Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Blaðsíða 26
„En ég segi aldrei: þetta virkar, heldur: þetta getur haft áhrif. Þetta er svo græðandi meðferð og gerir aldrei skaða,“ segir Ásdís Fanney Baldvinsdóttir.
Morgunblaðið/Ásdís
Ég held því fram að Boweniðsé eitt einfaldasta meðferð-arform sem til er, en ég er
heilsunuddsmeistari til tuttugu ára
og ég hef sjaldan séð jafn mikinn
árangur af jafn litlu. Ég átti sjálf
mjög erfitt með að trúa því í byrjun
að þetta virkaði svona vel en svo
fór ég að læra fræðin og kafa ofan í
þetta og varð heilluð af þessu með-
ferðarformi,“ segir Ásdís en hún
nam Bowen-fræðin í College of Bo-
wen Studies í Bretlandi, sem tók
ár, og síðar hefur hún tekið ýmis
framhaldsnámskeið á þeirra vegum.
Röð af rúllandi hreyfingum
„Í dag er meirihluti af þeim með-
ferðum sem ég veiti Bowen. Ég er
með fólk á öllum aldri; allt frá ung-
börnum upp í eldra fólk,“ segir Ás-
dís og útskýrir fyrir blaðamanni
hvernig Bowen-tæknin virkar.
„Þetta gengur út á það að ég geri
röð af rúllandi hreyfingum, mjög
þéttum en samt mjúkum, yfir
vöðva, bandvef og sinar. Þá berast
skilaboð frá taugakerfinu til heila
sem gefur skilaboð til baka um að
fara að gera við. Þetta er mjög ólíkt
hefðbundnu nuddi,“ segir Ásdís,
sem skellti blaðamanni á bekkinn
og leyfði honum að finna hvernig
þetta gengur fyrir sig.
„Það koma pásur eftir nokkrar
hreyfingar, mislangar eftir ástandi
líkamans. Pásurnar eru mikilvægar
til að gefa líkamanum tækifæri til
að meðtaka það sem er verið að
gera. Bowen virkar best ef það fær
að vinna eitt og sér en ekki með
öðrum líkamsmeðferðum,“ segir
Ásdís og bætir við að best sé að
koma þrisvar til fimm sinnum til
þess að sjá marktækan árangur en
fyrir ungbörn reynist oft nóg að
koma einu sinni.
Góð meðferð við kulnun
Hvaða vandamál kemur fólk með til
þín?
„Í rauninni allt milli himins og
jarðar. Það koma til dæmis svefn-
vana foreldrar með ungbörn sín
með magakveisu, fólk á öllum aldri
með alls kyns heilsukvilla og svo
fólk með íþróttameiðsl. Það eru
stoðkerfisvandamál, bakverkir,
háls- og axlavandamál, astmi og
margt fleira sem fólk leitar til mín
með,“ segir Ásdís.
„Einn af ávinningunum við Bo-
wen er að það er bæði streitu- og
verkjalosandi. Fólk finnur oft mik-
inn bata hvað varðar álagstengda
verki og reynslan sýnir að fólk nær
betri svefni. Nú er kulnun mikið í
umræðunni og þetta er stórkostleg
meðferð við því. Ég hef verið að
meðhöndla fólk sem kemur kannski
vegna verkjar í hné en svo kemur í
ljós að það er búið að vera í kuln-
unarástandi lengi. Hnéð kannski
lagast en oft er ávinningurinn svo
miklu meiri en lagt var upp með í
byrjun,“ segir Ásdís.
En hvernig hjálpar þetta fólki
með astma?
„Ég tek það fram að við læknum
ekki sjúkdóma. Við erum ekki
læknar, en það sem Bowen gerir
t.d. er að ná slökun fram í þind.
Það hjálpar lungum og lungna-
starfseminni. Það hefur reynst vel.
Fólk hættir ekkert endilega á lyfj-
um en sumir ná að minnka þau.
Maður getur aldrei lofað neinu. Við
bjóðum líkamanum bara upp á
þessa meðhöndlun og svo eru það
ævintýrin sem gerast.“
Jákvæð áhrif á heilsu
Hvað með gagnrýnisraddir sem
segja þetta ekki virka?
