Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Blaðsíða 40
Íslenska lopapeysan er góður ferða- félagi og það veit Alessandro Mich- ele, listrænn stjórnandi Gucci, en hann birti mynd af sér í instagram- sögum í slíkri flík þegar hann var á ferðalagi um Ísland fyrr í mánuð- inum. Fleiri Íslandsvinir hafa fetað í fótspor þessa áhrifavalds úr tísku- heiminum en Will Butler úr Arcade Fire birti í vikunni mynd á Insta- gram af sér og félaga sínum úr hljómsveitinni, Tim Kingsbury, þar sem þeir klæðast samstæðum lopa- peysum í íslenskri náttúru. Meðlimir Arcade Fire ferðuðust um landið í tengslum við tónleika hljómsveit- arinnar í Laugardalshöll á þriðju- dag. Frjálslegur andi lopapeysunnar hæfir þessum listamönnum öllum vel, að minnsta kosti betur en prima- loft-úlpan. Nú er bara stóra spurningin: Skyldu lopapeysur skjóta upp koll- inum í komandi sýningum Gucci- tískuhússins? Hægt er að fylgjast með Michele á Instagram undir @lallo25 og Butler er með @butlerwills. Arcade Fire-meðlimirnir Tim Kingsbury og Will Butler taka sig vel út í lopapeysum. Mynd/Skjáskot Instagram Stories Lopapeysur lokka Alessandro Michele, listrænn stjórn- andi Gucci, birti mynd af sér í insta- gramsögum í lopapeysu. Gamla góða lopapeysan virðist vera vinsæl hjá Ís- landsvinum þessa dagana enda hlý og andar vel. SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2018 GM 9900 Verð frá 450.000,- GM 3200 Verð frá 595.000,- GM 2152 Verð frá 556.000,- GM 7700 Verð frá 639.000,- GM 3300 Verð frá 685.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is CONDEHOUSE TEN Borðstofuborð Alls sáu rúmlega 80 þúsund manns landbúnaðarsýningu í Laugardal, að því er fram kemur í frétt frá 20. ágúst árið 1968. Var aðsóknin meiri en forráðamenn hennar þorðu að vona. „Við er- um bjartsýnir á að við förum sæmilega út úr þessu fjárhags- lega,“ sagði Agnar Guðnason í samtali við Morgunblaðið. „Við teljum að sýningin hafi náð til- gangi sínum, en ætlazt var til þess að fólk gæti séð aðstöðu land- búnaðarins í dag og einnig að gestir hefðu ánægju af að koma á sýninguna. Þetta hefur tekizt ágætlega. Og þó bændasamtökin þurfi kannski að leggja eitthvað til, þá teljum við að því fé sé ekki illa varið.“ Ennfremur segir í fréttinni: „Í gær var búið að flytja burtu öll dýrin, nema einn geithafur og hrafninn frá Hornafirði. Dýr- unum varð ekki meint af dvölinni á sýningunni. Að vísu veiktist eitt hross frá Kirkjubæ í gær, en ekki svo að það væri ekki ferðafært. Engin óhöpp urðu og það eina sem týndist var tanngarður, sem einn gesturinn missti, og ekki hef- ur fundizt. Kenna gárungarnir ferhyrnda hrútnum um að hafa etið tanngarðinn.“ GAMLA FRÉTTIN Týndur tanngarður Loftmynd af landbúnaðarsýningarsvæðinu. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Edda Hermannsdóttir hagfræðingur Reese Witherspoon leikkona Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.