Jökull - 01.01.2004, Side 94
Gunnar og Hörður við gryfjugröft í Grímsvötnum 16. júní 1967.
Ljósm. Halldór Gíslason.
Leiftur. Hann stóð uppi á nefinu á víslinum hálf hok-
inn en settist öðru hverju á þakbrúnina með spottann
í höndunum í þessum líka flottu strigaskóm, þessum
gömlu ökklaháu, svörtu með hvíta gúmmíinu, föður-
landsnærbuxum (eins og allir alvöru jöklamenn not-
uðu) og hvítum ermalausum nærbol. Hann var að bíða
eftir því að þeir hnýttu spottann í dráttartógið svo hann
gæti dregið það til sín en fannst þeir svifaseinir og
kallaði; „strákar á ég að vera hérna fram á nótt?“ Svið-
ið, Tungnaá milli Nýjafells og gíganna Félaga, (sem
áður hétu Sigurjón og Eberg, því gígarnir eru rauðir
að innan) haustferð, árið 1961 og takmarkið Gríms-
fjall. Vísillinn var nærri lagstur á hægri hliðina því
hratt gróf undan honum. Hann dró til sín dráttartógið
og nú var það áin því einhversstaðar varð að festa í
gripinn ef hann átti að nást á þurrt en það gekk ekki
upp nema að fara alveg á kaf, ekki einu sinni, ekki
tvisvar, heldur þrisvar. Bót var þó í máli að hann gat
hnýtt tógið saman ofan ár. Vesen, var það ekki bara
betra? Bróðurpartur næsta dags í að koma gripnum
aftur í ökuhæft ástand. Bara betra.
Leiftur. „Réttið mér skrallið strákar“ sagði hann og
fálmaði aftur fyrir sig með vinstri hendinni, um leið
og hann reyndi að strekkja á beltinu með þeirri hægri.
Flott, boltinn small í og nú var bara að herða. Það var
þó bót í máli að veðrið var gott en ekki eins og um
árið utan í Háubungu, þá í slyddubil og roki en ansi
var þetta orðið hvimleitt. Hann taldi saman skiptin og
hristi höfuðið. Frá Sólheimum og upp að Sjónarhóli
voru beltin búin að fara þrisvar af en frá hólnum og
upp Lakalandið fjórum sinnum. Það er þessi hliðar-
halli og brekkurnar, vísillinn var ekki byggður fyrir
svona landslag. Bót að það var stutt í jökulinn þá færi
þetta að lagast en þessi belti eru vonlaus, það verð-
94 JÖKULL No. 54, 2004