Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Blaðsíða 31
áskildi sér rétt að uppfylla þá meintu björgunarskyldu
með valkvæðum hætti og eftir eigin mati og í öðrum
tilvikum að takmarka aðstoð eða jafnvel veita enga.
Sjálfsögð varúð
Fjölmiðlar komast ekki hjá því að gera grein fyrir
þeim upplýsingum sem liggja ljóst fyrir og skipta
miklu fyrir umhverfi almennings. Og þá er ekki ein-
ungis átt við skuldbindandi yfirlýsingar félaga á
markaði og annarra félaga sem lúta reglum um upp-
lýsingagjöf, þótt takmarkaðri sé.
Þess utan lúta fjölmiðlar að nokkru sjálfskipaðri
„ritskoðun“ um fréttir og einkum þó um getgátur og
spágerðir sem byggðar eru á ónafngreindum, og í til-
vikum veikburða fjölmiðla, á hæpnum heimildar-
mönnum eða jafnvel heimatilbúnum.
Skríbentar og skoðanadálkamenn vilja forðast að
ýta með getgátum eða haldlitlum vangaveltum undir
atburðarás sem skaðað gæti afkomu og stöðu fjölda
manna beint og enn fleiri óbeint. Þeir forðast því
fréttaflutning sem getur leitt til þess að spár um hrak-
farir rætist.
Umræðan galopnuð
En málið gjörbreyttist eftir að ráðamenn fjölluðu op-
inberlega um svo viðkvæm mál, þótt í hálfkveðnum
vísum væri, og upplýstu að ríkisstjórnin hefði fyrir all-
mörgum mánuðum og með leynd sett á laggirnar sér-
stakan starfshóp til að halda utan um það. Í kjölfar
þess hófust vangaveltur í fjölmiðlum um það, hvort Ís-
lendingar væru að lenda í „nýju hruni“ eins og það var
orðað.
Það bar með sér að umfjöllun ráðherranna hafði
ekki skapað ró um málið.
En það sýndi einnig að ýmsir eru enn fastir í því að
bankakreppan á Íslandi hafi verið staðbundinn at-
burður. Ef svo væri er ólíklegt að bankakreppa hefði
orðið á Íslandi, sem jafna mætti við hrun.
Vissulega höfðu íslensku bankarnir og eigendur
þeirra verið glannalegir. En forsenda þess glanna-
skapar var sú, að það hafði verið skapað alþjóðlegt
umhverfi sem slíkir gátu notfært sér út í æsar.
Bankaveröldin sefjaði sjálfa sig um það, að „nýtt
umhverfi peningamála“ væri komið til, einkum í krafti
landamæralausrar alþjóðavæðingar, sem enginn hefði
yfirsýn yfir og enn síður boðvald yfir. Það hefði fætt af
sér ný efnahagslögmál sem afturhaldssamir varfærn-
ismenn hefðu einfaldlega ekki burði til þess að skilja.
Að auki hefðu fjármálalegir töframenn fundið upp,
ekki aðeins eina gullgæs, sem draumurinn var bund-
inn við um aldir, heldur heilu gullgæsabúin, með töfr-
um á borð við „undirmálslán,“ vafasamra skuldara
sem var skellt með öruggum borgunarmönnum í
pott, svo úr varð áferðarfalleg endurgreiðslublanda.
Þessu var hrært saman með efnahagslegu lyftidufti,
brutt eins og brauð af bankagæsunum, sem verptu
svo með sekúndubili eggjum úr eðalmálmum. Þar
næst mættu matsfyrirtækin með fjöldaframleidd
vottorð um „lánshæfismat“ og stimpluðu eggin.
Hvernig gat nokkur ímyndað sér að slík snilld gæti
bilað?
Við hringborð hagvísindanna
Það hlaut að vera nokkur lífsreynsla fyrir þann sem
hafði takmarkaða trú á því að töfrabrögð væru til
annars gagns en skemmtunar um skamma hríð, að
heyra tal manna með hátimbraðar einkunnir hag-
fræðinnar úr heimsfrægum skólum kveða efasemd-
arraddir í kútinn.
Þegar fyrst fór að örla á efasemdum um að ekki
væri víst að lánafyrirtækin hefðu í raun fundið upp
eilífðarvélina, var röksemdin þessi: Allt fram til
þessa dags hefur lánsfé verið óþrjótandi. Þetta lánsfé
hefur ekki farið neitt. Það er því þarna enn í sama
magni. Lánsfjárvandræðin geta því aðeins stafað af
því að bankakerfið í hræðslukasti heldur að sér hönd-
um og streymið stíflast af þeim sökum.
Verkefnið er ekki að finna nýtt fé, sagði kórstjór-
inn og hinir klöppuðu. Verkefnið er að mylja mein-
lokuna um að eitthvað sé að og fá féð, sem er enn til í
sama magni og fyrr, til að streyma á ný. Við erum
læknar hins alþjóðlega bankakerfis, og við þekkjum
það frá hefðbundnum læknum að helmingur af þeirra
tíma fer í að lækna ímyndunarveiki.
Við stöndum einmitt frammi fyrir henni í banka-
kerfinu núna og þurfum að „lækna“ hana.
En raunveruleikinn reyndist fremur vera sá að
sannfæringin um eilífðarflóð lánsfjár var nær ímynd-
un en sú sem nú var óvelkomin að knýja dyra.
Taka flugið
Forstjóri WOW var spurður um það hvað gerðist ef
að samningar fyrirtækisins um skuldabréfalán upp á
allt að 12 milljarða króna, sem einungis ætti eftir að
ákveða vexti á (sem þýðir að kaupandi skuldabréf-
anna ákveður þá einn) gengju ekki eftir.
Forstjórinn hafði svarað sams konar spurningu í
samtali við Markað Fréttablaðsins og sagt að hann
hefði ekkert plan b og þyrfti þess ekki.
Þetta þóttu varla boðleg skilaboð, og í fréttum
„RÚV“ daginn eftir, tók hann sérstaklega fram að
hann hefði ekki aðeins plan b og c heldur einnig plan
d. Ekkert var þó upplýst frekar um efni þeirra, enda
ekki um það spurt.
Staðan var því örugglega vandmeðfarin áður en
opinberi atbeininn, sem hér var rakinn, kom til. Hún
batnaði vissulega ekki við hann, þótt það kunni að
hafa verið tilgangurinn.
Forstjóri Wow ítrekaði það sem hann hafði áður
sagt að framtíðarmarkmið félagsins væri að félagið
myndi borga farþegum þess fyrir að fá að fljúga með
þá.
Sá sem hefur ekki vit til ætlar ekki að leyfa sér hér
að efast um þetta. En það getur verið óþarft að
leggja mikla áherslu á þann þátt rétt á meðan að
skuldabréfaviðræðurnar eru í gangi og ekki búið að
ákveða endanlega hvað vextirnir verði háir á bréf-
unum.
En kannski breytir það engu.
Morgunblaðið/RAX
Fjallið Skrauti í
Vonarskarði.
26.8. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31