Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.08.2018, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.08.2018, Síða 16
VIÐTAL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.8. 2018 fréttirnar. Svo man ég ósköp lítið. Næsta árið var svolítið þannig. Svolítið eins og ég væri í leiðslu.“ Sigga segir að vinahópurinn hafi verið ómet- anlegur stuðningur og hún hafi sótt mikið í að vera með vinunum. Hún hafi átt erfitt með að vera heima. „Ég meikaði ekki að vera heima. Það var svo yfirþyrmandi og sorgin svo rosa- lega mikil.“ Sigga segist lengi á eftir hafa glímt við óstjórnlega reiði. „Mér fannst þetta svo hryllilega ósanngjarnt. Ég skildi þetta ekki. Og fannst enginn skilja mig.“ Fenguð þið einhverja aðstoð frá fagaðilum í sorgarferlinu? „Mamma og pabbi fóru í samtökin Ný dög- un. Pabbi bauðst til að senda mig til sálfræð- ings en ég var með rosalega fordóma og sagð- ist ekki vera geðveik. Ég sótti bara mikið í vinina. Og partí. Ég var aldrei í eiturlyfjum eða neinu svoleiðis en það var rosa mikið partí- stand á mér.“ Hefðir þú kannski getað leiðst út í eitthvert rugl á þessum tíma? „Já, ég hef oft hugsað um augnablik þar sem ég hefði auðveldlega getað tekið ranga ákvörð- un og farið í vitlausa átt. Þetta er svo fín lína. En ég hafði þó vit á því að fara ekki út í eit- urlyf. Ég skynjaði óþægilega partístemningu ef verið var að neyta eiturlyfja í kringum mig og forðaðist það. Sem betur fer. Ég held í al- vöru að ef ég hefði ekki verið með svona margt fólk sem hljóp í skarðið fyrir Bjarka hefði ég auðveldlega getað lent í einhverju rugli.“ Hollt að kynnast nýju fólki Ári eftir að Bjarki lést flutti Sigga sig úr Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti yfir í Mennta- skólann við Sund þar sem henni fannst kominn tími á breytingu. „Ég náði ekki að fóta mig í félagslífinu í Fjölbraut eftir þetta. Það var fullt af yndislegu fólki sem var til í að tala við mig en það voru líka margir sem hættu hreinlega að heilsa mér á göngunum eða pískruðu um mig. Ég skil það samt alveg. Þeir voru kannski að tala um Bjarka og sáu mig og þarna var ég aftur komin með stimpilinn að vera systir hans Bjarka, Bjarka sem dó. Ég var einhvern veginn alltaf að reyna að vinna úr þessu og mér fannst ég bara ekki passa þarna inn. Samt átti ég marga góða vini í Fjölbraut. En það gerði mér gott að skipta um skóla og í MS kynntist ég stelpum sem eru bestu vinkonur mínar enn þann dag í dag.“ Sigga segist hafa haft gott af því að skipta um skóla og kynnast fólki á öðrum forsendum en að vera stelpan sem missti bróður sinn. „Ég held að ég hafi fengið hellings sjálfstraust út á það líka. Þetta var rosalega hollt. Sjálfsagt var þetta eins og Bjarka leið þegar hann kynntist krökkunum í Ðí Kommitments. Ég byrjaði að blómstra í leiklistarlífinu í menntaskólanum og þetta var bara alveg frábært að öllu leyti.