupplifir sama daginn margoft. Í undirbúningi fyrir myndina var Blunt í stíf- um æfingum í þrjá mánuði þar sem hún stundaði meðal annars styrktarþjálfun, jóga, fimleika og bardagalistina Krav Maga. Myndin var mjög vinsæl og æfingar Blunt skiluðu sér, en hún þótti sannfærandi hörkukvendi. Á síðustu árum hefur Blunt tekið að sér fjölbreytt aðal- hlutverk í stórmyndum á borð við Sicario, The Girl on the Tra- in og A Quiet Place, en næsta hlutverk hennar er sem Mary Poppins í nýrri mynd um barnfóstruna sem kemur út síðar á árinu. arnart@mbl.is GARNAGAUL Anne Hathaway, mótleikkona Blunt í The Devil Wears Prada, greindi frá því í fjölmiðlum að framleiðendur myndarinnar hefðu sett þær á stífan megrunarkúr til að grenna sig fyrir hlutverkin. Hathaway segir að mataræðið hafi verið svo erfitt að hún og Blunt hafi á tímum grátið sök- um hungurs. Blunt hefur sjálf sagt að grannt hafi verið fylgst með mataræði sínu við tökur á myndinni, en undir lokin hafi hún tekið upp á að smygla inn kleinuhringjum til að pirra framleiðendurna. Grætandi mataræði Hathaway og Blunt í The Devil Wears Prada. Ein eftirminnilegasta lína Blunt úr myndinni er: „Ég er einni magakveisu frá óskaþyngdinni.“ TALMEIN Á milli sjö og fjórtán ára aldurs glímdi Blunt við örðugleika í máli, en hún stamaði svo mikið að hún átti erfitt með að halda uppi samræðum. „Ég var gáfað barn sem hafði mikið að segja, en ég gat ekki sagt það,“ segir Emily í viðtali við tímaritið W. Foreldrar hennar sendu hana til fjölda talmeinafræðinga, sem skilaði takmörkuðum árangri, en grunnskóla- kennari hennar stakk þá upp á að hún prófaði að takast á við vandann með því að leika í skólaleikritinu þar sem hún fengi að tala með hreim. Hlut- verkið hjálpaði Blunt að fjarlægjast vandann og komst hún að lokum yfir hann. Þetta voru fyrstu skref hennar í leiklistinni. Barnfóstran Mary Poppins svífur aftur á hvíta tjaldið síðar á árinu. Leiklistin var lausnin Stamandi hörkutól Emily Blunt státar af fjöl- breyttum ferli.Edge of Tomorrow naut mikilla vinsælda og var væntanlegt framhald tilkynnt fyrr á árinu. Sem Kate Macer í Sicario. AFP ’ Ég var gáfað barn semhafði mikið að segja, enég gat ekki sagt það.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.