Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.08.2018, Qupperneq 12
Alvarlegasta tilfellið
Bifhjól í utanvegaakstri unnu
miklar skemmdir á gróðri á
stóru svæði á Fjallabaki, við
veginn að Hófsvaði og Ljóta-
polli. Landvörður á svæðinu
segir þetta alvarlegasta til-
fellið í sumar.
Dauð og ómerk ummæli
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens
ætlar ekki að áfrýja meiðyrðadómi í
máli Steinars Bergs gegn sér. Þetta
segir í yfirlýsingu sem Steinar sendi
frá sér. Ummæli Bubba, sem tiltekin
eru í dómnum, eru því dæmd dauð og
ómerk.
Færri ný störf
Vinnumálastofnun áætlar nú að
2.000 til 2.500 ný störf verði til í
ár en sérfræðingar stofnunar-
innar höfðu í ársbyrjun spáð
2.500 til 3.000 nýjum störfum. Það
er því töluverð breyting á spám.
Stofnunin spáir 3.250 nýjum
störfum árin 2019 og 2020.
Landsliðið féll
Íslenska karlalandsliðið í
knattspyrnu fellur um tíu
sæti á nýjum styrkleikalista
FIFA, úr 22. sæti í 32.-34.
sæti. Þrjú ár eru síðan liðið
var á svipuðum stað á listan-
um, en árið 2015 var það í
36. sæti.
Hvalirnir hurfu sjónum
Hvalatorfan sem var innlyksa í Kolgrafafirði var rekin undir brúna og vel
út á Breiðafjörð framhjá Oddbjarnarskeri, um 15 kílómetrum austur af
Flatey. Þaðan tóku hvalirnir stefnuna norðvestur.
Tóti fallinn frá
Lundinn Tóti, sem bjó á Sæ-
heimum, fiska- og náttúru-
gripasafni Vestmannaeyja frá
því hann var pysja, er fallinn frá.
Tóti var hvers manns hugljúfi og
átti aðdáendur um allan heim.
VIKAN SEM LEIÐ
VETTVANGUR
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.8. 2018
Það er alltaf verið að kenna okkur hversu miklu málitraust skiptir í viðskiptum og við stjórn fyrir-tækja og stofnana. Mikið atriði sé að allt sé í föst-
um skorðum og fólk viti að hverju það gengur. Svo er
náttúrlega mikið lagt upp úr góðum anda á vinnustað.
Ástandið í borgarstjórn Reykjavíkur er eins fjarri þessu
og mögulegt er og líkast því að verið sé að taka upp raun-
veruleikaþátt í ráðhúsinu. Þetta gæti líka verið íslenska
útgáfan af The Office.
Á nánast hverjum degi koma fréttir um ósætti,
óánægju, óreiðu og bara alls konar sem byrjar á ó. Það
virðist ekki vera samstaða um neitt, ekkert traust og
engin virðing. Svo nær þetta einhverjum furðulegum há-
punkti með bókun um að fulltrúi meirihlutans hafi ullað á
fulltrúa minnihlutans.
Í alvöru krakkar!
Sem sjö barna faðir gæti ég alveg búist við svona
uppákomu. Þetta er ekki alveg óþekkt staða í uppeldi og
við persónur og leikendur í þessu síðasta atriði myndi ég
segja:
Líf: Það er ókurteisi að ulla á annað fólk.
Marta: Það hefur enginn gaman af klöguskjóðum.
Sem útsvarsgreiðandi í Reykjavík verð ég að viður-
kenna að ég sá þetta ekki fyrir. Þetta fólk virtist bara allt
vera meira eða minna í lagi í kosningabaráttunni. Það
talaði um að vinna að hagsmunum borgarinnar, gera
Reykjavík betri og alls konar sem hljómar vel í kosn-
ingabaráttu. Ég held líka að einhverjir hafi tala um að
vinna með öðrum borgarfulltrúum. En ég er nokkuð viss
um að það að ulla og klaga hafi ekki verið á þessum lista.
Það er reyndar ekki eins og þetta sé fyrsta dæmið.
Klögumálin hafa gengið á víxl um að leka lista yfir full-
trúa, ærumeiðingar, boða of seint á fundi og ganga svo af
sama fundi, svik, leiðindi og almennt óstuð.
Við sem búum í Reykjavík viljum bara að hlutir séu í
lagi. Við viljum að borgin sé hrein og fín, íbúar hafi það
gott, við séum helst ekki á hausnum og að sem flestum
líði vel í þessari fínu borg. Það ætti ekki að vera flókið.
Hefði maður haldið.
Endalausar deilur gera ekkert fyrir Reykjavík. Illindi
og leiðindi skila sjaldnast árangri og gera það aðeins að
verkum að það verður ekkert traust á milli borgarfull-
trúa sem aftur leiðir til þess að kerfið vikar ekki. Borgin
verður verri, lengur að bregðast við og við töpum
gleðinni. Það viljum við alls ekki. Þeir einu sem græða á
þessu eru vinnustaðasálfræðingar.
Ég þekki nokkra sem sitja í borgarstjórn Reykjavíkur
og veit að þetta er vænsta fólk sem í rauninni vill bara
gera eins vel og það getur. Það er eins og andrúmsloftið
sé hins vegar eitthvað undarlegt. Kannski fjölgunin í
borgarstjórn hafi ekki verið frábær hugmynd og það séu
bara of margir í partíinu.
Það er nefnilega þannig að í borgarstjórn gilda svipuð
lögmál og á heimili. Kannski vantar foreldri til að fara yf-
ir helstu reglur svo það sé hægt að koma einhverju í verk
í borginni. Búðu um rúmið þitt, ekki borða í stofunni,
gakktu frá skónum þínum og hættu að lemja systur þína.
Í alvöru krakkar!
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Á meðan ég man
’Það virðist ekki vera samstaða um neitt, ekkert traust og engin virðing.Svo nær þetta einhverjum furðulegum hápunkti með bókun um aðfulltrúi meirihlutans hafi ullað á fulltrúa minnihlutans.
UMMÆLI VIKUNNAR
’Sumir kalla þetta túristavörtur.Árni Tryggvason, leið-
sögumaður. Vörður sem eru
ekki hlaðnar í þeim tilgangi að
vera leiðarvísar eru umdeildar.
U
Fallegu púðarnir frá
HHOLTZ komnir aftur
Opið virka daga kl. 11-18, lokað laugardaga í sumarListhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050
Atvinna