Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.08.2018, Page 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.08.2018, Page 29
19.8. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 una þurfi að láta starfsfólk vita hvað ætlunin sé að stoppa lengi, því panta þurfi sæti í rútunni til að komast til baka. Hún mælir með því að fólk geri ráð fyrir um þriggja tíma stoppi, sé ætlunin að fá sér hress- ingu í Arnarhreiðrinu. „Röðin í lyftuna var óralöng. Við biðum í fimmtíu mínútur bara eftir því að komast í lyftuna. En biðin var vel þess virði, því útsýnið var stór- kostlegt. Og leiðin niður tók mun styttri tíma,“ segir Alda. Eftir heimsóknina í Arnarhreiðrið hélt hópurinn til bæjarins Füssen þar sem hann gisti eina nótt. „Füss- en er æðislegur bær,“ segir Alda. „Þar er meðal annars Neuschwan- stein-kastalinn. Mér skilst að hann sé fyrirmynd Disney-kastalans og bara það að sjá hann var geggjuð upplifun.“ Hún segir bæinn sjálfan mjög skemmtilegan með litlum þröngum götum og þar hafi verið gaman að ganga um. Frá Füssen keyrði hópurinn yfir til Sviss en ákvað að koma við í bæn- um Feldkirch, sem Alda segir til- heyra Austurríki og vera afar fal- legan. „Þarna eru hús alveg frá miðöldum og byggingarnar eru ótrú- lega fallegar. Áin Ill rennur þarna í gegn og það er ótrúlega sérstakur litur á henni; hún var eiginlega him- inblá. Við tókum okkur smátíma þarna áður en við héldum áfram. Við komum svo aðeins við í Liechten- stein áður en við fórum yfir til Sviss,“ segir Alda. Hópurinn kom til Sviss 1. ágúst, en svo skemmtilega vill til að það er afmælisdagur Öldu. „Við gistum í bæ sem heitir Wilderswil. Þegar við komum þangað var rosalega mikið af fólki niðri í bæ og allir í þjóðbún- ingum og þarna var mikil stemning. Okkur var sagt að það væri að byrja flugeldasýning svo við ákváðum bara að elta fólksstrauminn. Og við sáum ekki eftir því; þetta var stærsta og lengsta flugeldasýning sem ég hef séð. Hún tók nítján mín- útur; ég tók tímann,“ segir Alda og hlær. Eins og víða í Evrópu hefur hitinn á þessu svæði verið gríðarlega mikill í sumar og miklir þurrkar. Alda seg- ir að öryggisgæslan hafi verið ströng; slökkviliðið hafi verið til taks og gætt þess að almenningur færi ekki inn á svæðið þar sem flugeld- unum var skotið upp. Slökkviliðs- mennirnir hefðu þar að auki gætt þess að hvergi leyndust glæður í gróðrinum eftir flugeldana. Alda segir óhætt að segja að þetta hafi verið eftirminnilegur afmælisdagur. „Ég held að ég verði bara alltaf að vera í Sviss á afmælisdaginn minn héðan í frá,“ segir hún og skellir upp úr. Pöntuðu matinn í blindni Næsta dag fór hópurinn upp á fjallið Schilthorn en þangað er farið með kláfum, sem Alda segir að hafi verið einstök reynsla. „Sérstaklega fyrir tvær okkar sem erum frekar loft- hræddar,“ segir Alda hlæjandi. „Það þarf að taka fjóra kláfa upp á topp- inn, sem er í tæplega þrjú þúsund metra hæð, svo það verður að skipta um kláf á nokkrum stöðum. Og þótt hver ferð taki ekki langan tíma þarf fólk að gera ráð fyrir því að bíða dá- góða stund eftir að komast um borð.“ Á toppi Schilthorns var tekið upp atriði í James Bond-myndinni On Her Majesty’s Secret Service, sem kom út árið 1969, og segir Alda að staðurinn beri þess merki. Meðal annars hafi lög úr Bond-myndum verið spiluð í kláfunum. Frá Sviss fóru Alda og ferðafélag- arnir yfir til Frakklands og gistu eina nótt í Annecy. „Það var nokkuð löng keyrsla þangað en alveg þess virði,“ segir Alda. „Þetta er fallegur staður, þarna eru gömul hús og mik- ið mannlíf. Götulistamenn á hverju götuhorni. En ekki gera ráð fyrir því að neinn tali ensku. Við fórum á veit- ingastað um kvöldið sem leit vel út. Matseðillinn var bara á frönsku, sem við skildum ekki, og þjónninn talaði með svo sterkum hreim að við skild- um hann eiginlega ekki heldur. Þannig að við bentum bara á ein- hverja rétti sem myndir voru af og okkur leist ágætlega á. En réttirnir voru sem sagt bara kartöflur og ost- ar.“ Hún hlær og bætir við að ekkert þeirra hafi langað í kartöflur og ost eftir þetta. Frá Annecy keyrði hópurinn yfir til Zürich þar sem tónleikarnir með Ed Sheeran voru haldnir. „Þar gist- um við á hóteli sem var hinum megin við götuna frá tónlistarstaðnum og það var algjör snilld að geta bara rölt á milli.“ Næsta dag keyrði hóp- urinn aftur til München og gisti þar áður en haldið var heim til Íslands með flugi næsta dag. Áin Ill rennur í gegnum bæinn Feldkirch í Austurríki. Alda segir litinn á ánni ótrúlega sérstakan, eiginlega himinbláan. Röðin að lyftunni í Arnarhreiðrinu var löng og biðu Alda og ferðafélagarnir í fimmtíu mínútur eftir að komast í lyftuna. Kláfurinn sem flutti hópinn frá Birg upp á tindinn Schilthorn, sem er í tæplega þrjú þúsund metra hæð yfir sjávarmáli. ’Ég held að ég verðibara alltaf að vera íSviss á afmælisdaginnminn héðan í frá. Meðfram Schilthorn-tindinum liggur 200 metra göngubrú sem kallast The Thrill Walk og er það réttnefni. Göngubrúin er úr stáli og gleri og má telja lík- legt að það fari aðeins um lofthrædda sem ganga eftir brúnni. Þeir hörðustu geta að auki gengið eftir línu úr stáli, en það er þó öryggisnet undir. Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Arndís Jóhannsdóttir ásta créative clothes Sunna Sigfríðardóttir Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 SÍGILDIR SUNNUDAGAR Fyrsta flokks kammertónlist Sígildir sunnudagar eru klassísk tónleikaröð þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval kammertónleika. Sunnudaga kl. 16:00 í Hörpu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.