“ Fljótlega eftir stúdentspróf lá leiðin í leik- listarskóla í Englandi þar sem Sigga lauk leik- listarnámi með áherslu á söngleiki. Auk þess að vera menntuð leikkona er Sigga með kennsluréttindi í leiklist úr Listaháskólanum og kennir leiklist víða. Hún hefur farið með hlutverk í söngleikjum sem settir hafa verið upp í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, til dæmis Vesalingunum og Mary Poppins. „Svo hef ég mikið verið að búa til eitthvað skemmti- legt með Bjarna Snæbjörnssyni, vini mínum, leikara og söngvara. Við bjuggum til dæmis til dúettinn Viggó og Víólettu þegar við vorum að vinna saman í Borgarleikhúsinu. Viggó og Víóletta eru sjálftitluð söngleikjakóngur og -drottning Íslands, svona alter-egóin okkar, og hafa komið nokkrum sinnum fram á Hinsegin dögum.“ Skiptir máli að vanda til verka Í dag einbeitir Sigga sér að tónlistinni að mestu og síðustu ár hefur hún unnið mikið við talsetningar á teiknimyndum og barnaefni. Sigga segist hafa mjög gaman af þeirri vinnu og blaðamanni finnst auðheyrt að henni finnist sú vinna afar mikilvæg, en því miður ekki alltaf mikils metin. „Talsetningar eru gríðarlega mikilvægt tæki til að efla málvitund barna og það skiptir máli að gera þetta vel. Auðvitað á mennta- málaráðuneytið að styrkja þessa vinnu. Tal- setningar eru illa launaðar og öll vinna í kring- um þær líka. Við erum með frábæra þýðendur sem fá ekki nógu vel borgað. Og mikið af þessu efni er endursýnt,“ segir Sigga. Hún bætir við að verkefnum sé að fækka og íslensku sjón- varpsstöðvarnar farnar að kaupa miklu minna talsett efni. Það þurfi meiri pening í þetta; annars fáist hvorki atvinnuleikarar í vinnuna né almennilegir þýðendur. „Ég er ekki að tala allt talsett efni niður, margt er mjög vel gert, en mér finnst að við eigum að vanda okkur og vera góðar fyr- irmyndir. Ekki henda bara einhverju í krakk- ana, ekki mata þá á einhverju efni þar sem ekki er töluð góð íslenska, með röngum áherslum á atkvæði og svo framvegis. Til þess þarf gott gæðaeftirlit með góðum leikstjórum, þýðendum, hljóðmönnum, hljóðkonum og leik- urum. Börnin eiga betra skilið. Börn eru harð- ir gagnrýnendur. Það er hætta á því að þau horfi bara á efni á ensku á Youtube og ef börn eru mikið þar inni missa þau svo mikið af ís- lenskunni og styrkja ekki málvitundina.“ Þurftu bara að segja: Ég veit Sigga kynntist sambýlismanni sínum, Karli Ol- geirssyni, vorið 2013. Ástin kviknaði þegar Karl, eða Kalli eins og hann er alltaf kallaður, var fenginn til að leysa af sem píanóleikari í söngleikjaseríunni Ef lífið væri söngleikur. Hópinn skipuðu þau Sigga, Margrét Eir, Orri Huginn Ágústsson, Bjarni Snæbjörnsson og píanistinn Kjartan Valdimarsson. „Ég varð skotin í honum Kalla undir eins, þetta var bara vandræðalegt,“ segir Sigga og skellihlær. „En ég lét hann alveg vita af því. Við Kalli vorum hvorugt einhverjir unglingar og þá er maður ekkert að eyða tímanum í ein- hverja leiki.“ Sigga og Kalli fóru að búa saman tæpu ári síðar og fljótlega varð Sigga ófrísk. Hinn 3. janúar 2015 kom Nói Hrafn sonur þeirra í heiminn en hann lést fimm dögum síðar í kjölfar mistaka í fæðingu á Landspítalanum. Í maí sama ár leituðu Sigga og Kalli til land- læknis og lögðu fram kvörtun vegna andláts sonar síns. Niðurstaða landlæknis var að heil- brigðisstarfsmönnum hefðu orðið á vanræksla og mistök og þeir hefðu sýnt foreldrunum ótil- hlýðilega framkomu í fæðingu. Sigga segir málið nú hafa verið í höndum saksóknara í eitt ár en það sé lítið um svör frá þeirri stofnun. Rúmum tuttugu árum eftir að Sigga hafði horft upp á foreldra sína ganga í gegnum óbærilega sorg