Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Blaðsíða 35
26.8. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
BÓKSALA 15.-21. ÁGÚST
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Þín eigin saga: Börn LokaÆvar Þór Benediktsson
2 Danskur málfræðilykillHrefna Arnalds
3 Þín eigin saga: BúkollaÆvar Þór Benediktsson
4
Handbók um ritun og
frágang
Þórunn Blöndal
5 Essential Academic Vocabulary
6
Curious Incident Of The
Dog In the Night time
Mark Haddon
7 Inquiry into LifeSylvia S. Mader
8
Tungutak: Ritun
Ásdís Arnalds, Elínborg
Ragnarsdóttir og Sólveig
Einarsdóttir
9 Þjálfun, heilsa,vellíðanÝmsir höfundar
10 OfurhetjuvíddinÆvar Þór Benediktsson
1 Sumar í litla bakaríinuJenny Colgan
2 SyndaflóðKristina Ohlsson
3 UppgjörLee Child
4 Marrið í stiganumEva Björg Ægisdóttir
5 ÓttinnC.L. Taylor
6 Sjálfstætt fólkHalldór Laxness
7 Mínus átján gráðurStefan Ahnhem
8 Meira blóðJo Nesbø
9 KonungsbókArnaldur Indriðason
10 MóðurhugurKári Tulinius
Allar bækur
Íslenskar kiljur
Síðasta bók sem ég kláraði var
Millilending eftir Jónas Reyni
Gunnarsson sem mér fannst frá-
bær bók, það var
ótrúlega gaman að
lesa hana. Þetta er
bók um stelpu sem
er ótrúlega týnd,
veit ekkert hvað
hún vill, og ég held
að flest fólk á
ákveðnum aldri hafi átt þannig
tímabil. Þetta er fyrsta bókin sem
ég les eftir hann og er spennt að
lesa meira.
Ég hlusta líka mik-
ið á hljóðbækur. Ég
er rosalega hrifin af
David Sedaris og
elska að hlusta á
bækurnar hans þeg-
ar hann les sjálfur –
hann hefur svo sérstaka rödd og
það er svo gaman að hlusta á
hann, sagan kemur
algerlega frá hjart-
anu. Síðasta sem ég
las var Let’s Explore
Diabetes with Owls
sem mér fannst frá-
bær, og á undan því
hlustaði ég á Me
Talk Pretty One Day sem er æðis-
leg. Hann nær mér einhvern veg-
inn alveg.
ÉG ER AÐ LESA
Dana Rún
Hákonardóttir
Dana Rún Hákonardóttir er mark-
aðssérfræðingur hjá Símanum.
Drottningin á Júpíter – Abs-úrdleikhús Lilla Löve ereftir Júlíu Margréti Ein-
arsdóttur og hún segir að bókin eigi
rætur í smásögu sem hún skrifaði
þegar hún var í ritlistarnámi við
Háskóla Íslands fyrir fjórum árum
eða svo og ákvað síðan að þróa
lengra. „Upprunalega myndin af
þessari bók var meistaraverkefni
mitt í ritlist sem Vigdís Grímsdóttir
leiðbeindi mér með og þá byggði ég
upp sögusviðið. Ég var þó ekki viss
hvert ég væri að fara með söguna,
en fann það svo með aðstoð Sig-
urðar Pálssonar.
Siggi og Didda, konan hans,
höfðu hjálpað mér svo mikið þegar
ég skrifaði BA-verkefnið mitt um
Nietzsche og stærri hugmyndir í
rauninni en ég náði utan um. Við
áttum svo gott spjall í Mávahlíðinni
og ég komst að því með honum hvað
hugmyndin mín í bókinni ætti mikið
skylt við þessa BA-ritgerð; grund-
vallarhugmyndin, það sem liggur að
baki að öllu því sem ég skrifaði, var
pælingin um afstæði sannleikans.
Við töluðum mjög mikið um það
hvernig heimurinn er og hvernig
maður er ekki sá sami eftir því í
hvaða aðstæðum maður er, til dæm-
is á kvöldin þegar maður er á
kránni eða á þriðjudagsmorgni þeg-
ar maður er að borða seríós og
borga reikningana sína – maður er
ólíkur og allt í kringum mann bygg-
ist á því hvernig við skynjum það.
