Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.8. 2018 Ekki allt á eina bókina lært Þórdís Sævarsdóttir er formað-ur TónmenntakennarafélagsÍslands, kórstjóri, söngkona, nýsköpunarkennari, með MA í menn- ingarstjórn á sviði menntunar og lista og kennir tónmennt í Dalskóla í Graf- arholti. Hún segir tónmenntakennslu vera þess eðlis að viðkomandi þurfi meðal annars að hafa góða kunnáttu í tónlist, geta spilað á hljóðfæri, stjórn- að söng og jafnvel kór og ýmsum við- burðum. Sérhæfingin sé þar af leið- andi umtalsverð. Útskrifuðum tónmenntakennurum hafi fækkað og þróunin sé áhyggjuefni. „List- og verkgreinar á Mennta- vísindasviði Háskóla Íslands hafa verið í varnarbaráttu því of litlu fjár- magni og tíma hefur verið varið til kennslunnar sem getur haft áhrif á það hvort nýútskrifaðir kennarar séu í stakk búnir til að kenna þessa um- fangsmiklu og krefjandi faggrein. Fé- lag tónmenntakennara hefur rætt þessi mál innan stjórnsýslunnar og við deildarstjóra háskólanna, en því miður sjáum við ekki merki um mikl- ar umbætur. Fólk er sammála um gildi og mikilvægi þessara greina og að breytinga sé þörf en lítið gerist.“ Strandar á hugsunarhætti Þórdís segir forgangsröðun fjármuna meðal þess sem hindrar úrbætur en fleira komi til. „Ég held að þetta strandi fyrst og fremst á þessum gamla hugsunarhætti að bókin skili alltaf mestu en list- og verkgreinar séu frekar einhvers konar áhugamál. Þetta má sjá nokkuð skýrt á ein- kunnagjöf við lok unglingadeilda þar sem allar listgreinar fá saman eina einkunn, sem er eins og að gefa eina einkunn fyrir stærðfræði og íslensku saman.“ Hún bætir við að í nýrri aðal- námskrá grunnskóla eigi list- og verkgreinar ákveðinn tímakvóta í stundaskrá og mikilvægt sé að skóla- starfið sé skipulagt af metnaði í sam- ræmi við það. Ef til vill séu ákvæðin ekki nógu skýrt orðuð en í úttekt menntamálaráðuneytis hafi komið í ljós að þessu sé ábótavant í allt of mörgum skólum, sérstaklega hjá unglingum, sem þurfa ekki síst á fjöl- breyttu námi að halda. Þá skilgreini skólastjórnendur tón- menntakennslu einnig misjafnlega. „Einhver skólastjóri gæti talið það tónmenntakennslu að leiðbeinandi sæi um samsöng. En þetta snýst líka um gæði, umfang og túlkun á því hvað flokkast sem tónmennta- kennsla.“ Skortur á aðhaldi Eitt af því sem Félag tónmennta- kennara hefur gagnrýnt er skortur á aðhaldi og forgangsröðun skóla- og menntayfirvalda. „Margir skólastjór- ar eru allir af vilja gerðir en það dug- ar ekki alltaf til,“ segir Þórdís. „Við heyrum mikið talað um Pisa-könnun- ina og hvernig íslenskir nemendur standa sig samanborið við nemendur í nágrannaþjóðunum, sem er vel. En við heyrum bara um viðmið í stærð- fræði, lestri og örfáum greinum þótt dæmi séu um að listgreinar séu einn- ig metnar í alþjóðlegum könnunum. Það væri svo sannarlega ástæða til að tala um viðmið í skapandi kennslu- háttum, listum og slíkum greinum hér á Íslandi þar sem sköpun, listir og skapandi iðnaður er svo mikils virði. Þar fengju sumir skólar verð- skuldaða athygli og viðurkenningu, því þrátt fyrir allt er víða unnið gott og metnaðarfullt starf á þessu sviði. Með grunnþættinum sköpun er búið að leggja áherslu á list- og verk- greinar, með fullri virðingu fyrir skapandi hliðum annarra faga. Það er mjög jákvætt. Þar með erum við að mennta til manns, stuðla að þroska á heilsteyptan hátt og rækta mennsk- una og menninguna sem verður sam- félagið og velferðin á morgun og næstu ár.“ Hvers vegna skiptir tónmennta- kennsla svona miklu máli? „Það er nú hægt að ræða það í all- an dag,“ segir Þórdís og hlær. „En í tónmenntinni rúmast öll önnur fög; hrynjandin í líkama, tungumáli, orð- um, setningum, ljóðum, náttúru og umhverfi. Það að syngja og vinna með texta er gríðarlega áhrifarík leið til að efla orðaforða og styðja við læsi, þótt lítið hafi verið hugað að því í öll- um þessum læsisátökum. Svo er söngur frábær leið til að læra erlend tungumál.“ Þórdís segir mjög auðvelt að sam- þætta tónlist og aðrar námsgreinar og margar rannsóknir hafi sýnt fram á að list- og verkgreinar auki og efli námsárangur í öðrum greinum. „Ég hef til dæmis sýnt nemendum mínum hvernig hægt er að halda vatnsdropa á lofti með hljóðbylgjum. Í tónlist er líka mikil stærðfræði og formfræði. Svo er tónlistin saga og menning og tjáning og tilfinningar skipta máli. Nemendur kynnast skapandi ferlum í gegnum tónlistar- og listsköpun, en skapandi og vísindaleg ferli eru al- gjörar hliðstæður. Þar eru settar fram kenningar/tillögur; þær skoð- aðar, gagnrýndar, samþykktar, sann- aðar eða afsannaðar þar til niður- staða fæst. Í þeim felst frumkvæði, hugrekki og þrautseigja. Þannig að tónlistin er hin þverfaglega grein sem styður við allar aðrar námsgreinar og ræktar hug, hjarta og hönd, feg- urðina og skynjunina, læsi á öllum sviðum.