eftir sonarmissinn stóð Sigga í svipuðum sporum. Hún segist hafa öðlast djúpan skilning á þeirra sorg en þó ekki sam- bærilegri. „Mamma og pabbi voru búin að ala upp barn í tæp tuttugu ár og upplifa allar þessar minn- ingar sem ég átti ekki með mínum dreng. En það að missa barn er nokkuð sem enginn skilur nema hafa lent í því. Og það er skrýtið að segja það, en að einhver svona náinn mér, einhver sem þekkir mig best í öllum heiminum, sem eru mamma mín og pabbi, hafi getað tekið í höndina á mér og sagt: Ég veit … Þau þurftu ekki að segja neitt annað. Bara: Ég veit. Svo hafði einn æskuvinur hans Bjarka bróður, gott vinafólk mitt í dag, misst son sinn úr vöggu- dauða þegar hann var eins árs, einhverjum tíu árum áður. Nánast upp á dag.“ Sigga segir það hafa verið gott að geta leitað til einhvers sem hafði gengið í gegnum sömu reynslu. „Mér finnst líka gott að geta miðlað minni reynslu og sagt við fólk sem lendir í svona áfalli að þetta verði í lagi. Auðvitað verð- ur ekkert allt í fullkomnu lagi; þetta gjörbreytir manni og er auðvitað algjör hreinsunareldur. Maður verður aldrei eins, en mér finnst gott að reyna að hugsa að það sé einhver tilgangur með öllu. Og ég er að reyna að finna hann. Kannski er tilgangurinn sá að ég geti sagt við fólk sem lendir í svona: Ég veit. Og þú ert ekki einn. Það versta sem mannskepnan gengur í gegnum er að upplifa sig alveg eina; að enginn muni skilja það sem maður hefur gengið í gegnum.“ Hægt að tengja við sorgina Sigga segist ekki geta ímyndað sér annað en það hafi verið óbærilegt fyrir foreldra sína að horfa upp á dóttur sína og tengdason ganga í gegnum barnsmissinn eins og þau höfðu sjálf gert rúmum tuttugu árum áður. Og foreldrar Systkinin frá vinstri: Arnar með Viðar í fanginu, Sigga og Bjarki. Ljósmyndir/Úr einkasafni Bjarki, tæplega þriggja ára, að fá sér lúr hjá Siggu nýfæddri. Bjarki spilaði á Hammond- orgel með hljómsveitinni Ðí Kommitments þegar hann lést. Albert Steinn Guðjónsson var átján ára þegar vinur hans, Bjarki Friðriksson, lést árið 1993 en þeir höfðu verið vinir frá því í grunnskóla. „Við kynntumst fyrst í skátunum og svo fórum við að garfa í hljómsveitum þegar við vorum þrettán, fjórtán ára. Við vorum bestu vinir, eiginlega óað- skiljanlegir, og fólk sagði varla nafnið mitt án þess að nefna nafnið hans í leið- inni,“ segir Albert. „Bjarki var traustur og góður vinur. Alveg rosalega skemmtilegur, hreinn og beinn og góður strákur en hann var samt alveg með svolítið stórt skap,“ segir Albert og hlær. „Við deildum sömu áhugamálum, höfðum gaman af að spila boltaíþróttir og vorum báðir á kafi í tónlist.“ Árið 2002, níu árum eftir að Bjarki lést, fæddist Alberti og konu hans, Jór- unni Atladóttur, sonur. Hann fékk nafn- ið Bjarki Marinó Albertsson og Albert segir ekki hafa verið nokkur vafi í hans huga hvaða nafn drengurinn ætti að fá. „Eftir að Bjarki dó, var ég alveg ákveð- inn í því að ef ég myndi eignast son þá fengi hann nafnið Bjarki.“ Feðgarnir Albert og Bjarki ásamt hundinum Heru. Albert var ákveðinn í því að sonurinn yrði skírður í höfuðið á besta vini sínum sem lést níu árum áður en nafni hans fæddist. Morgunblaðið/Valli Sonurinn fékk nafnið Bjarki

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.