„Það er enginn hafinn yfir gagn-
rýni og auðvelt er að dæma það
sem maður þekkir ekki og hefur
ekki reynslu af. Bowenið er ekki
meðhöndlun við sjúkdómum heldur
er þetta heildræn meðhöndlun sem
hefur, samkvæmt minni reynslu, já-
kvæð áhrif á heilsu fólks,“ segir Ás-
dís og bætir við að hún hiki ekki við
að beina fólki til lækna ef hún telur
það þurfa.
„Þetta er enn sem komið er
óhefðbundin meðferð en það stend-
ur til að hækka kröfur til námsins.
Bowen er mikils metin meðferð
víða um heim, sérstaklega í Ástr-
alíu og Bretlandi, þar sem ýmis
heilsu- og endurhæfingasetur eru
með Bowen-tækna á sínum vegum,
sem og mörg íþróttafélög,“ segir
Ásdís.
Barnið svaf í sex tíma
Ertu með einhverjar reynslusögur
úr þínu starfi?
„Já, sem dæmi kom kona haltr-
andi til mín rétt fyrir maraþon, með
verk í nára og í kringum mjöðmina.
Bowenið lagaði þetta, virtist vera,
og hún hljóp á sínum besta tíma.
Svo var ég eitt sinn í flugvél, í átta
tíma flugi frá Seattle. Ein flug-
freyjan sem þekkti til mín kom að
máli við mig af því að það var ung-
barn hágrátandi í vélinni og þær
voru búnar að reyna allt. Barnið
var níu vikna og öskrandi og móð-
irin var í taugaáfalli. Ég þurfti fyrst
að róa mömmuna og svo meðhöndl-
aði ég barnið. Það róaðist og svaf í
sex tíma. Þarna var ég nýbúin að
læra Bowen og var sjálf frekar
skeptísk en þetta sannaði fyrir mér
endanlega að þetta væri eitthvað
sem virkaði,“ segir hún.
„Svo virkar þetta líka vel á and-
lega vanlíðan því þetta kemur af
stað svo mikilli slökun. Þetta róar
fólk sem er undir mikilli streitu. En
ég segi aldrei: þetta virkar, heldur:
þetta getur haft áhrif. Þetta er svo
græðandi meðferð og gerir aldrei
skaða. En ég hef mjög sjaldan lent
í því að fólk finni engan mun á sér,“
segir Ásdís að lokum.
„Svo eru það ævintýrin
sem gerast“
Bowen er bandvefsslökunartækni þar sem beitt er léttum þrýstingi á tiltekin svæði líkamans og virðist það hafa jákvæð áhrif á
heilsu fólks. Heilsunuddsmeistarinn Ásdís Fanney Baldvinsdóttir lagði stund á nám í Bowen-fræðum og heillaðist fljótt.
Hún segir meðferðina hafa reynst mörgum vel og langflestir finni mun á sér.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.8. 2018
HEILSA
BOWEN-TÆKNI
Losar um spennu
Bowen-tæknin
meðhöndlar lík-
amann sem heild
og er græðandi.
Bowen-tæknin er kennd við Ástralann Thomas Bowen (1916-
1982). Hann hætti í skóla á unglingsaldri og vann ýmsa verka-
mannavinnu þar til hann endaði í sementsverksmiðju. Þar
horfði hann upp á vinnufélaga sína þjást af álagsmeiðslum
vegna vinnu sinnar og fór hann því að fikra sig áfram og þró-
aði það sem nú heitir Bowen. Um 1960 var hann með vinsæl-
ustu meðferðaraðilum í landinu og meðhöndlaði yfir 13.000
sjúklinga á ári.
Bowen-tæknin barst til Englands árið 1993 og er nú að
verða vinsælasta grein óhefðbundinna lækninga þar í landi.
Meðferðin samanstendur af röð mjúkra hreyfinga sem gerð-
ar eru með þumlum og fingrum yfir vöðva, sinar og bandvef.
Bowen-tæknin meðhöndlar líkamann sem heild og
er aðallega græðandi meðferð. Hún losar um spennu sem
hefur byggst upp, líkamlega og/eða andlega. Við það fer í
gang ferli í bandvef líkamans til að laga það sem í ólagi er.