“ Þórdís segir niðurstöður rann- sókna hafa sýnt fram á að í skólum þar sem listir eru í hávegum hafðar verði yfirbragð glaðlegra, samskiptin opnari og einlægari og námsárangur betri. „Svo er tónlist auðvitað notuð í leiklist, dansi og svo framvegis. Þann- ig að tónmennt snertir einfaldlega öll önnur fög og eflir þau, nemandann og skólabraginn í leiðinni. List- og verk- greinarar munu verða lykilfög í námsþróun 21. aldar, og það er mín skoðun að íslenska menntakerfið geti verið í fararbroddi á því sviði. Við þurfum bara að taka þá afstöðu öll saman.“ Er ástæða til að hafa áhyggjur af tónmenntakennarastéttinni? „Já, algjörlega, og þetta er áhyggjuefni sem á að taka alvarlega. Það er flótti úr stéttinni vegna kjara- mála og álags. Laun grunnskóla- kennara eru of lág eins og er vitað, en tónmenntakennarar eru á enn lægri launum og það stekkur ekki hver sem er inn í þetta starf. Þetta er mjög sérhæft starf. Þetta þarf að leiðrétta. Ef bekkjarkennari er feng- inn til að leysa faglærðan tón- menntakennara af fær hann borgað tveimur launaflokkum hærra en tón- menntakennarinn. Þessi skekkja birtist ekki aðeins í lægri mán- aðarlaunum heldur hefur einnig áhrif á réttindi og svo lífeyrismál síðar á ævinni.“ Þórdís segir marga list- og verk- greinakennara gerast umsjónar- kennarar til að fá hærri laun og auka réttindi sín. Það auki enn á kennara- skortinn í tónmenntinni. Hvað er til ráða? „Stjórnsýslan þarf að horfast í augu við þetta, nýta tækifærið, efla bæði kennsluþróun, skólaþróun og alla menntun með því að skoða hvað hægt er að gera. Þetta er einn af mik- ilvægum þáttum í þjóðarsátt um menntun. Verði ekkert að gert held ég að við horfum fram á að eiga erfitt með að manna faglega og góða list- kennslu í skólum. Þessar greinar eru lykilþáttur fyrir skólakerfið og skóla- þróunina til framtíðar. Þær hafa hreinlega jákvæð áhrif á allt sam- félagið.“ „[…] tónlistin er hin þverfaglega grein sem styður við allar aðrar násmgreinar og ræktar hug, hjarta og hönd, fegurðina og skynjunina, læsi á öllum sviðum.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Í nokkrum grunnskólum landsins er ekki boðið upp á tónmenntakennslu sökum kennaraskorts. Formaður Tónmenntakennara- félags Íslands segir þetta áhyggjuefni og stjórnsýslan verði að skoða hvað hægt er að gera svo listkennsla leggist ekki af. Í sumum skól- um hefur sú leið verið farin að fá verktaka til að sinna tón- mennta- kennslunni. Þorgerður Laufey Diðriks- dóttir, formað- ur Félags grunnskólakennara, segir verktakann ekki verða hluta af skólamenningunni og svona kennsla nái ekki að festa djúpar rætur inni í allri kennslu. „Ég veit ekki hvort þetta fyr- irkomulag sé framtíðin en ég held að það sé ekki það ákjós- anlegasta. Að mínu mati er betra að vera með lista- og verkgreinakennara sem hluta af skólaheildinni. Svona verktakar verða ekki hluti af starfsliði skólans þannig að allt sem heit- ir umgjörð í kringum barn og að virkja styrkleika þess, kannski á mismunandi stöðum og fá alla kennara til að taka þátt í því, verður auðvitað erf- iðara ef verktakar sjá um kennsluna. Þetta er bara önnur hugsun.“ Þorgerður segist ekki vita hvort tónmenntakennsla, eins og við þekkjum hana, leggist af. Það fari svolítið eftir því hvernig menntayfirvöld taki á mál- unum, bæði hvað varðar menntun og starfsskilyrði tón- menntakennara. Aðspurð segist Þorgerður telja að það séu nokkrar ástæð- ur fyrir lítill endurnýjun í röðum tónmenntakennara. „Ég myndi halda að það væri sambland af nokkrum þáttum; starfs- aðstæðum, starfsskilyrðum og launakjörunum. Þeir sem út- skrifast sem tónmenntakenn- arar í gegnum Listaháskólann fá jafnframt réttindi sem tónlist- arkennarar. Þeir geta því valið um starfsvettvang, þ.e.a.s. hvort þeir vilji starfa í tónlistar- skóla eða grunnskóla. Svo ráða þeir sig líka í leikskólana því þar fléttast leikur og söngur meira daglegu starfi. Þannig að þetta er örugglega fjölþætt ástæða en við þurfum að minnsta kosti að hafa verulegar áhyggjur af því ef við förum að taka út þennan menntaþátt úr grunnskólunum og færa þá svolítið til hliðar.“ Önnur hugsun Guðrún Óla Jónsdóttir ’ Ég held að þetta strandi fyrst og fremst á hugs- unarhætti og viðhorfum. Það er þessi gamli hugs- unarháttur að bókin skili alltaf mestu en list- og verk- greinar séu frekar einhvers konar áhugamál. Þórdís Sævarsdóttir er formaður Tónmenntakennarafélags Íslands INNLENT GUÐRÚN ÓLA JÓNSDÓTTIR gudruno@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.