Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.08.2018, Blaðsíða 15
þá hafa verið að gráta undan vinkonu sem
hafði sært hana endurtekið og Bjarki sagði að
málið væri einfalt. Hún ætti bara að hætta að
vera vinkona hennar og láta ekki bjóða sér
þessa framkomu. Sigga fór að ráðum stóra
bróður síns og segist enn þann dag í dag hugsa
um þessi orð Bjarka. „Stundum ber maður
ekki ábyrgð á mistökum annarra. Fólk gerir
alls konar hluti í vanlíðan og undir áhrifum og
svoleiðis. En þegar allt kemur til alls ber það
ábyrgð á sjálfu sér.“
Dagurinn sem allt breyttist
Nokkrum mánuðum áður en Bjarki lést var
hann farinn að spila á Hammond-orgel í hljóm-
sveit sem kallaði sig Ðí Kommitments. Sveitin
var sett saman fyrir nemendasýningu Fjöl-
brautaskólans í Breiðholti. Settur var upp
söngleikur sem byggður var á kvikmyndinni
The Commitments og sýndur á sviðinu á Hótel
Íslandi við góðar undirtektir. Hljómsveitin
hélt áfram að spila á böllum og skemmtistöð-
um eftir að sýningum á Hótel Íslandi lauk og
Sigga segir að Bjarki hafi greinilega notið sín í
botn og það hafi gefið honum mjög mikið að
vera í hljómsveitinni. „Ég skynjaði að hann var
að eignast nýja vini í þessum krökkum sem
höfðu áhuga á því sama og hann og hann var að
upplifa svo margt nýtt. Það bara opnaðist fyrir
honum ný vídd. Vinahópurinn úr Seljahverfinu
var auðvitað stór en það er hollt að eignast
nýja vini á þessum aldri,“ segir Sigga.
Fimmtudaginn 13. maí 1993 átti hljóm-
sveitin að spila á balli um kvöldið og hljóm-
sveitarfélagarnir bjuggu sig undir að mæta í
hljóðprufu. En Bjarki mætti ekki. Og hann átti
ekki eftir að mæta á fleiri æfingar eða böll. Um
kvöldið var hann allur.
„Á miðvikudagskvöldinu var hann að kasta
upp og leið eitthvað illa,“ segir Sigga. „Heila-
himnubólga lýsir sér svolítið eins og slæm
gubbupest eða flensa. Á þessum tíma var auð-
vitað ekki hægt að gúgla neitt og heilahimnu-
bólga var ekkert í umræðunni. Það fyrsta sem
á að tékka á þegar grunur leikur á að um heila-
himnubólgu sé að ræða er að athuga hvort við-
komandi sé með stífleika í hnakka. Það er auð-
vitað athugað hjá börnum en það datt engum í
hug þarna, enda var Bjarki orðinn hálffullorð-
inn; nítján, að verða tvítugur. Við bjuggum í
þriggja hæða húsi og herbergið hans var á
efstu hæð en allir hinir sváfu niðri. Þannig að
mamma bað mig að sofa á dýnu inni hjá hon-
um, sem ég gerði. Ef mömmu hefði grunað að
hann væri með heilahimnubólgu hefði hún auð-
vitað aldrei beðið mig um það.“
Foreldrar Siggu fóru til vinnu næsta morg-
un og Sigga, sem var þá í sumarvinnu á út-
kallsvakt í bakaríi, var kölluð út vegna veik-
inda starfsmanns. Hún segist hafa spurt
Bjarka hvort honum liði betur og hvort hann
treysti sér til að vera einn. „Hann sagði bara
jájá, hann ætlaði að leggja sig aftur og svo
væri hann að fara að spila með hljómsveitinni
um kvöldið. Þannig að ég fór í vinnuna. Ein-
hverju seinna heyrði Viðar, yngri bróðir okk-
ar, dynk af efri hæðinni og kom að Bjarka
liggjandi á gólfinu. Hann hringdi í nágranna-
konuna, sem var ljósmóðir og kunni fyrstu
hjálp. Hún og dóttir hennar komu yfir og
hringdu á sjúkrabíl og í mömmu og pabba.“
Sigga var ein að vinna í bakaríinu, sem var í
Glæsibæ, þegar hún fékk símtal þar sem henni
var sagt að Bjarki væri kominn upp á spítala
og væri mikið veikur. „Ég brotnaði bara sam-
an þarna á staðnum. Það var ekkert afdrep
fyrir starfsfólkið þannig að ég sat þarna há-
grátandi þegar einhver kona, sem var nú bara
að fara að kaupa brauð, beið hjá mér þar til
einhver kom til að leysa mig af.“ Það tekur
greinilega á Siggu að rifja þetta upp þótt liðin
séu tuttugu og fimm ár og hún tekur sér
smáhlé áður en hún heldur áfram. „Ég kom
upp á Borgarspítala (sem heitir nú Landspítali
Fossvogi, innsk. blm.) og hitti þar mömmu og
pabba. Svo sá ég lækninn og prestinn koma.
Þá gat ég ekki verið þarna; þetta var bara of
mikið. Þannig að ég fór heim til Auðar, vin-
konu minnar. Svo hringir heimasíminn hjá
þeim og ég bara vissi hvað hafði gerst. For-
eldrar Auðar sögðu við okkur systkinin að
mamma og pabbi væru komin heim svo við
ættum að fara þangað. Ég man síðan bara eftir
því að hafa komið heim og pabbi sagði mér
Sigga ásamt Láru, dóttur sinni.
„Ég vil að hún geti haldið áfram sínu lífi
án þess að sitja upp með eitthvað sem
ég gat ekki talað um. Nógu mikið er
það nú samt sem ekki má ræða.“
Morgunblaðið/Valli
19.8. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15