Þannig byrjaði þessi pæling með
sirkusinn í bókinni og barinn og
hvernig hægt væri að láta söguna
flæða á milli.
Þá byrjaði ég að þróa hugmynd-
ina áfram og leyfði sögunni að fara
þangað sem hana langaði að fara,
hélt áfram að skrifa hana með
hléum. Svo kláraði ég gráðu í kvik-
myndahandritaskrifum og fór þá að
leika mér með að setja söguna upp
sem kvikmyndahandrit, nýtti mér
þá kennara sem ég hafði þar úti, og
þá var skemmtilegt að sjá hvernig
viðtökur hún fengi í Hollywood-
heiminum. Auðvitað varð útkoman
allt öðruvísi, en það hjálpaði mér
mjög mikið, bæði að aga mig í skrif-
um og ég lærði líka hvað gengi upp í
byggingu bókarinnar. Svo kynntist
ég miklu betur persónunum í bók-
inni, komst miklu nær þeim.
Þá var ég búin að vera með
Word-skjal í tölvunni minni í mörg
ár og gat ekki haft bókina hangandi
yfir mér mikið lengur, hún var búin
að ganga í gegnum of margt. Ég
fann að nú varð ég að koma henni út
í heiminn til að ég gæti farið að ein-
beita mér að einhverju öðru.“
– Sögupersóna bókarinnar, Nóra,
er mjög nákomin dauðveikri móður
sinni þegar hún er barn, en það
samband er henni ekki hollt. Bene-
dikt læknir, sem hjúkrar móður
hennar, verður síðar sambýlismaður
hennar, sem er ekki uppskrift fyrir
gott samband, og svo þegar sirk-
usstjórinn Lilli Löve kemur til sög-
unnar löngu síðar þá er þar enn
komið vafasamt samband. Nóra fær
aldrei að vera hún sjálf.
„Hún á mjög erfitt með að mynda
sambönd við fólk vegna þess hvern-
ig samband hennar var við móður
hennar. Mamma hennar meinti vel
og taldi sig vera að gera það besta
fyrir barnið sitt, en hún var svo eig-
ingjörn og þróaði með barninu rosa-
lega mikla meðvirkni og rændi hana
æskunni – hún fékk ekki tækifæri
til að vera barn af því að hún byrj-
aði að sjá um móður sína og það var
allt á forsendum móðurinnar.“
– Þegar sirkusinn kemur til sög-
unnar verður bókin óhugnanlegri.
„Ég var að pæla í því í gær hvað-
an þessi óhugnaður væri og held að
ég sé kannski að gera upp hvað ég
var óhugnanlega myrkfælin sem
barn. Þetta var ekki sjúklegt en
skilin á milli ímyndunar og veru-
leika voru rosalega þunn. Ég held
að margt af því sem er að gerast í
bókinni hafi verið undir áhrifum frá
þessu tímabili í mínu lífi.“
Í bókinni er mikið af táknum og
dýrum og freistandi að túlka þau á
ýmsa vegu. Júlía segir að stundum
séu dýr í bókinni til að vera dýr en
ekki til að vera táknmyndir. „Þegar
bókin var að fara í umbrot las ég
hana yfir aftur og aftur, tólf sinnum
á dag, og þá sá ég að það voru í
henni allskonar tákn og dýr og litir
og fór að hugsa: hvað á ég að gera
þegar einhver fer að spyrja mig út í
þessa refi eða eitthvað annað. Þá
mundi ég eftir því að þegar ég var
einmitt að skrifa bókina og við Vig-
dís sátum og vorum að tala um bók-
ina spurði ég hana hvort henni fynd-
ist ekki óþægilegt að það þyrfti að
alltaf að kryfja allt. Hún svaraði:
stundum kemur fugl og sest á nefið
á þér og þú mátt alveg segja frá því
þó að það hafi ekki verið annað en
að fugl hafi sest á nefið á þér.“
Pæling um afstæði
sannleikans
Drottningin á Júpíter
segir frá Elenóru Mar-
gréti Lísudóttur sem
sinnir dauðveikri móð-
ur sinni, ílengist í ást-
lausu sambandi og
endar í sirkus.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Júlía Margrét Einarsdóttir, höfundur Drottningarinnar af Júpíter.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon