Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.08.2018, Síða 22
MATUR Setjið í blandara nokkra góða bita af vatnsmelónu, smá vatn og 6-8frosin jarðarber. Þessi drykkur er sérlega svalandi og góður eftir rækt-
ina. Ekki er verra að skera smá myntu og strá yfir að lokum.
Frískandi melónudrykkur
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.8. 2018
Ég elska að búa til mat yfir eldi; það er mínástríða,“ segir grillmeistarinn Doug Kei-les, sem kom hingað til þess að grilla
beikon ofan í gesti og gangandi á matar-
hátíðinni á Skólavörðustíg, Reykjavík Food
Festival, um síðustu helgi. Yfir kakóbolla á
Mokka segir hann blaðamanni frá ástríðu sinni
fyrir grillmat, frá kryddblöndum sínum og æv-
intýrunum í kokkaþættinum Chopped Grill-
masters.
Gyðingur sem elskar beikon og rif
„Þetta byrjaði allt þegar ég var lítill strákur
sem elskaði beikon. Ég er gyðingur og er alinn
upp við það að við borðum ekki svínakjöt eða
mjólkurafurðir. Maður sækir alltaf í það sem
maður má ekki fá, þannig að ég byrjaði
um sex ára að borða beikon, utan
heimilis. Mamma og pabbi
vissu af þessu og ég pantaði
alltaf annaðhvort svínarif
eða beikon hvert sem
ég fór,“ segir hann og
brosir.
„Ég hafði aldrei
neinn sérstakan
áhuga á elda-
mennsku en eftir
að ég varð eldri fór
ég að þróa mínar
eigin aðferðir við að
elda, með nátt-
úrulegum afurðum
sem ekki voru fullar af
alls kyns aukaefnum. Ég
var alltaf að leika mér að því
að búa til kryddblöndur. Ég
byrjaði á því að búa til eina sem
var frábær með öllu kjöti,“ segir hann,
en á þeim tíma var hann beðinn um að
opna mexíkóskan veitingastað með vini sínum.
„Ég átti að sjá um að búa til kryddblönd-
urnar fyrir kjötið og við komust fljótt að því að
það var erfitt að fá þær til þess að vera alltaf
eins. Stundum voru þær of pipraðar, stundum
of lítið. Þannig að við ákváðum að láta einhvern
annan búa til kryddblöndurnar í samvinnu við
okkur. Þannig að ég fann kryddfræðing til þess
að gera blöndurnar en ég sendi honum upp-
skriftir og hann vann út frá þeim. Ég get gefið
honum teskeið af kryddblöndu og hann getur
nefnt nákvæmlega öll kryddin sem eru í henni.
Hann veit allt! Svo reiknar hann þetta allt í
tölvu,“ segir hann.
„Þetta er allt náttúrulegt; engin óholl auka-
efni.“
Olympíuleikar kokkana
Rub-4-all var fyrsta kryddblandan sem fór á
markað og í kjölfarið krydd fyrir kjúkling.
ur öðrum kokkum. Þessi þáttur er að hluta til
unninn eftir handriti; t.d. verða dómararnir að
segja eitthvað gott og eitthvað slæmt um alla.
Það er allt ákveðið fyrir fram hvað þeir segja.
En þetta var afar erfitt; ég er ekkert kokkur
þótt ég hafi æft mig mikið fyrir þáttinn,“ segir
Keiles.
Kryddið fauk út í veður og vind
„Það fyrsta sem okkur var úthlutað til að grilla
voru ostrur, feitt andakjöt og dós af frosnu
spínati. Við höfðum tuttugu mínútur til að búa
til rétt úr þessu og ég eyddi tíu mínútum í að
reyna að opna ostrunar,“ segir hann og hlær.
„Ég er þarna að bölva og ragna og ég náði loks
að opna fjórar en hefði átt að opna átta. En ég
komst í gegnum fyrstu umferð og keppti þá í
Morgunblaðið/Ásdís
Kanína, ostrur og krydd í vindi
„Ég hugsaði bara, guð minn góður! Ég borða ekki eggaldin
og finnst ananas vondur og vissi ekkert hvað ég ætti að
gera við smjördeigið. Svo var það hausverkurinn hvernig
ég ætti að elda kanínu á hálftíma,“ segir grillmeistarinn
bandaríski Doug Keiles sem tók þátt í frægum kokkaþætti.
Doug Keiles er grillmeistari
frá New Jersey í Bandaríkj-
unum. Hann hefur þróað sín-
ar eigin kryddblöndur og hef-
ur ekki undan að framleiða.
Keiles keppti í frægum
bandarískum kokkaþætti,
Chopped Grillmasters, og
lenti í öðru sæti. Hann segist
enginn kokkur en er meira en
liðtækur við grillið.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Tvígrilluð kartafla
Fyrir 4
2 stórar bökunarkartöflur
4 msk. smjör
4 msk. vorlaukur, smátt skorinn
2 msk. paprikumauk (½ paprika skorin smátt og kraminn í mauk)
¼ bolli rjómi
¼ bolli rifinn ostur (cheddar)
4 sneiðar eldað beikon, skorið í bita
Þvoið kartöflur og þerrið og leggið á heitt grill. Snúið oft til
að fá jafna eldun í u.þ.b. klukkutíma. Þegar kartöflurnar eru
tilbúnar, takið þær af og látið kólna í 5 mínútur.
Skerið í tvennt, endilangt.
Notið skeið til þess að skófla út innvolsi kartaflanna og setjið í
skál en geymið hýðin.
Maukið kartöflurnar og bætið við smjöri, lauk, paprikumauki, rjóma
og rifna ostinum.
Setjið blönduna í kartöfluhýðin. Toppið með beikonbitunum og
grillið á heitu grilli í hálftíma, eða þar til beikonið er stökkt.
Berið fram með öllum grillmat.
„Næstu fjögur árin kynnti ég tvær nýjar blönd-
ur árlega, þannig að allt í einu var ég kominn
með tíu tegundir. Nýlega kom á markað blanda
sem heitir Triple B og svo jalapeno-salt. Þetta
tvennt varð strax ótrúlega vinsælt og ég hef
ekki undan að framleiða það. Triple B lætur
hamborgara bragðast alveg æðislega,“ segir
Keiles, en hægt er að nálgast vörur hans á síð-
unni ribswithin.com.
Keiles hefur ferðast víða og keppt í matar-
keppnum víða um heim.
„Í fyrra lentum við í öðru sæti á heimsvísu
fyrir bestu hamborgarana, en þetta er eins og
Ólympíuleikar í eldamennsku og heitir keppnin
World Food. Það eina sem var á þessum borg-
ara var kryddblandan, beikon og smá laukur,
ekkert annað,“ segir Keiles og bætir við að
hann hafi einnig fengið annað sætið fyrir beik-
on.
„Þetta er eins og að fá tvö silfur á Olympíu-
leikunum.“
Grillað úti í skítakulda og roki
Keiles hefur keppt í frægum bandarískum mat-
reiðsluþætti sem heitir Chopped Grillmasters
og lenti þar í öðru sæti. „Okkar þáttur var sér-
stakur af því hann var tekinn upp úti í nátt-
úrunni. Þetta var í fjöllunum í Arizona og þar er
yfirleitt hlýtt og gott en þennan dag var mjög
kalt, svona 7 °C og vindur. Það fauk allt hjá okk-
ur; kryddið fauk út í vindinn og grænmetið fauk
af grillinu. Þetta voru ótrúlega erfiðar að-
stæður. Svo var sólin svo björt að það þurfti að
tjalda fyrir hana. Ég keppti þarna á móti tveim-