Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.08.2018, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.8. 2018
Þ
að er heldur önugt að horfa upp á
hversu stjórnarfarinu í höfuðborg
landsins hefur hrakað. Og hefur
hallað undan fæti um alllanga hríð.
Þjónustulund er lykilorðið
Sveitarfélag er svæðisbundið yfirvald sem er komið
á til að veita ákveðna grundvallarþjónustu. Vilji
borgar-/bæjarstjórnin það, getur hún svo sem
ákveðið að fara nokkuð út fyrir það. En hún býr þó
við valdmörk. Þannig getur hún ekki blandað sér í
ákvarðanir sem að lögum eru faldar öðrum og er
óheimilt að hlutast til um þær og síst til að draga úr
áhrifum hins lögmæta aðila.
Verkefni sveitarfélaga eru prýðilega skilgreind.
Önnur sem segja má að lúti hinum óskráðu reglum,
þeim sem Píratar vilja vita hvar eru skráðar, snúast
einnig um að veita íbúum viðkomandi sveitarfélags
þjónustu, þótt hún sé ekki endilega lögbundin.
Þetta er ekki flókið
Íbúarnir eru vel með á nótunum. Þeir vilja að sveit-
arfélagið sitt sé sem þægilegast og snyrtilegast og
að flæði um það sé lipurt, aðgengilegt og hættulítið.
Þeir vilja að verk sem vinna þarf séu unnin hratt
og skipulega og með sem minnstri truflun fyrir al-
mennt gangverk sveitarfélagsins.
Þau opinberu merkikerti sem eru föst í þeim mis-
skilningi að tilvera sveitarfélaganna snúist um það
hvort þau náist á mynd eða ekki, en ekki um hag
íbúanna, ættu að fara í annað og byrja á því að
kaupa sér stóran spegil og koma honum haganlega
fyrir heima hjá sér.
Svo var það fyrir átta....
Síðustu tvö kjörtímabilin hafa verið sérlega niður-
lægjandi hvað borgina snertir í framangreindum efnum,
en sumt var vissulega byrjað áður. Þjónustan hefur
skroppið saman og sú sem er hefur þyngst og er jafnvel
talin eftir og allar klær hafðar úti að krækja sér í aur úr
vösum borgarbúa.
Við þetta bætast svo næsta ótrúlegir hlutir. Eitt aðal-
einkennið og það alvarlegasta er að það er lítið og jafn-
vel ekkert að marka yfirlýsingar borgaryfirvalda um
hvað hafi verið gert, hvað sé verið að gera eða hvers sé
að vænta í næstu framtíð. Þegar teknar eru saman yf-
irlýsingar Dags B. Eggertssonar um lóðamál borg-
arinnar síðustu átta árin og hvers sé að vænta, mynd-
skreyttar með glærum og kynntar á fjölmörgum
fundum, er eins og nú sé horft á eyðimörk þar sem lofað
var aldingarði.
Óheilindi og blekkingar eru megineinkennin sem blasa
við þeim sem rýna í það sem sagt var og leita efnda.
Endaskipti á úrslitum
Samfylkingin beið afhroð í kosningum til borgar-
stjórnar vorið 2010. Í því fólst krafa kjósendanna
um að hún héldi sig frá stjórn borgarinnar næsta
kjörtímabil. En þeim var gefið langt nef. Látið var
heita að Jón Gnarr, fyrir hönd Besta flokks, sem
gufaði upp að kjörtímabilinu loknu, færi með emb-
ætti borgarstjórans. Það var eingöngu illa heppnað
grín eins og „skemmtiþættir“ með sama heiti reynd-
ust líka og var hent fyrir vikið.
Jón Gnarr mátti eiga það að hann lét aldrei eins og
hann sinnti embætti æðsta manns borgarinnar.
Hann tók ekki á móti borgarbúum sem vildu fá úr-
lausn sinna mála og það þóttu sérstök tíðindi ef
hann opnaði munninn á borgarráðsfundi þar sem
allar þýðingarmestu ákvarðanir borgarinnar eru þó
teknar. Hann sagðist í upphafi ætla að svíkja öll sín
kosningaloforð nema eitt, sem hann sveik reyndar
líka.
Illa leikin loforð
En það er þó fjarri því að nokkuð bendi til þess að
Gnarr hafi verið slakari borgarstjóri heldur en Dag-
ur Eggertsson, sem fór með völdin á bak við tjöldin í
tíð Gnarrs og tók svo formlega við fjórum árum síð-
ar. Dagur gaf miklu fleiri loforð en Gnarr og sveik
þau flest. Þannig náði hann að svíkja fleiri loforð en
Gnarr, sem þó sveik öll sín að eigin sögn.
Það er að renna upp fyrir sífellt fleirum að Dagur
er eingöngu yfirborð. Þruglkenndir illskiljanlegir
langhundar sem hann fer með eru ekki sérstök
tækni eins og einhverjir héldu um skeið.
Hann er bara svona.
Tveimur vikum fyrir síðustu kosningar og eftir
átta ár við völd tók hann óvænt að lofa því að „setja
Miklubraut í stokk“ og voru verktakar þá í óða önn
að láta handraða grjóti í net beggja vegna við hana
og áttu enn ófrágengið verkið Klambratúnsmegin!
Þeir vissu ekki hvort þeir ættu að trúa á stokk eða
steina.
Altækt ábyrgðarleysi
Þótt góðæri ríki í landinu og skatttekjur streymi inn
í borgarsjóð þar sem skattpíning er eins mikil og lög
frekast leyfa er fjárhagsstjórnin samt í uppnámi, og
upplýsingar um fjárhagsstöðuna eru út og suður svo
enginn skilur, og síst sá sem fær borguð forsætis-
ráðherralaun fyrir það. Fjárhagsstjórnunin er þó
þýðingarmesta verkefni hvers borgarstjóra.
Fasteignagjöld, sem lögð eru á borgarbúa og eru
öðrum þræði þjónustugjöld, hafa hækkað mjög
óeðlilega vegna þess að fasteignaverð hefur rokið
upp og ekki síst vegna heimatilbúins vanda í lang-
stærsta sveitarfélagi landsins. Borgarstjórinn hefur
nú árum saman verið með glærusýningar og slengt
um sig loforðum um lóðaúthlutanir sem ekkert hef-
ur orðið úr.
Þegar tjaldið féll og veruleikinn varð ljós hrundu
væntingarnar og fyrirsjáanlegur viðvarandi lóða-
skortur ýtti fasteignaverðinu í hæstu hæðir.
Borgarstjórnin eyðir sínum tíma helst í að
tryggja að auðmenn geti keypt sér miðlægar eignir
á 400 milljónir króna íbúðina og þykjast með því
vera að greiða götu ungs fólks til að koma þaki yfir
höfuðið!
Því til viðbótar hafa nú verið lögð á viðbótarbygg-
ingargjöld á hverja byggða íbúð og talsmenn borg-
arbúa segja að þau gjöld hafi engin áhrif á verð
íbúða í borginni. Hvern er verið að blekkja? Halda
Ævintýri
á afturför
’
Enginn býst við neinum viðbrögðum frá
Degi Eggertssyni, sem myndi líklega
byrja á því að fá vottorð frá undirsáta um að
honum væri þetta mál jafn óviðkomandi og
annað í borgarrekstrinum.
En það kemur á óvart að æðstu stjórnendur, í
næstu tröppu fyrir neðan ábyrgðarleysið al-
gilda, séu orðnir svona samdauna hinni dug-
lausu yfirstjórn.
Reykjavíkurbréf17.08.18