Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.2003, Qupperneq 65

Jökull - 01.12.2003, Qupperneq 65
Society report Jarðfræðafélag Íslands Skýrsla stjórnar fyrir starfsárin 2002 og 2003 STJÓRNARSTARF Fyrri hluta ársins 2003 störfuðu í stjórn félagsins Ármann Höskuldsson, Íslenskum Rannsóknum ehf (form.), Haraldur Auðunsson, Tækniháskóla Íslands (varaform.), Hjörleifur Sveinbjörnsson, Veðurstofu Íslands (gjaldkeri), Sigurður Sveinn Jónsson, Íslensk- um Orkurannsóknum, ÍSOR (ritari), Grétar Ívarsson, Orkuveitu Reykjavíkur, Jórunn Harðardóttir, Orku- stofnun og Þorsteinn Þorsteinsson, Orkustofnun. Umsjón með vefsíðu félagsins var í höndum Vig- fúsar Eyjólfssonar á Veðurstofu Íslands. Seinni hluta árs urðu mannaskipti í kjölfar aðalfundar. Úr stjórn gekk Grétar Ívarsson og í hans stað kom Vigdís Harð- ardóttir ÍSOR. FÉLAGSSTARF Störf félagsins voru með hefðbundnum hætti á árinu 2003. Aðalfundur var haldinn í júní. Tvær ráðstefnur voru haldnar, að vori og hausti sem nánar verður kom- ið að hér á eftir. Þrem erlendum jarðvísindamönnum var boðið að halda fyrirlestra á vegum félagsins, en einn þeirra forfallaðist á síðustu stundu. Annað fyrir- lestrahald á vegum félagsins var í lágmarki, enda hef- ur framboð á fyrirlestrum aukist til muna hin síðari ár. Þar er helst að nefna fyrirlestraröð hjá Norrænu eldfjallastöðinni, Orkustofnun, Náttúrufræðifélaginu, á vegum Raunvísindastofnunar og hjá Náttúrufræði- stofnun Íslands. Jarðfræðafélagið, í samstarfi við sendiráð Frakk- lands í Reykjavík, vann að stofnun sjóðs sem ætl- að er að stuðla að auknum samskiptum íslenskra og franskra vísindamanna. Sjóðurinn hlaut nafnið Jules Verne í höfuð sagnaskáldsins franska er sendi sögu- hetjur sínar í iður jarðar um Snæfellsjökul. Í tengslum við fyrstu úthlutun bárust alls 23 umsóknir. Úthlutað var úr sjóðnum í fyrsta skipti 19. júní 2003. Alls fóru fjórir styrkir til verkefna á sviði jarðvísinda í þessari úthlutun. Næst verður úthlutað á árinu 2004. Samningur var gerður við Íslenska Málstöð með það að markmiði að starfsmenn hennar sjái um að halda til haga og gera aðgengilegt orðasafn í jarð- fræði. Unnið verður að því að koma safninu á Netið hjá ÍM þar sem þeir er þess óska geta ráðfært sig um þýðingar á erlendum jarðfræðiheitum yfir á íslenska tungu. IAVCEI, í lok ársins hafði stjórn „International Assosiation of Volcanology and Chemistry of the Earths Interior“ samband við stjórn félagsins. Erind- ið var að athuga hvort að áhugi væri á því hér á landi að halda utan um aðalfund IAVCEI árið 2008. Stjórn JFÍ tók vel í málaleitan þeirra og hefur hafið undirbún- ingsvinnu vegna þessa. RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR Haustráðstefna 2002 var helguð 70 ára afmæli Guð- mundar Sigvaldasonar jarðfræðings og var hún haldin að Nesjavöllum 18 október 2002. Um var að ræða heilsdagsráðstefnu sem lauk með hátíðarkvöldverði. Þrem erlendum fyrirlesurum var boðið til ráðstefn- unnar, en það voru þeir Claude Jaupart frá IPGP, París, Haraldur Sigurðsson frá RHI, USA og Terry M Sew- ard frá Sviss. Ráðstefnan tókst með miklum ágæt- um. Styrktaraðilar voru Franska Sendiráðið í Reykja- vík, Orkuveita Reykjavíkur og Norræna eldfjallastöð- in. Undirbúningsnefnd skipuðu Stefán Arnórsson, Sigurður Steinþórsson, Freysteinn Sigmundsson, Sig- urður Sveinn Jónsson og Ármann Höskuldsson Vorfundur Jarðfræðafélagsins 2003 var haldinn síðasta vetrardag, eða 23 apríl, á Hótel Loftleiðum. Fundurinn var heilsdagsfundur og tókst hann með JÖKULL No. 53, 2003 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.