Jökull


Jökull - 01.12.2003, Page 65

Jökull - 01.12.2003, Page 65
Society report Jarðfræðafélag Íslands Skýrsla stjórnar fyrir starfsárin 2002 og 2003 STJÓRNARSTARF Fyrri hluta ársins 2003 störfuðu í stjórn félagsins Ármann Höskuldsson, Íslenskum Rannsóknum ehf (form.), Haraldur Auðunsson, Tækniháskóla Íslands (varaform.), Hjörleifur Sveinbjörnsson, Veðurstofu Íslands (gjaldkeri), Sigurður Sveinn Jónsson, Íslensk- um Orkurannsóknum, ÍSOR (ritari), Grétar Ívarsson, Orkuveitu Reykjavíkur, Jórunn Harðardóttir, Orku- stofnun og Þorsteinn Þorsteinsson, Orkustofnun. Umsjón með vefsíðu félagsins var í höndum Vig- fúsar Eyjólfssonar á Veðurstofu Íslands. Seinni hluta árs urðu mannaskipti í kjölfar aðalfundar. Úr stjórn gekk Grétar Ívarsson og í hans stað kom Vigdís Harð- ardóttir ÍSOR. FÉLAGSSTARF Störf félagsins voru með hefðbundnum hætti á árinu 2003. Aðalfundur var haldinn í júní. Tvær ráðstefnur voru haldnar, að vori og hausti sem nánar verður kom- ið að hér á eftir. Þrem erlendum jarðvísindamönnum var boðið að halda fyrirlestra á vegum félagsins, en einn þeirra forfallaðist á síðustu stundu. Annað fyrir- lestrahald á vegum félagsins var í lágmarki, enda hef- ur framboð á fyrirlestrum aukist til muna hin síðari ár. Þar er helst að nefna fyrirlestraröð hjá Norrænu eldfjallastöðinni, Orkustofnun, Náttúrufræðifélaginu, á vegum Raunvísindastofnunar og hjá Náttúrufræði- stofnun Íslands. Jarðfræðafélagið, í samstarfi við sendiráð Frakk- lands í Reykjavík, vann að stofnun sjóðs sem ætl- að er að stuðla að auknum samskiptum íslenskra og franskra vísindamanna. Sjóðurinn hlaut nafnið Jules Verne í höfuð sagnaskáldsins franska er sendi sögu- hetjur sínar í iður jarðar um Snæfellsjökul. Í tengslum við fyrstu úthlutun bárust alls 23 umsóknir. Úthlutað var úr sjóðnum í fyrsta skipti 19. júní 2003. Alls fóru fjórir styrkir til verkefna á sviði jarðvísinda í þessari úthlutun. Næst verður úthlutað á árinu 2004. Samningur var gerður við Íslenska Málstöð með það að markmiði að starfsmenn hennar sjái um að halda til haga og gera aðgengilegt orðasafn í jarð- fræði. Unnið verður að því að koma safninu á Netið hjá ÍM þar sem þeir er þess óska geta ráðfært sig um þýðingar á erlendum jarðfræðiheitum yfir á íslenska tungu. IAVCEI, í lok ársins hafði stjórn „International Assosiation of Volcanology and Chemistry of the Earths Interior“ samband við stjórn félagsins. Erind- ið var að athuga hvort að áhugi væri á því hér á landi að halda utan um aðalfund IAVCEI árið 2008. Stjórn JFÍ tók vel í málaleitan þeirra og hefur hafið undirbún- ingsvinnu vegna þessa. RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR Haustráðstefna 2002 var helguð 70 ára afmæli Guð- mundar Sigvaldasonar jarðfræðings og var hún haldin að Nesjavöllum 18 október 2002. Um var að ræða heilsdagsráðstefnu sem lauk með hátíðarkvöldverði. Þrem erlendum fyrirlesurum var boðið til ráðstefn- unnar, en það voru þeir Claude Jaupart frá IPGP, París, Haraldur Sigurðsson frá RHI, USA og Terry M Sew- ard frá Sviss. Ráðstefnan tókst með miklum ágæt- um. Styrktaraðilar voru Franska Sendiráðið í Reykja- vík, Orkuveita Reykjavíkur og Norræna eldfjallastöð- in. Undirbúningsnefnd skipuðu Stefán Arnórsson, Sigurður Steinþórsson, Freysteinn Sigmundsson, Sig- urður Sveinn Jónsson og Ármann Höskuldsson Vorfundur Jarðfræðafélagsins 2003 var haldinn síðasta vetrardag, eða 23 apríl, á Hótel Loftleiðum. Fundurinn var heilsdagsfundur og tókst hann með JÖKULL No. 53, 2003 63

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.