Jökull


Jökull - 01.12.2003, Side 82

Jökull - 01.12.2003, Side 82
Skýringar með ársreikningi 2002 1. Hér er um að ræða félagsgjöld kr. 3.400,- pr. fé- laga. Skil hafa verið sæmileg. Í síðustu viku var 51 gíróseðill af 431 ógreiddur. 2. Framlag Umhverf isráðuneytisins hefur farið lækkandi á undanförnum árum og er komið nið- ur í kr. 50.000,- þrátt fyrir að nokkrir stjórnar- menn hafi lagt nokkuð á sig til þess að fá fram- lagið hækkað. 3. Framlag Vegagerðarinnar, kr. 350.000,- er styrkur vegna flutnings á nýja skálanum í Esju- fjöll. 4. Hér er um að ræða notkun Raunvísindastofnun- ar á Dodda og notkun vegna borverkefna Þor- steins Þorsteinssonar. 5. Ákveðið var að búa til f leti til f lutnings nýja Esjufjallaskálans. Það tókst að fá framlög frá Raunvísindastofnun og Landsvirkjun til verks- ins en félagar lögðu fram talsverða vinnu í sam- bandi við þetta verkefni undir forustu Guð- mundar Þórðarsonar. 6. Hér er um að ræða almennan reksturskostnað húsanna á árinu. 7. Hér er aðallega um að ræða kostnað vegna reksturs Dodda. Nýr bíll var keyptur á árinu og þurfti að gera vissar lagfæringar á honum. Hefur hluti þess kostnaðar verið borinn af selj- endum. 8. Þessi tala er svo há sem raun ber vitni af þeirri ástæðu að verðmæti Dodda var mjög hátt í bókhaldinu, þar sem hann hafði lítið verið af- skrifaður á liðnum árum. Bíllinn seldist á kr. 700.000,- sem verður að telja mjög eðlilegt verð miðað við markaðsaðstæður. 9. Hér er um að ræða brunabótamat skálanna sem er hefðbundin viðmiðun í bókhaldinu. Útlagður byggingarkostnaður vegna skálans í Esjufjöll- um er ca. kr. 1.930.000,- sem reyndar skiptist á tvö ár. Mestmegnis var um kostnað vegna efnis- kaupa að ræða því nánast öll vinna var unn- in í sjálfboðavinnu. Húsasmiðjan veitti veg- legan styrk sem fólgin var í því að gefa alla klæðningu á skálann samtals að verðmæti kr. 567.751,-. Tryggingabætur eru allar greiddar, alls kr. 1.531.537,-. 10. Hér gilda sérstakar, mjög flóknar afskriftaregl- ur. Nánast útilokað er að segja til um hvert raunvirði birgðanna er. Nýi Fordbíll félagsins í Grímsvötnum. – The new Glaciological Society vehicle (Ford) in Grímsvötn. Ljósm./Photo. Halldór Gíslason, June 2003. 80 JÖKULL No. 53, 2003

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.