Jökull - 01.01.2004, Síða 76
Oddur Sigurðsson
leiðir að frá 1986–1999 minnkaði jökullinn um 2,5%,
það er að segja um nærri 0,2% á ári. Sennilega minnka
jöklar mun örar nú um stundir. Samkvæmt afkomu-
tölum síðasta árs hefur Hofsjökull tapað um og yfir
einum metra að jafnaði. Þar sem Hofsjökuls er rúm-
lega 200 m þykkur að meðaltali hefur hann rýrnað um
0,5% af rúmmáli sínu á einu ári.
Tafla 1. AFKOMA HOFSJÖKULS 1987–2002
– MASS BALANCE OF HOFSJÖKULL 1987–2002
Ár Flatar- Vetur Sumar Árið Jafnv.-
mál lína
Year area Winter Summer Net ELA
km2 m m m (m y.s.)
Sátujökull
1987–1988 90,6 1,31 -2,27 -0,96 1330
1988–1989 90,6 1,74 -1,24 0,50 1190
1989–1990 90,6 1,45 -2,05 -0,60 1340
1990–1991 90,6 1,94 -3,35 -1,41 1490
1991–1992 90,6 1,87 -0,81 1,06 1160
1992–1993 90,6 1,77 -0,86 0,91 1165
1993–1994 90,6 1,86 -1,62 0,24 1250
1994–1995 85,4 1,72 -2,30 -0,58 1320
1995–1996 85,4 1,60 -2,37 -0,78 1340
1996–1997 85,4 1,13 -2,18 -1,05 1410
1997–1998 85,4 1,17 -1,73 -0,56 1360
1998–1999 81,6 1,44 -1,70 -0,25 1250
1999–2000 81,6 1,02 -2,36 -1,34 1410
2000–2001 81,6 1,26 -1,84 -0,34 1340
2001–2002 81,6 1,14 -2,14 -1,00 1380
2002–2003 81,6 1,76 -2.74 -0.98 1317
1987–2003 1,51 -1,97 -7,38 1317
Þjórsárjökull
1988–1989 248,8 2,22 -1,22 1,00 1010
1989–1990 248,8 1,64 -1,64 0,00 1160
1990–1991 248,8 2,08 -3,04 -0,95 1230
1991–1992 248,8 2,48 -0,98 1,50 1000
1992–1993 248,8 2,11 -1,37 0,74 1070
1993–1994 250,8 1,62 -1,78 -0,16 1155
1994–1995 252,0 1,74 -2,36 -0,63 1280
1995–1996 252,0 1,53 -2,88 -1,36 1360
1996–1997 252,0 1,45 -2,60 -1,15 1380
1997–1998 252,0 1,26 -2,32 -1,06 1225
1998–1999 235,9 1,41 -2,18 -0,76 1190
1999–2000 235,9 1,50 -2,47 -0,97 1280
2000–2001 235,9 1,08 -2,64 -1,56 1385
2001–2002 235,9 1,73 -2,47 -0,74 1250
2002–2003 235,9 1,62 -2.93 -1.31 1320
1988–2003 1,70 -2,19 -7,41 1220
Tafla 1. framhald/cont.
Blágnípujökull
1988–1989 51,5 2,02 -0,95 1,07 1120
1989–1990 51,5 1,62 -1,60 0,01 1260
1990–1991 51,5 2,11 -2,71 -0,60 1330
1991–1992 51,5 2,46 -0,83 1,62 1190
1992–1993 51,5 2,02 -1,32 0,7 1200
1993–1994 51,5 1,73 -1,72 0,02 1310
1994–1995 51,5 1,68 -2,00 -0,32 1350
1995–1996 51,5 1,79 -2,39 -0,60 1370
1996–1997 51,5 1,60 -2,45 -0,85 1410
1997–1998 51,5 1,07 -2,04 -0,97 1440
1998–1999 51,5 1,32 -1,65 -0,33 1310
1999–2000 51,5 1,31 -2,32 -1,01 1390
2000–2001 51,5 1,00 -2,10 -1,09 1390
2001–2002 51,5 1,64 -2,02 -0,39 1290
2002–2003 51,5 1,87 -2,39 -1,17 1340
1988–2003 1,68 -1,90 -3,91 1313
ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR
Snæfellsjökull
Hyrningsjökull – er nú lægri innan við sporðinn sem
þiðnar hægar af því að hann er þakinn leir og grjóti
segir Hallsteinn.
Drangajökull
Kaldalónsjökull – Indriði á Skjaldfönn segir í mæl-
ingaskýrslu: „Framskriðstungan þynnist mjög mikið
og jafnast... Mórilla kemur nú fram í einni kvísl und-
an miðjum sporðinum. Þarf að færa merki norður fyr-
ir Mórillu því að þar gengur sporðurinn lengst fram á
aurana...“
Um tíðarfarið hefur Indriði þetta að segja 4. nóv-
ember 2003: „Liðinn vetur verður tæplega kallaður
því nafni með réttu, sólin hélt að vísu vana sínum að
lækka á lofti fram til jóla og hækka síðan aftur á hefð-
bundinn máta, en sunnanáttir með hlýindum slógu öll
vopn úr höndum skammdegisins, á þorra fóru tún að
grænka aftur – höfðu raunar aldrei tapað alveg þeim
lit, og svona var þetta til vors með smávegis kuldakasti
þó meinlitlu frá 29. apríl til 5. maí.
Vorið eins og bestu óskir manns, heldur þó þurrt,
en rættist úr áður drægi alvarlega úr sprettu.
Upp úr Jónsmessu og til fyrstu viku september
náði hámarkshiti flesta daga 17–22◦C. Heyskapur
leikur einn, spretta afbragð og hægt hefði verið að slá
öll tún aftur, en ekki þörf á því.
76 JÖKULL No. 54, 2004