Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.8. 2018
LESBÓK
FÓLK Fyrrverandi gítarleikari Lynyrd Skyn-
yrd, Ed King, lést á heimili sínu í Nashville í vik-
unni, 68 ára gamall. Hann samdi m.a. smellinn
„Sweet Home Alabama“, ásamt fleirum. Dán-
arorsök er óþekkt en samkvæmt Rolling Stone
hafði hann kljáðst við lungnakrabbamein.
King fæddist í Kaliforníu og gekk í rokksveit-
ina árið 1972. Hann hætti þremur árum síðar eft-
ir deilur við söngvarann Ronnie Van Zant. King
spilaði á þremur hljómplötum sveitarinnar, sem
hætti störfum eftir að þrír meðlimir hennar lét-
ust í flugslysi árið 1977, en þeirra á meðal var
Van Zant. Lynyrd Skynyrd varð síðan til í nýrri
mynd árið 1987 og var King í sveitinni til 1996.
Ed King látinn
King samdi ásamt fleirum smellinn
„Sweet Home Alabama“.
AFP
TÓNLIST Söngvari Aerosmith, Steven Tyler, krefst
þess að Donald Trump spili ekki tónlist Aerosmith á
samkomum sínum. Hann sendi honum bréfið eftir að
Trump spilaði „Livin’ on the Edge“ á baráttufundi í
Vestur-Virginíu á þriðjudag. Þetta er ekki í fyrsta skipt-
ið sem Tyler hefur þurft að leita til lögfræðinga sinna
vegna lagavals Trumps. Árið 2015 sendi teymi Tyler tvö
bréf til hans en þá spilaði hann „Dream On“ á kosn-
ingafundum.
„Eins og við höfum gert ljóst mörgum sinnum skapar
Trump falska ímynd þess að skjólstæðingur okkar hafi
gefið leyfi fyrir notkun tónlistarinnar og jafnvel að hann
styðji Trump,“ segja lögfræðingarnir og vísa til þess að
Trump þurfi skriflegt leyfi til að fá að nota tónlistina.
Vill að Trump hætti að spila lög Aerosmith
Aerosmith kom fram á nýliðinni MTV-
verðlaunahátíð. Tyler er lengst til hægri.
AFP
Ben
Affleck
Affleck í
meðferð
FÓLK Ben Affleck er farinn í með-
ferð en það var fyrrverandi eig-
inkona hans, Jennifer Garner, sem
keyrði hann á meðferðastöðina.
Fyrr í vikunni sást hann með
Playboy-fyrirsætunni Shaunu Sex-
ton, sem ýtti undir orðróm um að
hann og kærastan Lindsay Shookus
væru hætt saman. Affleck hefur áð-
ur farið í meðferð við áfengisneyslu
en hann og Garner skildu árið 2015
eftir tíu ára hjónaband. Þau eiga
þrjú börn saman.
KVIKMYNDIR Danny Boyle er
hættur við að leikstýra næstu
James Bond-mynd, sem nú gengur
undir nafninu Bond 25. Heimild-
armenn Hollywood Reporter segja
að myndin verði því ekki frumsýnd
8. nóvember 2019 heldur sé líklegt
að frumsýningin frestist um ár. Síð-
ustu ár hefur engin Bond-mynd
verið frumsýnd um sumar.
Talið er að þetta eigi eftir að
koma sér vel fyrir myndina Wonder
Woman 1984 sem frumsýnd verður
1. nóvember 2019 vestra.
Tökur á Bond 25 áttu að hefjast í
desember. Boyle og Bond-framleið-
endur áttu í deilum vegna handrits-
ins sem samstarfsmaður Boyles,
John Hodge, skrifaði. Fyrri útgáfu
af handriti skrifuðu Neal Purvis og
Robert Wade, sem einnig skrifuðu
Casino Royale, Quantum of Solace,
Skyfall og Spectre.
Það gæti tekið marga mánuði að
klára handrit sem allir geta sætt sig
við, þar með leikstjórinn sem fram-
leiðendurnir Barbara Broccoli og
Michael G. Wilson ráða til verksins.
Boyle er talinn hafa hætt m.a.
vegna þess að hann vildi ráða
pólska leikarann Tomasz Kot til að
leika vonda kallinn en ekki var
samstaða um þá ákvörðun.
