Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Blaðsíða 14
Verður að …
…prófa heita náttúrulaug a.m.k.
einu sinni.
…mæta með regnkápu og búast
við öllu í veðri.
…lesa þér til áður og undirbúa.
Ekki mæta án þess að vita neitt um
sögu landsins og menningu.
…heilsa upp á hest við þjóðveg-
inn. Fallegir og elska að fá smá
klapp.
…sjá jökul, smakka hárkarl,
finna lunda, álfa, norðurljós og
borða skyr.
Ekki…
…vera of lengi í Reykjavík og
alls ekki bara í Reykjavík en farðu
þó í Hallgrímskirkju.
…kaupa pilsner í matvöruversl-
un ef þig langar í bjór. Þetta er
ekki bjór.
…kaupa vatn. Of
algengt að sjá ferða-
menn með íslenskt
vatn í flöskum,
ferðamannagildra.
…búast við að
nokkur hlutur sé
ódýr.
…vera hissa á
nekt í búnings-
klefum Bláa lónsins og sundlauga.
…halda að þú sért sá eini sem er
að heimsækja Ísland.
Gerðu og
gerðu ekki
Listar um það sem ferðamenn mega
ekki missa af og hvað skal forðast á
Íslandi flæða yfir internetið. Nokkur
atriði koma oftar upp en önnur
ÚTTEKT
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.8. 2018
„Elska þá staðreynd að
jafnvel í kringum 900
kunni fólk að meta fegurð
Þingvalla og kom hingað
fyrir sitt árlega þing. Þótt
þetta hefði verið eini stað-
urinn sem ég sá á Íslandi,
hefði ferðin verið þess
virði.“ (Bandaríkin)
„Það er erfitt að útskýra
fegurð Þingvalla. Myndir,
jafnvel 360 gráða, gera
henni ekki skil. Hér er hægt
að eyða mörgum klukku-
tímum.“ (Bretland)
„Fallegasti staður sem
við heimsóttum á Íslandi.
Útsýnið óviðjafnanlegt og
gaman að ganga þarna
um.“ (Svíþjóð)
„Margir aðrir staðir á Íslandi sem er áhugaverðara að heimsækja.
Bílastæðagjaldið er ekki ferðarinnar virði svo ekki eyða tíma ykkar eða
peningum í þetta.“ (Ísrael)
„Kannski vorum við með óbragð í munninum eftir komuna þar sem
við þurftum að borga 500 kr. fyrir bílastæðið svo ekki sé minnst á 200
kr. klósettgjald (fimm manna fjölskylda). Eftir þetta vorum við svo
pirruð að við ákváðum að fara og njóta ókeypis útsýnisins við Geysi.“
(Egyptaland)
„Sagt er að Þingvellir séu staðurinn þar sem fyrsta þing Evrópu
kom saman og einnig að flekaskil Bandaríkjanna og Evrópu mætist
þarna. Hvernig vissu víkingarnir eiginlega að þetta væri staður fleka-
skilanna? Finnst þetta hljóma frekar eins og seinni tíma tilbúningur.
Fallegur staður jú, en ekkert meira.“ (Bandaríkin)
„Þú veist ekkert hvað þú ert að horfa á. Fallegur garður, en sem
þjóðgarður er hann ekkert sérstakur.“ (Kanada)
„Ég hafði lesið um Ameríkuflekann og Evrasíuflekann en ég bjóst
við dramatískari sjórænni sönnun um það. (Ítalía)
Morgunblaðið/Eggert
Vonbrigði með flekaskilin
Ef við höldum á Þingvelli fær þjóðgarðurinn vissulega frábærar umsagnir hjá lang-
stærstum meirihluta, fyrir fegurðina og söguna. Sé miðað við t.d. Jökulsárlón þá eru þó
töluvert fleiri óánægðir, einkum með gjaldtöku á bílastæði og salernum. Margir ferðamenn
verða fyrir vonbrigðum með að þeir hafi ekki fengið upplýsingar um hvenær maður er
staddur á Norður-Ameríkuflekanum og svo Evrasíuflekanum. (Raunar er sannleikurinn sá
að á Þingvöllum má sjá flekaskil Norður-Ameríkuflekans og Hreppaflekans, en Evr-
asíuflekinn er lengra til austurs og ekki hluti af Þingvalladældinni eins og Snæbjörn Guð-
mundsson jarðfræðingur bendir á á Vísindavef HÍ.)
