Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Blaðsíða 29
26.8. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Moldóva, land sem liggur á
milli Úkraínu og Rúmeníu, hef-
ur hingað til ekki laðað til sín
marga ferðamenn, þótt þeim
fari ört fjölgandi. Landið er
gósenland vínakra með hæð-
um og hólum en engum fjöll-
um. Hæsti tindurinn nær að-
eins 400 metrum. Þarna er að
mestu töluð rúmenska en
einnig rússneska.
Í Moldóvu má finna stærsta
vínsafn heims, Milestii Mici,
sem er í 200 kílómetra löngum
undirgöngum. Einnig má þar
finna fjölda hella og hægt er að
skoða klaustrið Orheiul Vechi
frá 13. öld og létta á sálu sinni
og syndum. Thinkstock
MOLDÓVA
Gósenland víns
Orheiul Vechi í Moldóvu
er klaustur frá 13. öld.
Djíbútí er lítið land í Austur-Afríku á því svæði sem nefnist horn Afríku.
Það á landamæri að Erítreu í norðri, Eþíópíu í vestri og suðri og Sómalíu
í suðaustri. Mjög fáir vita nokkuð um þetta land og það eru nánast engir
ferðamenn þarna, en aðeins um 70 þúsund manns sækja landið heim ár-
lega. Það er synd því þarna er landslagið ótrúlegt og þrátt fyrir óöld í
löndunum í kring ríkir þarna friður.
Hægt er að keyra í gegnum eyðimörk að uppþornaða stöðuvatninu
Abbe, þar sem upprunalega Apaplánetumyndin var kvikmynduð. Einnig
er hægt að láta sig fljóta í Assal-vatni sem hefur afar hátt saltmagn. Svo
er tilvalið að synda með hákörlum og leika sér í tærum sjó.
DJÍBÚTÍ
Hákarlar í tærum sjó
Hægt er að synda með
hákörlum í Djíbútí.
Túrkmenistan er land í Mið-Asíu með landamæri að Afganistan, Íran, Kasakstan og Úsbekistan og
strandlengju við Kaspíahaf. Sækja þarf um vegabréfsáritun en aðeins um sjö þúsund ferðamenn koma til
Túrkmenistan á ári hverju. Í höfuðborginni Ashgabat eru fleiri marmarabyggingar en í nokkurri annarri
borg heims, eða 543 talsins, og margar þessara bygginga standa auðar. Í Karakum-eyðimörkinni má finna
manngerðan glóandi gíg sem kallast Dyrnar að helvíti. Hann myndaðist við gassprengingu og hefur logað
í u.þ.b. hálfa öld. Hægt er að bóka ferðir þangað og gista í tjöldum undir stjörnuhimni við gíginn en það er
víst stórkostleg sjón að næturlagi.
Logandi gíg-
urinn er sjón
að sjá.
Dyrnar að helvíti
TÚRKMENISTAN
Thinkstock
Það er ekkert sérlega vinsælt að ferðast til Norður-Kóreu, enda komm-
únistaríki með einræðisherra við stjórnvölinn. Þar hefur tíminn staðið í
stað síðan Kóreustríðinu lauk fyrir tæpum 70 árum og býr almúginn við
sára fátækt. Það er ýmislegt að sjá í Norður-Kóreu en stjórnvöld passa
vel upp á að gestir sjái aðeins það sem þau vilja að þú sjáir. Aðeins um
fimmtán þúsund manns ferðast þangað árlega enda ekki alveg hættu-
laust. Ferðamenn fá allir leiðsögumann og fara ekkert án hans. Samtöl
geta verið hleruð, símar á hótelum mögulega líka og fólk getur átt von á
að farið sé inn á hótelherbergi og einkamunir skoðaðir. Í þessu landi
hlýða þegnar í blindni og verða ferðamenn að fylgja reglunum eða
sleppa því að fara ella. Forvitni gæti kostað þig fangelsisvist og jafnvel líf-
ið. Ferðamenn munu finna fyrir miklum áróðri. Í höfuðborginni Pyon-
gyang eru víða stórar styttur og risaveggspjöld af leiðtogunum. Eitt af
því sem ferðamenn verða að gera er að sýna virðingu sína með því að
leggja blóm á jörðina og hneigja sig fyrir framan styttur af Kim Il Sung
og Kim Jong-il. Ferðamenn mega taka ljósmyndir, en ávallt undir vökulu
auga leiðsögumannsins.
NORÐUR-KÓREA
Thinkstock
Undir hans vökula auga
Í Pyongyang eru
margar styttur af leið-
toganum. Ferðamenn
eiga að leggja blóm
við stytturnar.
Þrátt fyrir að vera í miðri Evrópu
sækja ekki margir Liechtenstein
heim. Aðeins um sjötíu þúsund
ferðamenn koma þangað ár hvert.
Ein ástæða gæti verið sú að þar er
engan flugvöll að finna og þurfa
ferðamenn að koma keyrandi frá
Austurríki eða Sviss. Landið er að-
eins 160 ferkílómetrar að stærð og
íbúar eru 38.000.
Liechtenstein er talið eitt örugg-
asta land heims en þar var síðast
framið morð árið 1997. Landið er
svo lítið að hægt er að skoða það á
einum degi, en þar má finna kast-
ala, fjöll og góðan mat, þar á meðal
Michelin-staðinn Torkel.
Á hverju ári á þjóðhátíðardegi
landsins býður hans hátign prins
Hans-Adam III. og sonur hans prins
Alois, öllum íbúum landsins í bjór í
kastalagarði einum. Liechtenstein
er þekkt fyrir falleg fjöll og skíða-
mennsku, fjarri ys og þys skíða-
staða í nágrannalöndunum.
LIECHTENSTEIN
Prinsarnir bjóða öllum
í bjór á þjóðhátíðar-
degi Liechtenstein í
kastalagarði sínum.
Thinkstock
Með prinsum í bjór