Danny
Boyle
Frumsýningu
frestað Nýjasta mynd bandarískaleikstjórans Spike Lee varfrumsýnd vestra fyrr í
mánuðinum, en hún ber nafnið
BlacKkKlansman. Hún segir sanna
sögu Rons Stallworth, fyrsta svarta
rannsóknarlögreglumannsins í lög-
reglunni í Colorado Springs á átt-
unda áratugnum, en hún er byggð á
æviminningum Stallworth sem
komu út á bók árið 2014. Hún segir
frá því hvernig Stallworth komst inn
í innstu raðir Ku Klux Klan með
hjálp samstarfsmanns síns, Flip
Zimmerman. Tilgangurinn er að
rannsaka samtökin og afhjúpa þau.
Stallworth er leikinn af John David
Washington, sem er sonur Denzels
Washington, og Adam Driver er í
hlutverki Zimmerman. Topher
Grace leikur síðan David Duke,
æðstaprest Ku Klux Klan. Jordan
Peele (Get Out) er á meðal framleið-
anda myndarinnar.
Lee vonast til þess að myndin leiði
til þess að Bandaríkjamenn kjósi
ekki Donald Trump í embætti for-
seta í annað kjörtímabil. „Ég vonast
til þess að áhorfendur skrái sig til að
kjósa. Það eru að koma kosningar og
síðan ætlar þessi maður í Hvíta hús-
inu að bjóða sig fram aftur og það
sem við erum að ganga í gegnum ber
vitni um hvað gerist þegar þú kýst
ekki, þegar þú tekur ekki þátt í ferl-
inu,“ sagði Lee í samtali við CNN.
Hann sagði líka að hann vissi um
marga sem létu eins og þetta skipti
ekki máli og allir stjórnmálamenn
væru glæpamenn en honum finnst
það vera vonlaust viðhorf. „Við verð-
um bara að vera skynsamari í því
hverja við kjósum.“
Hann segir að uppgangur kyn-
þáttahaturs í Bandaríkjunum teng-
ist því að Barack Obama hafi verið
forseti í átta ár, þarna hafi verið tvö
skref áfram og eitt aftur á bak.
„Ástæða þess að kynþáttur er svona
mikið umræðuefni í landinu er að við
höfum aldrei tekist á við þrælahald,“
segir Lee, sem lætur ekki sitt eftir
liggja að ræða þessi mál og koma
þeim upp á yfirborðið í þessari mynd
og fleirum.
Adam Driver og John
David Washington í
nýjustu mynd Spike
Lee, BlacKkKlansman.
Í innstu raðir Ku Klux Klan
Spike Lee heldur áfram að kryfja bandarískt samfélag og segja sögur tengdar kynþáttahatri í
BlacKkKlansman, sem þykir besta kvikmynd hans í meira en áratug.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Lee á frumsýningu myndarinnar í Los
Angeles fyrr í mánuðinum.
AFP
Shelton Jackson „Spike“ Lee fæddist 20. mars árið 1957 og er því
61 árs. Framleiðslufyrirtæki hans, 40 Acres and a Mule Filmworks,
hefur framleitt fleiri en 35 myndir frá 1983. Hann hefur hlotið
margar viðurkenningar fyrir störf sín og m.a. verið tilnefndur tvisv-
ar til Óskarsverðlauna og hreppt BAFTA-, César- og Emmy-
verðlaun og nú síðast Grand Prix-verðlaun fyrir myndina BlacKk-
Klansman í Cannes.
Hann hefur ennfremur leikið í tíu af sínum eigin myndum, sem
gjarnan eru pólitískar og fjalla m.a. um kynþáttahatur, glæpi og fá-
tækt.
Hann fæddist í Atlanta í Georgíu. Móðir hans Jaqueline var kenn-
ari og William faðir hans tónskáld. Fjölskyldan fluttist til Brooklyn
þegar Lee var barn. Móðir hans gaf honum gælunafnið Spike þegar
hann var lítill. Hann á þrjú yngri systkini, Joie, David og Cinqué,
sem öll hafa starfað við myndir hans í gegn-
um tíðina. Lee er með meistaragráðu í
kvikmyndagerð frá NYU Tisch-listahá-
skólanum og hefur kennt við sama skóla.
Lee kynntist eiginkonu sinni, lög-
fræðingnum Tonyu Lewis, árið 1992
og gengu þau í hjónaband ári síðar
í New York. Þau eiga dótturina
Satchel (f. 1994) og soninn Jack-
son (f. 1997).
Hann er enn með skrifstofu í
Brooklyn, nánar tiltekið Fort
Greene, en fjölskyldan er búsett í
efri byggðum austanmegin á Man-
hattan.
Leikstjóri og leikari
Lee ásamt eiginkonu
sinni Tonyu Lewis.