Jökull


Jökull - 01.12.2003, Page 76

Jökull - 01.12.2003, Page 76
Magnús Tumi Guðmundsson Mælingar á Gengissigi voru gerðar úr gúmmíbát. – Surveying of lake Gengissig in Kverkfjöll was done from a dinghy. Ljósmynd/Photo. Þórdís Högnadóttir. 4.Gjálparsvæðið var kortlagt með DGPS eins og und- anfarin ár. Er þetta gert til að fylgjast með breytingum jökulsins samfara hægri kólnun Gjálparfjallsins. 5.Settar voru upp um 50 stikur í Gjálp og Skaftárkötl- um og þær mældar inn til að meta ísskrið og bráðnun vegna jarðhita og breytinga á honum. 6.Sjálfvirkum veðurstöðvum var komið fyrir á Bárð- arbungu og Gæsaheiði við Hoffellsjökul til að rann- saka sampil veðurþátta og leysingar. Einnig var vitj- að um aðrar veðurstöðvar Landsvirkjunar og Raunvís- indastofnunar. 7. Íssjármælt var ofantil við Skálarfellsjökul. Eru þessar mælingar liður í kortlagningu suðaustanverðs Vatnajökuls á vegum Raunvísindastofnunar. 8. Í Kverkfjöllumvar áfram haldið rannsóknumá jarð- hita og jökullónum. Núna var farið með gúmmíbát út á Gengissigið og dýpi mælt á allmörgum stöð- um. Einnig var mælt hitastig vatnsins á mismunandi dýpi. Að auki var yfirborð jökulsins sem flæðir inn í sigið kortlagt og vetrarafkoman mæld á sléttunni milli Eystri og Vestari Kverkfjalla. Þessar upplýsing- ar verða nýttar til að kanna varmaafl Gengissigsins og varpa ljósi á jökulhlaup sem einstöku sinnum koma þaðan. 9.GPS mælingar með landmælingatækjum fóru fram í Grímsvötnum, Jökulheimum og á Hamrinum. Með þessum mælingum er fylgst með þenslu Grímsvatna en þar hefur mælst stöðugt landris og kvikusöfnun frá gosinu 1998. 10.Unnið var að viðhaldi jöklaskála á Grímsfjalli, Kverkfjöllum og í Jökulheimum. Þó ýmislegt hafi bjátað á í sumum vorferðummeð bileríi, brasi og misjöfnu veðri á stundum, gekk þessi ferð að óskum. Það gerði einnig ferðin sem farin var fyrir 50 árum (henni er lýst í grein Sigurðar Þórar- inssonar í 3. hefti Jökuls). Aðstæður hafa þó breyst 74 JÖKULL No. 53, 2003

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.