„Landið er jafnvel dýrara en þú hafðir
ímyndað þér.“
Þetta fullyrti blaðamaður Usa Today fyrir
rúmum tveimur vikum í umfjöllun fjölmiðilsins
þar sem ferðamönnum voru lagðar línurnar
um ferðalag til Íslands. Vinsældir „einnar með
öllu“ á Bæjarins
bestu eru ekki að-
eins tilkomnar
vegna bragðsins
heldur er þetta al-
geng almenn ráð-
legging til ferða-
manna um hvernig
skuli fara út að borða á Íslandi án þess að fara
á hausinn.
Þrátt fyrir fjöldann allan af lofsamlegum
skrifum um Ísland síðasta árið er fókusinn á
hátt verðlag Íslands orðinn mikill erlendis,
bæði í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Þýski
fréttamiðillinn Die Welt fjallaði fyrr á árinu
um samanburð þýsku ferðaskrifstofunnar
TUI, sem er sú stærsta í heimi, á ferða-
mannastöðum og þeirra niðurstöður voru að
Ísland væri langdýrasti áfangastaðurinn í
Evrópu, 62,5% dýrari en Þýskaland og 11%
dýrara en Noregur. Erlend umfjöllun um dýr-
tíðina skyggir að nokkru leyti orðið á lof-
samleg skrif um náttúruperlur Íslands.
„Ég er að skipuleggja ferð til Íslands
og skoða matseðla veitingastaða og
allt er svo dýrt. 1.110 kr. fyrir lítinn
bjór og 5.000 kr. fyrir aðalrétti. Jafn-
vel franskar kartöflur eru dýrar. Er ég
að reikna þetta vitlaust út?“
Svona hefst mikið
lesinn spjallþráður
á vinsælustu ferða-
síðu heims, Tripad-
visor.com. Annar
ferðamaður segist
hafa fengið sjokk á
veitingastöðunum.
Fyrsta kvöldið hafi
hann borgað 27.000 kr. fyrir máltíð fyrir tvo
fullorðna og tvö börn. Ódýrasta máltíðin alla
Íslandsferðina á veitingastað hafi kostað 7.000
kr. og það fyrir sjoppumat.
Margir ferðamenn telja Ísland vera í hættu
að verðleggja sig út af ferðamannamark-
aðnum.
„Allir ferðamenn sem ég hef talað við
eru ósáttir og hissa á hvað allt kostar
mikið á Íslandi.“
Svo skrifar annar sigldur ferðamaður á síð-
unni og allir taka undir.
„Ekki koma tómhent.“
Þessi lína endurrómar orðið á mörgum
ferðabloggsíðum og spjallþráðum um Íslands-
ferð. Fólk er hvatt til að hafa meðferðis mat-
væli til landsins, léttar vörur svo sem kex, súp-
ur, súkkulaði, osta. Á netinu ganga ýmsir listar
um hvernig má mögulega spara í matarkostn-
aði á Íslandi og listarnir eru oft ítarlegir. Til Ís-
lands er heimilt að flytja með sér soðin eða
unnin matvæli en tollfrelsi matvara er tak-
markað við 25.000 króna verðmæti sem má að
hámarki vera 3 kg og þetta virðist einhver hluti
ferðamanna nýta sér. Skemmst er að minnast
þegar Íslendingar tóku sjálfir mat með sér að
heiman til sólarlanda á tímum gjaldeyrishaft-
anna.
Séu ferðamenn svo í einhverjum vafa dugar
þeim að gúggla „Is Iceland expensive?“ og
fyrsta niðurstaðan tekur af allan vafa.
Ísland sem afar dýr áfangastaður hefur
aldrei verið jafnmikið í umræðunni
Fá sjokk á
veitinga-
stöðum
Hvað eru þeir
að skrafa?
Á síðasta ári komu tæplega 2,7 milljónir erlendra ferðamanna hingað til lands. Erlendir ferða-
menn standa undir næstum helmingi af veltu veitingaþjónustu og einum þriðja af veltu af-
þreyingar- og tómstundastarfsemi. Ferðaþjónustan er orðin að risavaxinni atvinnugrein,
stærri en fiskveiðar og fiskvinnsla sem hlutfall af landsframleiðslu.
Erlendir ferðamenn undirbúa sig margir áður en hingað er komið. Þeir fá ráð á spjallborðum,
samfélagsmiðlum, skoða stjörnugjafir sem aðrir ferðamenn hafa gefið náttúruperlum Íslands,
afþreyingu, veitingastöðum og hótelum. Hvað skal gera, og hvað skal ekki gera.
Umsagnirnar eru rafrænar og ýmiss konar og vissulega skipta þær máli, sérstaklega í ljósi
þess að heildaránægja ferðamanna með heimsókn sína til Íslands hefur minnkað samkvæmt
Ferðamannapúlsi Gallup.
Sunnudagsblað Morgunblaðsins skoðaði hvað erlendir ferðamenn eru að skrafa sín á milli.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is