Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.08.2018, Side 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.08.2018, Side 24
Banani fyrir jóga Gott er að borða banana áður en haldið er í jógatíma. Bananar eru afar magnesíum-rík fæða sem getur unnið gegn krömpum og bólgum, en þeir eru einnig stútfullir af pótassíum. HEILSA 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.8. 2018 Jógakennararnir María Dalberg ogInga Hrönn Kristjánsdóttir munu opna jógastúdíóið Iceland Power Yoga í lok ágúst, en stúdíóið er staðsett í Hlíðarsmára og þar mun verða hægt að sækja námskeið í margskonar mismunandi teg- undum af jóga. „Við erum báðar búnar að vera að kenna í um það bil fimm ár og þegar við kynntumst síðastliðið haust þá small eitthvað og það var augljóst að við þurftum að gera eitthvað sam- an,“ segir María. „Við fundum að við höfðum þessa sömu ástríðu fyrir því að deila jóga með fólki þar sem við höfum báðar upplifað hvernig jóga hefur umbreytt okkar lífi,“ bætir hún við en í stöð þeirra verður lögð áhersla á hina svokölluðu Baptiste Power Yoga aðferðafræði, sem er orku- og kraftmikill jógastíll sem leggur mikla áherslu á styrk og lið- leika. „Þessi aðferðafræði er svo skýr og aðgengileg fyrir alla,“ segir Inga. „Þetta er jóga á nútímamáli, við viljum að fólk geti komið til okk- ar og fundið að það er hluti af hvetj- andi samfélagi, sem er hlýtt, opið og tekur á móti þér eins og þú ert.“ Samtvinnuð aðferðafræði Á heimasíðu Iceland Power Yoga er Baptiste Power Yoga aðferðafræð- inni lýst sem „áhrifamikilli nálgun sem leiðir til stórkostlegra umbreyt- inga í viðhorfi og lífi nemenda,“ og leggja María og Inga mikla trú á fræðina. „Aðferðafræðin samanstendur af kraftjógaflæði í heitum sal, hug- leiðslu og sjálfsvinnu, en upphafs- maður hennar er jógakennarinn og metsöluhöfundurinn Baron Bapt- iste. Hann er einn merkilegasti nú- lifandi jógakennari okkar samtíma. Foreldrar hans opnuðu eitt af fyrstu jógasetrum Bandaríkjanna í kring- um 1950 svo hann ólst upp í kringum mörg þekktustu nöfn jógaheimsins, nöfn líkt og B.K.S. Iyengar og Indra Devi. Þegar hann var rúmlega tví- tugur byrjaði hann að þróa að- ferðafræði sem gerði jóga aðgengi- legt og auðskiljanlegt fyrir alla, með því að sameina mismunandi hluta af mismunandi jógaaðferðum. Hann sameinaði heitt jóga frá Bikram jóga, flæðið frá Ashtanga jóga, lík- amsstöðu frá Iyengar og hugleiðslu- og sjálfsvinnuaðferðum,“ segir María. „Það kom óvænt upp að Baptiste var í heimsókn á Íslandi í vikunni og frétti af okkur og langaði endilega að koma og kenna fyrsta tímann í stúd- íóinu okkar,“ segir Inga, en Baptiste kenndi tíma fyrir fullu húsi á fimmtudaginn síðasta, þann 16. ágúst en stúdíóið opnar síðan form- lega síðar í mánuðinum. „Tíminn var til styrktar Africa Yoga Project, sem er verkefni sem þjálfar jógakennara sem koma frá fátækrahverfum í Nai- robi í Kenía eftir Baptiste aðferða- fræðinni, en hundruð kennara hafa útskrifast í samstarfi við verkefnið,“ bætir Inga við. „Það er mikill heiður fyrir okkur að fá hann í heimsókn til okkar og leggja blessun sína yfir nýja stúdíóið okkar. En við verðum „Baptiste affiliate“-stúdíó og verð- um í beinu samstarfi við Baptiste Institute í Bandaríkjunum og vinnum eftir þeirra stöðlum um gæði og kennslu,“ segir María. Líkamleg og andleg þjálfun Vinsældir jóga hafa aukist gríð- arlega á Íslandi, en stúdíó Maríu og Ingu er eitt fjölmargra jógastúdíóa sem sprottið hafa upp víða um land síðustu ár. „Þessar miklu vinsældir jóga, bæði hér á landi og um allan heim, sýna að viljinn til að kúpla sig frá öllu áreitinu, hraðanum og stressinu er mikill. Við heyrum allt of mikið um að fólk sé að brenna út en margir keyra bara áfram án þess að vera endilega að lifa því lífi sem þá langar til að lifa. Jóga hvetur okk- ur til að staldra við og hlusta og sjá hvað er í gangi, ekki bara í kringum okkur heldur hjá okkur sjálfum, “ segir María. „Ef við æðum í gegnum lífið ómeð- vitað þá erum við aldrei í núinu held- ur bara fortíðinni eða framtíðinni,“ bætir hún við. Þetta ástand skapar gríðarlega streitu sem sest í alla vefi líkamans og hefur mjög neikvæðar afleið- ingar,“ segir Inga og heldur áfram: „Jóga vinnur beint á þetta og í jóga æfum við okkur í að temja hugann til að vera í núinu. Jóga styrkir þig ekki bara líkamlega heldur andlega líka. Það kennir okkur aga og gefur manni það sem maður þarf til að lifa lífinu til fulls. Við munum bjóða upp á nógu mikið af tímum á stundatöfl- unni svo að fólk geti séð sér fært að koma með reglulegum hætti og gert þetta að lífstíl sem heldur andlegri og líkamlegri heilsu í skefjum. Með þessum hætti getur fólk t.d. haldið áfram að hlaupa, hjóla, eða stunda áhugamál og njóta lífsins án þess að heilsan standi í vegi.“ „Ef við æðum í gegnum lífið ómeðvitað þá erum við aldrei í núinu heldur bara fortíðinni eða framtíðinni, segir María, en hún er til hægri á myndinni. Ljósmynd/María Kjartansdóttir Kraftmikið jóga á nútímamáli Leikkonuna Maríu Dal- berg og viðskiptafræð- inginn Ingu Hrönn Kristjánsdóttur hafði lengi dreymt um að opna sitt eigið jóga- stúdíó, og draumurinn mun rætast þegar þær opna Iceland Power Yoga í lok mánaðar. Pétur Magnússon petur@mbl.is Jóga hefur notið mikilla vinælda á síðustu árum. ’ Jóga styrkir þig ekki bara lík- amlega heldur andlega líka. Það kennir okkur aga og gefur manni það sem maður þarf til að lifa lífinu til fulls. GettyImages/iStockphoto

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.