Jökull - 01.01.2004, Page 80
Oddur Sigurðsson
3. mynd. Helgi Björnsson á Kvískerjum að mæla við sporð Fjallsjökuls. – Helgi Björnsson, farmer, surveying
the snout of Fjallsjökull. Ljósm./Photo. Ragnar F. Kristjánsson.
lausir frá jöklinum og rennur jökullækur milli þeirra.
Sérstaka athygli þeirra feðga Einars og Gunnlaugs
vakti lyktin þar sem aðaláll árinnar kemur fram en hún
líktist ekki venjulegri jöklafýlu af Fúlalæk heldur gas-
lykt sem fannst greinilega í hlaupinu í júlí 1999.
Öldufellsjökull – Gissur á Herjólfsstöðum sagði mæl-
inguna 2001 ekki hafa verið nákvæma vegna ófærðar
við jökuljaðar. Nú gekk betur og reiknast honum til
að jökullinn hafi fjarlægst mælingamerkið um 64 m
að meðaltali síðustu 7 ár.
VATNAJÖKULL
Síðujökull – Hannes á Hvoli segir upptök Djúpár vera
að færa sig til norðurs og vesturs og gerir ráð fyrir að
hún lendi öll í Brunná ef jökuljaðarinn heldur áfram
að hopa. Hann nefnir áberandi brennisteinslykt við
upptök Djúpár sem og Hverfisfljóts í allt sumar.
Skeiðarárjökull vestur – Jökullinn hefur lækkað
óhemju mikið á árinu. Fjögur hlaup komu í Súlu í
sumar með um mánaðar millibili og var það síðasta á
við öll hin þrjú. Mikið af hlaupvatninu komst í Gígju-
kvísl um það sem Hannes kallar tjarnir svo og í ála
austar með jöklinum.
Skeiðarárjökull austur – Ragnar þjóðgarðsvörður í
Skaftafelli greinir frá um 80 m framrás þess hluta
Skeiðarárjökuls, sem er næst vestan við upptök Skeið-
arár, veturinn 2002–2003. Ekki lítur út fyrir að þarna
hafi verið framhlaup af venjulegri gerð því að jökull-
inn er flatur á svæðinu og virðist vera lítið sprunginn
og hafa lækkað. Engar skýringar liggja fyrir á þessum
gangi í jöklinum.
Morsárjökull – Lón við jökuljaðar truflaði mælingu.
Jökullinn færist frá Miðfelli og hlíð fjallsins fær á sig
nýjan svip.
Svínafellsjökull – Jaðarinn færðist fram í mælilínu en
hopaði beggja vegna við og lækkaði að sögn Guðlaugs
Gunnarssonar.
Helgi Björnsson á Kvískerjum lýsir mikilli rýrnun
jökla síðan í fyrra, bæði að heiman séð og þegar nær
er komið. Er það áberandi við skerin í Breiðamerkur-
jökli einkum það vestasta, Systrasker.
Kvíárjökull – hefur þynnst mjög áberandi en mæling
80 JÖKULL No. 54, 2004