Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.8. 2018 Þ að er langt teygt að segja að opinber samtöl við forsætisráðherra og samgönguráðherra um stöðu félaga í flugrekstri hafi verið hjálpleg. Betra hefði verið að samtöl á efstu rim stjórnkerfisins hefðu farið hljótt aðeins lengur. Kannski var ekki kostur á því og því fór sem fór. Mikilvægt að fara ekki í kerfi Þeir sem voru í vafa um veika stöðu flugrekstrar voru vafalausir eftir þau samtöl. Þeir sem fylgjast betur með sannfærðust eftir þetta um að sennilega væri styttra út á ystu nöf en gott er. Samtölin voru óþægilega löng og óþægilega óljós, og einkum þó samtalið við samgönguráðherrann. Gamla reglan var sú, að hafi menn ekkert gagnlegt fram að færa komi til greina að þegja. Sú saga er kunn, að þegar að Noregur stóð frammi fyrir slitum sambandsins við Svíþjóð árið 1905 hafi skáldjöfurinn Björnstjerne Björnson sent Cristian Michelsen for- sætisráðherra skeyti: Nu gjælder det að holde sam- men. Michelsen forsætisráðherra hafi svarað um hæl með skeyti: Nu gjælder det at holde kjæft (nu gjæl- der det at holde sig sammen, segja sumir). Skáldið fullyrti að þetta væri lygasaga. Kerfislæg samtöl og mikilvæg Í samtölum við forsætisráðherrann okkar, þar sem hann var gripinn á förnum vegi, kom fram að æðstu valdamenn landsins fylgdust nú mjög vel með fjár- málum flugfélaganna og hefðu gert um nokkra hríð. Svo hófust vangaveltur um að flugfélögin væru fyrirtæki á einkamarkaði og ítrekað að ríkis- valdið væri ekki að undirbúa að hjálpa flugrekstr- inum. En svo slegið til baka og sagt „það er ekki ríkis- ábyrgð á flugfélögum hér á landi, svo að það sé sagt. Það sem við erum að gera, er að við erum að fylgjast vel með stöðu kerfislega mikilvægra fyrir- tækja, því það getur auðvitað haft áhrif á stöðu efnahagsmála hér fram undan. Það er auðvitað mikilvægt að fylgjast vel með...“ Og svo aftur í hina áttina: „...en eins og ég sagði hér áðan þá eru þetta einkafyrirtæki á markaði.“ Og loks 180 gráður á ný: „„Þau skipta hins vegar máli fyrir þjóðarbúið þannig að það er það sem að okkur snýr,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra.“ Bankar eru önnur saga Frasinn um „kerfislega mikilvæga“ starfsemi einka- aðila er iðulega eyrnamerktur bankakerfi landa. Fyrirtæki af því tagi eru ekki aðeins leyfisskyld í meira mæli en flest önnur, heldur lúta nú orðið miklu opinberu eftirliti og ríkulegum heimildum Fjármála- eftirlits til að ráðskast með smátt og stórt og búa a.m.k. hér á landi við sérhannaðar skattareglur um alla þá starfsemi. Þeir þættir, til viðbótar við hið „kerfislega mikilvægi“, er notað til að rökstyðja að viðskiptaaðilar bankakerfisins megi álykta sem svo að ríkisvaldið sé að hluta til eða öllu leyti skuldbundið til að koma bankakerfi lands til hjálpar. Nýleg reynsla héðan og þó ekki síst frá Danmörku, Bretlandi og Bandaríkjunum var hins vegar sú, að ríkisvaldið Flosi sagði það geggjað að geta hneggjað ’ Bankaveröldin sefjaði sjálfa sig um það, að „nýtt umhverfi peningamála“ væri komið til, einkum í krafti landamæralausrar alþjóðavæðingar, sem enginn hefði yfirsýn yf- ir og enn síður boðvald yfir. Það hefði fætt af sér ný efnahagslögmál sem afturhaldssamir varfærnismenn hefðu einfaldlega ekki burði til þess að skilja. Reykjavíkurbréf24.08.18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.